Þjóðviljinn - 29.12.1981, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1981, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. desember 1981. DJÚBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. . ............... Fréttastjóri: Alfheiöur Ingadóttir. •Umsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Valþór Hlöðversson. Blaöamenn: Auöur Styrjtársdóttir, Magnús H. Gislason, Öskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson. iþrótta- og skákfréttamaöur: Helgi Ölafsson. Utlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir :Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Auglýsingar: Hildur Ragnars, Sigriður Hanna Sigurbjörns- dóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. lnnheimtumenn:Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurnmnds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dó(jir. Útkevrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavik, simi S13B3 Prenton: Klaöanrent hf Hvaða mælistika? . • Hvar á jörðinni er best að búa? Hvert er það þjóð- félag sem býður þegnum sínum hollust og þroskavæn- legust lífsskilyrði? — Þvílíkum spurningum verður seint svarað og síst svo að allir verði sammála um svarið. • Víðast hvar í veröldinni fer drýgstur hluti af starfsorku stjórnmálamanna í að glíma við einhvers konar efnahagsmál, af þessu taginu eða hinur Ekki er það undarlegt, þótt ýmsum finnist stundum nóg um allt þetta basl í kringum hinar ýmsu vísitölur, og bendi á, að menn ættu bara að snúa sér að einhverju öðru og menningarlegra. Stundum eiga slíkar ábendingar svo sannarlega rétt á sér. Hitt mun þó staðreynd, sem dálítið er varasamt að gleyma, — að án lágmarks árangurs í efnahagsmálum, þá eru þessi eða hin stjórnvöld, hvar sem er og hvenær sem er, ekki líkleg til mikilla af reka á öðrum sviðum. • Arangur í ef nahagsmálum og ástand þeirra mála, er auðvitað unnt að mæla með ýmsum hætti. í þeim efnum leitast stofnanir, samtök og einstaklingar við að koma sér uppnothæf um mælitækjum, þótt slík tæki verði aldrei f ullkomin né niðurstaðan óyggjandi. • Hér hafa býsna margir lengi iðkað þann söng, að alltsé í kalda koli í okkar efnahagsmálum og ástandið reyndar alltaf að versna! Og þeir eru reyndar ekki fáir sem þessu trúa, ekki síst svona í skammdeginu. • Núer þaðsamt svo, að síðustu þrjú til f jögur árin höfum við (slendingar lifað blómaskeið í efnahags- málum, blómaskeið sem flestar þjóðir bæði nær og f jær mættu öf unda okkar af, ef grannt er að gáð. Með þessu er ekki verið að segja að hér sé nú f lest eins og best verði á kosið, né heldur hitt að tiltölulega góður árangur séeingöngu landsstjórninni aðþakka, því svo er ekki. • Það sem við vekjum athygli á er hitt, að þrátt fyr- ir allan bölmóðinn um okkar ef nahagsvanda nú, þá er hann smávægilegur miðað við okkar fyrri vanda og þau hrikalegu vandamál sem við blasa hjá flestum öðrum þjóðum. • Fyrir nokkrum mánuðum greip tímaritið Frjáls verslun mælikvarða, sem notaður er af erlendum hag- fræðingum og alþjóðlegum sérfræðistofnunum til að mæla ástand efnahagsmála í hinum ýmsu ríkjum í okkar heimshluta. Og hver var niðurstaðan samkvæmt þessari úttekt, sem unnin var af yfir- lýstum andstæðingum núverandi ríkisstjórnar? f stuttu máli var niðurstaðan sú, að á íslandi væri á- stand efnahagsmálanna með því allra besta sem í veröldinni þekkist. Þetta var athyglisverður vitnis- burður ekki síst f yrir þá, sem aldrei sjá nema svartan bakka framundan. • Verðbólgan er okkar stóra ef nahagsvandamál, en hún hefur þó lækkað um nær þriðjung á þessu ári. Atvinnuleysið er höfuðböl í fjölmörgum okkar nágrannaríkja, og það svo að í Bretlandi og Danmörku samsvarar f jöldi atvinnuleysingja því að hér gengju 10.000 til 12.000 manns atvinnulausir. Hér er ekkert at- vinnuleysi. Víða i nágrannalöndum okkar er ríkis- búskapurinn rekinn með yfirþyrmandi halla, m.a. í því skyni að forðast vaxandi atvinnuleysi, og má þar nefna Svíþjóðsem dæmi. Hér hefur ríkisbúskapurinn verið í jafnvægi síðustu ár og er enn. Mörg nágranna- lönd okkar eiga við alvarlegan viðskiptahalla að etja á sínum utanríkisviðskiptum um þessar mundir. Hér hef ur viðskiptahalli verið hóf legur síðustu ár og minni hluti þjóðarframleiðslunnar heldur en oft áður. — Innlendur sparnaður segir margt um ástand efna- hagsmála. A því ári sem nú er að kveðja hafa inni- stæður í bönkum og sparisjóðum hér vaxið meira að raungildi en sést hef ur um mjög langt árabil. Og ætli þau séu mörg ríkin í kringum okkur sem geta státað af álíka árangri í þeim ef num nú á þessu ári? • Árið sem nú er framundan verður af ýmsum ástæðum erfitt sé samanburðurinn eingöngu við það blómaskeið sem við hér höfum lifað síðustu ár, en byrðar þess verða mun léttari sé mælikvarðinn f jölþjóðlegur með nokkrum hætti, svo ekki sé nú talað um þann alþjóðlega kvarða sem breytir okkar smáa efnahagsvanda í skemmtilega talnaþraut. — k. Stofnana- máliö Bankabla&ið birtir eftir- farandi sýnishorn af dæmi- geröu stofnanamáli og er þaö frá Hagfræðideild Seðla- bankans: „Vextir eru i eðli sinu fyrirbæri veldisupphafn- ingar, þar sem hver ný út- koma er stofn næstu hlut- fallslegu upphafningar. Veldisreikningurinn tak- markast þvi i timanum við lágmarks timaeiningu, innan hverrar á sér stað ein- föld ávöxtun, en ekki vaxta- vöxtun. Sú timaeining er ákvéöin sem hagkvæmnisatriði út frá þeim viðhorfum, að sæmi- legt öryggi riki um raun- verulega vaxtaútkomu og að vinnubyrgði sé hófleg. Bankar ganga fyrir venj- um og verklagsreglum. Ein sú rótfastasta er svokölluð „bankaregla” i vaxtareikn- ingi. Einfaldast að meginreglu til mundi að breyta þessu með þvi að ákveða vexti styttri timabila i vaxta- vaxtasamhengi með mánuð sem lágmarkseiningu, veröi fleirtuga prósenta verðbólga varanleg...” Sé einhver i vafa um efni þessa texta þá fjallar hann um tiðari vaxtareikning inn-, lána. Þ og ö á sínum staö I ITt-fréttum, blaöi Iðn- tæknistofnunar Islands, eru vélriturum boðuð þau gleði- tiðindi að þeir geti andað léttar. Þaö á semsé ekki aö gera meiriháttar breytingar á lyklaborði ritvélanna, þ-iö og ö-ið verða áfram á sinum staö og eins á tölvuborð- unum. A vegum Skýrslu- tæknifélagsins og áhugaa&ila hefur verið unnið aö gerð staöals um röðun staflykla ritvéla- og tölvuborða og niðurstaöan sýnist ætla aö verða sú að þ og ð verði áfram slegin með litla fingri hægri handar. klrippt Ættu aö hugsa sig um Alþýðublaðiö birti á Þorláks- messu fróðlegt viðtal við Helga Sæmundsson um horfna sam- starfsmenn, flokkinn, fólkiö og blaðiö. Við berum þar niður i viötalinu að Helgi er spurður hvernig honum finnist Alþýðu- flokknum hafa vegnað á siðustu árum. „Já ég tel hann hafi mátt vel viö una með árangurinn 1978. Ýmislegt sem þá var tekið upp eins og prófkosningar, sem ég galt mikinn varhug við skilaði betri árangri en ég haföi gert ráð fyrir, þó að ég sé enn andvigur þeim i núverandí mynd. Úrslitin ’78 komu mér talsvert á óvart, en ég get ekki sagt það sama um úrslitin ’79, þau gat maður fundið i' þeirri undiröldu almenningsálits, sem jafnan fer á undan kosningum. En ég held, að forystumenn flokksins ættu að hugleiða það vandlega hvernig á þvi stendur að flokkur hefur miklu fylgi að fagna eitt árið, hrapar verulega i fylgi á tveimur misserum.” Sambúö verka- lýösflokkanna Ertu með skýringar á þessu? spyr Alþýðublaöið. „Já, ég held aö sambúð verkalýðsflokkanna sé alls ekki með þeim hætti sem kjósendur þeirra ætlasttil og vilja að verði framfylgt. Stundum er sem þeim sé mest i mun að vera ósammála, jafnvel i þeim mál- um þar sem þeir eðli sinu sam- kvæmt ættu að eiga sameigin- lega stefnu. Það er auðvitað ekki nema sjálfsagt að slái i brýnu þegar tekist erá um mik- ilvæg mál, en sambúð þessara flokka hvor við annan er bara með allt öðrum hættien sambúð þeirra við aöra flokka og sam- búð annarra flokka hver við annan: Þetta tel ég að fólk i verkalýðsstéttunum kunni ekki að meta”, segir Helgi Sæm. Umdeilanleg staöa Mörgum verkalýðssinna kemur spánskt fyrir sjónir hvaða stöðu Alþýðuflokkurinn hefur markað sér. Og þá spyr Alþýðublaðið hvort honum finnist Alþýðu- flokkurinn hafa haldið vel á spöðunum siðan ’79. ,,Ég er ekki nógu ánægður með hann. Hann hefur leiðst eina ferðina enn út i innan- flokksátök, sem hafa lamað hann. Deilur hafa risið, sem að minu mati eru mest um keisar- ans skegg. Staðan, sem hann hefur valið sér, er að minnsta kosti umdeilanleg. Atökin i Sjálfstæðisflokknum hafa á þessu skeiði skipt miklu máli, út á viö, vegna afstöðunnar til rikisstjórnarinnar og inn á við vegna deilna um menn og valdastöður og sum málefni. Það kemur mörgum verkalýðs- sinna spánsktfyrir sjónir hvaða stöðu Alþýðuflokkurinn hefur markað sér I þessum deilum og meö hvaða aöilum forystumenn flokksins telja sig eiga mesta samleið. NU er ég ekki i neinni stöðu til að meta innanflokks- átökin I Sjálfstæðisflokknum, en hitt tel ég umdeilanlegt, hvort viö eigum frekar að veðja á Geir eða Gunnar.” Hér er Helgi Sæmundsson greinilega að deila á Kjartan Jóhannsson nýbakaðan for- mann Alþýðuflokksins sem hef- ur kosið sér það hlutskipti að ganga í fótspor Geirs Hallgrimssonar I hverju málinu á fætur öðru. Moskvukommi í kratahópi Hvers vegna eigum vift frekar aft veftja á Geir? En Helgi Sæmundsson vikur aftur að sambúöarerfiðleikum Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks: ,,Ég er þeirrar skoðunar aí málefnaandstæöur milli þess- ara flokka séu i raun miklu minni en margir telja, og það sést best á þvi, að hægri krati getur gengið i Alþýöubandalag- ið og orðið þar öllum til sóma, og gamall Moskvukommi getur orðiö ágætur lýöræöissinni i Alþýðuflokknum. Þetta eru þvi oft deilurum trúarbrögö en ekki skoðanir.” Synd að Helgi skyldi ekki nefna dæmi um slikan lukkuleg- an samgang milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. En orð Helga eru ihugunarverð fyrir krataforystuna þótt hún kjósi sjálfsagt aö vera áfram trúr sfnum mistökum. —ekh «9 skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.