Þjóðviljinn - 29.12.1981, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.12.1981, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJVNN. Þriöjudagur 29. desember 1981. Kveðjuorð / Olafur Hansson, prófessor Fæddur 18. september 1909 — Dáinn 18. desember 1981 Bjartan og hlýjan vordag áriö 1941 situr hópur unglinga I einni stofunni i hinu nýreista og veg- lega húsi Háskóla íslands vestur á Melum og eru aö þreyta inn- tökupróf upp i gagnfræöadeild Menntaskólans i Reykjavik. Landsstjórnin beiö ekki aldeilis uppi i Ingólfsbrekku meö opinn faöminnöllum.þeim,sem þyrsti i fræöslu og vildu leita inngöngu. Hún haföi komið þar fyrir nálar- auga, sem ekki fengu fleiri aö smjúga I gegnum en rúmuðust fyrir i einni bekkjarstofu. NU var þessi fornfrægi skóli á hrak- hólum, þvi að breska heimsveldið haföi tekiö hUs hans traustataki. Hann var kominn i hUsmennsku hjáannarri stofnun, sem letraði á skjöld sinn: Visindin efla alla dáö. Þaö var engin furöa, aö ungl- ingarnir, sem aldrei höföu séö annaö en krot götunnar, kritar- páriö á hUsveggjum og stein- göröum, fylltust djUpri lotningu fyrir þessu lærdómssetri, sem þeir voru staddir I fyrir rás heimsviöburöanna. Aö þessu sinni var veriö aö prófa þekkingu unglinganna 1 þunnri bók I allstóru broti með grænleitum spjöldum og á var letraö svörtum stöfum: Mann- kynssaga. Ágrip. Þar sem ungl- ingarnir bogra þarna yfir próf- blöðunum eins og þeir séu að leysa lifsgátuna i eitt skipti fyrir öll hvila á þeim haukfrán og sivökul augu þeirra Boga ólafs- sonar og Ólafs Dan Danielssonar. Þeirsitja sinni hvorum stofuenda virðulegir og mikilUölegir eins og öldungaráösmenn. Dyrnar standa i hálfa gátt. Þá skákar sér inn maður, hávaxinn, dökkur á hár og fríöur sýnum og sýnilega mun yngrien senatorarnir tveir, milli stafs og hurðar, hallar sér að veggnum, krossleggur hendurnar og viröir fyrir sér krossberana. Allt i einu er hann horfinn jafn hljóðlega og hann birtist. Ætli þessi maöur, sem svifur svona um, sé ekki höfundur græna sögu- kversins, ólafur Hansson sögu- kennari við Menntaskólann? Þaö kom á daginn, að réttvar til getið. Siðan þetta var, eru nú liðnir fjórir áratugir, og á þeim tima hafa vegir okkar Ólafs Hans- sonar legið meira og minna Ólafur Hansson var fæddur i Reykjavík 18. sept- ember 1909. Foreldrar hans voru Hans O. Devik sima- verkfræðingur frá Gloppen i Noregi og kona hans Pálina Ólafia Pétursdtíttir. Ólafur Hansson lauk stúdentsprófi frá Menntasktílanum i Reykjavik áriö 1928 og lagði siðan stund á hásktílanám i sögu, landafræöi og þý.sku við hásktílann f Berlin og Osló. Cand. mag. prtífi lauk Ólafur áriö 1933 viö Oslóar- hásktíla. A árunum 1934—1936 var Óiafur Hansson, sktíiastjtíri G a g n f r æ ð a s k ó I a n s I Neskaupstað, en haustiö 1936 htíf hann kennslu við Menntaskóiann I Reykjavik, þar sem hann kenndi i ára- tugi. Fyrir 30 árum hóf Ólafur einnig kennsiu i sagn- fræði við Háskóla Islands og þar var hann prófessor. nokkur siðustu starfsárin. Fjöldi rita liggur eftir Óiaf Hansson, þar á meðal margar kennslubækur i m annkynssögu. Einnig var hann ritstjóri bókafiokksins Lönd og lýðir frá 1949 og skrifaði sjálfur bækur i þeim fiokkium Noreg og siöar um mannkynið. Meðal bóka Ólafs eru einnig rit um heimsstyrjöldina síðari og um Gissur jarl. Kona ólafs, Valdis Helga- dtíttir, lifir mann sinn. saman. Og öllum er hann minnis- stæður þeim sem honum kynntust. Ölafur var orölagður fyrir þekkingu sina, enda var minniö trUtt sem stál. Hann var slíkur hafsjór af fróöleik aö leitun var aö hans jafningja i þeim efnum og heföi ugglaust á öðrum timum verið kallaöur hinn fróði eöa margvisi. í kennslutimum miðlaði Ólafur nemendum sinum af hinummikla fróðleik sinum og vaföist honum aldrei tunga um tönn, er leitað var hjá honum svara. Hann Ieysti Ur öllum svo greiölega, að naumast þótti einleikiö. Dæmi eru um þaö, aö nemendur grófu upp einhvern tittlingaskit til þess að reyna þolrifin i þekkingu Ólafs, en höfðu ekki erindi sem erfiöi. Stóöu margir nemendur i þeirritrú og vissu, aö ólafur væri albrynjaöur þekkingarkufli. Eitt sinn deildu tveir nemendur á göngum Menntaskólans um þaö, hvort ólafur Hansson kynni tyrk- nesku! Þegar sú deila stóö sem hæst kom ólafur þar aðvifandi, brosti og gekk burt án þess aö leggja orö i belg. Sögur komust jafnvel á kreik um það, aö hann gæti sagttil um heimilisföng allra kattarkvikinda á rtæsta leiti viö Menntasktílan n, samanber helvistisköttinn á Bókhlööusti g 9 sem ráfaöi inn i kennslustund hjá Ólafi. Sumir sögðu, aö alfræöibækur væru höfuðlesning Ólafs og hann lægi i þeim daga og nætur. Ekki veit ég neinar sönnur á þvi, en hitt er mér kunnugt um, að hann var ákaflega viölesinn og ekki við eina fjölina felldur i vali á lestrarefni. Hann var meöal annars þaullesinn i sagnfræði- ritum, skáldritum, þjóðsögum og mannfræöiritum, en einnig var hann vel heima i skemmtibök- menntum eins og i fabúlum þeirra Agötu Christie og G.K. Chestertons, enda flokkaði hann ekki bækur á hinn hefðbundna hátt heldur eftir hinu hvort textinn væri lipur og læsilegur. Ólafur var einstaklega stað- fróöur og mannfróður, kunni t.a.m. yfirleitt langtum meiri deili á uppruna nemenda sinna, ættum þeirra og ættarslóðum, en þeir sjálfir. Hann fylgdist meö nemendum sinum, sem skiptu þUsundum, löngu eftir aö þeir voru horfnir úr skóla, og oft tók hann þá tali, er hann rakst á þá á förnum vegi. Nemendum sinum var hann mjög velviljaður og um- burðarlyndur, laus við alla smásmygliog regluaga, enda var hann vinsæll hjá þeim og reyndar öllum sem af honum höfðu ein- hver kynni. Þótt Ólafi væri margt gefið, sem öörum þótti öfundsvert, var hann aö eölisfari hlédrægur og yfirlætislaus, en allur hégtíma- skapur, menntasperringur og sýndarmennska voru honum fjarri skapi, og ekki var hann gjarn á að leita út á markaðs- torgið islenska og falla þar i duftið. Próf og titlar, sagði hann oftar en einu sinni, eru ekki neinir mælikvaröar á mennina. Mér er næst að ætla, að Ólafi hafi verið einna þekkast aö dveljast úti i islenskri náttúru og hrærast meðalmanna, sem liföu óbrotnu lifi og kunnu að segja frá tiðindum úr heimi isleskrar al- þýðu, álagablettum, draum- förum, meitluðum tilsvörum og sérkennilegum mönnum, og helst látið smellnar visur fljóta með. Að leiðarlokum er mér efst i huga þakkir til skapanornanna fyrir kynnin við Ólaf Hansson og þá mannkosti, sem hann var svo rikulega búinn. Jólatrésskemmtim verður haldin að Hótel Sögu, Súlnasal, sunnudaginn 3. janúar 1982 og hefst kl. 15.00 siðdegis. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavikur Hagamel 4. Miðaverð: Börn kr. 45.-. Fullorðnir: kr. 15.-. Tekið verður á móti pöntunum i simum 26344 og 26850. Verzlunarmannafélag Reykjavikur Tívolísólir og fossar ~+i Flugeldamarkaðir -MJ Hjálparsveita skáta Jón Guðnason Lausar stöður Við heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi eru lausar til umsóknar tvær stöður heilsugæslulækna og ein staða hjúkrunar- fræðings. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 23. janúar 1982. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 22. desember 1981. £1 Tlmburhús í gamla bænum í Hafnarfirði Járnvarið timburhús á tveimur hæðum að Urðarstig 2 er til sölu. Húsið verður til sýnis milli kl. 10 og 15 i dag 29. des. og á morgun 30. des. Tilboð óskast. Skilajfrest- ur er til 5. jan. 1982. Upplýsingar i sima 54484 á ofanskráðum tima. Húsið er laust frá 1. janúar. Laus staða Staða bókavarðar i Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu íyrir 28. janúar næstkomandi. Menntamálaráðuneytiö, 28.desember 1981 • Blikkiðjan ™ * Asgarði 7, Garöabs önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.