Þjóðviljinn - 29.12.1981, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1981, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. desember 1981. Á síðasta árl voru skráð um það bil 6000 vinnuslys á Slysadeild Borgarspítalans' Hávaði, langur vinnutími og ótrúlega margar slysagildrur á vinnustöðum eru orsakir Slestra vinnuslysa Einar Baldvin Baldvinsson og Ásmundur Hilmarsson skrifa um niðurstöður vinnuverndarkönnunar Þeir gjalda fyrir með heilsu sinni Þegar átta verkalýösfélög og tvö landssambönd i byggingar- iðnaði og málmiönaöi tóku þá ákvöröun aö hafa frumkvæöi aö vinnuverndarrannsókn i þess- um starfsgreinum, þá var það meöal annars gert á grundvelli þeirrar sannfæringar að viöa væri pottur brotinn i þessum efn- um. Opinberar slysatölur gamla öryggiseftirlitsins sýndu að i samanburöi við aðrar starfs- greinar væru slys sérstaklega tið I byggingaiönaöi og málmiönaöi. Sömuleiöis sýndi vinnustaöa- könnun öryggiseftirlits og Heil- brigöiseftirlits rikisins 1979, aö ástandið var mjög bágt hjá fyrir- tækjum i þessum greinum hvað varðaði aðbúnað, hollustu og ör- yggi Nvl liggja fyrstu niöurstöö- ur vinnuverndarrannsóknarinnar fyrir. Þaö verur að segja aö þrátt fyrir fyrrnefndar niðurstöður öryggiseftirlits og Heilbrigðis- eftirlits, þá kom engum sem að vinnuverndarrannsókninni stóö, til hugar hve stórfelld vandamál- in i rauninni eru. Það segir sina sögu, að einungis einn af hverjum tiu iðnaðarmönn- um, sem þátt tóku i rannsókninni, teldu vinnustað sinn ekki ein- kennast af neinu af 12 aðbúnaðar- vandamála, sem spurt var eftir i rannsókninni. Svipað mynstur kom fram i vinnustaöakönnuninni frá 1979. Þá kom i ljós að fjórði hver vinnu- staður i byggingariðnaði var, að mati skoðunarmanna, fullnægj- andi. Þegar litið er á byggingar- iðnað og málmiðnað sameigin- lega i þessu tilliti þá kemur i ljós að tæplega helmingur þessara fyrirtækja teljast hafa fullnægj- andiaðbúnað. Þessi mynd verður raunar enn dekkri I niðurstöðum vinnuverndarrannsóknarinnar. I þeim niðurstöðum kemur fram að meðaltalsfjöldi aðbúnaðarvanda- mála á hverjum vinnustað eru þrjú af 12 mögulegum. Þeir verða fáir vinnustaðirnir, sem geta talist fullnægjandi þeg- ar öll kurl koma til grafar. Vinnu- verndarrannsóknin gefur tæki- færi tii þess aö meta afleiðingar þessa ófremdarástands. Vinnuslys Vinnuslys hafa veriö talin mun algengari en skýrslur öryggis- eftirlitsins og siðar Vinnueftirlits- ins, gefa til kynna. Það hefur rennt stoöum undir þessi viðhorf, að til hafa verið upplýsingar frá Slysadeild Borgarspitalans, sem bentu til þess að á Reykjavikur- svæðinu væru vinnuslys 20-30 sinnum algengari en tölur öryggiseftirlits — Vinnueftirlits fyrir allt landið gefa til kynna. A siðasta ári voru skráð um það bil 6000 vinnuslys á Slysadeild Borg- arspitalans. Ýmsir hafa orðið til þess að véfengja þessar upplýs- ingarog haldið þvi fram að þarna væru skrásett fleiri slys en með réttu mætti kalla vinnusiys. Þeirri röksemd verður að hafna eftir að niðurstöður vinnuvernd- arrannsóknarinnar hafa komið fram. Ef litið er til þeirra rúm- lega 3000 félagsmanna, sem verkalýðsfélögin átta hafa innan sinna vébanda, þá hafa þar átt sér stað rúmlega 900 vinnuslys. Það leikur enginn vafi á þvi að á hverju ári eiga sér stað margfalt fleirir vinnuslys en almennt er álitiö. Orsakir vinnuslysa En hverjar eru orsakir allra þessara vinnuslysa? 1 skýrslu, sem gefin var út I til- efni 50 ára afmælis öryggiseftir- lits rikisins, er greint frá athug- unum á þeim vinnuslysum, sem þeirri stofnun bárust upplýsingar um. Niðurstaða þeirrar athugun- ar var að nærri 80% allra vinnu- slysa væri vegna yfirsjónar i starfi. Ekki leikur nokkur vafi á að kæruleysi og skortur á aögát leikur oft nokkurt hlutverk i vinnuslysum, en þá kemur upp sú spurning: af hverju stafar þetta aðgátarleysi? Vinnuverndarrannsóknin hefur sýnt að vinnuslys eru algengari á vinnustöðum þar sem hávaði er aðbúnaðarvandamálið sem er mest áberandi. Hávaði virðist sem sagtstuðla að vinnuslysum. 1 vinnuverndarrannsókninni kom fram að vinnuslys veröa algeng- ari með lengri vinnutima. Þannig benda niðurstöðurnar til þess, að bæði mikill hávaði og langur vinnutimi, stuðli að vinnuslysum. Hávaði stuðlar að einangrun, minnkar athygli og veldur sljóv- gun. Langur vinnutimi og þreyt- an, sem honum fylgir, slævir getuna til einbeitni. Vinnusiys sem verða við þessar kringum- stæður er efalaust hægt að skrifa á reikning þeirra sem fyrir óhöppunum verða. mn þegar nánar er skyggnst undir yfirborðið kemur oft i ljós að vinnuaöstæðurnar hafa átt drjúgan þátt i öllu ferlinu. Bættar vinnuaðstæður auka á möguleika verkafólks til þess að forðast slys. Það er enganveginn svo að: vinnuslys verði bara” þau eiga sér ævinlega orsök. Hávaði, lang- ur vinnutimi og ótrúlega margar slysagildrur á vinnustöðum eru orsakir flestra vinnuslysa. Afleiðingamar Mörg vinnuslys valda langri vist á sjúkrahúsum eða jafnvel örkumlun til æviloka. Vinnu- staðarannsóknin sýnir að meira en helmingur þeirra sem verða fyrir vinnuslysi eru frá vinnu i viku eða lengur. I samantektum um aldur þeirra sem slasast við vinnu kemur i ljós að 25,6% allra tilkynntra vinnuslysa verða á ungmennum 16-20 ára. 54.3% allra tilkynntra vinnuslysa verða á verkafólki á aldrinum 15-30 ára. Langvarandi heilsutjón og örkuml verða ekki bætt að fullu. Eina raunhæfa viðbragðið gegn óhugnaði vinnuslysa er að taka fyrir orsakir þeirra. I tslandi er hæstur meðalaldur i heimi. Þessvegna að minnsta kosti væri hægt að álykta að allt væri harla gott. Hins vegar hlýtur eitthvað að vera athugunarvert við ástandið I landi þar sem fólk veröur að öðru jöfnu að vinna milli 50 og 60 tima á viku til að hafa ofan i sig og á. Ekki má svo gleyma vaxandi notkun hættu- legra efna á vinnustöðum og stór- virkum vélum sem gera vinnuna einhæfari. En þessir framantöldu þættir geta haft i för með sér verra heilsufar og styttri meðalaldur i framtiðinni. Þegar til dæmis er aö þvi gætt að afleiðingar upp- lausnarefna i andrúmslofti eru mjög undir þvi komnar hve lengi einstaklingurinn býr við þessar aðstæður á degi hverjum. Með löngum vinnutima margfaldast áhrif og áhætta sem fylgir notkun þessara efna. Rétt er að hafa i huga að i niðurstööum vinnu- verdnarrannsóknarinnar kemur i ljós að um það bil tveir af hverj- um fimm sögðu það einkenni á vinnustað sinum að þar væri sterk lykt og gufur af efnum. Einar Baldvin Baldursson Asmundur Hilmarsson Ef til viil er afleitt ástand á vinnustööum okkar nú vixill til framtiðarinnar, sem gjaldfellur innan fárra ára. Ef til vill munu hundruð eöa jafnvel nokkur þús- und verkafólks gjalda fyrir ófremdarástandið á vinnustöðun- um nú með lifi sinu eða heilsu á næsta áratug. Afleiðingar efna- mengunar geta verið exem, skert minnisgeta eða jafnvel krabba- mein. Fimmtungur iðnaðar- mannanna i vinnuverndarrann- sókninni sögöust vinna með asbest. En rétt er að hafa i huga að það hefur verið sannað að asbest er stórfelldur krabba- meinsvaldur. Bandarisk yfirvöld hafa lýst þvi yfir að ekki sé til neitt markgildi nógu iágt fyrir leyfilegt magn asbests i and- rúmslofti svo mengun af völdum þess geti talist hættulaus. Hvað skal gera? önnur vandamál sem fram komu i vinnuverndarrannsókn- inni eru velþekkt. Mikill meirihluti þeirra iðnaðarmanna sem þátttóku i rannsókninni þjást af bakverkjum. Meira en þriðj- ungungur þátttakenda hafa leitað læknishjálpar vegna bakverkja. Þessar ótrúlegu niðurstöður eru eitt stórt viðvörunarmerki til heilbrigðisyfirvalda, atvinnurek- enda og verkalýðshreyfingar um að þessu astandi þurfi að breeyta. Við skulum hafa það i huga að rannsóknin sýnir ekki aðeins al- gengi sjúkdóma starfsmanna i málmiðnaði og byggingaiðnaði heldur einnig það að vinnuað- stæður eru fyrir neðan allar hell- ur i þessum starfsgreinum. Kjarninn I þessum niðurstöðum er hins vegar sá, að samhengi milli vinnuskilyrða og fjölda sjúkdóma, kemur berlega i ljós. Vinnuverndarrannsóknin bend- ir okkur til hvaða átta ber að horfa til þess að breyta ófremdar- ástandinu. Þar þarf fyrst að taka við við að bæta ástandið áf vinnu- stöðunum. Þeir sem þurfa að vinna við þær aðstæður sem hér tiðkastá vinnustöðum i málmiðn- aði og byggingariðnaöi munu gjalda fyrir með heilsu sinni. Þegar með eru reiknaðar sam- virkar afleiðingar sem langur vinnudagur, aukin efnanotkun og einhæfari vinnubrögö hafa i för meö sér verður þá ljóst að enn þarf að heröa róðurinn fyrir styttri vinnudegi. Þjóðfélagið og sameiginlegir sjóðir okkar greiða fyrir afleiðingar slæms aðbún- aðar og langs vinnutima meö griöarlegum fjármunum til heil- brigðismála. Enn sem komiö er þá fer lang mestur hluti fjárins til þess að bæta fyrir likamlegt og andlegt . tjón. En skynsamlegra verður að teljast að hluta þeirra fjármuna væri betur varið til fyrirbyggj- andi starfa. Þriðjudagur 29. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 Samhengi milli vinnuskilyrða og fjölda sjúkdóma kom berlega í ijós í vinnuverndarkönnuninni Mikill meirihluti iðnaðarmanna, sem tóku í vinnuverndar- rannsókninni, þjáist af bakverkjum Minning Sigursveinn Óli Kadsson Fæddur 27. mars 1954 Dáinn 17. des. 1981 Sigursveinn Karlsson bróður- soni'r minn lést þann 17. desem- ber, 27 ára að aldri. Sigursveinn var næstyngstur af 6 systkinum en þessi stóri systkinahópur óx úr grasi f Hóf- gerði 14 í Kópavogi, þó að eldri systkinin væru fædd annars- staðar. Ég hafði mikil samskipti við þessa fjölskyldu, en þaö má segja aö tveir frændur, Sæ- mundur Andersen og ég, tækju út hluta af uppeldi okkar þarna i Hófgerðinu. Við Sæmundur vorum þá einstaklingar nokkuö utan kerfisins og Katrin Gama- lielsdóttir, mágkona min, brauðfæddi okkur langtimum saman og það var alltaf pláss i Hófgeröinu til að sofa þrátt fyrir þá átta manna fjölskyldu sem þarna bjó. t Hófgerðinu var gott að vera á þessum árum. Menn trúðu á framtiðina og rökræður voru endalausar um mjög marga þætti mannlifsins. Sumir fjöl- skyldumeölimir gripu i að mála, aörir skrifuðu og svo var sungið, en Karl bróðir minn er vel liö- tækur á ýmis hljóðfæri. I þessu góða andrúmslofti óx Sigursveinn upp. Hann var gáf- aöur unglingur, listfengur og næmur og er mörg merki þess aö finna i verkum hans. Nú eru timamót. 1 huganum eru þakkir fyrir samveruna og óskir um betri byr. Sigursveinn lætur eftir sig fjögur mannvænleg börn. Hrafn Sæmundsson. Sigursveinn óli Karlsson, mágur minn, lést hinn 17. des. sl. Hann var sonur Karls Sæmundarsonar sem nú er umsjónarmaður i ölfus borgum og konu hans heitinnar Katrinar Gamalielsdóttur. Sigur- sveinn var 27 ára er hann lést, næstyngstur i hópi sex systkina, þar sem öll hin fylgja honum siöasta spölinn. Þú gekkst inn í tilveru hans, horfðir á hann vaxa úr gólfunum og úr grösunum í Hófgerði 14, gráta og hlæja við foreldrum og systkinum — og vefa hug sinn í flötinn og formið. Úr f jarska fylgdistu með honum sækja skólann, félagslíf ið, iþróttirnar og hljómsveitina. Þú sást hann keppa í sundinu, bruna um ísinn — svellið. Þú sást hann stíga hikandi fyrstu fullorðinsskrefin. Og svo hringekjan — svo hraðfleyg að loks stóðstu kyrr. Nú loga Ijós hans allt um kring þau hefjast þau stíga þau lyftast til lausnar. Þau kveikja í hug þér elskulega vitund hans og eilífa hlýja kveðju hans til skyldfólks og ástvina til sona og dætra. GIsli ól. Pétursson l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.