Þjóðviljinn - 21.01.1982, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. janúar 1982
Fimmtudagur 21. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Getur
0
nugsjón
lifað
Salka Valka frumsýnd í nœstu viku
Ljósm. — gel
//Stofnun kauplýösfé-
lagsins/ er þaö blað eöa bók
— eða kannski bara stíla-
bók?"
Það er Þorleifur Karlsson, leik-
munavörður sem leggur siðustu
hönd á leikmunalistann i „Sölku
Völku”, sem frumsýnd verður hjá
Leikfélagi Reykjavikur i næstu
viku.
Þaö er i mörg horn að lita i upp-
hafi æfingar. Sviðsmennirnir
hafa i nótt skipt frá „Ofvita” yfir i
„Sölku Völku” og þegar mætt er
að morgni hanga fiskhausar
þvers og kruss, tjöru — og salt
bornar hæöir mynda leiksvæðið
þar sem skáldsagan um stúlkuna
Sölku verður að leiksýningu.
Hugmyndin aö gera Sölku
Völku að leiksýningu er oröin
gömul. Meira aö segja hafa Finn-
ar gert leikgerð af verkinu og
sýnt hana i norður Finnlandi
Hér er Salka Valka sýnd i tilefni
af 80 ára afmæli Halldórs Lax-
ness. Leikgeröina gerðu Þor-
steinn Gunnarsson og Stefán
Baldursson, sem jafnframt er
leikstjóri. Leikmynd gerir Þór-
unn Sigriður Þorgrimsdóttir, lýs-
ingu Daniel Williamsson og Tón-
list Askell Másson. Fjöldamargir
leikarar koma fram i sýningunni,
en i helstu hlutverkum eru Guö-
rún Gisladóttir (Salka Valka),
Jóhann Sigurðarson (Arnaldur),
Margrét Helga Jóhannesdóttir
(Sigurlina) Þorsteinn Gunnars-
son (Steinþór) og Jón Sigur-
björnsson (Bogesen). Aðrir leik-
arar eru: Sigurður Karlsson, Jón
Hjartarson, Sigriöur Hagalin,
Valgerður Dan, Soffia Jakobs-
dóttir, Hanna Maria Karlsdóttir,
Karl Agúst Olfson, Gisli Rúnar.
Jónsson, Steindór Hjörleifsson,
Karl Guðmundsson og Jón Július-
son.
Við náðum að króa Guðrúnu
Gisladóttur af á milli atriöa og
spjalla dálitið við hana um stúlk-
una Sölku Völku. Við spurðum
hana fyrst hvernig Salka væri i
kynningu:
„Mér finnst hún ekki eins ótrú-
leg lengur — ekki eins ótrúlega
sterk og mér fannst þegar ég las
bókina.”
„Hvað er erfiðast við að leika
hana?”
„Það er erfiðast aö reyna aö
umbreyta henni i sig, þvi ég þekki
hana fyrir. Það er önnur tilfinn-
ing að leika persónu sem maður
þekkir úr bók en persónu sem
birtist manni fyrst i leikriti”.
„Truflar það þig að áhorfendur
þekkja Sölku lika fyrir?”
„Þaö hefur ekki truflað mig i
þessari vinnu; ég verð að viður-
kenna að ég kviði þvi svolítiö þeg-
ar að þvi kemur að standa
frammi fyrir áhorfendum.Eitt af
þvi fyrsta sem ég gerði mér grein
fyrir þegar ég tók þetta hlutverk
að mér, var einmitt sú staðreynd,
að allir eiga sina eigin Sölku i
hugskotinu. Ég get ekki annað en
reynt eftir bestu getu að gera
hana mér skiljanlega — um-
breyta mér I hana og henni i
mig.”
„Hvað er mest spennandi að
glima við i fari hennar?”
Mér finnst veikleikar Sölku
mest spennandi, andstæðurnar
sem búa i henni. Hún er ekki allt-
af sterk og hún er stundum veik
fyrir þvi sem hún vill vera sterk
gagnvart. Það er lika mjög erfitt
aö koma til skila þeim miklu
sviptingum sem verða á tilfinn-
ingum hennar á mjög stuttum
tima i gegnum nokkrar setningar.
Þaö sem ég sakna kannski mest
úr bókinni er að geta ekki verið
alein. Mér finnst maður skilja
Sölku svo vel i bókinni á þeim
stundum sem hún er ein. Og jafn-
vel þótt maður sé einn á leiksvið-
inu, þá er maður aldrei aleinn i
leikhúsi og þess vegna kemur
maöur ekki yfir þeirri fullkomnu
einsemd Sölku, eins og hún birtist
i sumum köflum bókarinnar.”
Við spurðum Guörúnu að lokum
hvort ekki þætti mikill munur á
sviðinu i Iönó og Þjóðleikhússvið-
inu; en þetta er fyrsta hlutverk
Guðrúnar i Iðnó:
„Ja, mér finnst mikill munur á
þvi. Mér finnst þetta svið mun
erfiðara. Hér er maður svo miklu
nær áhorfendum,” sagði Guðrún
aö lokum.
Leikritið nær yfir báða hluta
sögunnar. „Þú vínviður hreini”
og „Fuglinn i fjörunni”. Frum-
sýningin verður eins og fyrr segir
28. þ.m.
þs
„Ég tala nú bara fyrir mig: ekkert er nú að horfa uppá börnin sin deyja hjá þvi að horfa
upp á þau lifa — ég meina fyrir fátækt fóik. Hverskonar guð er það sem stjórnar þessu
annars”? Valgerður Dan sem Sveinbjörg, Guðrún Gisladóttir sem Salka og Sigurður
Karisson sem prestur.
„Þeim sem ekki geta haldið sér saman verður fleygt út”. Karl Guðmundsson, Karl Agúst
. Úlfsson og Jón Hjartarson á fundinum.
„Ég er saltfiskurinn og plássið”. Þorsteinn Gunnarsson sem Steinþór Steinsson.
„Þaö sem við verðum aögera cr aðstofna annan heim.” Arnaldur (Jóhann Sigurðarson) talar viö fund-
armenn um stofnun verkaiýðsféíags. (Hanna Maria Karlsdóttir, Jón Júliusson, Karl Agúst úlfsson
o.fl.)
„A, þarna kom það. Mér datt ihugað þú mundir ekki láta sitja viö sjómannafélagið eitt, buxurnar einar
og drengjakollinn einan. Mér datt sosum í hug að þess væri ekki lángt að biða að bolsévikahugmyndirn-
ar sigldu i kjölfarið.” Jón Sigurbjörnsson sem Bogesen, Steindór Hjörleifsson sem Guðmundur Kadett
og Salka.
„Nú er ég orðin frillan þin, eins og talað er um I neðanmálssögunum.”
„Arnaldur, hvernig ertu búinn að gera mig?”
„Ég þekki mig ekki lengur sjálfa.”
„Hvað verður um mig ef þú skyldir fara frá mér?”