Þjóðviljinn - 21.01.1982, Qupperneq 11
Fimmtudagur 21. janúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA H
íbróttir (3 íþróttir g) íþró^1!
Enska knattspyrnan:
Morley rekinn útaf
og Villa tapaði
Maradona
á ferðinni
Diego Maradona, argentinski
knattspyrnusnillingurinn, var i
sviðsljósinu i gær. Félag hans,
Boca Juniorsj lék þá gegn
Japanska iandsíiðinu i Tókio og
sigraði 3—2 eftir að Japanarnir
höfðu komist i 2—0. Maradona
átti stórieik og skoraði tvö
markanna. Hann hefur ekki
verið valinn i argentinska
landsliðshópinn á ný eftir að
þjálfari heimsmeistaranna setti
hann út úr honum fyrr i vetur
fyrir að slá slöku við æfingar.
Maradona kvaðst þá vera
þreyttur vegna mikils leikja-
álags.
HM
knatt-
spyrnu
Englendingar og Frakkar
hafa hætt við aö leika æfingaleik
i Paris i mars nk. þar sem
þjóðirnar drógust saman i riðil i
lokakeppni HM.
• ••
Tékkar fara i æfinga- og
keppnisferð til S-Ameriku til að
undirbúa sig fyrir HM. Þar
mæta þeir meðal annarra
Brasiliumönnum i Rió þann 3.
mars.
• ••
Charlie Dempsey, formaður
nýsjálenska knattspyrnusam-
bandsins, er nú staddur i Lon-
don i þvi skyni að fá bresk lið til
að koma til Nýja-Sjálands og
leika þar æfingaleiki. 2. deildar-
lið Cr. Palace hefur mikinn
áhuga á að þekkjast boðið og
halda suður á bóginn i vor.
Nýja-Sjáland leikur I riðli með
Brasiliu, Sovétrikjunum og
Skotlandi á Spáni.
• ••
Nokkrar þeirra þjóöa sem
leika i lokakeppninni á Spáni,
hafa farið þess á leit viö FIFA,
alþjóða knattspyrnusambandið,
að leikmenn þurfi ekki að taka
út refsingar i lokakeppninni fyr-
ir gul og rauö spjöld sem þeir
hafa hlotið i undankeppninni.
Benda þær á aö slikt væri órétt-
látt vegna þess aö Spánn og
Argentina þurftu ekki að leika i
undankeppninni og eru þvi
örugg um að hafa enga leik-
menn i banni þegar keppnin
hefst.
• ••
Bernd Schuster, knattspyrnu-
snillingurinn og vandræðabarn-
ið vestur-þýska, leikur senni-
lega með vestur-þýska landslið-
inu á Spáni eftir allt saman.
Hann hefur lengi átt i útistöðum
við landsliðseinvaldinn Jupp
Derwall en nú virðist allt ætla
að falla i ljúfa löð. Nú er sá
hængur á, hins vegar, að
Schuster er þessa dagana i gipsi
vegna uppskurðar á hné og óvist
að hann verði. búinn aö ná sér
fyllilega þegar HM byrjar i júni.
Tony Morley nýliðinn i enska
landsliðinu var rekinn útaf i ieik
Aston Villa og WBA i deildarbik-
arnum i gærkvöldi. Hann var
reyndar ekki rekinn útaf i orð-
anna fyllstu merkingu, þar sem
hann fékk ekki að koma inn á
leikvöllinn er seinni hálfleikur
átti að hefjast. Morley mun hafa
rexað eitthvað i dómaranum í
leikhléinu með ofangreindum af-
leiðingum. Til að bæta gráu ofan
á svart, vann WBA 0:1 á Villa
Park og tryggði sér þar með sæti i
unddnúrslitum deildabikarsins.
Það var Derek Statham, sem
margir telja besta vinstri bak-
vörð i ensku knattspyrnunni, sem
skoraði eina mark leiksins eftir
hálftima. 1 undanúrslitum mætir
WBA liði Tottenham, og Liver-
pool leikur gegn Ipswich.
tJrslit leikja i ensku knatt-
spyrnunni i gærkvöldi:
Deildabikarinn 5. umferð
Aston Villa — WBA 0:1
Enski bikarinn 3. umferð
Hereford —Scunthorpe 4:1
Cardiff -
2. deild
-Oldham
3. deild
Reading — Fulham
4. deiid
Bradford — Mansfield
Port Vale — Darlington
0:1
0:3
3:4
2:2
Stoke -
1. deild
- Arsenal
0:1
Fjórða umferð ensku bikar-
keppninnar verður leikin um
næstu helgi. Þar mætast eftirtalin
lið:
Blackpool — QPR
Brighton — Oxford
TONY MORLEY — rekinn útaf i
gærkvöldi.
Bristol City —Aston Viila
Carlislee/Huddersf. — Orient
Chelsea e/Hull — Wrexham
Cr. Palace — Bolton
Gillingham — WBA
Hereford — Leicester
Luton — Ipswich
Mansh. City — Coventry
Newcastle — Grimsby
Norwich — Doncaster
Shrewsbury — Burnley
Sunderland — Liverpool
Tottenham — Leeds
Watford — West Ham
Stenmark er
óstöðvandi!
— vann sinn fjórða sigur í röð í fyrradag
Það verður ekki ofsögum sagt
af sænska skiðakappanum, Inge-
mar Stenmark, þessa dagana. t
fyrradag vann hann sinn fjórða
sigur i röð i heimsbikarkeppninni,
að þessu sinni i stórsvigi i Adel-
boden i Sviss. Phil Mahre mátti
enn sætta sig við annað sætið og
kveðst vera orðinn leiður á þvi
hlutskipti sinu.
Timar efstu manna I st'órsvig-
inu á þriðjudag urðu þessir:
Ingemar Stenmark Sviþj.. 2:34,25
Phil Mahre, USA 2:36,41
Max Julen, Sviss 2:36,82
Þetta var 66. sigur Stenmarks i
heimsbikarkeppni og enginn
skiðamaður hefur verið jafn
sigursæll. Næstflesta sigra að
baki hefur Annemarie Moser frá
Austurriki, 62.
Staöa efstu manna i heims-
bikarkeppninni:
stig
Phil Mahre, USA 237
Ingemar Stenmark, Sviþ. 159
StevePodborski, Kanada 94
Andreas Wenzel, Licht. 85
Joel Gaspoz, Sviss 69
Peter MÓller, Sviss 60
Franz Klammer, Austurr. 59
A þriöjudag var einnig keppt i
bruni kvenna, og fór það mót
fram i Badgastein i Austurriki. 16
ára gömul stúlka frá Austurriki,
Sylvia Eder, varð þar óvæntur
sigurvegari. I efstu sætum urðu:
Sylvia Eder, Austurr. 1:58,10
ElisabethChaud.Frakkl. 1:58,27
Holly Flanders, USA 1:58,33
1 gær var siðan keppt i svigi
kvenna á sama staö. Þar bar
Erika Hess frá Sviss sigur úr být-
um og hefur nú tekið forystuna i
stigakeppni kvenna i heimsbikar-
keppninni með 246 stig. Irene
Eppie frá V-Þýskalandi, sem
varð 14. i sviginu i gær, er i öðru
sæti með 233 stig. Aörar eru langt
að baki þessum tveimur. VS
® Æm
Ingemar Stenmark sést hér fagna sinum 63. sigri I heimsbikarkeppn-
inni á skiðum fyrir skömmu. Nú eru sigrarnir orðnir 66 og miklar likur
á að fleiri bætist við áður en langt um liður.
Atrennu-
laus stökk
Meistaramót Islands i
atrennulausum stökkum verður
haldið i Armanns-heimilinu
sunnudaginn 31. janúar nk. og
hefst kl. 10.30 árdegis. Þátttöku-
gjöld greiðist á keppnisstað.
Væntanlegir keppendur skrái
sig hjá Stefáni Jóhannssyni,
simi 19171 eða á skrifstofu FRI i
siðasta lagi fimmtudaginn 28.
janúar.
• ••
Getrauna-
gróöinn
119. viku Getrauna kom fram
einn seðill með 12 réttum leikj-
um og verður vinningur fyrir
hann kr. 100.230,- en með 11
rétta voru 40 raðir og vinningur
fyrir hverja röð kr. 1.073.00.
Enn einu sinni varð Axel eftir-
litsmaður að gripa til tenings-
ins, þar sem aðeins 5 leikir af 12
á seðlinum gátu farið fram.
Væntanlega fer þessum vetrar-
hörkum senn að linna, þar sem
ella er hætt við að sum deildar-
félögin verði gjaldþrota, ef
svona heldur áfram til lang-
frama.
• ••
Amarmót
I borðtennls
Borðtennisklúbburinn örninn
heldur hiö árlega Arnarmót 23.
og 24. janúar i Laugardalshöll.
Þetta er 11. árið sem keppt er
um hinn veglega Arnarbikar.
Mótið er punktamót og hefst
keppnin laugardaginn 23. janú-
ar kl. 14 I 1. flokki kvenna og 2.
flokki karla. Sunnudaginn 24.
jan. kl. 14 hefst keppni i
meistaraflokki karla og kvenna
og 1. flokki karla. Yfirdómari
verður Aðalsteinn Eiriksson.
Þátttaka tilkynnist til Jónasar
simi 26806 og Sigurðar simi
81810. Dregiö veröur á töflu
föstudagskvöldið 22. jan. kl. 20
Magnús er
kominn heim
Magnús Jónsson, sem hefur verið einn burðarstólpa 2. deildarliðs
Þróttar frá Neskaupstað i knattspyrnu sl. tvö ár, er nú kominn aftur á
heimaslóðir hjá KR. Hann tilkynnti félagaskipti yfir i sitt gamla félag
fyrir nokkrum dögum. Meðfylgjandi listi sýnir þá leikmenn sem skipt
hafa um félög siðustu dagana en þar sem margir eru enn að kanna
aðstæður hjá hinum ýmsu félögum eru félagaskiptin ekki komin i gang
ennþá. Það má hins vegar búast við mikilli hrotu næstu tvo til þrjá
mánuðina.
Andrés Hjartarson Ur Breiðabliki i Augnablik
Asta Bragadóttir Ur FH i Viking
Bárður Tryggvason Ur Reyni H. i IK
Helga Bragadóttir Ur FH i Viking
Hörður Hilmarsson úr AIK (Sviþjóð) i Grindavik
Jón Hauksson úr Leikni F. i IK
Magnús Jónsson úr Þrótti N. i KR
Ómar Þór Sveinsson úr Vali Breiðablik (3. fl.)
Pálmi Einarsson úr UMFK i Viði
Stefán ólafsson úr Selfossi — opið
Sveinn Ottósson úr 1K i Augnablik
TómasL. Vilbergsson úr Þrótti N. — opið (Þóreða KA)
Tryggvi Gunnarsson úr Selfossi — opið
Viðar Gunnarsson úr ÍK i Augnablik