Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. mars 1982. HERINN BUFfr Það verður trauðla sagt að norðangarrinn hafi boð- ið herstöðvaandstæðinga sérstaklega velkomna á verndarsvæði kanans suð- urá Rosmhvalanesi/ þegar þeir héldu þangað í píla- grímsför á laugardaginn. Allt um það/ menn létu ekki nepjuna aftra sér og tæplega 200 manns mættu til leiks og fengu sérstaka vernd íslenskra löggæslu- manna í ferðinni um Völl- inn. tslenskir löggæslumenn töldu sig vera i umboöi til aö aftra för herstöövaandstæöinga inn aö Rockwille. — Ljósm. — gel. Skoðunarferðlr á Kanaslóðir Fyrst var haldiö sem leið lá til fjarskiptastöðvarinnar i Rock- wille en þess má geta aö margt ungmeyjarhjartað hefur i gegn- um árin hrasað meö eiganda sin- um á þeim staðnum. Enda voru lögregluþjónar islenskir sér vel meövitandi um þær hættur sem þar kynnu að leynast og vildu aftra fólki frá að misstiga sig þar. Andstæðingar hersetu eru þó hvergi bangnir við vopnaskak og vildu nokkrir leggja til atlögu við dátana og sýna þeim hvað i is- lenskri karlmannslund byggi. Þessu næst héldu menn sem leið lá til hinnar margumtöluðu Helguvikur og gerðust þar þau tiðindi aö Böðvar Guðmundsson lýsti vikina helgan staö og lagði á að hver sá sem bryti þá helgun skyldi niðingur kallast. Er nú að sjá hvort þetta verður að áhrinis- orðum enda þótt vér teljum oss þegar vita að við niðinga sé að eiga i þessu máli... Að lokinni vettvangskönnun i Helguvik (sem raunar mun heita Helgavik samkvæmt upplýsing- um innfædds Suðurnesjamanns) renndu menn augum yfir þá bölv- uðu oliutanka i Njarðvikurlandi á leið inn á Völlinn sjálfan. Þar stigu mörlenskir löggæslumenn um borð i farartækin og lýstu staðháttum. Sá sem i bifreiö und- irritaðs kom heitir Ingvi Jakobs- son, starfsmaður á Velli siöan 1955 og var enda hinn ágætasti vegvlsir okkur rammvilltum göngumönnum. Inni á Vellinum sjálfum vorum viö leiddir I allan sannleika um það skaðlausa gaman sem þar er unniö viö. Þar var að sjá sprengjugeymslur, undirbún- ingsframkvæmdir viö gerð marg- umtalaöra flugskýla, AW- AC-vélar, nýbyggða fjarskipta- stöð, æfingasvæði dátanna við Stapafellsveg, útvarpsstöðina sjálfa þar sem tylft hinna forvitnu feröalanga var hleypt inn i einu og að lokum guðuðu menn á glugga offiseraklúbbsins þar sem ármenn erlends valds á Fróni munu tiðir gestir. Okkur ferðalöngum fannst at- hyglisvert aö þaö var engu likara en útgöngubann hafi gilt á Vellin- um þennan friðsæla laugardag i þorralok. Nema blessaðir vernd- ararnir hafi ekki treyst sér út I is- lenska vetrarkuldann? Og það var og engu likara en hinir is- lensku kollegar amrikanans væru gripnir öryggisleysi við þessar aöstæður, amk. fannst undirrituð- um býsna spaugilegt að virða fyr- ir sér fálmkennd viöbrögö þeirra þegar þéttbýlisfólkið tók að dreifa sér um vallarsvæöið eins og lömb á vori. Það skyldi þó ekki hafa rofnaö simasambandiö við vernd- arann um tima? — v. Ekki var okkur boðiö inn fyrir, en þetta er jú okkar land, eöa hvaö? Nýja jaröstöö Kanans var auövitaö skoöuö I krók og kring. Hinn fslenski löggæslumaður haföi fengiö um þaö skipanir aö hleypa okkur ekki lengra en kúiuna vildum við snerta. Nema hvaö? '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.