Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 23. mars 1982. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stödur LANDSPÍTALINN SÉRFRÆÐINGUR i svæfingum óskast við svæfinga- og gjörgæsludeild Land- spitalans. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist stjórnarnefnd rikisspital- anna fyrir 7. mai n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar i sima 29000. SKURÐSTOFUHJUKRUNARFRÆÐ- INGUR óskast á göngudeild Land- spitalans. Vinnutimi frá kl. 14.30 til 18.30 fjóra daga i viku. Einnig óskast HJUKRUNARFRÆÐINGUR á lyf- lækningadeild 4 nú þegar. Hlutastarf kemur til greina. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri i sima 29000. Reykjavik, 21. mars 1982 RÍKISSPÍTALARNIR Sölumaður Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða sölumann sem fyrst. Góð enskukunnátta svo og reynsla i sölu- störfum æskileg. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 29. þ.m. SAMBAND ISL.SAMVINNUFELAGA STARFSMANNAHALD Skrif stofust j óri Innflutningsdeild Sambandsins óskar eftir að ráða i starf skrifstofustjóra sem fyrst. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi reynslu á sviði skrifstofustjórnar og við- skipta. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist starfs- mannastjóra fyrir 29. þ. mán. SAMBANDISL. SAMVINNUFELAGA STARFSMANNAHALO félag bókageröar- manna & Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 24. mars 1982 og hefst kl. 17.00 Fundarstaður: Hótel Borg. Dagskrá: 1. Samningamálin. 2. önnur mál • Félagsmenn mætið vel og takið þátt i mótun kröfugerðarinnar. Stjórn FBM Byggöasiónarmið raði ierðinm Fyrir síðasta Búnaðar- þingi lá erindi frá Búnaðarsambandi Aust- urlands „um svæðis- bundna skipulagningu landbúnaðarf ram- leiðslu". Hér er hreyft at- hyglisverðu máli og kannski nokkuð nýstár- legu, sem full ástæða er fyrir bændur að gefa gaum og ræða, þótt við- kvæmt kunni að vera. Viö náöum tali af Sigurjóni Friörikssyni, bónda I Ytri-Hliö i Vopnafiröi, sem er annar full- trúi Austfiröinga á Búnaöar- þingi, og inntum hann nánar eftir þessu erindi þeirra Aust- firöinganna. Fyrsta spurning blaöamanns beindist þó ekki aö þvi heldur Búnaöarþinginu sjálfu. Annasamt þing — Mér skilst aö þetta sé jafn- vel óvenjulega annasamt búnaöarþing, Sigurjón. — Já, þaö hefur nú verið það. Til þingsins hefur aö þessu veriö visaö 62 málum og vel má vera, aö einhverra sé enn aö vænta. Þetta er mun meiri málafjöldi en áöur hefur legiö fyrir þing- inu. Þar aö auki má segja, aö jafnvel óvenju margt af þessum málum veröi aö teljast mjög þýðingarmikil, kref jast mikillar vinnu og vandaörar afgreiöslu. Þau eru af ýmsum toga og sýnir þaö vel hvaö landbúnaöurinn er fjölþætt og margslungin at- vinnugrein. Annir á þinginu hafa þvi veriö óvenjumiklar, einn og tveir þingfundir á dag og síöan þrot- laus nefndastörf. Hér er unnið alla daga og einnig um helgar. Þó aö segja megi aö Búnaöar- þing fjalli fyrst og fremst um mál bændastéttarinnar þá snerta mörg þeirra einnig aðrar stéttir starfshópa þjóðfélagsins. Þaö er mikill misskilningur, sem jafnvel veröur vart hjá blaöamönnum, aö hér séu menn bara á „kjaftaþingi” milli þess sem þeir sitji i veisluhöldum. Nú er búiö aö samþykkja breytingu á þingsköpum, sem ætti aö auövelda þingstörfin. Fjölgaö veröur um eina þing- nefnd og kemur sú breyting til framkvæmda á næsta Búnaöar- þingi. Skipulagning bú- vöruframleiöslunnar Nú liggur fyrir þinginu erindi frá ykkur Austfirðingum um athugun á þvi aö skipuleggja búvöruframeliðsluna eftir landshlutum. — Já og i erindinu segir m.a. svo: „Stjórn Búnaöarsambands Austurlands beinir þvf til Búnaöarþings aö þaö fjalli um hvort og á hvern hátt veröi komiö á skipulagningu hefö- bundinnar landbúnaöarfram- leiöslu meö þau markmiö, aö samdráttur i sauöfjárfram- leiöslu og engin aukning á fram- leiðslu mjólkur, kom ekki þaö þungt niður á strjálbýlum, fá- mennum byggöarlögum, aö byggöinni þar veröi hætt viö aö brotna alveg niður.” Ég hygg aö þetta segi i megin- atriöum hvaö fyrir okkur vakir. Mál, svipaðs eðlis, kom svo frá formannafundi búnaöarsam- bandanna. Ég er ekki frá þvi, aö telja megi þessi mál ein hin viða- mestu, sem fyrir þinginu liggja. Við stöndum nú frammi fyrir þvi, aö dilkakjöt veröur ekki flutt út án stórfelldra útflutn- ingsbóta. Leiö hefur engin fund- ist til tausnar á þvi nema sú, aö draga úr framleiöslunni. Með fullri gát En þaö er ekki sama hvernig aö þvi er staöiö. 1 afskekktari byggöum og um leið þeim, þar sem flest býli hafa fariö i eyöi, er aö lang mestu leyti stunduö sauðfjárrækt. A flestum þessum býlum er bústofninn tiltölulega litill. Ef samdráttur i sauðfjár- framleiðslu yrði látinn ná til þessara byggöa án þess aö annaö kæmi þar i staöinn, leiddi þaö þar til landauönar og þar meö verulegrar byggöarösk- unar, nema þá að nýjar bú- greinar kæmu til. Hér þarf þvi að fara aö meö fulltri gát, stuðla aö þvi aö sauðfjárafuröir séu einkum framleiddar á þeim svæöum þar sem þaö er hentug- ast svo sem i uppsveitum og þar sem afréttarlönd eru góö og i góöu ástandi en mjólkurfram- leiðslan fremur stunduö i lág- sveitum. Ég veit aö þaö er erfitt aö taka á þessu máli og einhverjir vilja kannski kalla þetta sósislisma. En þaö skiptir i sjálfu sér engu heldur hitt, aö skipulega og skynsamlega sé á málinu tekiö og af bændum sjálfum. Þeim er best og raunar einum til þess treystandi. En þessu verður ekki breytt á einu ári. Þaö tekur sinn tima og veröur aö gerast smátt og smátt. Hér veltur öllu öðru fremur á félagsþroska bændanna sjálfra. — Þú sagðir áöan aö e.t.v. gætu aukabúgreinar eitthvaö létt undir. — Já, ef draga ætti úr sauð- fjárrækt þar sem hún er svotil eina búgreinin og búin jafn- framt þaö smá aö þau mega ekki minnka, þá hljóta menn aö horfa til aukabúgreina, svo sem loödýra- og fiskiræktar og aö slikar stuðningsgreinar veröi fjárvæddar svo, að þær geti komiö aö gagni til viöhalds byggðinni. Lána- og styrkja- kerfi landbúnaöarins þyrfti og aö beita til þess aö auðvelda þessa breytingu. Þáttur Búnaðarþings — Hvernig tók Búnaöarþingið á þessum erindum? — Búnaðarþing lagöi áherslu á þaö, aö stóraukin veröi markaösleit fyrir búvöru, fjöl- breytni aukin i vinnslu, sölu- starfsemi efld og landbúnaðar- ráöuneytiö hlutist til um að út- flutningur búvara veröi tekinn inn i viöskiptasamninga viö er- lend riki. Ef á hinn bóginn að þessar aögerðir bera ekki árangur i tæka tiö, virðist einsýnt aö draga veröi úr sauðfjárfram- leiöslunni og þá riði á öllu aö þaö sé gert meö skipulegum hætti og byggðasjónarmiö ráöi ferðinni. Þvi er nauösynlegt aö lokiö veröi sem fyrst könnun á stööu landbúnaöarins i einstökum mhg rœðir við Sigurjón Frið- riksson, bónda i Ytri-Hlíð í Vopnafirði um framleiðslu- og markaðsmál landbúnaðarins, skipulagningu bú- vöruframleiðsl- unnar, störf Bún- aðarþings o.fl. Sigurjón Friðriksson: „Þjóöin öll þarf aö gera sér grein fyrir þvi, aö ef bændum fækkar aö einhverju marki frá þvi sem orðið er og eðlileg endurnýjun stéttarinnar á sér ekki staö, þá stöndum viö frammi fyrir veru- legri þjóölifsröskun er hefur i för meö sér margháttaðan vanda, sem fjarri fer aö snerti bændur eina”. byggöarlögum svo ljóst veröi hvar má ganga nær en orðið er og hvar ekki, eigi byggö aö haldast, eöa eins og segir i á- lyktun Búnaöarþings: „Búnaðarþing telur aö þessi könnun sé nauösynleg forsenda þess, aö nýjar búgreinar og önnur atvinnutækifæri veröi staðsett þannig, aö þau komi aö notum til þess aö draga úr áhrifum af samdrætti i fram- leiðslu afuröa af nautgripum og sauöfé og styrkja byggöina þar, sem hún er vikust fyrir”. Enn- fremur: „I framhaldi af úttekt- inni veröi unniö skipulega að uppbyggingu nýrra atvinnu- greina i sveitum og stefnan i lána- og fjárfestingarmálum landbúnaöarins viö þaö miöuö”. Nýgreinanefnd Rétt er og aö benda á þaö hér, að Búnaðarþing samþykkti ályktun þar sem þess er farið á leit viö landbúnaðarráðherra að hann gangist fyrir þvi aö skipuö veröi fimm manna nefnd, (nýgreinanefnd), sem hafi for- göngu um skipulegt átak til upp- byggingar og eflingar nýrra bú- greina i sveitum, aukningu ann- arra atvinnumöguleika þar, samræmingu aögeröa er aö þessu lúta og geri tillögur um fjármagnsfyrirgreiöslu. Aöild aö þessari nefnd eigi, auk land- búnaöarráðuneytisins, Bún- aðarfélag íslands, Stéttarsam- band bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Fram- kvæmdastofnun rikisins. Þýöingarmikiö er aö einhver einn aöiii hafi á hendi heildar- umsjón meö þessum málum, geri tillögur um skipulag þeirra, verkefnaval og ráöstöfun þess fjár, sem fyrir hendi er á hverjum tima. Var erindi um þetta lagt fyrir Búnaðarþing af stjórn Stéttarsambands bænda. Bölvaldurinn mesti Þjóðin öll þarf aö gera sér I grein fyrir þvi, að ef bændum | fækkar aö einhverju marki frá þvi, sem oröi er og eölileg endurnýjun stéttarinnar á sér ekki stað, þá stöndum viö frammi fyrir verulegri þjóölifs- röskun, er hefur i för meö sér margháttaöan vanda, sem fjarri fer aö snerti bændur eina. Þaö fólk, sem fer úr sveitunum, veröur að leita sér staöfestu annarsstaöar i þjóölifinu en viða sýnist þröngt fyrir dyrum i þeim efnum og flestir hafa nóg með sig. Höfuö bölvaldurinn i öllu okkar efnahags- og atvinnulifi er veröbólgan. Ef framleiöslu- kostnaður hér væri meö eðli- legum hætti væri engum vand- kvæöum bundiö aö flytja út bú- vörur meö góöum árangri. Og hvaö vantar veröldina fremur en matvæli? Hér sló Búnaðarþingsfundur botninn i samtaliö. —mhgj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.