Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 23. mars 1982. ÞJóÐVILJINN — SÍDA 11,'
íþróttir(2) iþróttir Í/H íþróttir
Þrír í röð — Víkingar
Hæðargarðsliðið
Islandsmeistari
í handknattleik
þriðja árið
í röð eftir sigur
á FH
í Hafnarfirði
16:15
Svona á íslandsmóti aö ljúka.
trrslitin réðust á lokaminútunum,
eða sekúndunum, i siðasta leik
mótsins, leik FH og Vikings, i
Hafnarfirði á laugardag. Viking-
ur sigraði i hörkuspennandi leik
með 16 mörkum gegn 15 og
tryggöi sér islandsmeistaratitil-
inn þriðja árið i röð. Hið unga lið
FH veitti þeim þó harða keppni og
i leiknum á laugardag munaði
aldrei meiru en tveimur mörkum.
Oft jafnt, en FH aðeins einu sinni
yfir er liðið komst i 9:7 undir lok
fyrri hálfleiks, en Vikingar
minnkuðu muninn i 9:8 fyrir hlé.
Vikingum dugði jafntefli i
leiknum til að sigra i deildinni og
þremur min. fyrir leikslok kom
Þorbergur Aðalsteinsson þeim
yfir, 15:14. Minútu siðar skoraði
svo Guðmundur Guðmundsson
glæsimark úr hægra horninu,
16:14. Rétt á eftir hljóp Bogdan
þjálíari Vikings inn á völlinn og
fékk rauða spjaldið fyrir vikið.
FH fékk vitakast sem Kristján
Arason skoraði úr, 16:15, og ein
minúta og 20 sek. eftir. Vikingar
misstu knöttinn hálfri min. fyrir
leikslok og Finnur Arnason skor-
aði fyrir FH. Markiö var dæmt af
þar sem Gunnlaugur dómari var
búinn aö flauta aukakast á Vik-
ing. Sekúndurnar tifuðu áfram og
FH var búið að missa af lestinni.
„Þetta voru auövitaö mikil
vonbrigði úr þvi sem komið var
en ég er stoltur af strákunum”,
sagði Geir Hallsteinsson þjálfari
FH eftir leikinn. „Reynslan var
Vikingum dýrmæt i lokin; okkur
tókst ekki aö halda haus. Leikur-
inn var mjög góður miðaö viö úr-
slitaleik og mér fannst dómar-
arnir sleppa þokkalega frá hon-
um”, sagði Geir.
„Þetta var erfiður leikur, mjög
harður og mikil barátta”, sagöi
Bogdan þjálfari Vikings. „Hand-
knattleikurinn sem slikur var
ekki fallegur en það er eðlilegt i
hreinum úrslitaleik. Ég átti von á
jöfnum leik og tel að betra liðið
hafi sigrað”, sagði Bogdan og
fram kom að hann veröur áfram
með Vikingsliðið.
„Lið FH kom mér á óvart”,
sagði Ólafur Jónsson Vikingi.
„Það lék mjög vel og stendur vel
fyrir sinu i 2. sæti deildarinnar.
Betra leikskipulag og meiri
reynsla vógu þungt á metunum
hjá okkur. Viö lékum þennan leik
fyrst og fremst fyrir fyrrum fé-
laga okkar, Jón Gunnlaug Sig-
urðsson, sem lést i bflslysi á
fimmtudaginn”, sagði Ólafur,
sem að öörum ólöstuðum var
besti maöur Vikings i leiknum.
Lið Vikings var annars mjög
jafnt. Góður varnarleikur lagði
grunninn að sigrinum en sóknar-
leiknum gekk oft erfiðlega gegn
sterkri vörn FH-liðsins. Guð-
mundur skoraði sennilega þýð-
ingarmestu mörkin, þau siöustu i
hvorum hálfleik.
Reynsluleysiö varð FH að falli.
Bráölætið i sókninni var einum of
mikið, á köflum, skotiö of
snemma I vonlitlum færum en
vörnin með Kristján og Sæmund
Stefánsson sem lykilmenn var
geysisterk. Kristján og Hans
Guðmundsson komust best frá
leiknum.
Ólafur 5, Siguröur 3, Páll 2,
Steinar 2, Guömundur 2, Arni 1,
og Þorbergur 1 skoruðu mörk
Vikings, en Kristján 6, Hans 3,
Guðmundur M. 2, Valgarð 2,
Pálmi 1 og Sæmundur 1 mörk FH.
Gunnlaugur Hjálmarsson og
óli ólsen áttu ekki góðan dag i
dómgæslunni.
KR-KA 33:20
Alfreð Gislason setti nýtt
markamet og varð markahæstur
i l.deild er hann skoraöi 21 mark
fyrir KR gegn KA á föstudags-
kvöldið. Hann skoraöi alls 109
mörk i 1. deild I vetur, 12 mörkum
meira en Kristján _Arason, FH.»
sem varð annar. Haukur Ottesen
kom næstur i markaskoruninni
hjá KR meö 4 mörk. Friðjón
Jónsson skoraöi flest mörk norö-
anmanna, eöa 7.
HK—Fram 13:18
Fram sigraði þarna HK I hrein-
um úrslitaleik liðanna um falliö i
2. deild. HK og KA falla þvi, en
Fram heldur sér uppi þó liðiö
fengi aðeins 7 stig 11. deild. Egill
8, Björgvin 3 og Hermann 3 skor-
uöu mest fyrir Fram en Guðni og
Ragnar voru markahæstir hjá
HK með 3 mörk hvor.
Lokastaðan i 1. deild varð
þessi:
Vik..........14 12 0 2 315:239 24
FH...........14 10 1 3 338:311 21
Þróttur .... 14 10 0 4 314:290 20
KR ..........14 9 1 4 314:291 19
Valur........14 6 0 8 281:285 12
Fram.........14 3 1 10 276:326 7
HK ..........14 2 1 11 249:284 5
KA...........14 2 0 12 262:333 4
VS
Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik:
Ekki erfitt — Þróttarar
en í undanúrslitum verðið þið að leika betur en
gegn ítölsku bikarmeisturunum Pallamano Tacca
Þróttur er kominn i undanúr-
■ slit i Evrópukeppni bikarhafa
Ieftir tvo sigra á ftaiska liðinu
Pallamano Tacca: 32—19 i
fyrrakvöld og 29—19 i gær-
• kvöldi. Góður árangur Þróttara
Isem nú taka þátt i Evrópu-
keppni i fyrsta skipti en hætt er
við að þeir verði aö sýna betri
• leiki i undanúrslitunum en þeir
Igerðu I þessum tveimur leikj-
um.
Fyrri hálfleikurinn i leik liö-
• anna á sunnudagskvöldið var
Iein allsherjar endaleysa.
Italska liðiö, sem tæplega þætti
boðlegt i 2. deildinni hér á landi,
■ hékk i Þrótturum allan timann,
Iog það ekki fyrir eigin verðleika
heldur vegna algers agaleysis
og kæruleysis hjá Þrótti. Tvö
■ siðustu mörk hálfleiksins voru
IÞróttara og þeir leiddu þvi i
hléi, 12-10.
Tacca skoraði ekki mark
• fyrstu 11 mlnúturnar i siðari
hálfleik og Þróttur komst I
16—10. Eftir það var spurningin
aðeins sú hve munurinn yrði
■ mikill og eftir að 11 marka for-
■J ysta náðist á 22. min., 26—15,
fóru Þróttarar að taka lifinu
létt, sendu Einar inná og létu
Jens taka vitakast á sinn ein-
staka máta. Lokatöiurnar urðu
siðan 32—19 og farseðillinn i
undanúrslitin bókaður.
Sigurður Sveinsson var iengi
að stilla kanónuna, þurfti ein
fimm skot til þess, en siöan urðu
mörkin 10 hjá honum. Páll skor-
aði 6, ólafur 4, Jens 3, Magnús 3,
Gisli 2, Gunnar 2, Jón Viöar 1 og
Lárus 1. Einar Sveinsson skor-
aði ekki að þessu sinni. Júgó-
slavinn Zarko Balic er eini
frambærilegi leikmaðurinn hjá
Tacca, raunar meira en fram-
bærilegur, enda skoraði hann
langmest, 11 mörk.
VS
Slðari leikurinn var i beinu
framhaldi af þeim fyrri. Sama
vitleysan. Þróttarar, sem áttu
sinn lélegasta leik i vetur, sigr-
uðu auðveldlega með 29 mörk-
um gegn 19.
Ekki var það til að bæta leik
Italanna að þeirra besti maöur
Zarko Balic gat ekki leikiö
vegna meiðsla. Hann kom að
visu einu sinni inn á til að taka
viti, en hafði ekki erindi sem
erfiði, þvi óli Ben. varði vita-
kastið án teljandi erfiðleika.
Það voru þó ttalirnir sem
skoruðu fyrsta markið á 3. min
en Þróttarar jöfnuðu fljótlega
með marki Gunnars Gunnars-
sonar. Tóku siöan Þróttarar
örugga forystu og mestur varð
munurinn 11—5 er halla tók á
fyrri hálfleik. Staðan I hálfleik
var 14—11 Þrótti i vil. Voru það
einkum tveir Italir er héldu liði
sinu á floti I hálfleiknum, þeir
Moretti og Petazzi. Sá fyrr-
nefndi hefur mikinn stökkkraft,
en sá siðarnefndi verður að telj-
ast nokkuð laginn hornamaður.
Siðari hálfleikur veröur aö
flokkast sem einhver sá léleg-
asti og jafnframt sá leiðinleg-
asti, sem undirritaður hefur
orðið vitni aö hjá alvöru hand-
boltamönnum f mjög langan
tima. Var leikur Þróttara þá
þeim til litils sóma og tæpast
verjandi gagnvart áhorfendum
sem komu til að styðja við bakið
á þeim. Þó skal þeim fyrirgefiö i
þetta sim\ en með þvi skilyröi
þó, að þeir láti slikt ekki henda
aftur. Leikur liðanna var á köfl-
um skripaleikur og hver vit-
leysan rak aöra. Sem dæmi um
hve leiðinlegur leikurinn var,
má nefna, að krakkarnir á
áhorfendapöllunnum voru
komnir i eltingaleik á pöllunum
nokkru áður en leiknum lauk.
Yfirburðir Þróttara jukust
enn meir i siöari hálfleiknum,
og þegar upp var staðið höfðu
þeir tryggt sér 10 marka sigur
29—19.
Erfiðari verkefni biöa nú
Þróttara á næstunni. Þeir leika
fljótlega við Vikling i bikar-
keppninni, og i 4-liöa úrslitum
Evrópukeppninnar eiga þeir
eftir aö lenda gegn mjög sterku
liöi. Svo mikiö er vist. Þegar sá
gallinn er á þeim, eru Þróttarar
örugglega eitt af þremur bestu
liðum landsins, og á góðum degi
geta þeir lagt Viking að velli, en
þá verða þeir að sýna annað og
betra en tvö undanfarin kvöld,
en það vita þeir best sjálfir.
Italir eru enn mörgum árum á
eftir okkur I handboltanum, og
þrátt fyrir ýmsa vel útfærða
hluti, eiga þeir margt eftir
ólært. Ég mæli með skotæfing-
um einvörðungu næstu 6 mán-
uöina, þvi fæstir þeirra hafa
nægilegan skotkraft.
Siggi Sveins skoraði mest
fyrir Þróttara eða 8 mörk, en
næstur kom Gunnar Gunnars-
son með 7.
Moretti skoraði 6 mörk fyrir
Tacca.
— B.