Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 23.03.1982, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. mars 1982. íslendingar taki þátt í alþjóðlegum aðgerðum Refsiaðgerðlr gegn stjórn Suður-Afríku Gegn kynþáttahatursstefnunni í Suður-Afríku „Alþingi ályktar aö fela rikis- stjórninni aö hafa frumkvæöi aö þvi, aö komiö veröi á fót lands- nefnd til stuönings jafnrétti og frelsi i Suöur-Afriku. t nefndinni eigi sæti fulltrúar helstu fjölda- samtaka i landinu. Nefndin skal einnig gera tillögur um það, hvernig tslendingar geti be„t orö- iö viö tilmælum Ailsherjarþings Sameinuöu þjóöanna um refsiað- geröir gegn Suöur-Afriku. Nefnd- in hafi enn fremur þaö hlutverk aö kynna islensku þjóöinni ástand og þróun mála i Suður-Afrlku og þær hörmungar, sem kynþáttaað- skilnaöarstefna (Apartheid) stjórnvalda þar hefur leitt yfir þorra suöur-afrisku þjóöarinnar, svo og aö kynna og fræöa um stööu Nam ibiu og þá sjálfstæðis- baráttu, sem þar er nú háö gegn óloglegum yfirráöum Suöur - Afriku yfir landinú.” (ringsjá Svona hljóöar þingsályktunar- tillaga sem Eiöur Guönason og fleiri flytja og lögö var fram á þingi i gær. Meö tillögunni fylgir svohljóö- andi greinargerö: „Allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna hefur helgaö áriö 1982 eflingu refsiaögeröa gegn kyn- þáttahatursstjórn Suöur-Afriku. Meginástæöur fyrir þessari sam- þykkt Allsherjarþingsins eru einkum: I fyrsta lagi aö reyna aö hafa áhrif i þá átt aö uppræta kyn- þáttahatursstefnu rikisstjórnar Suöur-Afriku og i ööru lagi aö þvinga Suöur-Afriku til aö sleppa þeim tökum sem landiö hefur á nágrannarikinu Namibiu. Meöal þeirra rikja, sem atkvæöi greiddu gegn þessu á allsherjarþinginu voru Kanada, Frakkland, Bret- land, V.-Þýskaland og Bandarik- in. Beiðni um skýrslu fjármálaráðherra infónían til neðri-deildar |a j Engar breytingar j við frumvarpið 1 gær fór fram i efri deild þriöja umræöa um Sinfóniu- hljómsveit Islands en frumvarp um málefni hljómsveitarinnar hefur veriö lengi til umfjöllun- ar. Þorvaldur Garðar mælti fyr- ir breytingartillögum sem hann flutti ásamt Salome Þorkels- dóttur. Geir Gunnarsson tók einnig til máls og þakkaði fyrir þær upplýsingar sem hann var búinn aö biöja um þegar viö fyrstu umræöu i haust um kostnaöarauka fyrir rikissjóö vegna þessa frumvarps. Sagöi Geir aö kostnaöaraukinn væri talinn nema 1.2 miljónum króna á ári. Breytingartillögur Þor- valds Garöars og Salóme voru allar felldar og frumvarpiö samþykkt til neöri deildar. Loksins. — óg Geir Gunnarsson. Kostnaöar- aukinn vegna frumvarpsins veröur 1,2 miljónir króna. /v / % H / Eignamat Iscargos og greiðsluþol Amarflugs Hvert er raunverulegt verðmæti? Þingflokkur Alþýöuflokksins hefur lagt fram beiöni um skýrslu til fjármálaráöherra um mat á eignum tscargo hf„ sem Arnar- flug hf. hefur fest kaup á. t grein- argerö meö beiöninni segja flutn- ingsmenn m.a. „Einsog staöiö hefur veriö aö kaupum Arnar- flugs hf. á eignum tscargo hf. eru þaö greinilegir hagsmunir rikis- ins, aö I ljós komi raunverulegt verömæti þeirra eigna, sem keyptar hafa veriö. Þess vegna er þess beiðst, aö fjármálaráöherra flytji alþingi skýrslu hiö allra fyrst um mat á eignum þeim, er Arnarflug hf. keypti af tscargo hf. Einnig er óskaö eftir þvi viö fjár- málaráöherra aö í skýrslunni komi fram greiösluþol Arnarflugs hf.” I greinargeröinni segir enn fremur: „Hinn 11. mars 1982 var gengiö frá kaupum Arnarflugs hf. á hluta af eignum Iscargo hf„ fyrir 29 miljónir króna. t kaupsamningi, sem undirritaöur var meö fyrir- vara hinn 3. mars 1982, segir svo i 1. gr.: „Seljandi skuldbindur sig aö selja og kaupandi aö kaupa eftirtaldar eignir seljenda: El- ectra flugvél, auökennd TF ISC, nr. 340, ásamt varahlutum skv. sérstökum lista, merkt fylgiskjal 1; 6 húseignir á Reykjavikurflug- velli, sbr. upptalningu á fskj. 2, lyftara, bíl, verkfæri, áhöld, skrifstofuvélar og áhöld og bún- að, sbr. upptalningu á fskj. 3.” 12. gr. kaupsamningsins kemur fram, aö umsamiö kaupverö skuli greitt á þann hátt, aö kaupandinn (Arnarflug hf.) yfirtaki skuldir íscargo hf. viö trtvegsbanka ís- lands aö fjárhæö 24.2 miljónir króna, meö peningum 3.8 miljónir króna og meö 1 miljón króna i vixlum. t þessum kaupsamningi er ekki sundurgreint hvaö skuli greiöa fyrir hvern hluta eign- anna. Þaö hefur komiö fram, aö is- lenska rikiö á beinna hagsmuna aö gæta vegna þessara kaupa. ts- lenska rikiö á 20% i Flugleiöum hf., sem aftur eiga 40% i Arnar- flugi hf., sem er kaupandi eign- anna. Þá hefur komiö fram aö ástæöa er til aö ætla, aö kaupverö eign- anna sé hærra en eiginlegt verö- mæti þeirra, og að nauösynlegt sé aö fram fari mat óvilhallra manna á þeim. Þetta kemur m.a. fram i þvi, aö fulltrúi fjármála- ráöherra i stjórn Flugleiöa hf. samþykkti á stjórnarfundi félags- ins, eftir aö kaupin höföu veriö ákveöin, aö fela fulltrúum Flug- leiöa hf. I stjórn Arnarflugs hf. aö óska eftir þvi aö fram færi mat óvilhallra manna á þeim eignum, er meiri hluti stjórnar Arnarflugs hf. samþykkti aö kaupa af ts- cargo hf. Þetta mat hefur ekki fariö fram.” Eiður Guðnason, fyrsti flutnings- maður þingsályktunartillögu um refsiaðgerðir gegn stjórninni i Suður-Afriku. A vegum Sameinuöu þjóöanna starfar sérstök nefnd sem fjallar um mál er varöa Apart- heid-stefnu stjórnar Suö- ur-Afrlku. Þessi nefnd er venju- lega kölluö sérstaka Apart- heid-nefndin. A hennar vegum hefur verið samin sérstök starfs- áætlun vegna ársins i ár og hefur Allsherjarþingið samþykkt hana. Afnám kynþáttamisréttis Þar eru aöildarriki Sameinuöu þjóöanna hvött til aö beita refsi- aðgeröum og helst aö leggja niöur alla samvinnu viö Suöur-Afrlku, hverju nafni sem nefnist. Minnt er á að sveitarstjórnir, félaga- samtök og einkaaðilar geti gert eitt og annað til aö láta i ljós andúðsina á Apartheid-stefnunni. M.a. er á það minnst, að fólk kaupi ekki vörur frá Auður- Afrlku og afneiti öllum samskipt- um við Suður-Afriku á sviði menningarmála, visinda og iþrótta. I þessari starfsáætlun sem Apartheid-nefndin hefur samiö, eru löggjafarþing allra aöildar- rlkja Sameinuöu þjóöanna hvött til þess aö helga sérstaka fundi tilefni þessa árs, og er þar bent sérstaklega á 21. mars, sem er alþjóöadagur helgaöur afnámi kynþáttamisréttis. Aö mati flm. þessarar tillögu væri I senn sjálfsagt og eölilegt aö Alþingi íslendinga héldi slikan fund fyrir þinglok 1 vetur. Ennfremur er þess óskað I þess- ari starfsáætlun aö yfirvöld beiti sér fyrir þvi, aö komiö veröi á fót landsnefndum til aö auka skilning á hörmungum þeim sem Apart- heid-stefnan hefur haft I för meö sér. Þessi þingsályktunartillaga er flutt til aö freista þess aö hrinda þvi I framkvæmd.aö hér á tslandi veröi sett á stofn landsnefnd til þess aö kynna ástandiö I Suö- ur-Afríku og fylgjast meö þvl, sem þar er að gerast og sam- ræma og efla starf einstaklinga og félagasamtaka er veröa mætti til þess aö draga úr eöa lina þær þjáningar sem almenningur I Suöur-Afrlku veröur aö þola vegna stefnu núverandi stjórn- ar.” Örlofslögin í gær mælti Vilmundur Gylfa- son fyrir frumvarpi til laga um orlof, þarsem gert er ráö fyrir aö atvinnurekendum sé ekki i sjálfs vald sett, hvenær launþegar taki út sitt sumarleyfi. Vilmundur sagöi aö fulltrúar sem hann heföi rætt viö úr launþegahreyfingunni segöu þetta mál hiö þarfasta. Samkv. núverandi lögum er at- vinnurekendum heimilt aö láta launþega taka út sumarfri I mai eöa september. Frumvarpiö var samþykkt til annarrar umræöu. — óg ■ Erlendar I lántökur ■ ■ t svari Ragnars Arnalds I fjármálaráðherra viö fyrir- I spurn Matthiasar A. Mathie- , sen um lántökur rikissjóös á ■ siöasta ári kom m.a. fram aö I rikissjóður hefur tekiö tvö I erlend lán á timabilinu frá , ársbyrjun til 1. nóvember. ■ Annaö þeirra er að upphæö I 15 milljónir sterlingspunda | en hitt 30 miljónir dollara. 1 svari Ragnars kom enn • fremur fram að Fram- I kvæmdasjóður tók á árinu I 1981 lán að upphæð kr. , 212.490.918 reiknað á gengi ■ lántökudags. Lániö er I sundurliðaö I Yenum og doll- I urum i svari ráöherra. Þar , kemur einnig fram að ■ Áburöarverksmiðja rikisins I tók lán vegna byggingar | Saltpéturssýruverksmiðju , aö upphæð 550.000 dollara af ■ 2.200.000 dollara lánsloforöi I og 3.305.100 franskra franka I af ööru lánsloforði upp á , 17.276.675 franskra franka. • Þá tók Sementsverksmiöja J rikisins erlent lán, 1.272.500 I dollara til 7 ára. Þá kom fram að tJtgeröar- ■ félag Norður-Þingeyinga tók ' erlent lán með rikisábyrgð I sem jafngilti 27.2 miljónum I króna og Búlandstindur hf. • lán sem jafngilti 23 ' miljónum. -óg Kolbeinsey haldist á floti > Einsog áöur hefur veriö sagt frá hér á þingsiöu mælti Stefán Guömundsson fyrir þingsályktunartillögu um aö geröar veröi ráöstafanir til aö Kolbeinsey haldist ofan- sjávar og komið verði fyrir merkjum fyrir sjófarendur. 1 greinargerö meö þessari ágætu tillögu var þess getiö aö nauösynlegt væri aö Kol- beinsey veröi vernduö fyrir ágangi veöurs og vinda þannig aö hún haldist ofan- sjávar. Af þessu tilefni barst þingsiöunni þessi vfsa i heiöursskyni viö Kolbeinsey: Þingheimur álykti þegar istaö aö þrumuveörunum sioti svo komist til framkvæmda krafan um þaö aö Kolbeinsey haldist á fioti. Móðurmáls- kennsla Lögö hefur verið fram fyrirspurn frá Sverri Hermannssyni til mennta- málaráöherra um móöur- málskennslui skólum. Þing- maöurinn spyr ráöherra hvernig hafi til tekist um framkvæmd þingsályktun- artillögu um eflingu kennslu og fræöslu i Rikisútvarpinu i öllum greinum móðurmáls- ins. Tillaga þessi var sam- þykkt á þinginu áriö 1978.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.