Þjóðviljinn - 24.03.1982, Side 2
2 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 23. mars 1982.
Niðurstign-
ingunni
stolið og
djöfullinn
rekinn
Ariö 1807 kom út i Leirárgörö-
um ný útgáfa af barnalærdóms-
hókinni. Sá Magnús Stephensen
etatsráö um útgáfuna en Guö-
mundur Schagfjörö prentaöi.
Ekki sýndist Geir biskupi
Vídalin þessi útgáfa Magnúsar
meö öllu annmarkalaus og sá
hann ástæöu til þess aö benda á
það í bréfi, sem hann skrifaði
Bjarna Thorsteinssyni. I þvi
segir Vidalín biskup m.a.:
„..hvar i þeir góðu menn,
etatsráö og Schagfjörö, annaö
hvort einn eða báöir, hafa stolið
undan niöurstigningu XI
(Christi), til helvitis úr annari
greininni og rekið djöfulinn úr
sjöttu bæninni (i Fræðunum)”.
Fyrr mátti nú gagn gera en aö
stela niöurstigningunni og
trutta burtu sjálfum fjandanum
og var ekki nema von að biskupi
blöskraöi athæfi þeirra Leir-
gerðinga.
— mhg
Nýtt verð
vidtalið
Rætt við
Hilke Hubert
sjúkranuddara:
Leirbakstrar
eru blessun
fyrir stífa
vöðva
og liði
A Hverfisgötu 39 I Heykjavik
starfrækir Hilke Hubert sjúkra-
nuddkona einu nuddstofuna á
islandi þar sem gefnir eru
bakstrar meö Parafango-ieir.
Viö spuröum Hiike, I hverju
þessir bakstrar væru fólgnir og i
hvaöa tilgangi þeir væru gefnir.
— Þetta eru leirbakstrar, sem
settir eru á auma bletti likam-
ans, bak, heröar eöa liöi, og þeir
eru haföir á i 20—30 minútur.
Leirinn sem ég nota er italskur
en blandaöur i Sviss, þar sem
m.a. er sett i hann parafin.
Þessi leir er ekki mjög blautur,
hann er likastur vaxi i viðkomu
og fellur mjög vel aö formi
likamans. Parafiniö gerir þaö
hins vegar aö verkum aö hann
loöir ekki við likamann. Leirinn
er hitaöur upp i 48—50 gráöur
áöur en hann er notaður. Leir-
bakstrar þessir eru m.a. notaöir
gegn vöövabólgu, gigt og stirö-
um liöum.
— Eru leirbakstrar viöur-
kennd lækningaraöferö hér á ts-
landi?
— Nei, ekki aö öllu leyti.
Ýmsir læknar hafa aö visu visaö
á okkur, en Sjúkrasamlagiö
tekur hins vegar ekki þátt i aö
greiöa niöur kostnaö sjúkling-
anna. Sjúkranudd er viöur-
kennd starfsgrein erlendis og
leirbakstrar og böö eru mikiö
notuö i Þýskalandi og Sviss og
þekkjast einnig t.d. i Finnlandi.
Hér á landi eru um 10 manns
sem hafa lært þetta, og við höf-
um stofnaö meö okkur félag.
Nám I sjúkranuddi tekur 2 1/2
ár, þar af 1 ár bóklegt nám.
— Hefur þú unniö lengi aö
þessum lækningum?
— Ég hef starfaö hér á íslandi
i 6 ár, m.a. á Heilsuhælinu i
Hveragerði, en þaö er eitt og
hálft ár siöan ég opnaöi stofuna
á Hverfisgötunni. I Hverageröi
nota þeir leirböö I islenskum
leir, en stofan min er eini
staöurinn sem gefur staöbundna
bakstra meö parafinleir
— Hefur þú læknaö einhverja
meö þessum bökstrum?
— Þaö er erfitt aö segja, en ég
get sagt aö ég hafi séö fólk fá
áþreifanlegan bata. Þá er
einnig mjög gott aö nota þessa
bakstra við endurhæfingu og
liökun á stifum liöum.
— Er mikil aösókn i þetta?
— Já, hún er mjög mikil. Mér
er sagt aö þaö sé þriggja mán-
aöa biötimi i aö komast i sjúkra-
nudd hjá Sjálfsbjörg á Háa-
leitisbraut. Þaö sýnir aö þaö er
mikil þörf fyrir þessa þjónustu.
Þeir sem þurfa á þessu aö halda
er oft fólk sem unniö hefur
erfiðisvinnu, og mér finnst
mikiivægt aö þessi þjónusta fái
viðurkenningu hjá Sjúkrasam-
laginu þannig aö kostnaðurinn
veröi ekki óviöráöanlegur fyrir
fólk.
— Hvaö kostar aö fá leir-
bakstur og nudd?
— Þaö kostar 112 kr. og tekur
klukkutima. Þaö getur oröiö of
dýrt fyrir suma, sem þurfa að
koma oft.
Og þar meö var blaöamanni
boöiö i leirbakstur, sem hann
ákvaö að þiggja síöar i betra
tómi.
á leigu í
Munaðar-
nesi
Sumarleiga 1982
Leigugjald á viku:
21/5-18/6
18/6-20/6
20/8-17/9
Vetrarleigugjald eftir 12.
april veröur:
Vikuleiga 550 kr. 330 kr.
2-4 nætur 450kr. 250kr.
lnótt 350 kr. 210 kr.
Páskar 1982
750 kr. 570 kr.
Félögin leigja um pásk-
ana og yfir sumarið.
Skrifstofa BSRB leigir
vetrarleiguna.
Mér skilst á öllu aö þessi eyja
sé tvö lönd — Island og Óla-
land...