Þjóðviljinn - 24.03.1982, Síða 7
Mi&vikudagur 24. mars 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Fjóröungssamband Norðlendinga:
Einhuga um steinullar- \
verksmiðju á Sauðárkróki!
L.
Á.f jórðungsþingi Norð-
lendinga, sem haldið var
á Húsavík 3.-5. sept. 1981
var alger einhugur um að
styðja eindregið hug-
myndir Steinullarfélags-
ins hf. um steinullarverk-
smiðju á Sauðárkróki.
Lagði þingið áherslu á að
nefnd sú, sem skipuð var
til að fjalla um málið á
vegum iðnaðarráðherra
komst að þeirri niður-
stöðu, að á grundvelli
byggðarlegra og þjóð-
hagslegra sjónarmiða,
bæri að staðsetja steinull-
arverksmiðjuna á Sauð-
árkróki. Ennfremur er
Ijóst, að staðarval verk-
smiðjunnar á Sauðár-
króki mun ekki hafa áhrif
á reksturskostnað hennar
í sambandi við staðsetn-
ingu annarsstaðar.
A fundi Fjórðungsráös og iðn-
þróunarnefndar i febr. 1980,
sem haidinn var á Sauöárkróki
var ákveöið aö Fjóröungssam-
band Norölendinga geröi upp-
byggingu steinullarverksmiöju
á Sauöárkróki aö sameiginlegu
máii, sem allar byggðir Noröur-
lands standi saman um og væri
upphaf stærri iönþróunar i
fjóröungnum.
Lögö var á þaö rik áhersla aö
uppbygging jaröefnaiönaöar á
Suöurlandi og steinullarverk-
smiöju á Sauöárkróki væru aö-
skilin verkefni, þar sem gæta
veröi verkaskiptingar á milli al-
hliöa jaröefnaiönaöar til út-
flutnings og steinullarfram-
leiöslu sem takmörkuö væri viö
innanlandsmarkaö. 1 þvi sam-
bandi er bent á, aö Steinullarfé-
lagiö hefur haft allt frumkvæöi
um hugmyndir um steinullar-
verksmiöju, miöaöar viö inn-
lendan markaö. Og þvi er meö
öllu fráleitt aö Jaröefnaiönaöur
eigi rétt á aö draga til sin og
njóta ávaxtanna af brauöryöj-’
endastarfi Sauökrækinga þegar
þeirra eigin áætlanir um út-
flutning reyndust óraunhæfar.
Aö sama skapi er þaö fráleitt,
aö brautryöjendastarf Jarö-
efnaiönaöar upi útflutning
steinefna væri aö engu metiö og
verkefnií^ meö valdboöi, afhent
öörum aöila.
Fjóröungssambandiö undir-
strikar aö meö staösetningu
steinullarverksmiöju á Sauöár-
króki er ekki veriö aö bregöa
fæti fyrir atvinnuuppbyggingu á
Suöurlandi, sem er best sett
allra landshluta um jaröefni og
um orkuöflun i landinu. Hér hef-
ur ráöiö hlutlægt mat i tillögum
iönaöarráöherra og tekiö tillit
til frumkvæöis Steinullarfélags-
ins á Sauöárkróki um þann
i framleiöslumöguleika, sem
reynst hefur hagkvæmastur.
Steinullarfélagiö hf. hefur þvi
ekki tekiö neina möguleika frá
Sunnlendingum til aö hefja
vinnslu steinefna til útflutnings.
— mhg. •
■ BM ■■■■■■■■■■■■■■■■ J
I
i
■
I
■
I
i
■
I
■
I
■
I
■
I
Þokkaleg
hrollvekj a
Kvikmynd: Halloween
Leikstjóri: John Carpenter
Handrit: John Carpenter
og Debra Hill
Tdnlist: John Carpenter
Meöal leikenda:
Donaid Pleasence,
Jamie Lee Curtis, Nancy
Loomis, P.J. Soles.
Sýningarstaöur: Bióhöllin.
Þaö er ekki heiglum hent aö
gera hrollvekjur, sem eitthvert
bragö er aö, enda er þaö nú svo,
aö flestar þær hrollvekjur, sem
fyrir augun ber á hvita tjaldinu
standa alls ekki undir nafni,
veröa einskonar meöalmennsku-
framleiösla og þaöan af verri, eöa
einfaldlega ömurlegri en orö fá
lýst. HroIIvekjan er nefnilega alls
ekkert einfalt kvikmyndaform,
þegar á allt er litiö, hvert atriði
þarf aö vera útspekúlerað, hver
klipping vandlega hugsuö og há-
nákvæm og þaö er alls ekki sama
hvernig hrollvekjan er tekin, eigi
hdn aö ná tiiætluðum árangri.
Sálfræöi hrollvekjunnar er I
sjálfu sér ósköp einföld, sumsé sú
aö vekja ótta og skelfingu meöal
áhorfenda sinna, og þótt ég hafi
sjálfur vissulega ákveöna skoöun
á þvi hversu göfugmannlegt
markmiö þaö er, læt ég hverjum
og einum um aö dæma þaö fyrir
sjálfan sig.
Af einhverjum ástæöum hefur
John Carpenter hrifist af hroll-
vekjunni. Halloween er önnur
hrollvekjan, sem ég sé eftir hann,
sú fyrri og betri var The Fog
(Þokan) sem sýnd var i Gamla
biói fyrir nokkru, þótt Carpenter
hafi gert hana nokkru eftir aö
hann geröi Halloween, sem vel
heföi mátt Utleggjast sem Allra-
heilagramessa á vorri tungu.
Margt gerir Carpenter þokka-
lega í Halloween, og ber hann
ábyrgö á ekki færri en þremur
þáttum myndarinnar: leikstjórn,
handriti og tónlist.
Söguþráöurinn er f sem stystu
máli á þá leiö, aö einhver illur
andi sest aö I Michael litla, sem
veröur til þess aö hann myröir
systur si'na á hinn hryllilegasta
hátt. Hann er settur á geöveikra-
hæli undir umsjá Loomis læknis,
sem grunar aö Michael biði fær-
ist aö komast út og taka viö hina
þokkalegu iöju sína á nýjan leik.
Jamie Lee Curtis leikur Laurie,
barnfóstruna, sem sleppur naum-
lega undan ,,vonda manninum”
á AUraheiIagramessu.
Sá grunurreynist réttur hjá lækn-
inum, og Michael sleppur af geö-
veikrahælinu á Allraheilagra -
messu, þegar allir lyfta sér upp,
ærslast og hafa uppi alls kyns
sprell. Hann fer til heimabæjar
sins og fremur þar sitt af hverju,
sem ekki skal tfundaö hér.
En eftir á aö hyggja: Hvaöa illi
andi situr i Michael? Hvers
vegna velur hann nákvæmlega
þau fórnarlömb sem raun ber
vitni? Svo spurt sé einungis
tveggja spurninga, sem snerta
grundvallaratriði i myndinni. Eg
hygg, aö ef þeim heföi veriö
sæmilega svaraö, heföi mátt
vekja enn meiri hrylling — og er
það ekki einmitt ætlunin? — og
varanlegri. (Kannski eins gott aö
þaö var ekki gert).
En hvaö sem þvi líöur, þá er
margt býsna vel gert i myndinni,
og Carpenter tekst raunverulega
að halda uppi ótta meöan mynd-
in varir, nema rétt um miöbik
hennar, þar sem hún verö-
ur helst til langdregin og mátt-
vana. Ég nefni sérstaklega sem
dæmi allra fyrsta „skot” mynd-
arinnar, þar sem myndavélin er á
stöðugri hreyfingu i hlutverki
Michaels sjálfs. Óregluleg hreyf-
ing tökuvélarinnar veröur til þess
aö skapa óþægindatilfinningu
meö manni og óvissu og leggur
grundvöllinn aö þvl aö allt þaöan 1
frá vekur grunsemdir og ugg.
Þeir, sem hafa á annað borö
gaman af þvi aö láta kvelja sig
meö þokkalegri hrollvekju, naga
neglur upp aö kviku og finna
hjartað berjast i brjóstinu — ja,
þeir ættu að geta unað glaöir við,
Halloween.
—jsj.
Ný tilfelli gin- og klaufaveiki:
Áfall fyrír
efnahag Dana
Nýtt tilfelli gin- og
klaufaveiki kom upp i
Klappendrup á Jótlandi í
fyrradag, skammt frá
stað þeim þar sem veik-
innar varð vart á bæ ein-
um fyrir nokkrum dög-
um.
Taliö er aö veikin hafi borist
meö vindi frá A-Þýskalandi.
Gin- og klaufaveiki er bráö-
smitandi og berst m.a. með
kjöti. Þessi tvö tilfelli á Jótlandi
hafa oröiö til þess aö kjöt-
markaöir Dana erlendis hafa aö
mestu lokast, og er þetta gifur-
legt áfall fyrir danskan efna-
hag.
Gin- og klaufaveiki hefur
aldrei orðiö vart hér á landi, og
er ein af ástæöunum fyrir banni
á kjötinnflutningi m.a. sú aö
verjast þessum skæöa sjúk-
dómi.
Vitað er, að talsvert er um
ólögmætan innflutning á dönsku
svinakjöti til landsins, og má
vænta þess aö eftirlit meö slík-
um innflutningi veröi hert á
næstunni.
Oddur Rúnar Hjörleifsson
dýralæknir hjá Heilbrigöiseftir-
liti rikisins sagöi okkur aö sú
veira sem þarna væri aö verki,
væri gifurlega viðsjál og bráð
smitandi. Er þaö i raun og veru
öllum hulinn leyndardómur
hvernig hún kann aö geta borist.
Hætta er á þvi aö þaö fólk, sem
kemst i snertingu viö sýkt kjöt,
geti t.d. borið veiruna undir
nöglum sér og hún þannig kom-
ist i skepnur. Mönnum er sjúk-
dómurinn hinsvegar ekki hættu-
legur þótt þeir geti tekiö hann.
Þess ber og aö gæta, aö sjúk-
dómurinn getur greitt braut
ýmsum öörum búfjárkvillum
I
meö þvi aö veikja mótstööuafl !
skepnanna gegn þeim.
Viö höfum dýrkeypta reynslu ■
af búfjársjúkdómum, lslending- |
ar, og ættum aö hafa eitthvaö af ■
henni lært. —mhgj
Sæmundur
Kristjánsson
Sigriöur
Þórarinsdóttir.
Ákveðln
Kristinn Jón
Friöþjófsson
Svanbjörn
Stefánsson
Nes-
hreppur
utan
Ennis
fímm fyrstu
sæti Alþýðu-
bandalagsins
Akveöin hefur veriö rööun 1
fyrstu fimm sætin á lista Alþýöu-
bandalagsins viö sveitarstjórnar-
kosningarnar I Neshreppi utan
Ennis, eöa á Hellissandi og Rifi.
1 fyrsta sæti veröur Kristinn
Jón Friöþjófsson, skipstjóri, i
ööru sæti Arnheiöur Matthias-
dóttir húsmóöir, þriöji Svanbjörn
Stefánsson sveitarstjóri, fjóröi
Sæmundur Kristjánsson hafnar-
vöröur og fimmti Sigriöur Þórar-
insdóttir húsmóöir.
Herstöðva-
andstæðingar á
Norðurlandi eystra
Baráttu-
samkomur
á Akureyri
og Breiðu-
mýri
Herstöövaandstæöingar á
Akureyri minnast 30. mars meö
ýmsum hætti I vikunni.
Föstudagskvöldiö 26. gangast
herstöövaandstæöingar fyrir árs-
hátíö I Alþýöuhúsinu á Akureyri
þar sem leikin veröur bæöi nú-
timatónlist og tónlist af eldra
tagi. Laugardaginn 27. mars
halda herstöövaandstæöingar á
Akureyri baráttusamkomu aö
Hótel KEA, og hefst hún kl. 14.
Þar verður flutt dagskrá, sam-
lestur úr bókmenntum og ræöu-
maöur veröur Böövar Guö-
mundsson skáld, sem einnig mun
flytja samkomugestum nokkra
söngva. A samkomunni veröur og
happdrætti.
Víðar á Noröurlandi hafa her-
stöövaandstæðingar eitthvaö um-
leikis. Sunnudagskvöldiö 28. mars
munu herstöövaandstæöingar I
Þingeyjarsýslu koma saman á
Breiðumýri kl. 21. Þar veröur
samlestur úr bókmenntum á veg-
um Akureyringa, Böðvar Guö-
mundsson flytur ræöu og heima-
menn sjá um önnur atriöi dag-
skrár. _ekh