Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 12. mai 1982 Rætt við Gerði Öskarsdóttur, skólameistara Markmið skóla ætti að vera að kenna nemendum að afla sér þekkingar” og skólamálum og skipar 14. sæti á lista þess i komandi sveit- arstjórnarkosningum — en einnig hefur Geröur átt ómæld- an þátt i að koma á þvi nána samstarfi, sem nú rikir milli allra framhaldsskóla á Austur- landi, en það samstarf hefur gert nemendum kleift að velja milli fleiri námsbrauta en ella, með þvi að fara á milli skóla, eins og Gerður lýsti hér að ofan. „Já, samvinnan milli skól- anna hefur verið mjög skemmtileg og góð”, segir Gerður. „Framhaldsskólarnir á Austurlandi, sem eru Mennta- skólinn á Egilsstöðum, Alþýðu- skólinn á Eiðum, Hússtjórnar- skólinn á Hallormsstað, Seyðis- fjarðarskólinn og Framhalds- skðlinn i Neskaupstað hafa allir sniðiö sig að einu og sama kerf- inu. Allir skólarnir bjóða upp á byrjunarnám, sem er sameigin- legt öllum brautum. Þegar kemur svo að sérhæfðara námi á hinum ýmsu námsbrautum, fara nemendurnir i þann skóla, sem kennir þá námsbraut til enda. Þetta sérhæföa fyrir- komulag gefst mjög vel, held ég megi segja; það eykur valmögu- leika nemendanna og kostar auk þess minna, en ef ætti að reyna að kenna flestar náms- brautanna i hverjum skóla fyrir sig”. Samstarf skólanna viöur- kennt Að sögn Gerðar hófst þetta samstarf fyrir um fjórum árum og þá að framkvæði skólanna sjálfra. Þegar Menntaskólinn á Egilsstöðum tók til starfa fyrir um þremur árum, festist sam- starfiö allvel i sessi, en siðan hefur samvinna þessi hlotið formlega viðurkenningu menntamálaráöuneytisins, sem stofnað hefur Stjórnunarnefnd framhaldsnáms á Austurlandi, en i henni eiga sæti skólastjórar allra skólanna og fræðslustjóri Austurlands, sem tekið hefur virkan þátt i þessu samstarfi frá upphafi. „Nemendur geta valið um ýmsar brautir”, heldur Gerður áfram. „A Egilsstööum eru auðvitað kenndar allar venju- legar bóknámsbrautir, enda er þar eini skólinn, sem útskrifar stúdenta. A Hallormsstað er kennd matvælatæknibraut, sem er bæði bókleg og verkleg; á Eiðum er verslunarbraut auk þess sem unnið er i samvinnu við Framhaldsskólann á Sel- fossi að undirbúningi búnaðar- brautar þar og hér i Neskaup- stað höfum við ýmsar brautir eins og heilsugæslubraut, við- skiptabraut og Iþróttabraut — sem reyndar er að finna i sum- um hinna skólanna lika — en eins og ég sagöi, þá leggjum við áherslu á iön- og tæknibrautir. Sjávarútvegsbraut Við höfum mikinn hug á að bæta við okkur sjávarútvegs- braut. Þeirri menntun hefur verið skammarlega litið sinnt i framhaldsskólakerfinu. Hér er um að ræða okkar aðalatvinnu- veg, ekki sist hér á Austfjörð- um, og það er þvi alveg sjálf- sagt aö skipuleggja slika náms- braut i samráði við aðra fram- haldsskóla i sjávarplássum. Auk þess sem verið er að ræða stofnun sjávarútvegsbrautar, er ávallt unnið markvisst að end- urbótum á skólahaldinu og það lagaö, sem betur má fara. Þaö verður auðvitað að hafa I huga, að skólar hér á Austur- landi eru flestir ungir, og að hin- ir eldri hafa breyst mjög mikið á skömmum tima. Það setur vissulega sitt mark á starf skól- anna og þó einkum starfsað- stöðu hinna einstöku náms- brauta, að tækjakostur sá, sem námið krefst er I sumum tilvik- um afar dýr, bæði að stofni til og I rekstri”. Gerður segir, aö nú sé t.d. veriö að vinna að þvi að koma af staö verknámsbrautum i leigu- húsnæði i bænum, en verknáms- hús er verkefni sem unniö verð- ur að á næstu árum. Allir þjálf i hug og hönd „En mér finnst þó brýnt að vekja athygli á þvi, að það ber i má hvorki verða of almennt né of sérhæft. Þekkingin margfaldast „Markmið skólans á auðvitað að vera það, að nemendur öðlist ákveðna leikni. 1 okkar þjóðfé- lagi er útilokað að ákveða, hvaða þekking, sem slik, er öll- um mikilvæg. A hverjum degi margfaldast þekking mannsins — og hver er I raun þess um- kominn að kveða úr um það, hvaða þekking sé öllum nauð- synleg? Sumir segja, eins og vel er þekkt, að vissa grundvallar- þekkingu verði menn að hafa t.d. i sögu eða landafræöi. En ég held aftur á móti, að það sé svo erfitt að segja hvað sé „grund- vallarþekking”, að þaö hljóti að horfa til meiri heilla að skólinn kenni nemendum að afla sér þekkingarinnar — ekki ein- göngu þeirrar, sem við segjum almenna, heldur lika þeirrar þekkingar, sem kemur til með að heyra sérsviðum þeirra til — hver einasti maður þarf að vera hæfur til að fylgjast með þróun- inni i sinni grein. Þó að hvert og eitt okkar hafi lært til starfs, öðlast þekkingu i sinu starfi — þá er sú þekking orðin úrelt áður en við er litið”. — jsj „Félagslíf í daufara lagi” Þegar Þjóðviljinn var á ferð í Neskaupstað á dög- unum, hitti hann fjórar föngulegar stúlkur innan veggja Framhaldsskól- ans. Þær voru nýkomnar úr kennslustund og stóðu upp við vegg og ræddu málin, eins og það kall- ast; og þær tóku vel í það að spjalla við blm., sem spurði þær fyrst hvernig þeim þætti skólinn. „Skólinn? Hann er góður finnst okkur, og það er ágætt að stunda nám hérna. Það er lika fint að geta verið i skóla hérna heima, þótt við getum ekki klár- að námið hér. Við verðum að fara upp á Egilsstaði til þess, i Menntaskólann þar. Þar er hægt að ljúka stúdentsprófi”. Þær kváðust að visu ekki vera búnar að gera það upp við sig, hvort þær ætluðu að fara til Egilsstaða og halda þar áfram i námi. Ákvörðun um það verður að biða betri tima. En þeim fannst aftur á móti félagslifiö I skólanum með dauf- ara móti. „Sko við erum i sama húsi og litlu krakkarnir, sem eru I þessum efstu bekkjum Spjallað við nokkra nemendur Framhaldsskól- ans í Neskaupstað grunnskólans, og það er eins og allt félagslif hérna sé stilað upp á þau. Það er miklu minna um að vera fyrir okkur”. En geta nemendur sjálfir ekki bætt úr þvi? „Jú... sennilega getum við það. Það erum auðvitað við sjálf, sem eigum að bæta félags- lifið”. Þegar blaðamaður spurði þær um framtiöaráformin, settu þær upp leyndardómsfullan svip: „Það er sko allt óákveðiö um framtiðina”. — jsj. „Framhaldsskólinn á Neskaupstað er kjarna- skóli iðn- og tæknimennt- unar fyrir allt Austur- land. Kjarnaskóli þýðir, að skólinn býður upp á þetta sérnám einn allra framhaldsskóla í fjórð- ungnum, og nemendur geta þar með lokið iðn- námi og innan tiðar verk- legu námi hérna. Þeir geta þó byrjað námið í einhverjum hinna fram- haldsskólanna á Austur- landi og lokið þar öllum almennum greinum, en ef þeir velja iðn- og tæknibrautir, koma þeir sem sagthingað". Fleiri námsbrautir Það er Gerður óskarsdóttir sem talar, en hún er skólameist- ari Framhaldsskólans i Nes- kaupstað og hefur auk þess átt drjúgan þátt i stefnumótun Al- þýöubandalagsins þar i fræðslu- rauninni að lita á verklega nám- ið ekki aðeins fyrir verðandi iðnaðarmenn, heldur ekki siður fyrir alla nemendur á hvaða námsbraut, sem vera skal. Mér finnst mikilvægt, að allir þjálfi hendurnar eitthvaö og vinni skapandi starf með höndunum. Ég held það sé þroskavænlegt og nauðsynlegt hverjum ein- staklingi að búa eitthvað til og að sjá eitthvað eftir sig. Það er jafn mikilvægt að læra eitthvað i höndunum og að læra ákveðn- ar aðferðir i stærðfræði”. Með þessu er Gerður að vekja athygli á þvi viðhorfi sinu, að nauðsynlegt sé að finna i fram- haldsskólakerfinu jafnvægið milli þess náms, sem menntar einstaklinginn almennt og þess, sem býr hann undir framtiðar- starf. Framhaldsskólanámið Ekki verður betur séð en að skáklif standi I blóma I Framhalds- skólanum. Sigriöur Sveinsdóttir á versiunarbraut, Arný Sigurðardóttir á iþróttabraut, Þórhildur Hilmarsdóttir á heilsugæslubraut og Jóna Steinþórsdóttir á náttúrufræðibraut voru sammála um, aö Fram- haldsskólinn i Neskaupstað væri ágætis skóli. Gcrður óskarsdóttir, skólameistari

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.