Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. mai 1982 „Söfn eru ómetanlegar LWjT menningarstofnanir” segir Smári Geirsson í viðtali um safnmál í Neskaupstað í Neskaupstað hafa um nokk- urra ára skeið verið starf- ræktar þrjár menningarstofn- anir, sem eru allar frásagnar- verðar, hver á sinn hátt. Innan bæjarstjórnar hefur verið rætt um örlög þessara stofnana og afdrif, þ.e. hvernig megi bæta hag þeirra og gera veg þeirra sem mestan. Þessar stofnanir eru Bæjarbókasafnið, Minjasafn Neskaupstaðar og Náttúrugripasafn Neskaup- staðar, en einkum það siðast- nefnda hefur gert garðinn frægan i Neskaupstað, enda er það svonefnt höfuðsafn sinnar tegundar i Austfjarðafjórðungi. 12.000 bindi En i þvi skyni að fá svalað forvitninni um þessi mál, ræddi Þjóðviljinn við Smára Geirsson kennara i Neskaupstað; hann á jafnframt sæti i Sögunefnd bæjarins og hefur átt sæti i Safnanefnd einnig. — Hvernig er safnamálum háttað i Nes- kaupstað, Smári? „Það er þá kannski rétt að byrja á bóka- saíninu, sem er að minu mati ein af merk- ari menningarstofnunum bæjarins. Þar er nú að finna um 12.000 bindi i safninu, að þvi er ég best veit, og mér er tjáð af bókafull- trúa rikisins, að það væri mjög vel rekið undir stjórn Ingibjargar Magnusdóttur bókavarðar. Safnið er til húsa i félags- heimilinu Egilsbúð, en býr þar við þvi miður of þröngan kost. Minjasafnfð í bráðabirgðahúsnæði I minjasafninu eru til um 250 skrásettir munir og þeir munir eru nú geymdir i bráðabirgðahúsnæði, sem er ekki til þess falliðað sýna munina eða varðveita þá eins og vera ber. Vanda minjasafnsins þarf auð- vitað að kippa i lag, þvi margir munanna eru skemmtilegir og eiga hiklaust að koma fyrir almenningssjónir Rannsóknir náttúru- gripasafnsins Náttúrugripasafnið er eign bæjarfélags- ins, en rikið veitir nokkurn styrk til starf- seminnar, enda er safnið svonefnt höfuð- safn sinnar tegundar i fjórðungnum sam- kvæmt markaðri stefnu Safnastofnunar Austurlands. Náttúrugripasafnið er opið al- menningi yfir sumartimann og þar eru til sýnis auðvitað náttúrugripir af margvis- legu tagi, en auk þess er þar að finna á veggspjöldum margvislegar upplýsingar um ýmislegt það, sem safnið hefur rann- sakað og kannað á undanförnum árum, en það hefur i vaxandi mæli tekið að sér ýmis rannsóknarverkefni fyrir ýmsa aðila, m.a. lifrikisrannsóknir I tengslum við fyrir- hugaðar virkjunarframkvæmdir hér á Austurlandi undir forystu Einars Þórarins- sonar, jarðfræðings, forstöðumanns safns- ins. En Náttúrugripasafnið situr viö sama borð og önnur söfn aö þvi leytinu til, að það er i leiguhúsnæði, sem hentar starfsemi þess ekki vel. Að endingu má svo geta skjala- og myndasafns, sem hefur reyndar ekki verið hleypt formlega af stokkunum enn, en það er þegar komið i allgott húsnæði, þar sem grúskurum og öðrum áhugamönnum gefst færi á að komast i margt þaö, sem ekki hefur legið fyrir augum almennings áður. Norðfirðingar hafa verið svo heppnir, að hér hafa verið margir góðir ljósmyndarar, og nú er i safninu talsvert af góðum ljós- myndum, sem eru auðvitað ómetanlegar heimildar um fyrri tima. Þaö er óhætt að segja að skjala- og myndasafnið hefði aldrei orðið til, ef ekki heföi notiö við Guð- mundar Sveinssonar, sem hefur unnið ötul- ega að þvi að koma safninu upp og er nú forstöðumaður þess.” — Hafa einhverjar tillögur verið settar fram um úrbætur á húsakosti þessara safna? „Já, málefni safnanna hafa verið mikið til umræðu. Það hefur t.d. verið rætt, að bókasafnið fengi framtiðaraðstöðu i Fram- haldsskólahúsinu nýja. Bókasafnsfræö- ingar hafa aftur á móti verið gagnrýnir á þá lausn, og ég á nú frekar von á þvi að sú lausn verði tekin til endurskoðunar. Safnahús Einnig hefur sú hugmynd komið fram, sem mér finnst best fallin til að bæta vanda allra safnanna um ókomna framtið, en hún er sú að reist verði sérstakt safnahús, er muni hýsa Minjasafnið, Skjala- og mynda- safnið og Náttúrugripasafnið og jafnvel Bókasafnið lika, ef horfið verður frá þvi að hýsa það i Framhaldsskólanum”. — En er einhver akkur að þvl að hafa söfnin öll undir sama þaki? „Jú, vist er það nú að mörgu leyti. Safna- hús eru að verulegu leyti sérstaklega hönn- uð með tilliti tii hlutverks sins, og allri slikri sérhönnun fylgir ákveðinn kostnaður. Auk þess held ég að sé hagræðing að þessu fyrirkomulagi, þar sem söfnin gætu nýst betur en ella i þágu til dæmis kennslunnar. Náttúrugripasafnið nýtist þegar til kennsluþarfa, en allt slikt myndi auðvitaö aukast verulega i safnahúsi, sem stæði undir nafni. Glldi safna Svo hafa góð og aðgengileg söfn ekki siður hlutverki að gegna þegar um er að ræða verk, eins og nú er verið að vinna að á vegum bæjarins, sem er sagnaritun Norð- fjarðar frá upphafi vega fram á okkar dag. ögmundur Helgason sagnfræðingur hefur veriðráðinn til þess starfs, og það er ekkert vafamál, að söfn eins og skjala- og mynda- safnið og minjasafnið, eru afar mikilvæg, þegarum verkefni af þessu tagi er að ræöa. Erfiður róður En það hefur einmitt verið mikill og erf- iður róður að grafa upp öll þau gömlu skjöl, sem vitað er að eru til einhvers staðar, en finnast ekki þrátt fyrir itrekaða leit”. — Getur ekki einfaldlega verið um þá skýringu að ræða, að safnarar lúri á slikum heimildum eða jafnvel gömlum munum og vilji ekki láta það fara úr sinum höndum? „Jú, það er vel hugsanlegur möguleiki. En ekki sist vegna þess er mikilvægt að koma upp góðri safnaaðstöðu, þar sem starfar fólk með sérþekkingu á hverju sviði fyrir sig, svo fólk sem geymir i fórum sinum eitthvað það, sem á erindi á safn, fáist stil að láta það frá sér, vitandi það, að hlutnum er komið i bestu hugsanlega geymslu. Innsýn í fortiðina Það er nefnilega aðeins með góðum söfnum af öllu tagi, sem við aukum við menningu okkar;góð söfn geta veitt okkur ómetanlega innsýn i fortiðina, og fært okkur þannig ákveðin sannindi um það, hvers vegna við búum við jafn góð kjör og raun ber vitni i dag”. — jsj Rabbað við Sigrúnu Framhald af bls. 5 Ekki kvenna- eða karla- mái heldur... Hins vegar er það alltaf slæmt, þegar konur láta ekki ljós sitt skina — og þá er ég ekki að tala vegna kvenna, heldur vegna þeirra mála, sem snerta bæjarfélagið I heild sinni. Það er æskilegt, að fjallað sé um öll mál af báðum kynjum”. — Viltu þá meina, að það sé munur á þvi, hvernig kynin fjalla um hin ýmsu mál? „Já, mér finnstþað — og ég er þá alls ekki að tala um, að ákveöin mál séu kvennamál og önnur karlamál, heldur aðeins það, að ákveðnir málaflokkar standa konum e.t.v. nær, og á þeim málaflokkum er oft öðru- visi tekið en á sumum mála- flokkum”. — t hverju er sá munur fólg- inn? „Það er nú kannski ekki svo auðvelt að henda reiður á þvi, svona I stuttu máli. En það má e.t.v. segja, að konur séu tilfinn- inganæmari, og að það endur- spegli að einhverju leyti um- fjöllun þeirra um ákveðin mál. Þannig að hinn mannlegi þátt- ur, sem svo er stundun nefndur, kemur betur I ljós. óþrjótandi verkefni En samt er þetta afskaplega einstaklingsbundiö milli kynja. Viö þekkjum dæmi um viðsýna karlmenn eins og konur, og þekkjum lika dæmi um þröng- sýnar konur — þetta fer auðvit- að að verulegu leyti eftir þekk- ingu og áhugasviði hvers ein- staklings fyrir sig”. — Nú ert þú aö láta af störfum sem bæjarfulltrúi — a.m.k. i bili. Geturöu lýst þvi i stuttu máli, hvernig eigi að stjórna bæjarfélagi eins og því, sem er hér I Neskaupstað? „Það er auðvitað erfitt að al- hæfa nokkuð i þvi sambandi. Það eru margir, sem vinna við stjórnun eins bæjarfélags, og það þarf að taka tillit til margra grundvallarþátta, svo sem al- menns atvinnuástands og stefna og strauma i þjóðlifinu yfirleitt. Nú, verkefnin sem þarf að vinna eru auövitað óþrjótandi, öfugt við framkvæmdaféð — en til þess að það verði nýtt sem best er nauðsynlegt að raða framkvæmdum með tilliti til þeirrar heildaruppbyggingar, sem verið er að vinna að. Svo má ekki gleymast, að einn af mikilvægari þáttum i stefnu- markandi ákvarðanatöku af þvi tagi, sem um er að ræða i þessu samband\er auðvitað opið starf og samvinna við bæjarbúa”. Þar með var Sigrún rokin burt, enda að mörgu að hyggja, þegar kosningar eru i nánd. — jsj. Framboðslisti Alþýðubandalagsins í Neskaupstað I. Kristinn V. Jóhannsson. forseti bzjarstjórnar. Blómslurvöllum 27. 2. Klma Guömundsdóttir. 3. LoRi Kristjánsson. forslööumaöur KgilsbúOar. bæjarstjóri. Mýrargötu 29. t>iljuvöllum 4. 4. Smári Geirsson. kennari. Nesbakka I. 5. I>óröur Þóröarson. skrifstofumaöur. Hólsgötu K. 6. Lilja Aöalsteinsdóttir. hjúkrunarfræöingur Gilsbakka 13. 7. Auöur B. Kristinsdóttir. sérkennari, Blómsturvöllum 35. K. Guömundur Bjarnason. skrifstofumaöur. t>iljuvöllum 31. 9. Sijjrún t>ormóösdóttir, forstööumaöur sundlaugar. Mvrargata 41. 10. Kristinn Ivarsson. húsasmiöur. Blómsturvöllum 47. II. Guöjón B. Magnússon. blikksmiöur. Marbakka 11. 12. Marfa (iuöjónsdóttir. hárskeri. Starmýri 17. 13. Ilelgi Jóhannsson. sjómaöur. Valsmýri 5. 14. Geröur óskarsdóltir. skólameistari. Nesbakka 3. 15. Magni Kristjánsson skipstjóri. Melagötu II. 16. t>órhallur Jónsson. efnaverkfræöingur. Nesbakka 13 17. Kristin Lundberg. talsimavöröur. t>iljuvöllum 33. 1K. Sigfinnur Karlsson. formaöur Verkalýösfélags Noröf jaröar, Hliöargötu 33.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.