Þjóðviljinn - 12.05.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 12. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
„Hlustar nokkur á okkur?”
Allt frá aldamótum og jafnvel
eitthvaö fyrr, hefur smábátaút-
gerö verið snar þáttur og mikil-
vægur í atvinnulffi allra smáþorpa
viðsjóá Islandi; Neskaupstaður er
þar engin undantekning — á
siðasta ári lönduðu smábátarnir
um 1.400 tonnum af fiski, og það
munar um minna. En á síðustu
árum hefur eðli útgerðarinnar
breyst þrátt fyrir allt. Þeir eru nú
orðnir fáir, sem stunda trilluút-
gerð sem sinn aðalatvinnuveg;
meira er orðið um það, að þetta sé
n.k. sumarsport. Og hver veit,
nema trilluútgerðin sé í þann mund
að syngja sitt síðasta.
Allaf þegar gefur______________________
Hjörtur Arnfinnsson er einn þeirra fáu,
sem rær á trillunni sinni hvern dag sem
gefur, og hann tók vel i það að spjalla stutta
stund við mig um trilluútgerðina.
Vinnudeginum var lokið og Hjörtur búinn
að leggja bátnum i nýju smábátahöfninni i
Neskaupstað, þegar viö tylltum okkur niður
i lúkarinn hjá honum skrafs. I smábáta-
höfninni ber nú meira en áður á lögulegum
skemmtiskútum; þó hafa trillurnar samt
vinninginn. Ennþá.
,,Ég fer alltaf á sjó, þegar gefur, en þaö
getur nú samt orðið oft, sem ég þarf aö
liggja i landi. Það er róðið nokkuð mikið um
sumarið, en þegar fer að hausta er þetta nú
voðalega stopult”, segir Hjörtur i upphafi
samtals okkar, og getur þess um leið að
Hjörtur Arnfinnsson um borð i bát sinum, Dröfn frá Neskaup-
stað. A innfeiidu myndinni sést yfir hluta af nýju smábáta-
höfninni i Neskaupstað. Ljósm.: — jsj.
misjafnlega fiskast einnig — i fyrra var
metár, en þá veiddi Hjörtur um 75 tonn.
Meðalveiðin er nálægt 40 tonnum.
Ég er að minnsta kosti lifandi
„Þetta verður náttúrlega eitthvað minna
i ár. Það var engin grásleppa i vor, sérðu,
enda er ég rétt aö byrja núna. Það þýðir
ekki að fara á grásleppu, það er ekki hægt
aö selja hrognirt* ætli sé nokkur áhugi á aö
að selja þau. Við getum ekki veitt þetta á
lager,” segir Hjörtur sposkur, og bætir þvi
við að það verði auövitaö fariö á grásleppu
aftur, um leiö og einhver grundvöllur verð-
ur fyrir henni.”
En tekst þá Hirti aö lifa af trilluútgerð-
inni?
,,Já, ég lifi”, svarar Hjörtur snöggur upp
á lagið. ,,Ég er að minnsta kosti lifandi —
ha?”
Sama dag og við Hjörtur ræddum saman,
frétti ég af þvi, að hann hefði verið að sækja
um leyfi hjá sjávarútvegsráðuneytinu.
,,Já, ég var að sækja um leyfi fyrir
þorskanetum,” segir Hjörtur. ,,Við erum
settir undir alveg sömu reglur og 1000 tonna
skipin. Við erum vist að drepa siðasta
þorsktittinn einsog þau. Við erum ekkert
alltof ánægðir með þetta fyrirkomulag,
trillukarlarnir, að þurfa að hlita þvi sama
hér og gildir á vertið fyrir sunnan, bæði
hvað snertir möskvastærðir og veiöistopp,
já allt annað lika. Þeir fyrir sunnan eru
búnir á sinni vertiö, þegar við hér erum að
byrja
Borgar sig ekki aö liggja í landi
Okkur finnst þetta eiginlega orðin of-
stjórnun. Viö þurfum núna að liggja meö
minnst tvenn veiðarfæri, sjötommumöskva
fyrir hálfan mánuð og svo sextommu-
möskva fyrir sumarið. Ein veiðarfæri
kosta kannski 30-40.000 krónur, og þaö er
drjúgur biti. En það getur verið dýrt að
sleppa þessum fyrsta hálfa mánuði. Þaö
borgar sig aldrei að liggja i landi.”
An efa eru þetta orð að sönnu. En þau
leiða hugann ósjálfrátt aðnæstu spurningu:
borgar trilluútgeröin sig? Leggst hún ekki
einfaldlega niður einn góðan veðurdag og
siðan ekki söguna meir?
„Ef menn reikna ævina út i krónum og
aurum, þá er mikil hætta á þvi,” segir
Hjörtur, „ég held aö menn verði að hafa
sérstakan hugsunarhátt til þess aö vera i
þessu. Það þýöir ekki að standa i trilluút-
gerð, ef menn ætla að reikna launin sin út
frá venjulegu timakaupi, mánaðarkaupi
eða einhverju svoleiðis. Þaö koma góðar
glefsur af og til, en þetta er lika dýrt”.
Frjálsari stundir
En i hvaða-gjaldmiðli reiknar Hjörtur,
þegar trillan er annars vegar?
„Ég reikna þetta út i heldur frjáisari og
betri stundum, en ef ég væri lokaður ein-
hvers staðar inni. Ég gæti alveg eins verið
lokaður inni á Litla-Hrauni i 10 mánuöi,
eins og vinnandi i einhverri verksmiöju allt
upp i 16 tima á sólarhring og rétt komiö
heim til að sofa og varla það.
Mér liður vel á sjónum, maður er engum
háður og ekki lokaður inni, þó þaö sé að visu
oft erfitt og vinnudagurinn langur. En auö-
vitað snýst þetta alltaf lika um peninga.
Allt lifið snýst um peninga.”
Eins og öllum standi á sama
Borgar þá ánægjan sig, þegar á allt er
litið? Spyr sá, sem ekki veit.
„Maður á nú svo sem ekki kost á svo
miklu,” segir Hjörtur og þyngist aðeins á
brún. „Maður er búinn aö vera á þessum
stórum bátum frá þvi áöur en þú fæddist”
— hann litur á mig — „og búinn að vera á
þeim mestallan sinn aidur. Maöur á þvi
ekki kost á öðru en frystihúsavinnu eða
verksmiðjuvinnu. Ég held ég sleppi
þvi,meöan ég get annað.
En það er auövitaö ekki létt aö stunda
sjóinn á svona smábát, þegar er alls staðar
unnið að þvi að drepa þessa útgerð niður.
Og það er eins og öllum standi á sama um
hana— ja, nema auövitað okkur, sem
stöndum i þessu. En hlustar nokkur á
okkur?”
Það er kannski von að Hjörtur spyrji. Að
sögn hans sjálfs hefur litiö tillit veriö tekiö
til óska þeirra trillukarlánna, og mér
fróðari menn staðfesta þaö við mig.
Kannski verður endurinn sá, að trillurnar
hverfi i hendur sumarsportiðkenda og
smábátaútgeröin leggist niður sem sjálf-
stæð atvinnugrein
Það yrði missir að henni. — jsj.
Rabbaö viö Guömund Bjarnason formann Þróttar
ELDRA
FÓLKIÐ
HVERFUR
„Gróskan er langmest í
knattspyrnunni, frjáls-
íþróttunum og skiðaíþrótt-
inni, og það er mestur
f jöldinn i þessum greinum
innan Þróttar", sagði Guð-
mundur Bjarnason, for-
maður íþróttaf élagsins
Þróttar í Neskaupstað,
þegar blm. Þjv. spjallaði
við hann.
„Knattspyrnudeildin var t.d. að
fá sér enskan þjálfara, Ron
Lewin, til aö þjálfa strákana, sem
keppa i 2. deild. Ron hefur áður
verið hér á landi, hann þjálfaöi
Akurnesinga fyrir nokkrum ár-
um, og við höfum fengiö hann til
að vera hér i sumar og einum von
á þvi að honum takist að gera ým-
islegt gott meö þessum ungu
strákum, sem eru núna að taka
við i knattspyrnunni.”
— Er það ekki dýrt fyrirtæki aö
fá eriendan þjáifara til starfa?
„Það er ekki neitt óskaplega
dýrt. Erlendu þjálfararnir eru
ekki dýrari en þeir islensku. Og
iþróttafélagið fær styrk frá bæj-
arfélaginu, sem nær aö visu ekki
til að greiða allan kostnaö við
rekstur knattspyrnudeildarinnar
— styrkurinn er eitthvað yfir eitt
hundrað þúsund krónur, en rekst-
urinn kostar nálægt eitthundrað
og áttatiu þúsund. Af þeirri upp-
hæð fer langstærstur hluturinn i
feröalög á keppnistimabilunum”.
— Tekur almenningur mikinn
þátt I iþróttalifinu?
„Það er nú svona upp og ofan.
Skiöaiþróttin er i miklum
Guðmundur Bjarnason
uppgangi hérna m.a. vegna til-
komu skiðalyftunnar i Odds-
skarði. Og hér hefur veriö skiða-
þjálfari i allan vetur, Ingþór
Sveinsson, gamall Noröfirðingur,
sem hefur verið lengi i Noregi.
En það er nú einu sinni þannig,
ekki sist i litlum bæjarfélögum
eins og hér i Neskaupstaö, aö
starfsemi iþróttafélagsins grund-
vallast á starfi fárra manna,
kannski 10—12 manna. Og starf
þeirra er aðallega fólgið i þvi aö
safna peningum, og þaö verður of
litill timi til annarra hluta. Núna
er það lika nær eingöngu ungt
fólk, sem vinnur það, sem þarf að
vinna til aö halda félaginu gang-
andi. Það er eins og menn hverfi
úr iþróttafélaginu, eftir að þeir
hafa náö vissum aldri. Það er
mikil breyting frá þvi sem áður
var”.
— Eru til einhver ráð tii Urbóta
á þessu?
„Ég veit það ekki”, segir Guð-
mundur, „það væri þá kannski
helst það að loka sjónvarpinu.
Nei, i alvöru talað, þá er þetta
alvarlegur hlutur. Það hefur til
dæmis áhrif á iþróttalifið, þegar
eldra fólkið hreinlega hverfur
burt. Það stefnir i það, að ef á að
sinna þessum málum og vera
meö unglingunum, þá þarf hrein-
lega að borga einhverjum manni
laun fyrir það. Auðvitað er miklu
þægilegra aö sitja bara heima hjá
sér og glápa á einhverja mynd i
sjónvarpinu, en fyrr má nú vera.
iþróttafélagið á Eskifirði er til
dæmis stjórnlaust, af þvi að eng-
inn fæst til að sitja i stjórn.
Þetta er náttúrlega mjög dap-
urlegt ástand — og það lagast
ekki, fyrr en fólk tekur sig á.
Þetta er verst fyrir krakkana,
sem vilja vera i iþróttum, en fá
færri tækifæri til þess en mögu-
legt væri.”
—jsj.