Þjóðviljinn - 24.06.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Málefni farandverkafólks í brennidepli
Auglýsingin umrædda frá Kaupfélaginu á Höfn sem birtist I smáaug-
lýsingadálki Dagblaösins og Visis fram eftir öllum maimánuöi.
Heimir Hávarðarson framleiðslustjóri
í frystihúsinu á Höfn
Þessi auglýsing er
kannski villandi
Óánægja með kjör farandverkafólks hjá frystihúsi
KASK á Höfn í Hornafirðl
Falskar upplýsingar
Gáfumst upp á þessum kaupsvikum
og óheyrilegum fæðiskostnaði
segja þau Einar Þór Agnarsson
og Guðný Armannsdóttir
„Þetta er alveg rétt hjá þessu
fólki. Yfir 90% vinna i bónus eða
premiu en siöan tilfalla alltaf ein-
hver aukastörf sem ekki er hægt
að koma i bónus. Við könnumst
alveg við þessa auglýsingu i Dag-
blaöinu og þetta fólk hefði hrein-
lega getað neitað þvi að vinna
þarna, en mér er ekki kunnugt að
menn hafi gert það,” sagði Heim-
ir Hávarðsson framleiðslustjóri i
llraöfrystihúsi Kaupfélags Aust-
ur-Skaftfellinga á Höfn i Horna-
firði þegar við bárum undir hann
frásögn Einars og Guðnýjar.
„1 móttökunni hefur veriö frek-
ar meira aö gera en annars staö-
ar i húsinu, meiri kvöldvinna, og
þvi höfum viö taliö aö yfir sumar-
timann væri réttlætanlegt að þar
væri ekki premia eða bónus.
Einnig er rétt aö benda á þaö, að i
sumarvinnunni þá nær fólk.yf-
irleitt litlum bónus i fiskvinnsl-
unni, vegna þess að þaö er verið
að vinna margar tegundir og mis-
jafnlega vel meö farinn fisk.
Ætluðum
að gera vel við þá
Hins vegar hefur verið fullur
hugur á þvi og viö höfum marg-
talað um það hérna, og ætluðum
vissulega að gera vel við þessa
stráka þarna, en þeir ruku hrein-
lega af stað i fússi. Þeir voru t.d.
allir hækkaðir úr 8. flokki i 10.
flokk sem munar tæpum 4 kr. á
timann.”
En er ekki villandi hjá ykkur að
auglýsa bónus, sem svo er ekki
þegar til kemur?
,,I sjálfu sér get ég kannski við-
urkennt það að auglýsingin er
villandi, en getur þú bent mér á
eitthvert frystihús á tslandi þar
sem ekki kemur upp nákvæmlega
sama staða. Flestöll sem auglýsa
eftir fólki tiltaka að það sé bónus-
vinna, þótt hægt sé að finna eitt og
eitt starf innan hússins sem ekki
er i bónus.
t raun og veru er þetta alveg
rétt hjá þeim að þetta er vijlandi
auglýsing og þetta þarf að endur-
skoðast. En hversu mikill blaða-
matur þetta er það veit ég ekki”.
Það er einnig mikið kvartað yf-
ir háum fæöiskostnaði i mötu-
neytinu hjá ykkur. Kannist þið við
þann orðróm?
,,Já við gerum það, en við för-
um alveg eftir sambærilegum
stöðum eins og t.d. Vestmanna-
eyjum og vitum að margir staðir
eru með dýrara fæöi en hér er.
Fæðið er greitt niður hérna. Við
seljum matar- og kaffimiða. Mat-
armiðinn kostar 32.50 og kaffi-
miöi 20 kr, þetta er nýhækkað
verð 14 kaffimiðar og 14 matar-
miðar kosta hjá okkur 748 kr, og
það ætti að duga i 7 daga.
Ef við gætum hins vegar selt
fólki fullt fæði þá gæti ég náð
verðinu miklu meira niður, en
það er vilji fólksins að hafa miða-
kerfi og það er tiltölulega dýrara.
Úttroðnir af
kaffibrauði
Ég get lika sagt þér frá svindli
sem viðgengst hérna og við höf-
um horft uppá lengi, en það er að
margir borða sig hreinlega sadda
af ágætis kaffibrauði i kaffitim-
um. Margir hafa komist upp með
það að vera hér heilu vertiðurnar
og aldrei keypt sér mat, aðeins
kaffimiða. Slikt myndi ég kalla
eitt ódýrasta fæði á landinu. Mér
finnst þvi villandi að tala um dýrt
fæði hér.
Húsnæði er hér fritt og ég
myndi ekki telja það það léleg-
asta á landinu. Hér eru splunku-
nýjar verbúðir fyrir kvenfólk en
að visu ekki nýjar fyrir karl-
menn. Það er bara ekki komið
lengra i framkvæmdum ennþá.
Synd að það fór
Ég vildi bara segja það að lok-
um, að mér fannst synd að þetta
fólk skyldi rjúka héðan af staðn-
um. Ég hef ekki orðið var við að
fólk færi héðan óánægt. Það er
frekar ásókn en hitt. Okkur þykir
miöur ef þeir hafa verið óánægðir
en ég viðurkenni að það má segja
að þetta sé villandi auglýsing.
-lg
„Viðviljum aðeins vara fólk við
þessari blekkingarauglýsingu
Kaupfélagsins á Höfn i Horna-
firði. Það hafa þegar nógu margir
látið blekkjast og snúið aftur
heim slyppir og snauðir”, sögðu
þau Einar Þór Agnarsson og
Guðný Ármannsdóttir sem litu
viö á ritsjórn Þjóöviljans á
þriðjudag og sögðu farir sinar
ekki sléttar i samskiptum við
Kaupfélagið á Höfn.
Þannig er mál með vexti, að
fram eftir ölium mai niánuði s.I.
birtist i smáauglýsingadálki Dag-
blaðsins og Visis svohljóðandi
auglýsing frá Kaupfélaginu á
Höfn:
Viljum ráða starfsfólk
I allar greinar fiskvinnslu,
unnið eftir bónuskerfi. Fæði og
húsnæði á staðnum. Kaupfélag
Austur-Skaftfellinga, Höfn
Hornafirði, frystihús. Simi 97-8204
og 8207.
„Við rákumst á þessa auglýs-
ingu og ákváðum að ráða okkur
austur, enda boðið uppá bónus-
vinnu i fiski. Guöný sem er tvitug
er frá Vestmannaeyjum og hefur
unniðmeiraogminnaifiskiírá 12
ára aldri, en ég er úr Keykjavik
og hef verið á sjó undanfarin ár.
Eftir að hafa tékkað á okkur
varðandi reglusemi vorum viö
ráðin austur. Það voru nokkuð
margir héðan úr Reykjavik sem
réðu sig austur eftir þessari aug-
lýsingu einkum skólakrakkar
sem höi'ðu ekki fengið vinnu i
bænum. „Viðfórum austur seinni
partinn i mai,” segir Guðný.
„Einar var settur i naglhreinsun
fyrstu dagana og siðan i móttök-
una i frystihúsinu, en i hvorugu
starfinu var greiddur nokkur
bónus eins og stóð skýrum stöfum
i auglýsingunni að verið væri aö
bjóða uppá.
Það stendur yíir humarvertið á
Höfn og slærstur hluti aðkomu-
stúlkna sem hafa ráðið sig eftir
þessari umræddu auglýsingu,
voru settar i humarvinnslu, eh
þar er ekki heldur greiddur neinn
bónus, þrátt íyrir auglýsinguna.
Ég fékk fiskvinnu fyrstu tvo
dagana, var siðan sett i humar-
inn, en undir lokin var ég aftur
flutt i fiskinn. Þaö var einkenn-
andi fyrir allt á þessum staö, að
hvergi var minnst á neina samn-
inga þegar við kvörtuðum undan
kaupi og öðru, það voru einungis
einhverjar reglur kaupfélagsins
sem giltu á þessum staö.”
Óheyrilegur fæðiskostn-
aöur
„En það var ekki eitt heldur
allt. Það sem kallaö var fæði i
mötuneyti frystihússins mætti
heldur kallast fóður. Brauðið var
það hart að tennurnar voru i
hættu. Það var ógerlegt að brjóta
það milli handanna. Ham-
borgarar sem boðiö var uppá
voru tæpir 3 sm. i þvermál og
annað eí'tir þessu. Þó tók steininn
úr þegar átti að greiða íyrir þessi
ósköp. Viö vorum i fullu fæði 7
daga i viku, og fengum hvort um
sig reikning uppá 924 kr. íyrir
fæðið. Viðhöl'um bæði unnið viða
úti um land, og eitt er vist að
hvergi höfum við komist i kast viö
eins vondan og dýran mat,” sagði
Guðný. „Ég vann t.d. i Meitlinum
i Þorlákshöl'n á siðustu vertið og
þar kostaöi fæðiö 64 kr. á dag en á
Höfn var það rúmlega helmingi
dýrara, eða 132 kr. á dag og
einnig miklu verra. Þær sögur
heyrðum viðfrá þeim sem þekkja
til á staðnum, að þaö sem ekki
seljist i Kauplélaginu sé sent i
mötuneytið.
Hitt má endilega koma l'ram.
að við bjuggum i ágætis verbúð i
Lundum, en sama var ekki aö
segja um alla aökomumenn,
einkum strákana.
150 kr. eftir vikuna
„Það sem er alvarlegast i þessu
máli”, sögðu þau Einar og
Guðný” er að aðkomuíólkið sem
réði sig eítir umræddri auglýs-
ingu, það er hreinlega fryst inni á
staðnum , þegar búiö er að
greiða læði og allar skyldur og
skatta af bónuslausu kaupi, þá er
ekkerl eltir, ekki einu sinni til aö
komast i burtu frá staðnum.”
Eítir fyrstu vikuna fékk Einar
150 kr. útborgaðar, fyrir 40 tima
vinnuviku. 924 kr. voru dregnar
frá fyrir fæði, 15% i sparimerki,
lifeyrissjóður og stéttarfélags-
gjald til verkalýðsfélagsins á
staðnum.
Guðný sem er alvön fiskvinnslu
og er á l'jögurra ára taxta vann
mikla yfir og helgardagvinnu
fyrstu vikuna en hafði minna
uppúr þvi en fyrir 40 tíma bónus-
vinnu i Eyjum. Hún fékk út-
borgað 400 kr. eftir vikuna. „Við
sáum strax að við höfðum alls
ekki efni á að vera i fullu fæði i
mötuneytinu.
Guðný vann kvöld, nætur og
helgar i humrinum og ég var i
móttökunni, en samtals fengum
við þá útborgað 4000 kr.
16. júni ákváðum við að hætta,
þar sem ekkert var uppúr þessu
að hal'a. Það hala íleiri en við
gefist upp á þessum svikum, og
margir eru á góðri leið með að
hætta.
Þegar við íórum áttum við ekki
einu sinni i'yrir l'arinu, urðum að
fá útborgað l'yrirfram. Þannig er
með flesta aðra komið. Það þarf
að vinna i minnst 3 mánuði, til að
kaupfélagið borgi fariö. Þessi
regla er aðeins til hjá þeim en
hvergi i samningum.
Vantar samstöðu
l'araudverkafólks
nokkur lærdómur varðandi rétt-
leysi farandverkafólk. Það á ekki
að vera hægl að plata fólk yíir
þvert landið á lölskum auglýs-
ingum. Samstaða farandverka-
fólksins er ekki nógu mikil, þetta
eru mikið ungir krakkar sem
þora ekki að láta i sér heyra,
hversu mikið sem troöið er á
þeim, og eins er slæmt aö hafa
ekki þann bakhjarl sem samtök
farandverkaíólks voru, en skrif-
stofa þeirra er lokuð og samtökin
óvirk eins og stendur. Þvi þyrfti
að kippa i lag. Að endingu viljum
við aðeins vona að þessi reynsla
okkar veröi öðrum til viðvörunar.
-lg
Þessi dvöl á Höln, var okkur
Einar Þór Agnarsson og Guðný Ármannsdóttir: Þessi dvöl á Höfn var
okkur nokkur lærdómur varðandi réttleysi farandverkafólks. Það á
ekki að vera hægt að plata fólk yfir þvert landið á fölskum auglýsing-
um. Mynd -kv.
Þorlákur Kristinsson í baráttuhópi farandverkamanna
Dæmigert fyrir ástandið
Verkalýðshreyfingin hefur brugðist í okkar málum
„Þessi frásögn þeirra Einars
og Guðnýjar er alveg dæmigerð
fyrir það ástand sem viða er enn i
dag i málum farandverkafólks,
scm er aftur bein afleiðing þess
að verkalýðshreyfingin hefur alls
ekki tckið undir okkar kröfur og
sinnt okkar málum eins og þeir
hafa sifellt lofað”, sagði Þorlákur
Kristinsson einn forystumanna i
baráttuhóp farandverkamanna.
Ilafa sarntök farandverka-
manna alveg lognast útaf?
— Eftir að við misstum okkar
aðstöðu hjá Dagsbrún þá má
segja aðgrundvellinum hafiverið
kipptundan starfseminni. Hópur-
inn sem starí'aði aðallega i þessu
riðlaðist nokkuð, en við höldum
þó sambandi og eru með ýmislegt
á prjónunum varðandi okkar bar-
áttu og málstað sem skýrist nán-
arsiðaráárinu.
ASl fól Verkamannasamband-
inu á sinum tima að taka að sér
okkar mál, einkum fæöiskostnað-
inn sem heíur verið okkar helsta
baráttumál fyrir utan aðbúnað.
Verkamannasambandiö hefur
akkúrat ekkert aðhafst i þessum
málum, og i raun má segja að
verkalýðshreyfingin haí'i gert allt
til að halda aftur af baráttu okk-
ar. Hreyfingin hefur alla mögu-
leika til að þrýsta á og veita okkur
stuðning en slikt heíur bara ekki
gerst.
Hvað mcð hugmyndir um sér-
Þorlákur Kristinsson
stakt stéttarfélag farandverka-
manna?
„Þetta er hugmynd sem hefur
verið rædd, en getur kostað sitt að
framkvæma. Hins vegar er ljóst
að ef verkalýðshreyfingin aðhefst
ekkert iokkar málum þá hljótum
við að neyðast til að koma upp
okkar sérstöku samtökum, sem
eðlilegast væru þá innan ASÍ.
Hvað eruö þið i baráttuhópnum
að fást viðnúna?
Kjarninn i hópnum er að vinna
að bók sem fjallar um baráttu
hreyfingarinnar frá 1979. Sér-
stakur kafli i þessari bók verða
ráðleggingar til verkafólks þar
sem viö miðlum að fenginni
reynslu. Hvernig fólk á að bera
sig að i baráttunni. Gefnir lykil-
aðilar sem fólk ætti að hafa sam-
band við og tekin tiltekin dæmi úr
baráttunni.
En hefur þá ekkert breyst I
málefnum laranlverkafólks, frá
^Framhald á 14. siðu