Þjóðviljinn - 24.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. júni 1982 ^ Húsbóndavaldiö yfir matinu hefur flust yfir á Utflutningsmat á saltfiski fiskeigendur og ekki staöiö við þau fyrirheit sem ------------------- voru forsenda breytingarinnar. Mistökin koma ekki á óvart Frá því hef ur verið skýrt opinberiega i útvarpi og blöðunri/ að mistök hafi komið fram i gæðamati á saltfiski, sem nýlega var sendur til Portúgal. Þegar slikt sem þetta kemur fyrir í okkar fiskút- flutningi/ þá veldur það að sjálfsögðu margvísleg- um skaða og er mikill álits- hnekkir fyrir okkur sem fiskvinnsluþjóð. Það verð- ur þvi ekki hjá því komist nú/ að þetta mál sé krufið til mergjar, og helstu orsakir mistakanna gerðar heyrum kunnar. Það er nefnilega svo í þessu máli sem öðrum málutri/ að orsakir valda afleiðingum/ og framhjá því lögmáli kemstenginn. Og mun ég nú rekja að- draganda mistakanna. Húsbóndavald fiskeigenda Þann 26. febrúar 1973, á meðan Fiskmat rikisins var ennþá að störfum, þá var reglugerö um út- flutningsmat á saltfiski breytt þannig vegna þrýstings frá salt- fiskframleiðendum að eftir breyt- inguna máttu þeir ráða sjálfir til sin matsmenn. En fyrir breyting- una þá var það Fiskmat rikisins og yfirfiskmatsmenn þess einir, sem réðu matsmennina til fisk- éigenda, enda verður fiskmats- maður við útflutningsmat að vera óháður dómari og gæta jafnt hagsmuna kaupenda sem selj- enda, á hvorugan má halla. Fisk- matsstjóri gekk inn á þessa breytingu á reglugeröinni gegn þvi, að Fiskmatiö fengi 5-7 fisk- matsmenn til starfa, sem hefðu það hlutverk að fara út á vinnslu- stöðvarnar og vinna með mats- mönnum og samræma hjá þeim gæðamatið. Við þetta fyrirheit hefur hinsvegar ekki verið staðið ennþá. Engir fiskmatsmenn ráðnir I þetta hlutverk. Ráðning slikra manna var algjör forsenda þess að þetta væri forsvaranlegt. Við breytinguna á reglugerðinni slaknaöi á þeirri stjórnun sem yfirfiskmatsmenn höfðu áður haft á gæðamatinu gegnum persónu- leg kynni við matsmennina og ráðningu þeirra til matsstarfa. Húsbóndavaldið var með breyt- ingunni að nokkrum hluta fært frá matsstofunni yfir til fiskeigenda sjálfra, sem nú ráöa matsmönn- unum. Að fengnu þessu hús- bóndavaldi, þá fór lika að bera á þvi að fiskeigendur gleymdu stundum að láta matsstofnunina vita, þegar þeir létu hefja störf við útflutningsmat á stöðvum sin- um. En það á að gera án undan- tekningar samkvæmt gildandi reglugerð. Ákvæðisvinna við fisk- pökkun En það var ekki nóg, að þetta leiddi til óæskilegrar slökunar á útflutningsmati á saltfiski, heldur yfirfærðust lika hin neikvæðu á- hrif breytingarinnar yfir á út- flutningsmat á skreiö, þar sem sömu menn framkvæma hvoru- tveggja matið. Samtök fiskmats- manna vöruöu við þessari breyt- ingu á reglugeröinni, og alveg sérstaklega, þegar þeir sáu að ekki var staðið við það fyrirheit sem Fiskmatsstjóra var gefið um sérstaka fiskmatsmenn til eftir- lits og samræmingar á gæðamat- inu, sem hefði getað dregið úr hættunni á mistökum. Um tveim- ur árum eftir þessa örlagaríku breytingu var svo Fiskmat rikis- ins lagt niður sem stofnun ásamt sildarmati en Framleiöslueftirlit sjávarafurða tók við hlutverki þeirra ásamt þeim slæma arfi sem fólst i áðurnefndri breytingu á saltfiskreglugerðinni. Þessu til viðbótar sem Fiskmatsmannafé- lagi Islands þótti ærið nóg, þar sem breytingin verkaði neikvætt á útflutningsmatiö, þá hafa fisk- eigendur tekiö upp einskonar á- kvæðisvinnu viö fiskpökkun á saltfiski og skreið. Þetta hefur verið framkvæmt þannig, að þeg- ar viðkomandi pökkunargengi hefur pakkað ákveðnum pakka- fjölda sem viröist ákveðinn af fiskeigendum þá er dagsverkinu lokið hjá pökkunarfólkinu og það fær daginn greiddan til kl.7 að kvöldi. Nd vita allir sem eitthvað þekkja til útflutningsmats á salt- fiski og skreið, að afköst við mat- ið sjálft geta verið mjög misjöfn, og fer það mest eftir gæðum og stærö fisksins, svo og lika þvl hvort miklu eða lítlu þarf að kasta frá af fiski, sem ekki fer gæða- metinn til vigtarmanns. I erfiðum fiski þá getur staðið upp á mats- manninn að hann hafi nægjanlega mikið af metnum fiski handa „akkorðsfólkinu”. Mest af þeim saltfiski sem nú er kominn til Portúgal sem rangt og illa metinn fiskur, og frá hefur verið sagt I fjölmiðlun^ er frá Vestmannaeyj- um eða svo var staðhæft i frétt- um. Mistökin munu halda á- fram Ég hef leitaö mér upplýsinga um matstilhögun á þessum fiski og er hún sögð þessi, eftir örugg- um heimildum. Afköst pökkunar- gengis á dag hefur veriö miðað við 400 pk af fiski, með 2 mats- mönnum, og það metið sem dags- verk frá kl.8 að morgni til kl.7 að kvöldi, hvenær svo sem framan- greindri pakkatölu hefur verið náð. En þessari umsömdu „akk- orðspökkun” hefur verið lokið i Vestmannaeyjum eftir þvi sem mér hefur verið tjáð klukkan 2-3 I eftirmiðdag. Með svona lagaöri matstilhög- un getur útflutningsmat aldrei oröið öruggt, eins og það þarf og verður að vera. Þetta vandamál hefur veriö til umræðu á aðal- fundum Fiskmatsmannafélag Is- lands siðustu árin og tillögur þar samþykktar og sendar sjávarút- vegsráöuneytinu, sem ætlað var að gæti komið i veg fyrir mistök i útflutningsmatinu eða minnkað þau, eins og nú hafa fram komið i umræddri saltfisksendingu til Portúgal. Margendurtekinni að- vörun okkar hefur hinsvegar ekki veriö sinnt af ráðuneytinu; þvi er nú komið sem komið er. Ég hef rætt þetta mál við yfir- menn i Framleiðslueftirliti sjáv- arafurða og þeim er þetta vanda- mál ljóst ekki siöur en okkur, sem höfum verið I forsvari fyrir fisk- matsmenn. En á meðan sjávar- útvegsráðuneytið aðhefst ekkert raunhæft i málinu, þá getur varla orðið mikil breyting á þessu til batnaðar. Mistökin hljóta að halda áfram, svo lengi sem ekki er reynt i alvöru aö taka fyrir or- sakir þeirra. Samþykktir fiskmats- manna Eftirfarandi samþykktir voru sendar sjávarútvegsráðherra i bréfi 28. okt. 1981. „Aðalfundur Fiskmatsmanna- félags Islands haldinn 24. okt. 1981 samþykkir að fara þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að reglugerð um útflutningsmat á saltfiski verði breytt þannig að Framleiðslueftirlitið ráði alla menn til matsstarfa, i stað þess að fiskeigendur mega gjöra það nú. Sú tilslökun, sem á sinum tima var gerö á saltfiskreglu- gerðinni, hún hefur siðan bitnað, ekki aðeins á útflutningsmati á saltfiski, heldur lika skreiðar- mati, þar sem sömu menn annast hvorutveggja. Það er von félagsins, að sjáv- arútvegsráðuneytið sjái sér fært að koma þessum málum i viðun- andi horf. En það teljum við leið- ina til þess að Framleiðslueftirlit sjávarafurða fái meira vald við framkvæmd á matinu heldur en það hefur nú samkvæmt gildandi reglugerð um útflutningsmat á saltfiski. Þá fer félag okkar fram á það, að allt mat á saltfiski og skreið verði framkvæmt af tveimur matsmönnum, i stað eins manns nú i flest öllum tilfellum. Þetta er sama tilhögun og nú viðgengst hjá aðalkeppinautum okkar Is- lendinga á fiskmörkuðunum. Samskonar tilhögun var gildandi hér á Islandi við útflutningsmat, þar til slakað var á framkvæmd- inni fyrir nokkrum árum.” Þá var eftirfarandi tillaga einn- ig samþykkt á fundinum og send ráðherra. „Aðalfundur Fiskmatsmanna- félags Islands, haldinn 24. okt. 1981, skorar á sjávarútvegsráð- herra að gera Framleiðslueftirliti sjávarafurða það kleift fjárhags- lega, að ráða nú þegar og ekki siðar en um næstkomandi ára- mót, ekki færri en fjóra fiskmats- menn sem Framleiðslueftirlitið getur sent á matsstöðvar til vinnu, leiðbeiningar og þjálfunar við framkvæmd matsins og til samræmingar á útflutningsmat- inu. Þetta telur félagið svo að- kallandi nú, að allur dráttur á framkvæmd þessa atriðis getur að mati okkar valdið ófyrirsjáan- legum skaða á mörkuðunum.” Bréf okkar endaði svo þannig, eftir aö við höfðum rökstutt tillög- urnar. „Fiskmatsmannafélag tslands telur það skyldu sina, ekki aðeins að benda á hættuna, sem er þvi samfara að framkvæmd útflutn- ingsmatsins er ekki viðunandi að okkar dómi, heldur viljum við lika að ráöuneytið sé þess meðvit- andi, að þessi hætta fer vaxandi, og af þeirri ástæðu er þetta bréf skrifað.” Allt situr viö það sama Þegar svo ekkert var gert i málinu frá hendi sjávarútvegs- ráðuneytis, þá itrekuðum við þetta aftur i bréfi til ráðuneytis- ins, dagsettu 1. mars 1982. En allt situr við það sama. Og nú hefur þvi miður slys skeð i útflutnings- matinu, og enginn veit nú um þann beina og óbeina skaða sem j það kann aö valda. Fiskmats- mannafélag Islands telur það i verkahring sinum, að stuðla að faglegu óháðu útflutningsmati sjávarafurða á hverjum tima, þar sem matsmaðurinn er fagleg- ur dómari um gæði vörunnar, ó- háður bæði seljanda og kaupanda við verk sitt. A þessu teljum við hinsvegar að séu nokkrir ann- markar nú, og hef ég bent á þá hér að framan. Veröi áfram ekki tekið neitt tillit til þeirra breyt- inga sem Fiskmatsmannafélag Islands telur að þurfi að gera til aö tryggja betra og öruggara út- flutningsmat, þá lit ég þannig á, að verið sé að bjóða þeirri hættu heim, að mistök i útflutningsmat- inu endurtaki sig æ ofan i æ. En það er einmitt þetta sem félagið hefur verið að reyna að fyrir- byggja með skrifum sinum og til- lögum til ráðuneytisins. Nú reynir á, hvort nægjanlegur manndómur er fyrir hendi, til að tryggja faglegt, óháð útflutnings- mat i framtiöinni. En til þess aö það megi takast, sem allra fyrst, þá þarf rikisvaldið að styrkja Framleiðslueftirlit sjávarafurða sem matsstofnun, frá þvi nú er. Reykjavík 14. júni 1982 Jóhann J.E. Kúld, ritari Fiskmatsmannafél. tslands KONSER'rrEJA SUURIA JOUKKOESITYKSIA SEMINAARI KANSAINVÁUSYYTTA Suomcn Työvuen MusiikkiiiiUo Plakat norræna alþýðutónlistar- mótsins i Pori. Norræna alþýðu- tónlistarmótið haldið í Pori í Finnlandi Tveir kórar frá íslandi Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur undir stjórn Guðjóns iB. Jónssonar og Kór Starfs- I mannafélags Álafoss undir stjórn 'Páls Helgasonar taka þátt i nor - ræna alþýðutónlistarmótinu sem haldið verður i Pori i Finnlandi dagana 1. til 4. júli. Þetta er i annað sinn sem Is- lendingar eru með i móti af þessu tagi, en 1977 voru Lúðrasveit verkalýðsins og kór Trésmiöa- félagsins meðal þátttakenda i Osló. Mót þessi eru haldin fjórða hvert ár og er búist við 8—10 þús- und þátttakendum i Pori. Eftir að norræna mótinu lýkur munu is- lensku hóparnir ferðast um Finn- land og til Rússlands. Heim verður komið 12. júli. Nordiska arbetarsángar- och musikerforbundet, Tónlistarsam- band alþýðu á Norðurlöndum, var stofnaö i Gautaborg árið 1947 með þátttöku tónlistarsambanda verkafólks frá Finlandi, Sviþjóð, Danmörku og Noregi. I samband- inu eru nú um 12 þús. félagar. Frá 1947 þar til nú hefur sam- bandið staðið fyrir sjö tónlistar- mótum, en á siðari árum hefur sambandið einnig staðið fyrir norrænum menningarmálaráð- stefnum og námskeiðum. Var ein slik ráðstefna haldin hér á landi dagana 10.-16. sept. 1979 i Olfus- borgum. Arið 1975 hafði NASMF sam- band við Menningar- og fræðslu- samband alþýöu og óskaði eftir fulltrúum á ráðstefnu það sama ár. Samskonar ráðsteina var aftur haldin 1976. Fulltrúar frá M.F.A. L.V. og S.T.R. sóttu þessar ráðstefnur og árið 1976 28. september var Tónlistarsamband alþýöu stofnað með þáttöku þess- ara sömu aðila. Nú eru aðilar sambandsins 4, þvi snemma árs 1981 gerðist Kór Starfsmanna- félags Álafoss aðili að samband- inu. Auk þátttöku i norrænu tón- listarmótunum hefur TÓNAL þrisvar tekið þátt i samnorrænni útvarpsdagskrá sem send hefur verið út samtimis á öllum Norðurlöndunum 1. mai. Markmið TONAL er skv. lögum þess: — að efla áhuga fólks fyrir tónlist og tónlistariðkun . — að vinna að auðugra menn- ingarlifi og félagslegum þroska fólks i samræmi við markmið og starf verkalýðssamtakanna — að hvetja fólk innan verkalýðs- félaganna til þátttöku i tónlistar- starfi svo sem með stofnun kóra og hljómsveita — að sameina i eitt samband þá kóra og þær hljómsveitir er vinna vilja að markmiðum sambands- ins. Þeir kórar, hljómsveitir eða tónlistarhópar áhugafólks sem : viðurkenna lög og reglur sam- bandsins geta gerst aðilar að þvi. Núverandi formaður TONAL er Torfi Karl Antonsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.