Þjóðviljinn - 24.06.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.06.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. júnl 1982 Hafnarfjörður — lóðaumsóknir Lóðum verður úthlutað á næstunni á Hval- eyrarholti. Um er að ræða lóðir fyrir rað- hús, tvibýlishús og parhús og verða þær byggingarhæfar i ágúst næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Um- sóknum skal skilað á sama stað á eyðu- blöðum sem þar fást, eigi siðar en 5. júli n.k. Bæjarverkfræðingur Lausar stöður Tvær hálfar stöður dósenta i matvælafræði við efnafræði- skor verkfræði- og raunvisindadeildar Háskóla Islands eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf um- sækjenda, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf,skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 21«júli 1982. Menntamálaráðuneytið 21. júni 1982 Aðalfundur Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Rangæ- ings verður haldinn föstudaginn 9. júli n.k. kl. 21.00 i verkalýðshúsinu á Hellu. Dag- skrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Stundakennara vantar i hárgreiðslu og hárskurði. Iðnskólinn i Reykjavik Pípulagningamenn Vantar pipulagningamenn. Upplýsingar i sima 85955 og á kvöldin i ’ sima 76631 eða 53892. Stálafl Blikkiðjan Ásgaröi 7/ Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI53468 ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. WflV/JV------- REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarfirði simi 50473 Auglýsið í Þjóðyiljanum Stefán Pálsson, form. LH., Kristján Guðmundsson og GIsli B. Björnsson kynna fréttamönnum útgáfu- starfsemi hestamanna. Mynd: Kjartan. Útgáfustarfsemi islenskra hestamanna er hreint ekki svo lit- il. Tvö timarit, Hesturinn okkar og Eiðfaxi, koina að staðaldri út á þeirra vegum. Auk þess er svo nýútkomið sérstakt blað, Hestar, „blað um hesta og hesta- mennsku” gefið út af Landssam- bandi hestamanna. Hesturinn okkar er elst þessara rita, gefinn út af Landssambandi hestamanna og kemur út árs- fjórðungslega. BJaðið hóf göngu sina árið 1960 og flytur m.a. greinar um hesta og hesta- mennskufyrr og nú. 1 siðasta tbl. hvers árs er starfsskýrsla stjórn- ar L.H., útdráttur úr þvi helsta sem gerist i starfi hestamannafé- laganna, úrslit móta og skrá yfir þau hross, sem ættbókarfærð eru á ári hverju. Eiðfaxi, sem einnig er timarit um hesta og hestamennsku kom fyrst út i júli 1977. Að útgáfu Eið- faxa standa 35 áhugamenn um hestamennsku og kemur hann út 11 sinnum á ári. Blaðiö flytur fréttir af starfsemi hestamanna, er vettvangur fyrir skoðanaskipti þeirra, þvi hestamenn eru ekki alltaf á einu máli um allt frekar en aðrir og svo fljóta gjarnan með greinar visindalegs eðlis. Bæði blöðin flytja mikið af myndum. Gott samstarf er með blöðunum en viss verkaskipting. Hesturinn okkar sinnir meir sögulegum fróðleik, en Eiðfaxi fjallar meira um þá atburði, sem eru að gerast frá degi til dags. Og svo er það nyja blaðið, sem gefið er út ,,i þeim tilgangi að kynna heslamennskuna og vörur og þjónustu, sem henni tengjast. Þá er með útgáfu blaösins aflað fjár til starfsemi L.H. Að útgáfu blaðsins hafa unnið stjórn og starfsfólk L.H., ásamt áhuga- mönnum úr hópi hestamanna”. Þvi er efni þess fremur ætlað al- menningi en hestamönnum sjálf- um. Blaðið hefst á viðtali við Stefán Pálsson formann L.H.: „Hef gaman af flestum þáttum hesta- mennskunnar”. Þá eru leiðbein- ingar fyrir byrjendur i hesta- mennsku, veittar af Sigurjóni Valdimarssyni. Sagt er frá vænt- anlegu Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum og greint frá helstu félagasamtökum og stofn- unum, sem tengjast hesta- mennsku. Drepið erá þátt og þýð- ingu hesta við endurhæfingu fatl- aðra og i þvi sambandi ritar Magnús B. Einarsson, læknir á Reykjalundi, um reiðskóla fyrir fatlaða. Spjallað er við leiðbein- endur á reiðnámskeiðum og Kristján Guðmundsson skrifar um unglinga og hestamennsku i þéttbýli. Þá er spjallað við sex al- þingismenn, sem LH. bauð i reið- túr og er þar margt spaklegt mælt, sem vænta mátti. Magða- lenaSchram ræðir viö hina lands- kunnu hestamannafjölskyldu i Gufunesi. Hildur Eiriksdóttir fjallar um búning islenskra reið- manna og hestamenn og um- hverfið og loks er i blaðinu grein, eftir Arna Þórðarson um reiðleið- ir yfir Arnarvatnsheiði og Kjöl. Fjölmargar myndir fylgja efninu. Af þessari upptalningu, þótt lausleg sé, má marka, að efni blaðsins er yfirgripsmikið og fjöl- þætt. Verður ekki öðru trúað en það náiauðveldlega þeim tilgangi „að kynna hestamennskuna”. Og það er góður tilgangur með blaðaútgáfu. — mhg. Atjánda starfsári Tónskóla Sigursveins lokið STARFSEMIN MEÐ MEIRA MÓTI Átjánda starfsári Tónskólans sem hófst í september 1981, lauk með skólaslitum i mai sl. Kennar- ar skólans voru 34 auk skólastjór- ans Sigursveins D. Kristinssonar. Nemendur voru 536, þaraf i for- skóla og undirbúningsdeild 134 nemendur. Starfsemi skólans var með meira móti á þessu skólaári, einkum þvi er varðar tónfundi og tónleikahald. Fyrir jól og páska voru almennir nemendatónleikar i hefðbundnu formi, þar sem meðal annarra nemenda fjöl- mennur blokkflautukór forskóla- barna gegndi góðu hlutverki eins og jafnan fy.r. Nemendur og kennarar frá skólanum íóru i nokkrar tónleika- Tekist hefur samkomulag milli Alþýðusambands Vestfjarða, Vinnuveitendasambands Vest- fjarða og banka og sparisjóða á Vestfjörðum um breytt fyrir- komulag á innborgun og vörslu orlofsfjár launþega. Verður or- lofsféð nú greitt inn i sparisjóði eða bankaútibú á Vestfjörðum, sem taka að sér innheimtuvörslu og ávöxtun fjárins á 3ja mánaða verðtryggðum reikningum. Hér er um að ræöa þrihliða samning milli viðkomandi verka- heimsóknir á sjúkrahús og dval- arstofnanir. Tónskólakórinn hélt tvenna tónleika og skólahljómsveitin sex, þar af þrenna i’ tónleikaför til Austurlands. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar og kórsins var Sig- ursveinn Magnússon. Þriðja árið i röð stjórnaði Georg Hadjinikos námskeiði á vegum Tónskólans. Auk nemenda úr skólanum voru margir þátt- takendur i námskeiðinu frá öðr- um tónlistarskólum úr nágrenn- inu. Þessu námskeiði lauk með tónleikum i Bústaðakirkju undir stjórn Georgs Hadjinikosar, þar sem flutt voru sinfónisk verk eftir Jóhann Sebastian Bach, Franz Peter Schubert og Igor Fjodoro- vitij Stravinskij. lýðsfélags, hvers og eins vinnu- veitanda og viðkomandi peninga- stofnunar. Stjórn ASV vill sérstaklega brýna fyrir verkalýðsfélögum innan ASV, að þau hafi frum- kvæði hvertá sinu íélagssvæði að undirritun og staðfestingu sam- komulagsins, og fylgist með að framkvæmd þessa mikla hags- munamáls, launþega og allra Vestfirðinga, komist strax til framkvæmda. Gögn varðandi málið eruá leiðinni til félaganna. Þreytt voru 123 stigpróf og for- stigspróf á skólaárinu þannig: Forstig 18, fyrsta 27, annað 28, þriðja 17, fjórða 6, fimmta 5, sjötta 4,sjöunda 6. Tveir nemend- ur luku áttunda stigs prófi i gitar- leik, þeir Hróðmar Sigurbjörns- son og Einar Kristján Einarsson, sem einnig héit burtfararprófs tónleika af þvi tilefni. Eimskip fær ný gámaskip Eimskipafélagið er nú að scmja um leigu á tveimur nýjum gámaskipum til Am- erikusiglinga. Skipin eru systurskip og veröa afhent Eimskip beint úr skipa- smiðastöð i Vigo á Spáni. Fé- lagið hefur kaupaheimild á báðum skipunum. Fyrra skipið, Santiago, verður afhent nú i júnimán- uði, en á þvi verður erlend áhöfn. Siðara skipið, Bakka- foss, verður afhent tveimur mánuðum siðar og verður is- lensk áhöfn á þvi. Nýju skipin eru tæplega 1600 brúttólestir og geta flutt um 235 tuttugu feta gáma- einingar hvort. Ganghraðinn er 14.5 sjómilur og burðar- geta skipanna 3.300 DWT. Þau brenna svartoliu. Með tilkomu þessara skipa eykst flutningsgeta Eim- skips i Amerikusiglingum talsvert. V erðtryggíng á orlofsfé

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.