Þjóðviljinn - 25.08.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 25.08.1982, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 25. ágúst. 1982. ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. úmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglysingastjóri: Svanhildur B jarnadóttý-. Afgreiðslustjdri: Baldur Jónasson Blaðamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Magnús H. Gislason, Olalur Gislason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. íþróttairéttaritari: Viöir Sigurösson. Útlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. l.jósmvndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. AugKsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarson.^ Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: SiðumUla 6, Revkjavik, simi 8ISJ3 Prentun: Blaðaprent hf. Stjórnin stendur • Þegar Morgunblaðið kom út sl. sunnudag mátti lesa þar stóra fyrirsögn yfir þvera baksíðu blaðsins: „Stjórnin riðar til falls"! • Það leyndi sér ekki fögnuðurinn í þessari ,,frétt" Morgunblaðsins, gleðin yfir því, að nú væri loks að splundrast og það á næstu klukkustundum sú ríkis- stjórn, sem „blað allra landsmanna" hafði formælt daglega frá þvi hún fyrst var mynduð. • En viti menn. Áður en Morgunblaðið, með sinni stóru fyrirsögn, kom í hendur lesenda að morgni sunnudags, þá hafði tekist í ríkisstjórninni fullt sam- komulag um víðtækar ráðstafanir gegn aðsteðjandi efnahagsvanda, og „gleðifrétt" Morgunblaðsins að engu orðin. • Sagt er að kötturinn haf i níu líf. Það skyldi þó ekki vera, að ríkisstjórnin eigi þau a.m.k. tíu, og lifni við í hvert skipti sem Morgunblaðið dæmir hana feiga. • Auðvitað hafa verið uppi innan ríkisstjórnarinnar og eru enn nokkuð ólík sjóinarmið varðandi það hvernig jafna skuli niður á landsmenn þeim byrðum, sem bera verður vegna mikilla áfalla, sem okkar þjóðarbúskapur hefur orðið fyrir. • Þar hefði Alþýðubandalagið vissulega viljað ganga mun lengra í kjarajöf nunarátt svo sem tillögur þess bera með sér. En versti kosturinn hefði þó verið sá, að hlaupast frá vandanum og skilja sviðið eftir autt fyrir leiftursóknarlið íhaldsins og fylgifé þess úr Alþýðuf lokknum. • Að svo miklu leyti sem hægt er að merkja nokkra skiljanlega meiningu í ádeilum stjórnarandstæðinga á efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, þá snúast þær ásakanir fyrst og fremst um það, að kjörin séu með þessu ekki skert nægilega mikið. Sá maður mun líka vandfundinn, sem í raun trúir því, að ný ríkisstjórn á vegum stjórnarandstæðinga hefði verið Ifklegri en sú sem nú situr til þess að verja lífskjör almenns launa- fólks fyrir boðaföllum heimskreppunnar, sem æðir yfir löndin. • Það þætti ekki merkileg hreppsnefnd í einu sveitarfélagi, sem gæfist upp og segði bara af sér, ef óvæntan f járhagsvanda bæri að höndum hjá viðkom- andi sveitarfélagi. Fáir biðja um slíkar hrepps- nefndir. • Og það væri heldur ekki merkiieg rikisstjórn, sem gæfist upp við að stjórna landinu, þegar óviðráðanleg áföll dynja yfir og alvarlegan vanda ber að höndum. Það er einmitt þá fyrst, sem reynir á, — þá fyrst sem kemur i Ijós hvað menn duga, hvort sem er í sveitar- stjórn eða i rikisstjórn. • Það var bæði ósk og von forystumanna stjórnar- andstöðunnar, að núverandi ríkisstjórn gæfist upp frammi fyrir hinum mikla efnahagsvanda. Þessum herramönnum hefur ekki orðið að ósk sinni. Þess vegna sitja þeir nú í sárum. Þótt margir haf i gagnrýnt einstaka þætti í víðtækum efnahagsaðgerðum rikis- stjórnarinnar, þá hafa hins vegar fáir tekið undir kröfur þingflokka stjórnarandstöðunnar um það að stjórnin fari frá. Það er athyglisvert. • Á Alþingi á ríkisstjórnin að vísu ekki tryggan stuðning nema f rá 31 af 60 þingmönnum, og dugar sá meirihluti ekki til þess að koma fram lagabreyting- um. • Endanlega mun reyna á stöðu mála í þessum efnum á Alþingi í vetur, og því skal ekki trúað f yrr en fullreynt er, að stjórnarandstæðingar allir sem einn kjósi f remur að stef na hér málum í allt að 100% verð- bólgu á síðari hluta næsta árs ásamt gífurlegum við- skiptahalla heldur en hitt, að greiða óhjákvæmilegum viðnámsaðgerðum leið í gegnum þingið. • Stjórnarandstæðingar eiga ekkert frítt spil í þess- um efnum. Þeir verða líka að sýna lit. Það verður máske spurt um þeirra tillögur. Þær hafa ekki sést enn, nema í hálfkveðnum vísum. Þeir flokkar, sem hlaupist hafa f rá öllum vanda og viljað gera sig dýrð- lega með þeim hætti hafa ekki átt upp á pallborðið hjá kjósendum í undanförnum kosningum, og má i þeim efnum minna á fylgishrun Samtaka frjálslyndra í kosningunum 1974 og Alþýðuf lokksins 1979. Núverandi stjórnarandstæðingar ættu líka að skoða hug sinn vel áður en þeir ofbjóða kjósendum með enn frekara ábyrgðarieysi. k. Skriffinska I ogskólar • I Gárum Morgunblaösins Ivar veriö aö fjalla um skrif- finnsku eins og gengur. En eins og kunnugt er þá er • skriffinnska eitt af þvi fáa Isem menn eru sammála um aö fordæma, hvort sem þeir standa til vinstri, hægri eða i • miöju. Samt vex skriffinnska Ieins og ekkert hafi i skorist, enda er líka nokkuö almennt samþykki fyrir þvi viöa um i lönd að betra sé aö leyfa fólki Iaö sýsla viö pappira, jafnvel þótt óþarfir séu, en aö bæta þeim i sveit atvinnuleys- ■ ingja. | Einhæfing og samhæfing En i þessum fyrrnefndu ‘ gárum var veriö aö tala um skólakerfið. Og Elin Pálma- dóttir tók þá dæmi frá út- löndum, sem vonlegt er. Hún sagði m.a.: ,,t blööunum i Bretlandi og Frakklandi voru i vor, er ég J var þar á ferð, ofarlega á baugi deilur og fólkið aö risa gegn einhæfingunni og sam- hæfingunni i skólakerfinu. I Bretlandi telja margir að gæöum námsins hafi hrakaö og krafist var stuönings við sjálfstæðari skóla og fjöl- breyttari...” Sveigjanleikinn er meiri Vanalegt er að bæta viö slik tiöindi athugasemdum um aö einnig hér á landi séu menn þreyttir á „samhæf- ingu” og þvi að „gæöum námsins hefur hrakað”. En 1* þaö er furðu sjaldgæft að menn taki eftir þvi, aö hvert sem menn nú annars halda - að stefni meö andlegt og * þekkingarlegt ásigkomulag Inemenda i skólum hérlendis, þá búa þeir viö miklu meiri fjölbreytni, sveigjanleika og 1 fleiri vaikosti en fyrir svo Isem þrem fjórum ára- tugum — þegar margir halda aö ýmsar fornar ■ dyggðir hafi enn verið við Ilýöi. t þann tið voru allir meö sömu námsbækurnar i svo til öllum fögum um allt land i J öllum hliöstæöum skólum. I Kennsluhættir allir voru I mjög steyptir i sama mót. I Fábreytni var mikil til J dæmis i menntaskólum, að I ekki sé talaö um lægri skóla- I stig. » Siðan þá hefur margt J gerst, sem fyrr segir. Það I hafa verið geröar margar I tilraunir og breytingar og I allar sjálfsagt mjög vel J meintar. Ef menn eru óá- I nægöir meö árangurinn þá I ættu þeir aö leita ástæöunnar I einhversstaöar annarsstaðar I’ en i tiskufrösum um „fór- sjár- og miðstýringar- stefnu”. Sé rangt spurt hljóta öll svör aö verða i * skötuliki. I hlippt Hvað er að? „Á meðan þjóðir heims hafa verið að berjast við að stemma stigu við hinum samtvinnuðu plágum, hraðfara verðbólgu og hægfara hagvexti, hafa milljónir manna misst atvinnu sína. Himinháir vextir hafa lagt þúsundir fyrirtækja að velli. Ótal mörg félög hafa ekki verið fær um að endurnýja löngu úreltan véla- kost í verksmiðjum sínum. Út- litið fyrir frekari þenslu í efna- hagslífinu, en það hefur ætíð ver- ið driffjöður kapítalismans, virð- ist skyndilega orðið háskalega svart.“ Á þessa leið hefst samantekt sem birtist í Lesbók Morgun- blaðsins á laugardaginn um það leyti sem stjórnendur þess blaðs voru að búa sig undir að fordæma bráðabirgðalög ríkisstjórnarinn- ar. Fyrirsögnin á grein þessari, sem er byggð á bandaríska viku- blaðinu Time er: „Hvað í veröld- inni er að? Morgunblaðið, Geir Hallgrímsson, kratarnir, kaup- menn og margir fleiri hafa verið að keppast við að lýsa því yfir undanfarna daga, að þeir viti það ósköp vel: Það er ríkisstjórnin sem er höfuðvandinn. Efnahags- vandi fslendinga, segja þeir, er mestan part heimatilbúinn og stafar ekki síst af því hve miklu andskotans kommarnir ráða í af- leitri ríkisstjórn. Ogsvoframveg- is. En samantektin í Morgun- blaðinu fer yfir mörg lönd og allt ber að sama brunni: það er kreppa í heiminum. Og hún er ekki einu sinni alheimskommún- ismanum að kenna, hvað þá Svavari, Hjörleifi og Ragnari. Eins ogpestin Höfundar greinarinnar gefast fyrirfram upp á að finna áþreifan- lega sökudólga - kreppan er eins og vindurinn var sagt um 1930, nú er hún eins og bráðsmitandi pest. Eða svo segir Moggalesbókin: „Afturkippurinn í efnahags- málum hefur ekki haft jafn heimsumspannandi áhrif, allt frá heimskreppunni miklu í upphafi 4. áratugs þessarar aldar. Þessi kreppa geisar eins og landfarsótt, næstum óumflýjanleg. Hún sýkir jafnt sterk sem veik efnahags- kerfi, stingur sér jafnt niður með- al ríkra þjóða sem fátækra, jafnt í lýðræðisríkjum með auð- valdsskipulag sem kommúnísk- um einræðisríkjum." Það er talað með söknuði um hagvaxtartímabilið sem stóð frá því um 1950 og fram á síðasta ár- atug og svo er stunið þungan með einlægum söknuði og ráðleysi: „Núorðið eru þessir góðu tímar að verða að fjarlægum minningum einum saman. Á öil- um Vesturlöndum standa heilu þjóðfélögin eins og steini lostin andspænis sömu áleitnu spurn- ingunum: Hvað fór úrskeiðis? Hvað var það, sem gat snúið svo algjörlega velgengni milljóna manna við á minna en einum ár- atug? Hvað stendur í vegi fyrir efnahagslegum bata á Vestur- Iöndum?“ Fátt um svör Og höfundi verður svarafátt. Hann endar að vísu á ráðagerð sem oft heyrist: það á að draga úr ríkisútgjöldum. En hann hafði einmitt byrjað á því að við- urkenna að þótt mikið hafi verið Elnahagskúrva heimsins l«k<» Ri6u>, hv«fitÍ0 **(D »6 «i f»«iö oa *un>ir *p*m«nn lcli*.« b»gvf»xt4?tim*I»ít »tn* t>g »ink*«nt hetur óíin «ft *ift«r» hcúm**t)rfiftldinö. komi *t tit vill atdiei *tlur úr þeim dregið að ráði hagfræð- inga, þá væru efnahagsmál enn fjær því en áður að vera á bata- vegi. (Það er kannski ekki úr vegi að skjóta hér að spurningartetri: Ef hagfræðingar kapítalískra landa keppast hver um annan þveran við að ráðleggja öllum stjórn- völdum og samfélögum eitt og hið sama (að draga úr opinberri neyslu, einkaneyslu og auka framleiðslu og framleiðni) - hver á þá að kaupa þann við- bótarvarning sem menn eiga að flytja út til að „framleiða sig út úr“ kreppunni?) Við lifum á krepputímum. Sumpart eru þeir tengdir því að góðæristíminn var tengdur miklu bruðli með ódýra orku. Sumpart því, að þótt kapítalistar séu duglegir við að konra upp mikilli framleiðslu gengur þeim bölvan- lega að dreifa þeim Iífsgæðum sem í vörum kunna að leynast. Og svo mætti lengi áfram telja. Þjóðfélög sem hafa miðað öll á- form sín við áframhaldandi hag- vöxt hafa ekki fundið nein ráð sem duga til að bregðast við nýj- um aðstæðum. Hefðbundin land- búnaðarríki, annað undir stjórn kommúnista, hitt undir stjórn markaðssinna - hér er átt við Pól- land og Argentínu - sökkva sér nokkurn veginn jafndjúpt í skuldafen vegna misheppnaðra fjárfestingarævintýra. Einu olíuauðugasta ríki heims, Mexíkó, ríki, sem framleiðir eftirsóttustu vöru heims í gífur- legu magni, hefur tekist að steypa sér í erlendar skuldir sem svarar áttatíu miljörðum dollara (þrisv- ar sinnum meira en t.d. Pól- verjar) og er svotil gjaldþrota. Margaret Thatcher ríkir sem fyrr yfir metatvinnuleysi í Bretlandi. Reagan forseti sem ætlaði að lækna efnahagsmein, m.a. með miklum skattalækkunum, hann var að enda við að skrúfa stórlega upp skatta. Sannir trúmenn Við íslendirigar, sem erum þó lausir við atvinnuleysi, höfum svo okkar aukavandaí horfinniloðnu, hruni skreiðarmarkaðar og fleiri uppákomum. En allt það - og svo það sem áðan var á minnst á eru smámunir. Mogginn og Al- þýðublaðið hafa komið sér upp einu svari og það er: það þarf að setja bráðabirgðalög um efna- hagsvanda af þeirri einu ástæðu að þeir Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson stjórna ekki landinu. Mikil er þeirra trú. - áb. og skoríð

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.