Þjóðviljinn - 25.08.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 25.08.1982, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur. 25. ágúst. 1982. 14 ár frá innrásinni í Tékkóslóvakíu: Opið bréf frá mannréttinda- samtökunum CHARTA’77 Á laugardaginn var voru liðin 14 ár frá innrás Sovét- rikjanna í Tékkóslóvakiu. Af þvi tilefni sendu mann- réttindasamtökin Charta 77 f rá sér opið bréf til tékk- neska þingsins og rikis- stjórnarinnar. I bréfinu segir m.a.: Brottflutningur sovéskra hersveita frá Tékkóslóvakiu mundi án efa veröa til þess aö koma á ný á vinsamlegum sam- skiptum á milli þjóöa Tékkó- slóvakiu og Sovétrikjanna. Hann mundi einnig draga úr spennu i Miö-Evrópu, þar sem samningar hafa nú siglt i strand. Slikum brottflutningiyröi fagnaö af hinni öflugu friöarhreyfingu i álfunni. Slik stefnubreyting hefði jafn- framt i för méö sér að opinberum og duldum ofsóknum á hendur þeim er tóku skýra afstööu 1968 yröi hætt og aö pólitiskir fangar yröi látnir lausir og aö þeim hindrunum yröi rutt úr vegi sem gera þaö aö verkum að þúsundir Tékka og Slóvaka geta ekki nýtt krafta sina og þekkingu i þágu samfélagsins og að hluti æsku- fólks fær ekki að búa sig undir þaö lifsstarf þar sem þaö kemur sam- félaginu að bestum notum. Með slikri stefnubreytingu yröi landflöttinn ekki lengur eina úr- ræöi margra, þvert á móti mundu margir geta snúiö aftur úr útlegð- inni, og kraftarþeirra og reynsla kæmu einnig samfélaginu til góöa...” Bréf þetta er undirritað i Prag 17. ágúst s.l. af prófessor Jiri Hajek. Innrásarinnar i Tékkóslóvakiu var viöa minnst á laugardaginn, m.a. talaði tékkneski sagn- fræöingurinn Karel Kapian á úti- fundi á Sergelstorgi i Stokkhólmi, en hann er féiagi i Listy-hópnum, sem er samtök sósialiskra tékkneskra útlaga. Kynþáttahatur í Evrópu: Efnahagskreppan og hemaðar- stefna ríklsstjómar ísraels afhjúpa dulið kynþáttahatur Blóöbaöiö i veitingahúsi gyöinga i Paris 9. ágúst s.l.: Niu voru drepnir og 22 hlutu örkuml. „Nýiega var stofnað félagið „Norrænt Mannkyn” sem er samtök áhugafólks um varðveislu hins islenska þjóðstofns.. Félagiö hyggst beita sér fyrir fræöslu um mannfræðiieg efni og hvetur tii þess að hafið veröi skipulagt viö- nám gegn litt takmörkuðum inn- flutningi fólks af óskyldum kyn- stofnum til landsins....” Svo segir m.a. i bréfi, sem ný- verið barst inn á ritstjórnarskrif- stofu bjóöviljans. Rödd þessa bréfs er angi þeirra bylgju kynþáttahaturs, sem farið hefur um Evrópu á undanförnum mánuöum og greinilega á sér bandamenn hér á landi, en þessi bylgja kynþáttahaturs hefur bitnað gegn gyöingum, tyrkjum, blökkumönnum og öörum minni- hlutahópum á meginlandinu. Blóöbaöið á veitingahúsi gyö- inga i Paris hinn 9. ágúst s.l. þar sem 6 gestir og starfsmenn voru drepnir og 22 hlutu örkuml hefur orðið tii þess aö vekja athygli manna á þeirri hættu sem hér vofir yfir, en þetta ódæðisverk er þó aöeins eitt af mörgum, sem beitt hefur veriö gegn gyðingum og öörum minnihlutahópum i Evrópu á liðnum mánuöum. ,,Við komumst ekki hjá þvi aö viðurkenna aö stefna Israels- stjórnar i Libanon á siðustu vikum leiði okkur að þeirri skelfi- legu niðurstöðu aö stefnt sé aö raunverulegu þjóöarmorði..” sagöi formaður verkalýössam- bands kommúnista á Italiu ný- verið þegar Elio Toaff rabbii kom á framfæri viö hann kvörtunum vegna andgyðinglegra upphróp- anna verkamanna fyrir framan synagoguna i Róm. Hann átti þar við, aö stefna ísraelsstjórnar i Libanon heföi oröiö mönnum til- efni til þess aö fá útrás fyrir þá frumstæðu hvöt, sem kynþátta- hatriö ávallt er, og skýtur gjarnan upp kollinum viö ákveön- ar aöstæður. En varla er þaö stefna Begins sem hefur leitt af sér slikar of- sóknir gegn innflytjendum I Svi- þjóö á siöustu mánuðum aö rikis- stjórnin yfirvegar nú aö banna félög ér byggja á kynþáttahatri. A liönu sumri hefur það mjög færst I vöxt að ölvaöir og iöju- lausir unglingar i Svlþjóö hafa fundið sér þaö til afþreyingar aö ráöast gegn tyrkjum og öðrum innflytjendum frá S-Evrópu og Miö-austurlöndum. Segja inn- flytjendur þar i landi, aö nú sé af sem áöur var, þegar Sviþjóö var eins konar paradís innflytjend- anna fyrir sakir gestrisni og for- dómaleysis. Þvi er ekki aö leyna að visst samband er á milli kynþátta- haturs og þjóðfélagsástands á hverjum tima. Kynþáttaóeirö- irnar i Bretlandi fyrir ári siöan komu i kjölfar þeirrar holskeflu atvinnuleysis, sem efnahags- stefna Thatchers haföi i för meö sér. Siaukiö atvinnuleysi i Evrópu og almenn efnahagskreppa leiöir til örvæntingar og vanmátta kenndar, sem i vissum mann- geröum fær útrás i hatri á þeim sem eru ööruvisi. Jafnframt hafa sprottiö upp „þjóöfélagshreyf- ingar” eins og „National Front” i Bretlandi og „Bevara Sverige Svenskt” I Sviþjóö. Karin Andersson, sem fer meö málefni innflytjenda I sænsku rikisstjórninni átti nýveriö ásamt fund meö innflytjendaráöinu i Sviþjóð, en þaö er talsmaöur inn- flytjenda gagnvart stjórnvöldum. Þar settu innflytjendur fram kröfu um aukna lögregluvernd á götum Stokkhólms, um bann á félögum er byggja á kynþátta- hatri og jafnframt kröföust þeir að hafin yrði upplýsingaherferö i skólum landsins um innflytjend- urna, kynþáttahatriö sem þeir heföu mætt og þýöingu þeirra fyrir sænskt efnahagslif. Rikisstjórnin ætlar nú aö kynna sér starfsemi samtaka eins og „Bevara Sverige Svenskt” og fleiri hliöstæöra og ,,ef félög þessi með dómsmálaráðherranum reynast fá umtalsveröa út- breiöslu eöa veröa til vandræöa getur lagasetning gegn þeim orðið nauðsynleg”, segir Karen Andersson i viðtali viö Dagens Nyheter. Hin mikla og harða gagnrýni, sem ísraelsstjórn hefur orðiö fyrir vegna innrásarstriðsins i Libanon hefur oröið ýmsum stuðningsmönnum zionismans tilefni til ásakana i garö v-evrópskra stjórnvalda og fjöl- miðla um gyðingahatur. Sllkar ásakanir eiga þó vart við rök að styðjast, þvi engin stjórnmála- stefna verður brotin á bak aftur eöa réttlætt meö rökum „hins út- valda kynstofns”. Það var reyndar Yassir Arafat sem varö einna fyrstur manna til þess aö fordæma morösóknina á veit- ingahús gyðinga i Paris fyrr i Mexíkó cr eitt þeirra ríkja sem hcfur ætlað að lyfta sér úr stöðu fátæks þróunarríkis með miklum útflutningi á olíu. En nú er svo komið að ekkert land í heimi er jafn skuldum vafið. Mexíkanar skulda nú um 80 miljarða dollara og verða að endurskoða öll framkvæmdaá- form sín. Olíuævintýrið hefur gert mexík- önsk fyrirtæki, opinber jafnt sem þau sem eru í einkaeign, að eftir- sóttum viðskiptavinum banda- rískra banka. En nú verða þessar lánastofnanir að koma sér saman um björgunaraðgerðir eins og áður hefur verið gert í dæmum Póllands, Tyrklands og Argentínu - ef ekki á að hljótast mikið hrun af því á- standi sem nú er upp komið. Minnkandi eftirspurn eftir olíu hefur leikið Mexíkani svipað og Nígeríumenn. Mexíkanir ætluðu Bandariskur innflytjandi I neðan- jarðarbrautinni í Stokkhólmi: „Negri snautaðu heim” þessum mánuöi, enda má það ljóst vera öllum heilvita mönnum, að slik ógnarverk þjóna engum pólitiskum málstaö. Það er hins vegar ástæða til þess að taka það alvarlega þegar menn hér á fslandi fara að af- hjúpa sálarkröm sina meö þvi að taka undir þá hugmyndafræöi kynþáttahatursins sem endan- lega leiöir ekki til annars en sjálfstortímingar eins og dæmin sanna hvarvetna þar sem henni hefur verið beitt. — olg. að græða 27 miljarði dollara á olíu- útflutningi á þessu ári, en nú er ekki búist við að þeir fái nema helming þess fjár. Þeir hafa notað olíupeningana til að halda uppi 8% hagvexti á undanförnum árum, og með þessu móti hafa skapast at- vinnutækifæri fyrir 3-4 miljónir manna - og veitti ekki af. En nú snýst þróunin við mjög hastarlega. Búist er við því, að efnahagsörðug- leikar þeir sem Mexíkanir eiga við að glíma muni kosta um miljón manns atvinnuna innan skamms og líka ér búist við því að sjöunda hvert fyrirtæki verði gjaldþrota. Flest olíuríki önnur en Saudi- Arabía og hin fámennu furstadæmi við Persaflóa eiga nú í miklum efnahagserfiðleikum eftir þá gull- öld sem hófst með olíukreppunni Auglýsingasíminn er 8-13-33 DIOBVIUINN Olíuríki í kröggum: Mexíkanir eru skuldum vafnir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.