Þjóðviljinn - 25.08.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 25.08.1982, Page 15
Miðvikudagur. 25. ágúst. 1982. ÞJóÐVILJINPj — StÐA 15 Barnahornid Ég skoða oft myndirnar sem krakkarnir senda barnahorninu. Um daginn var þar Ijósmynd af strák sem hafði séð um hornið og þetta er mynd af honum. Þórunn Harðardóttir. Þróun fiskvciða á árinu verður til umræðu I þættinum Sjávarút- vegur og siglingar i dag. Sjávarútvegur og siglingar Ætli ég gripi þaö ekki á lofti að fjalla um stöðu sjávarút- vegs með tilliti til þess efna- hagsvanda sem við búum við I dag, þvi sjávarútvegurinn er i raun stærsti þátturinn i okkar efnahagskerfi”, sagði Ingólfur Arnarsson hjá Fiskifélagi ts- lands en hann stjórnar þættin- um Sjávarútvegur og sigling- ar sem er á dagskrá kl. 10.30 i dag. Ingólfur sagðist vera búinn aö viða að sér ýmsum upplýs- ingum um útflutning og veið- ar, og ætlaði að reyna að upp- lýsa hlustendur um þróunina á þessu ári. Þátturinn Sjávarútvegur og siglingar hefur verið á dag- skrá útvarpsins reglulega einu sinni i viku frá þvi 1978 en auk Ingólfs er Guðmundur Hall- varðsson annar umsjónar- manna þáttarins. „Já, ég hef orðið verulega var við að menn hlusta á þenn- an þátt. Stundum hefur siminn vart stoppað hjá mér eftir aö þátturinn hefur verið fluttur og þá hafa menn verið aö leita frekari upplýsinga um þau at- riði sem fram hafa komið i hvert skipti. Ég held ég megi segja að fólk sem stendur að . sjávarútvegsmálum sé nokk- uð ánægt með þennan þátt, ég hef i það minnsta ekki frétt annað utan að mér”, sagði Ingólfur. —|g. Útvarp kl. 10.30 Meistarinn Shearing Pianóleikarinn og hljóm- sveitarstjórinn George Shear- ing er löngu heimsþekktur i tónlistarheiminum fyrir fjöl- hæfni og fágun i jassleik. Shearing er fæddur blindur en hefur ekki látið þaö hindra sig á nokkurn hátt á tónlistar- brautinni. 1 sjónvarpinu i kvöld verður sýnt frá tónleik- um sem Shearing hélt á heimaslóðum i Pasadena Auditorium. Þar lék hann mörg af sinum vinsælustu út- setningum eins og Cole Port- ers „Love For Salu”, „On a Clear Day” og „Up A Lazy River.”__________ ■s( )/■ Sjónvarp T? kl. 20.35 Annað sjónarhom „Þriðjungur verkfærra manna I heiminum var at- vinnulaus á siðasta ári. Hvernig stendur á þvi að I heimi þar sem svo margt er ógert skuli svo margir ganga um atvinnulausir” segir m.a. i kynningu BBC á siðari hluta fræðslu- og fréttamyndarinn- ar „Arið 1981 frá öðrum sjón- arhóli”. Fyrri þátturinn var sýndur fyrir viku siðan og vakti mikla athygli enda brá hann upp annarri mynd af gangi heims- mála en þeirri vestrænu mynd auðs og velmegunar sem tröll- riður i fréttaumfjöllun liöandi atburða i fjölmiðlum Vestur- landa. Kúgun og arðrán heims- valdastefnu auðhringjanna bandarisku i Bananalýðveld- unum i Mið-Ameriku var m.a. umfjöllun siðasta þáttar og staða heilbrigöismála i þriðja heiminum. 1 kvöld verður augunum enn frekar beint að misskiptingu auðs i heiminum, atvinnuleysi og lýst horfum meðal alþýðu heimsins á krepputimum árs- ins 1981. Sjónvarp kl. 21.50 5* „Lífið sterkari en dauðinn” „Við ætlum að ræða við menn sem hafa komist i mik- inn lifsháska og staðið frammi fyrir dauðanum”, sagði ön- undur Björnsson prestur og blaðamaður en hann ásamt Guðmundi Arna Stefánssyni blaðamanni munu i kvöld vera með rúmlega klukkustundar- langan þátt i útvarpi sem ber yfirskriftina „Að horfast i augu við dauðann”. Að sögn önundar verður i þættinum m.a. rætt við flug- mann sem lenti i flugslysinu mikia á Sri Lanka um árið, og sjómenn sem komust af þegar Tungufoss fórst viö Bretlands- strendur og þegar Suöurlandiö fórst við F'æreyjar. Einnig verður rætt viö krabbameins- sjúkling sem háð hefur harða baráttu við þennan illkynja sjúkdóm og gerir enn. „Við veltum fyrir okkur spurningunni hvernig sé að standa frammi fyrir dauðan- um, hvernig tilfinning það sé og hvernig hún birtist við mis- munandi aðstæður.” I þættinum er einnig rætt við aðstandanda manns sem átt hefur i dauðastriði, spjallað við séra Björn Jónsson á Akranesi um þátt presta á erf- iðum stundum þegar tilkynna þarf dauðsföll og Þórarinn Sveinsson geislalækni um þátt lækna þegar allt um þrýtur. „Það sem kom mér kannski mest á óvart við gerð þessa þáttar er að menn sem lenda i lifsháska virðast fþki hafa tima til að hugsa um dauðann eins og maður hefði haldiö. Baráttan er svo ofboðsleg við að halda lifi, komast af. Það er greinilegt að lifið er sterkari en dauöinn á þessum örlaga- stundum.” -lg- fc lltvarp P? kl. 22.35 Slæm áhrif af að búa í háhýsi ins i vor. Svarið við þessu mátti lesa i einni grein blaðsins. Þar stóð sem sagt svart á hvitu að samkvæmt visindalegum könn- unum hafi það slæm áhrif á liðan fólks að búa i háhýsum, einkum séu áhrifin slæm á hús- mæður og börn. Nú nú.efsti maður á lista Al- þýðubandalagsins i Reykjavik i kosningunum i vor býr á 8. hæð i háhýsi og hefur liklega gert það i ein 10 ár. Það er ekki von að maður sem býr á slikum voða- stað geti unnið kosningar eða verið forseti borgarstjórnar til lengdar. Hvers vegna gat Al- þýðubandalagið ekki bjánast til að setja einhvern i efsta sætið sem hafði búið lengi i kjallara og helst átt kött. Það heföi sjálf- sagt dugað. Reyndar vann Alþýðubanda- lagið i kosningunum 1978 þó þessi sami efsti maður byggi þá einnig á 8. hæð. Ahrif hinnar slæmu liðanar koma kannski ekki fram fyrr en eftir 9—10 ár. Visindalegu kannanirnar hljóta að segja eitthvað um það. Guð hjálpi mér sem hef búið i 5. hæð i 9 ár. Lesandi frá fojlesendum Skýring á ósigri Alþýðu- bandalagsins? Þjóöviljamenn. Ég ætla ekki að tilkynna þjóð minni að ég sé meö barni né að segja frá þvi hvað ég hafi verið duglegur að skafa timbur. Slikt efni mun ykkur þó þykja voða gott efni i blaðið. Ég ætla að segja ykkur hvað ég uppgötvaði þegar ég las sið- asta helgarblað Þjóðviljans. Ég uppgötvaði sem sé hvers vegna Reykjavik féll i hendur ihalds- Kæra Barnahorn Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.