Þjóðviljinn - 25.08.1982, Qupperneq 16
UOÐVIUINN
Miðvikudagur. 25. ágúst. 1982.
Aöa' Imi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Uta.i þess tlma er hægt að ná i blaöamenn og aðra starfsmenn blaðsins f þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af greiöslu blaðsins i slma 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarslmi afgreiðslu 81663
Gerræði borgarstjóra í embættisrekstri:
öllu
Undirritaði lóða-
leigusamning 2
dögum áður en
málið skyldi rætt í
borgarráði!
„l>au 12 ár sem ég hef setið i
borgarráði hefur það aldrei gerst
fyrr að borgarráði sé sýnd slik
litilsvirðing að mál sem ákveðið
hafi verið að ræða nánar i ráðinu
skuii afgreitt af embættismanni
áður en til slikrar umræðu
kemur”, sagði Sigurjón Péturs-
son borgarráðsmaður Alþýðu-
bandaiagsins i samtali við l>jóð-
viljann i gær.
Vestur á Seljavegi helur um 30
ára skeið verið starfrækt fyrir-
tækið Kolsýruhleðslan og siðar i
tengslum við þá starl'semi stofnað
efnaverksmiðjan Eimir. fbúarnir
hafa að vonum lengi haft horn i
siðu þessara íyrirtækja og óttast
mjög mengun frá starísemi
þeirra auk þess sem umgengni
þar hefur þótt aíar slæm.
Skammt er nú til þess að lóða-
leigusamningur þessara fyrir-
tækja renni út og þvi sóttu þau um
að fá að reka starísemi sina enn á
þessum stað næstu 30 árin. Var
þeirra beiðni komiö til yfirvalda
borgarinnar á siðasta ári en,
borgarráð ákvað þá að hefja við-
ræöur við fyrirtækin um að þau
flyttu starfsemi sina frá Selja-
veginum. Forráðamenn Kolsýru-
hleðslunnar og Eimis voru ekki til
umræðu um þá lausn og héldu til
streitu óskum sinum um að leigu-
Hundsf
ósklr o
borgan
Hin umdeilda efnaverksmiðja á Seljavegi 12. Borgarstjóri hefur framlengt lóöaleigusamning til 10 ára
þrátt fyrir að ákveðið hafði veriöaðf jalla nánar um máiið Iborgarráði!
samningur þeirra við Reykja-
vikurborg yrði framlengdur til 30
ára. Borgarráðsmenn samþykktu
þá um siðustu áramót að einungis
Kolsýruhleðslunni yrði gefinn
kostur á að íramlengja samningi
sinum til 10 ára en ekki var tekin
afstaða til starfsemi Eimis að
sinni.
Siðan þessi stefnumörkun var
tekin hafa ibúarnir við Seljaveg-
inn barist fyrir þvi að starfsemi á
borð við þá sem Eimir rekur,
verði með öllu fjarlægð af svæð-
inu. Við spurðum Sigurjón
Pétursson hvort óskum ibúanna
þar um hefði i einhverju verið
sinnt:
„Stuttu fyrir kosningarnar i vor
komu ég og Albert Guðmundsson
á fund með ibúunum við Selja-
veginn og eftir að hafa' hlýtt á
þeirra rök og skoðað verksmiðju-
svæðið vorum við báðir sammála
um að óhæft væri að leyfa starf-
semi Eimis á þessum stað. Að
loknum kosningum kom svo i ljós
að fulltrúar Kvennaframboðs i
borgarstjórn voru sömu skoðunar
hvað þetta atriði varðar og i
framhaldi af þvi óskaði fulltrúi
Kvennaframboðs i borgarráði
eftir þvi á fundi 17. ágúst að áður
en málið væri afgreitt endanlega,
yrði borgarráðsmönnum gefinn
kostur á að taka það til ýtarlegrar
umræðu á vettvangi borgarráðs..
Var jafnframt ákveðið að sú um-
ræða færi fram 24. ágúst, þ.e. i
gær, og aö allir borgarráðsmenn
fengjugögn varöandi málið send i
pósti. Þau gögn bárust okkur svo
ekki fyrr en daginn fyrir fund-
inn”.
— Og hvað gerðist svo á þess-
um fundi i gær?
,,í stuttu máli var það upplýst
að borgarstjóri væri þegar búinn
að undirrita samning við Kol-
sýruhleðsluna um að fyrirtækið
mætti áfram reka starfsemi sina
á Seljaveginum næstu 10 árin.
Kom jafnframt i ljós að þennan
samning hafði borgarstjóri undir-
ritað sl. sunnudag”.
Þegar þetta varð ljóst óskaði
fulltrúi Kvennaframboðs Guðrún
Jónsdóttir og Sigurjón Pétursson
fulltrúi Alþýðubandalagsins að
eftirfarandi yrði bókað: ,,A síÖt
asta fundi borgarráðs var með
bókun óskað eftir að lóðamál Kol-
sýruhleðslunnar og Eimis sf. að
Seljavegi 12 yrðu til umræðu hér i
borgarráöi nú i dag. Bókun þessi
var augljóslega gerð með hliðsjón
af þvi að upplýst var að samn-
ingur um framlengingu lóða-
samningsins hafði ekki verið
undirritaður og að ibúar i ná-
mundá lóðarinnar voru óánægðir
með framlenginguna.
Nú hefur borgarstjóri upplýst
að hann hafi undirritað framleng-
ingu lóðasamnings eftir að tillaga
um að taka málið til umræðu i
borgarráði kom fram.
Þessi vinnubrögð eru fáheyrð
og sem betur fer sjaldgæft að
borgarráði sé sýnd slik óvirðing,
sem borgarstjóri gerir nú.
Við mótmælum þessum vinnu-
brögðum harðlega. Sigurjón
Péturssonog Guðrún Jónsdóttir”.
Nánari grein verður gerð fyrir
þessu máli i Þjóðviljanum siðar.
— v.
j Tilraunaveiðar Vestmannaeyjabáta með tveggjabátatroll:
i „Undrandi hversu vel
Bylgjan VE-75 og Þórunn Sveinsdóttir VE-401 fengu samtals 620
tonn á tveimur mánuðum I tveggjabátatroll.
!tff’
j segir skipstjórinn
Iá Bylgjunni
„Við vorum alvcg undrandi á
■ þvi hvcrsu vcl tókst til. Meðan
Iaðrir bátar voru að fá um 3 tonn
fengum við saman frá 7 og upp i
20 tonn. Maður trúði þessu
* ekki”, sagði Matthias Óskars-
Isonskipstjóriá Bylgjunni VE-75Í
Þeir bræður Matthias og Sigur-
jón skipstjóri á Þórunni Sveins-
• dóttur VE-401 hafa I sumar
Istundað veiöar mcð svokallað
tveggja báta troll og hafa veið-
arnar gengið framar vonum. A
• tveimur mánuðum var heildar-
Iafli beggja bátanna orðinn um
620 tonn.
Arnmundur Þorbjörnsson i
• netagerð Ingólfs i Vestmanna-
Ieyjum sem ásamt Hampiðjunni
i Reykjavik hafa staðið fyrir
kynningu á þessari nýju veiði-
aðferð hérlendis, sagði i samtali
i gær, að mikið væri spurt um
þessar veiðar af útgeröarmönn-
um. Netagerð Ingólfs væri
þegar búin að útbúa eitt tveggja
báta troll og verið væri að útbúa
fleiri slik veiðarfæri.
„Það eru margir búnir að
hafa samband við okkur og vist
er, að það fýsir marga til að
prófa þessa veiðiaðferð, hún
hefur sýnt það góðan árangur”.
Að sögn Arnmundar er þegar
ákveðið að Vestmannaeyja-
bátarnir Alsey og Suðurey fari á
sameiginlegar trollveiðar innan
skamms, og búast má við að
fleiri skip úr loðnuflotanum
verði komin á þessar veiöar
siðar á árinu.
„Það er búin að vera ördeyða
á miðunum en þetta er eitthvað
að lifna núna”, sagði Matthias
Óskarsson i samtali i gær.
Bylgjan og Katrin VE- eru nú á
miðunum út af Mýragrunni með
tveggja báta troll, en Þórunn
Sveinsdóttir er komin i slipp.
Hefðum getað fengið
meira
„Éger viss um að við hefðum
getað fengið mun meira þarna •
fyrir þjóðhátið. Við vorum alls I
ekki bjartsýnir i upphafi og
tókum litinn is með okkur. Auk I
þess barst það mikið á land i •
Eyjum að við urðum að stoppa I
veiðarnar.”
Matthias sagði að gott sam- I
starf skipstjóra skipti mestu að *
vel tækist við tveggja báta troll- I
veiðar. „Þetta byggist allt á
samstarfinu, auk þess sem við »
erum með góðan mannskap um
borð”.
Aðspurður sagöi Matthias að
þessum veiðum yrði haldið *
áfram fram eftir hausti og látið *
reyna á hvort hægt yrði aö halda I
þeim áfram i vetur. „Við toguð-
um i alls kyns veðri, jafnvel i 8
vindstigum og þetta gekk allt J
eins og i sögu”.
Verulegur oliusparn*
aður einnig !
Það er ekki aðeins meiri afli
sem fæst úr sjó með tveggja I
báta trolli heldur er umtals- ■
verður oliusparnaður miðað við
venjulegar trollveiðar. „Oliu-
eyðslan var hjá okkur i sumar I
50—52 1. á klst. en var áður um •
67 1. Það er ekkert vit i þvi að
vera aö gera báta út á troll-
veiðar með hlera. Sjómenn hafa I
verið pindir út i þær veiðar. ■
Tveggja báta trollið gæti hins I
vegar verið lausnin”, sagði
Matthias Óskarsson skipstjóri. I
✓
Islenskum
flugstjórum
sagt upp
„Það kom okkur mjög á óvart
að i þessum hópi skyidu vera þrir
isienskir flugstjórar. Við vorum
hins vegar að Indlandsflugið
komi i veg fyrir að þessar upp-
sagnir verði að veruleika. En það
geta liðið 3 inánuðir þar tii þau
mál skýrast, svo menn eru eðli-
lega mjög uggandi”, sagði
Ragnar Kvaran, formaður félags
flugmanna hjá Cargolux. en ný-
lega var sex islenskum áhafnar-
meðlimum sagt upp, þar af
þremur flugstjórum.
Gert var ráð fyrir að Indlands-
flugið sem er einkum milli Ind-
lands, Tokyoog New York, skýrð-
ist nú i ágúst, en ekkert varð af
samningum og er gert ráð fyrir
að það geti tekið allt að þrjá mán-
uði. Verði hins vegar af þvi, er
gert ráð fyrir að þessir menn
verði ráðnir aftur, þar sem Ind-
landsflugið bindur tvær vélar i ár
i einu.
„Það er óneitanlega nokkur
óhugur i mönnum hér, enda
verðum við greinilega vör við
kreppu i Evrópu. Það er einfald-
lega minna af vörum að flytja og
minna keypt t.d. frá Austurlönd-
um. Það er dregið af kaupi okkar
allraen viðeigum að fá það greitt
til baka á miðju næsta ári. Við
vonum að úr rætist, en menn eru
uggandi vegna minnkandi verk-
efna og samdráttar”, sagði
Ragnar.