Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 10
L.itaver - Litaver - L.itaver 10 Síða Þjóðviljinn — Aukablað—Helgin 28.—29. Agúst 1982 -------Ertu að byggja? - Viltu breyta? - Þarftu að bæta? | Litaver auglýsir: | Hefur þú kynnt þér verðið á striga, gólfdúk, r veggdúk og gólfteppum hjá okkur? < I r Litaver % Grensásvegi 18, sími 82444 j Sýningardeild 24. Verið velkomin Gólfteppi og húsgögn frá bestu framleiðendum í Evrópu Fyrir heimili, skrifstofur og stofnanir Af lager eða sérpantað fyrir einstaklinga Beinar pantanir fyrir teppa- og húsgangaverslanir Kaupið beint — það borgar sig Skólavörðustíg 38, Reykjavík Símar 25418-25417-25416 HEILDVERSLUN Nýjungarnar komafrá ] BRIDGESTONE „ÍSGRIP" Bridgestone radial snjódekkin eru framleidd úr sérstakri gúmmíblöndu, sem við nefnum „ÍSGRIP“. „ÍSGRIP" hefur þá eiginleika að harðna ekki í kuldum, heldur helst það mjúkt og gefur þannig sérstaklega góða spyrnu í snjó og hálku. „ÍSGRIP" dekkin eru ennfremur með sérstyrktum hliðum (Superfiller) sem veitir aukið öryggi við akstur á malarveg- um. Vegna þessa henta nýju BRIDGESTONE radial snjódekkin sérstaklega vel á misjöfnum vegum og í umhleypingasamri veðráttu eins og á (slandi. Öryggið í fyrirrúmi með BRIDGESTONE undir bílnum 25 ára reynsla á íslandi. i Skoðið Bridgestone „ÍSGRIP“ á sýningunni Heimilið og fjölskyldan ’82 J i BRIDGESTONE á íslandi BÍLABORG HF Smiðshöfða 23, sími 812 99. Örbylgjuofn fyrir blinda Það hefur vist ekki farið fram hjá neinum sem á annað borð veltir fyrir sér vörum, vöruverði og ekki sfst þvi sem viðkomandi vörur hafa upp á að bjóða að mcð hraðri þróun tækninnar er mönnum nú gefinn kostur á því að koma sumum þeim málum er snerta t.d. heimilisstörf f það horf að matseld, svo dæmi sé tekið, getur tekið meira en tffalt skemmri tíma, en hér á árum áður. Þeir sem f eina tíð böksuðu við að koma kartöflum fyrir i álpappír mcð steikingu í huga gátu vænst þess að bíða f allt að tvær klst. eftir því að kartöflumar væm orðnar tilbúnar. Gott og gilt fslenskt bóndalæri tók ekki minni tíma en VA klst. i steikingu í þeim eldavélum sem þóttu góðar i fmm- bemsku rafvæðingar á fslandi. Þegar umsjónarmenn þessa kálfs gengu framhjá þeim ótölulega fjölda af því sem hin ýmsu fyrírtæki hafa á boð- stólum á vörusýningunni í Höllinni gat að líta í afviknum bás tæki sem á þess- um tímum tækniháþróunar virðist hafa leyst öll vandamál þeirra sem við matargerð fást og þurfa þar að auki að halda á naumt skömmtuðum tíma sín- um: örbylgjuofn. Sumir halda reyndar að þama sé á ferðinni tilvalið apparat fyrir þá mola sem hrukku af matarborði gærdagsins, en það er öðru nær. Það vildi a.m.k. Dröfn Farestveit hjá Toshiba örbylgju- ofnum ekki meina. „Menn þurfa svo- sem ekki að fleygja eldavélinni sinni á haugana, en það líður oft langur tími hjá mér á milli þess sem ég nota elda- vélina heima hjá mér“, sagði Dröfn. Hún sagði að það tæki 8 mínútur að steikja hvert 'h kíló af kjúklingum, kindakjöti; 'h kíló af nautakjöti frá 6 upp í 9 mínútur. Afþýðing tekur svip- aðan tíma á hvert 'h kiló Um gæði hráefnanna sagði Dröfn að þau héldust svo gott sem alveg og uppá það að gera skiluðu örbylgjuofnamir hráefnunum betur frá sér en önnur tæki. Með kaupum á Toshiba-tækjum er mönnum gefinn kostur á matreiðslu- námskeiði með not fyrir ofnana í huga. Til almenningsnota er hægt að fá þrjár gerðir af örbylgjuofnum og er verðið allt frá því i kringum 5 þús. og upp í 8 þús. krónur. Gengisfelling kann að hafa einhverjar breytingar á verðið. Athygli vakti örbylgjuofn fyrir blinda, en ekki þarf að fara í grafgötur með að matseld og allt sem að henni lýtur hlýtur að vera margháttuðum erfiðleikum bundin fyrir sjónskerta. Með öllum ofnunum er þrefalt öryggiskerfi, þannig að slys eru nánast óhugsandi. Útgeislun sagði Dröfn að væri mun minni en frá venjulegum lit- sjónvarpstækjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.