Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 11
Þjóðviljinn — Aukablað— Helgin 28—29. Agúst 1982 Siða 11 Dolfallinn yfir því að þriðjungur þjóðarinnar skuli koma hingað segir Viðar Eggerts- son, en hann er kynnir á sýningunni Heimilið og fjölskyldan ’82 í kallkerfi sýningarínnar „Heimilið og fjölskyidan ’82“ heyra menn oft kunnuglega rödd, a.m.k. þeir sem eitt- hvað fylgjast með leiklistarlffi hér á landi. Sá sem tekið hefur það að sér að sjá um tilkynningar, upplýsingar um óskilamuni, böm i reiðiieysi, dagskrár- kynningar og margt margt fleira er einn fremsti ungi leikarí okkar f dag, Viðar Eggertsson. Viðar Eggertsson að störfum í klef- anum sem oftast nær fellur til nota fyrir íþróttafréttamenn. Við náðum taii af honum þar sem hann sat upp t þularherbergi, efst í áhorfendasal Laugardalshallarinnar. „Ég tengi þetta starf mitt við heim- ilissýninguna ekki á neinn hátt við leik- listina, jafnvel þó svo að ég hafi e.t.v. verið ráðinn í þetta starf héma fyrir þær sakir að ég er leikari. Vinnutíminn er einfaldlega þannig, að ég mæti rétt í þann mund sem sýningin opnar og sit hér við allan timann. Tek mér ekki einu sinni kaffihlé. Virka daga byrja ég kl. 15 og er að til kl. 22, en þá lokar sýningar- svæðinu. Um helgarer tömin lengri. Þá er byrjað kl. 13 og ekki hætt fyrr en kl. 23. Þetta er ekkert annað. en eins og hver önnur útgerð, maður verður bara að vinna fyrir sér. Starfið hérna felst aðallega í þvi að vekja athygli fólks á hinu og þessu sem er að gerast.” — Hafa einhver óhöpp átt sér stað hér á sýningunni? „Nei ekki svo ég viti til. Það hefur reyndar einu sinni hent mig að mismæla mig herfilega. Það var þegar ég kynnti enska eldhugann Roy Fransen sem elskhugann Roy Fransen. Annars hef ég verið að leiða að því hugann hvort þetta form, heimilissýn- ingarform sé ekki að verða úrelt. í öllu falli finnst mér það vera mikil spurning hvort ekki sé nær að hafa þetta eitt alls- herjarkamival og þá einu sinni á ári. Úr því gæti orðið prýðileg blanda af ýmis- konar uppákomum á sviði lista og ýmsu sem tengist vörum og þjónustu. Meira hef ég nú ekki að segja um þessa sýn- ingu. nema þá helst það, að ég er alveg dolfallinn yfir því að þriðjungur þjóð- arinnar skuli mæta hér, áhuginn er greinilega geysilegur á sýningunni, enda einkunnarorð sýningarinnar „Sýning — hátíð — kátína“, sagði Viðar og hló. Blöðrur bessi skemmtilega sjón blasir við þeim, sem láta sér detta i hug að llta upp i loft Laugardalshall- arinnar — einhver börn hafa orðið fyrir þvi að sleppa takinu á blöðr- um sinum, og þær svifa þá upp. Ósjálfrátt rifjaðist þessi saga upp fyrir einum gesti á vörusýn- ingunni, svo blaöamaður Þjóð- viljans heyrði: Eitt sinn var litil stúlka á gangi með blöðru, og fyr- ir slysni sleppti hún takinu á spottanum með þeim afleiðing- um, aö blaðran sveif frá henni. Stúlkan var að þvi komin að beygja af, en sagði siðan stundar- hátt um leið og hún horfði á eftir blöðrunni sinni: Þið megið eiga hana, englar góðir. 1. Þú hellir köldu vatni í ílöskuna 2. færa gos úr SodaStream tækinu 3. ogsetursvo bragdefnið útí. Svona einfalt erþað. Þú getur valið um 5 bragðtegundir; Appelsín, Cola, Ginger Ale, Límonaði og Tonic. Úr hverri bragðflösku færðu 50 flöskur af gosdrykkjum. SodaStream gosdrykkjagerðin þín sparar þér ekki aðeins peninga, heldur líka pláss, svo ekki sé minnst á þægindin. SodaStream það besta er aldrei of gott. Sól hf. ÞVERHOLT119 SÍMI26300 REYKJAVÍK Við kynnum og seljum Soda Stream tæki og bragðefni á kynningarverði í sýningardeild nr. 5 á sýningunni Heimilið og fjölskyldan ’82 í Laugardalshöll. Lítið við og smakkið á veigunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.