Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.08.1982, Blaðsíða 15
Hvenær byrjaðir þú í þessu starfi? „Ég hef verið 30 ára þegar ég byrjaði í þessu. Á mínum yngri ár- um var ég sundmaður góður og tók þátt i sundkeppnum allt fram á 19 ára aldur. Þegar ferli mínum sem sundmaður lauk. tók ég til við dýf- ingar og varð brátt einn af fimm bestu dýfingarmönnum Breta. Ég keppti í dýfingum um alllangt skeið og árið 1936 hélt ég til Olympíuleikanna í Berlín sem haldnir voru undir merki þýska nasismans. Ég keppti reyndar aldrei, því ég var fyrsti varamaður ensku sveitarinnar, en þó fylgdist ég grannt með öllu því sem ég gat. Aldrei náði ég því þó að berja Adolf Hitler augum. Ástæðan fyrir því var e.t.v. sú, að keppnin í sund- íþróttum fór að skiljanlegum ástæðum ekki fram á aðalleik- vanginum, en Hitler fór aðeins þangað í þau skipti sem hann heimsótti leikana. Vissulega varð maður var við gyðingahatrið á þessum Olympíu- leikum, en það kom þó ekki í veg fyrir að maður eignaðist góða vini meðal Þjóðverja. En því miður, þrem árum siðar skall stríðið á og þá þegar hafði ég mitt lífsviðurværi af því að sýna dýfingar, kenna, þjálfa hina ýmsu hópa upp o.s.frv. Á þessum árum hefur sjálfsagt verið lagður grunn- urinn að mínu lífsstarfi, því maður sýndi þarna dýfingar við hinar margvíslegustu aðstæður. Sumar sundlaugarnar voru að sönnu ágætar, byggðar með það fyrir augum að í þeim væri liægt að keppa og sýna dýfingar. En í annan stað þurfti maður að sýna þessa íþrótt í sundlaugum sem tóku ekk- ert mið af slíku sprelli. Þegar ég var 25 ára gamall kom til Englands einn frægasti dýfinga- maður Bandaríkjanna, Pete De Jandins. Hann hafði mikil áhrif á mig og varð kannski sá sem varð til þess að ég sneri mér að þessum heljarstökkuni. 30 ára gamall byrjaði ég í þessu, það mun hafa verið í stríðslok, en á meðan á seinna stríði stóð lá eigin- lega allt niðri.“ Hefur legið á spítölum í höfuðborgum allra Norðurlandanna nema Reykjavík „Ég komst fljótt að því að þessi atvinna mín var ekki sú áhættu- minnsta sem ég gat fyrirfundið. Slysahættan samfara þessu er gífurleg og mér telst til að ég hafi í um 30 skipti lent á spítala vegna þessarar iðju. Þar af 5 sinnum vegna mjög alvarlegra ávaerka. Þá má kannski til gamans geta þess að ég hef verið á spítölum í öllum höfuðborgum Norðurlanda að Reykjavík undanskilinni, og ef satt skal segja, þá hef ég, þrátt fyrir að ég kunni vel við ísland og íslend- inga, ekki mikinn áhuga á að bæta reykvísku sjúkrahúsi í mitt spítala- safn. Atvinna mín er, þótt ótrúlegt kunni að hljóma, talsvert frá- brugðin öðrum áhættumiklum íþróttagreinum. Tökum línudans sem dæmi. Verði mönnum á fóta- skortur, hrapa menn í björgunar- net. I kappakstri er öryggi geypi- legt, því bílarnir eru með ýmsum sérútbúnaði sem ekki þekkjast í venjulegum bílum. En taki ég mína atvinnu fyrir, þá lítur dæmið þannig út, að heppnist stökkið að 98,5% leyti þá slepp ég nokkuð örugglega ómeiddur. Fari maður niður í 98% vellukkað stökk, eru allar líkur á því að ná þurfi í sjúkrabíl. O, jú ég hef nokkrum sinnum ætlað að hætta. Fyrst fyrir 8 árum . var ég ákveðinn í að hætta, en er haft samband við mann og í boði er góður samningur og maður slær til. Mér telst til að á ári hverju starfi ég samfleytt í 8 mánuði. Þessu fylgja óneitanlega mikil ferðalög og þegar börnin okkar voru ung voru þau oft með í förum. Við hjónin eigum 4 uppkomin börn og þar fyrir utan tvo hunda sem við vildum svo sannarlega hafa með okkur, en eftirlitið er svo strangt með öllu gæludýrafarganinu í Evrópu að það er ekki hægt. Við búum í Buckingham county, friðsælu sveitarþorpi og lifum góðu lífi. Buckingham county er rétt fyrir utan London." Ofurhugi — listmálari „Ég og konan mín hittumst upp- haflega á listaakademíu í London, en þar stundaði ég málverkið af miklu kappi. Ég hef alla tíð síðan haldið því við og hef undanfarin ár haldið allmargar málverkasýning- ar, flestar hverjar í Danmörku og einnig í Noregi,“ sagði Franson. Hann hefur i mörg horn að líta og heldur héðan til Þýskalands og Ítalíu þar sem hann sýnir heljar- stökk sín. Hann hefur verið þátt- takandi í fjölmörgum sjónvarps- þáttum og hyggst halda því áfram. Sú spurning var lögð fyrir Franson hvort hann hefði einhvern tímann, kominn af stað úr 16 metra háa pallinum, séð fram á að stökkið yrði misheppnað og kvað hann svo hafa verið. Það hefði t.d. komið fyrir að eldurinn í fötum hans hefði verið allt of mikill fyrir klaufaskap aðstandenda viðkomandi sýningar. Hann sagðist einu sinni hafa sýnt á Wembley-leikvanginum í London og hafði þá pallur sem hann stóð á, færst vegna þess hversu vindasamt var. Við það varð fjarlægðin frá tunnunni of mikil og í loftinu varð hann að taka á einhverskonar flikk-flakk með öðrum miklum hundakúnstum. Fyrir vikið slapp með naumindum í tunnuna, heill heilsu. Á Spáni, nánar tiltekið í Madrid, kvaðst hann hafa sér til mikillar hrellingar tekið eftir því að reyk- mökkurinn frá bálinu sem umleik- ur tunnuna hafi verið svo svartur að ekki sást til tunnunnar og þar að auki var niðamyrkur á sýningar- svæðinu. Til að bæta gráu ofan á svart var hann búinn að kveikja í sér og stóð upp á palli í ljósum log- um. Tveggja kosta átti hann völ, og var hvorugur kosturinn góður. Að láta sig gossa eftir minni eða skað- brenna á pallinum ella. Hann lét sig vaða niðurog slapp heill á húfi! Þjóðviljinn — AAblað — Helgin 28.-29. Agúst 1982 Siða 15. fe/uofninn^om^ TOSHIBA DELTAWAVE ofninn Litlar breytingar hala orðið á örbylgjuof num síðustu áratugina þar lil nú er Toshiba kynnir stórkostlega nýjung! Toshiba DELATAWAVE of'ninn. Toshiba hefur tekist að beista örbylgjurnar á miklu áhrifáríkari hátt en áður þekktist. I DEf . FAWAVE ofninum erörbylgjunum beint beint í matinn í Deltafórmi (þríhyrningslórmi). Árangurinn er miklu áhrifaríkari matreiðsla, fallegri og jafnari. DEI.TAWAVF. er stórt skref fram á við í þróun örbylgjuofna. TOSHIBA Deltawave ER (>72 ofninn er einnig með rafdrifnum snúningsdisk að neðan og samfelldri stillingu fyrir orkunotkun frá 1—9. Mjög nákvæm tímastilling er á ofninum allt niður í 5 sekúndur og upp í 60 mínútur. Ofninn er mjög rúmgóður að innan tekur lítið pláss á borði. Hægt er að fá innbyggingargrindur kring um ofninn svo hægt sé að byggja hann inn í innréttingar. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. «°ífna BERGSTAÐASTRÆTI 10 A - tslensku, . asamt , SlM 16995 . , matretðs u Já, alla þessa kosti hefur l oshiba ER B72, DELTA WAVE ofninn til að bera, — en að auki lærðu með mat reiðslunámskeið án endurgjalds, hjáhenni Dröfn. Aðeins 10 / eigendur eru / á hverju / námskeiði. / Þar færðu / itfhent góð / námskeiðs / '/ / / \ 192 blaðsiðna / \ matreiðslulK)k / ^lylgir olninuni. / Til \ / ........... \ \ \ lil Drafiiai Farcstvcit hússtjórnarkennara, c/o F.inar Farestvcit \ Box 9!) I Reykjavík. Vinsamlegast sendiS \ mér upplýsingabækling \ á íslensku. \ . uppskriftum. Leiðandi í örbylgjuofnum. GOÐAR TJPPSKRIFTIRd Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur ^MEÐ MÓNU TERTU HJÚP 1 1 líter mjólk 100 jji\ tertu-hjúpur, dökkur Hitað saman, got.t að láta aðeins sjóða, einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt eftir smekk. 2. 1 líter mjólk 150 gr. tertu-hjúpur, dökkur Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi borinn með, eða Iátinn í hvérn bolla. Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn- legt að nota vatnsbað). SÚKKULÍKI 500 GR. í. 100 gr. smjör 100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt. 4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og 60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta. 2. 100.gr tertu-hjúpur 2 eggjarauður 2 matsk. rjómi 2 matsk. flórsykur Eggjarauður og flórsykur þeytt .saman, bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í. Súkkulaðibráð. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært stöðugt í, síðan er 1 matskeið af smjöri (mjúku) hrært saman við (má vera meira), látið volgt á kökuna. ■ Skrevtikrem. 100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita, síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel saman við. Síðan er þetta látið í sprautu eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt- inga, látið ekki bíða. nióna SÆLGÆTISGERO STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI S(MI 50300 - 50302

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.