Þjóðviljinn - 29.09.1982, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Síða 3
Miðvikudagur 29. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Söngsveitin Fílharmonía: Þrennir tónleikar i vetur Söngsveitin Filharmonía er nú að hefja 23. starfsár sitt. Verður fyrsta æfingin ! Melaskólanum í. dag, 29. sept. Söngsveitin var á sínum tíma til þess stofnuð að flytja kórverk með Sinfóníuhljómsveitinni. Það hefur hún og jafnan gert og svo mun enn verða. Þó verður sú breyting á, að fyrsta verkefnið í vetur verða aðventutónleikar með íslensku hljómsveitinni, sem nú er verið að stofna. Viðfangsefni kórsins á . þeim tónleikum verður hátíðar- mótettan „In ecclessis“, fyrir tvö- faldan kór og málmblásara, eftir Giovanni Gabríeli og verður það frumflutningur á því verki hérlend- is. Ennfremur kantatan „Vakna, Síonsverðir kalla“, eftir J.S. Bach. Þessir tónleikar verða að því leyti sérkennilegir, að blandað er saman verkefnum fyrir stóra hópa og allt niður í einn flytjanda, t.d. verður einleikur á lútu. Síðar í vetur mun Söngsveitin Fílharmónía koma fram á tvennum tónleikum með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Á hinum fyrri verður flutt óperan „Tosca“ eftir Giacomo Puccini og verða þeir í byrjun mars undir stjórn Jean Pierre Jacquillat, aðalstjóranda Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Á síðari tónleikun- um, sem verða 14. apríl, verður flutt „Requiem" (Sálumessa) eftir Gabríel Fauré. Stjórnandi á þeim tónleikum, sem og tónleikunum með íslensku hljómsveitinni, verð- ur Guðmundur Emilsson, sem nú hefur verið ráðinn stjórnandi Söngsveitarinnar Fílharmóníu. Guðmundur Emilsson er ný- kominn heim frá Bandaríkjunum, en þar hefur hann verið við tónlist- arnám og -störf undanfarin ár og lagt stund á kór-og hljómsveitar- stjórn. Áður var hann við tónlistar- nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Meðal kennara hans þar var dr. Róbert A. Ottósson, sem stjórnaði Söngsveitinni Fílharmón- íu frá upphafi og þar til hann lést 1974, langt um aldur fram. Guð- mundur hefur fullan hug á að efla starfsemi Söngsveitarinnar og fjölga söngfólki, sem nú er um 100 manns en mætti gjarna verða 140- 150. Er mikill áhugi á að fá ungt fólk með, allt niðuríunglinga. Nýir félagar geta komið á æfinguna í Melaskólanum í dag eða gefið sig fram við einhvern úr stjórn kórs- ins. Tónlistarkunnátta er ekki skil- yrði fyrir þátttöku, en námskeið verða haldin í nótnalestri og radd- beitingu. Undirleikari kórsins á æf- ingum verður Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Er hún Fjáröflun fyrir orgelsjóð í kvöld, miðvikudaginn 29. sept- ember, sem er Mikjálsmessa, fer fram í Hallgrímskirkju í Reykjavík fjáröflunarsamkoma fyrir orgel- sjóð kirkjunnar. Hefst hún kl. 20.30. Dr. Jakob Jónsson frumflytur ljóðaflokkinn „Síðu-Hallur“, fimm ljóð um „Haustblót á Hofi“, mess- una á Þvottá og átök á Þingvöllum. Ljóðalesturinn verður fléttaður orgelleik og leikur organisti kirkj- unnar, Hörður Áskelsson, af fingr- um fram yfir forn stef. Á undan ljóðalestrinum flytur Jónína Jóns- dóttir leikkona frásögn byggða á fornsögunum og biblí- unni. Aðgangur að samkomunni er ókeypis, en efnt verður til sam- skota að samkomu lokinni. Forsvarsmenn Fílharmóníu, frá v.: Örn Ingvarsson, Elín Möller, Guðmundur Emilsson, Ragnar Árnason, Jóhanna Ögmundsdóttir, Anna María Þórisdóttir og Gunnar Böðvarsson. - Mynd: - eik. nýkomin frá framhaldsnámi er- 74135 og 39119. óssonar og halda þannig á loft starfi lendis. Nánariupplýsingarumkór- - Það er mér mikill heiður að hans, sagði Guðmundur Emilsson. starfið eru veittar í símum 79820, taka nú við kór dr. Róberts A. Ott- - mhg. ✓ Asu W right-fyrirlestur I Þjóðminjasafni Verslun á víkingaöld f kvöld, miðvikudag 29. sept- ember kl. 20.30, heldur Charlotte Blindheim, fornleifafræðingur frá Osló, fyrirlestur í Þjóðminjasafni íslands á vegum minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright. Fyrirlesturinn verður fluttur á norsku og nefnist: Handelsprob- lemer í Norge í Vikingetiden, bytt- ehandel eller organiserte transak- sjoner og byggir á rannsóknum fyrirlesara í Kaupangi í Noregi, hinum forna Skíringasal. Fyrirlesturinn verður í and- dyri Þjóðminjasafns, og er öllum heimill ókeypis aðgangur. SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS • • SAMKEPPNIVMIÐNHONNUN 1 tilefni af 50 ára afmæli Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hefursparisjóðurinn ákveðið að efna til almennrar samkeppni um iðnhönnun og vöruþróun. Samkeppninni er ætlað að ná til hvers konar iðnaðarvara, semfullnægja eftirtöldum skilyrðum: A. Varanþarfað veraframleiðsluhœfogframleiðslustaður á starfssvæði Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. B. Varan á aðfela í sér nýjung íframleiðslu. C. Varan þarfað uppfylla kröfur umfagurfræðilegt útlit og notagildi. Sérstök dómnefnd munfjalla um þœr tillögur sem berast en hana skipa: Hjalti Geir Kristjánsson, fulltrúi Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Þráinn Þorvaldsson, fulltrúi Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, og danski hönnuðurinn Jakob Jensen, sem er kunnur fyrir hönnun sína hjá Bang & Olufsen hljómflutningsfyrirtækinu í Danmörku og hjá fleiri verksmiðjum sem hafa náð langt á alþjóðamörkuðum, ekki hvað sístfyrir sakir góðrar hönnunar. Að skilafresti liðnum mun dómnefndin verðlauna þrjár tillögur sem skarafram úr hvað varðar góða hönnun og þróun iðnaðarvöru. 1. verðlaunkr. 50.000.- 2. verðlaunkr. 25.000.- 3. verðlaunkr. 10.000.- Þeim aðilum, sem standa að verðlaunatillögunum verður ennfremur, að mati stjómar sparisjóðsins, gefinn kostur á fjárhagslegri aðstoð íformi lána eða styrkja tilfrekari undirbúnings framleiðslu þeirra vara sem tillögur voru gerðar um, enda sé þá komin á sam- vinna milli viðkomandi hönnuðar ogframleiðanda um þáframleiðslu. Dómnefnd er heimilt að veita fleiri athyglisverðum tillögum viðurkenningu en verðlaun hljóta. Höfundar skili tillögum íformi teikninga eða módels, til sparisjóðsins fyrir 15. október 1982, kl. 17:00, merktum einkennisstöfum sínum en lokað umslagfylgi með upp- lýsingum um hver eigi viðkomandi einkennisstafi. Nánari upplýsingar um samkeppni þessa veitir Sigurður Þorsteinsson, viðskipta- fræðingur hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Skólavörðustíg 11, Reykjavík. ------------------ SPARISJÓÐUR ------------------ REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.