Þjóðviljinn - 29.09.1982, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. september 1982 Myndin í blaðinu og ó- brengluð siðferðiskennd Eftir ✓ • Arna Bergmann Mér þótti miður að sjá samsettu myndina sem tveir íslendingar vildu hafa með ísraelsgrein sinni í blaðinu hér í gær.Enþarer annars- vegar gamalt og frægt plakat af Hitler frá því um 1930 þar sem hann tekur við peningum frá stór- auðvaldinu í kosningasjóð, hins- vegar af Begin, forsætisráðherra ísraels, þar sem Amríka leggur í hans lófa góða fúlgu fjár. Það er vitanlega rétt sem skýrt er frá um peningastreymi á hvorri myndinni um sig. Ensaman lagðar bera þær vitni um einhvern hinn versta smekk. Þó ekki væri nema vegna þess, að Begin má fordæma nógu hart fyrir innrás í Líbanon og margt fleira, þótt ekki sé honum jafnað við þá menn sem myrtu flest hans fólk. Vond samanburðarfræði f annan stað hefur það alltaf ver- ið hæpin, eða beinlínis hættuleg ár- átta, að líkja hverjum þeim sem þú ert á móti í það og það skiptið við Hitler og ríki hans. í eina tíð (árin 1939-41) þótti kommúnistum það t.d. sæmileg latína að setja Stóra- Bretland og Hitlers-Þýskaland í sama bát: allt var þetta heims- valdastefna. Þetta var rangt og hættulegt: þetta ruglaði fólk í rím- inu, þetta lyfti Hitler í skárra kom- paní en hann átti skilið - því þótt breska heimsveldið væri blóðugt úr mörgum illum nýlenduleik var það ekki Hitlers-Þýskaland, langt því frá. Það var ekki heldur fyndið, þegar sovésk blöð teiknuðu einn af helstu görpum evrópskrar and- spyrnuhreyfingar gegn Hitler,Tító Júgóslavíuforseta, aldrei öðruvísi árum saman en í gervi Görings með blóðugaslátraröxi, merkta haka- krossi. Enn og aftur: undanlegur greiði við Hitler dauðan. Og af svipuðum ástæðum. Og þegar greinarhöfundar frá því í gær eru að stilla saman Begin og Hitler, þá 1 er það afskaplega lítill greiði Pale- stínumönnum, sem þeir telja sig j .tttlcUrKíBL , 0 Innritun í almenna námsflokka fer fram í Miðbæjarskólanum 29. og 30. sept. og 1. okt. kl. 17-21 og 2. okt. kl. 13-17. Þátttökugjald greiðist við inn- ritun. Kennslugreinar: TUNGUMÁL: jslenska 1. fl. og 2. fl. og íslenska fyrir lesblinda. íslenska f. útlendinga byrjenda- og framhaldsfl. Danska 1., 2., 3. og 4. flokkur. Norska 1., 2. og 3. flokkur. Sænska 1. og framhaldsflokkur. Færeyska f. byrjendur. Finnska f. byrjendur. Enska 1., 2., 3., 4., 5. og 6. flokkur. Þýska 1., 2. og 3. flokkur. Franska 1., 2., 3., 4., og 5. flokkur. ítalska byrjenda- og framhaldsflokkur. Sænska 1., 2., 3. og 4. flokkur. Kínverska byrjendaflokkur. Japanska byrjendaflokkur. Latína byrjendaflokkur. Rússneska byrjendaflokkur. ÆTTFRÆÐI Raungreinar: Stærðfræöi 1. og 2. flokkur. Eðlisfræði byrjendaflokkur Efnafræði byrjendaflokkur VIÐSKIPTAGREINAR. Bókfærsla 1. og 2. flokkur. Vélritun. Tölvufræði. VERKLEGAR GREINAR: Formskrift. Teikning og akrýlmálun. Postulínsmálun. Leirmunagerð (í Fellahelli). Batik. myndvefnaður. Hnýtingar. Bótasaumur. Barnafatasaumur. Sníðar og saumar. Hressingarleikfimi. Hjálp í viðlögum. Sjá nánar um innritun í Breiðholt, Árbæ og Laugalæk í helgarblöðunum. Trúið ekki þjóð- sögunni . ÍSRAEL vera að styðja, en þeim mun hag- kvæmara þeim sem vilja breiða yfir glæpi nasismans, láta þá renna saman við hvað það sem er mönn- um andstætt hverju sinni. Peninga- streymið Greinin fjallaði annars mestan part um það mikla fé sem streymt hefur frá Bandaríkjunum og úr sjóðum bandarískra gyðinga til ís- rael. Það er ekki nema rétt að án Íiess fjár og án þeirra hergagna væri srael allt annað ríki en það er. Og sumir menn telja það væri þá miklu betra - t.d. einn af öldungum síon- ismans, sem nýlega er látinn, Na- hum Goldmann. En hann taldi það höfuðháska gyðingum, hve háðir þeir sem í fsrael búa eru embættis- mönnum og stjórnmálamönnum í Washington - þeir væru jafnvel enn háðari hugarfari þeirra en ghettógyðingar fyrri aldar duttl- ungum Rússakeisara. Það er sem- sagt rétt, að ísrael hefur fengið í sinn hlut mjög mikinn hlut af „þróunaraðstoð" a.m.k. Banda- ríkjanna. En það sakar kannski ekki að geta þess í leiðinni, að með- an Nasser og Sadat voru vinir Sovétmanna fór lygilega stór hluti af þróunaraðstoð Sovétmanna við önnur lönd til eins lands, og næsta granna ísraels - til Egyptalands. Undir lokin segir í greininni: „Þess vegna verða íslenskir sósf- alistar og yfirleitt allir með óbreng- laða siðferðiskennd að krefjast þess af íslensku ríkisstjórninni að hún slíti tafarlaust stjórnmálasam- bandi við ísrael og viðurkenni PLO“. Það er sjálfsagt mál að taka undir kröfur um viðurkenningu á PLO. En það er ekki úr vegi að athuga nánar staðhæfinguna um siðferðisvitund óbrenglaða og kröfu um að slíta stjórnmálasam- bandi við ísrael. Ég var spurður að því í Helgar- póstinum á dögunum hvað mér fyndist um refsiaðgerðir t.d. gegn ísrael. Svar mitt brenglaðist: Eg hafði í því sambandi sem spurt var aðeins minnt á það, að íslendingar hafa oftast sneitt hjá þátttöku í refsiaðgerðum gegn einstökum ríkjum; hinsvegar var svosem ekk- ert um það sagt hvort slík hegðun væri góð eða ill. En það er þá rétt að taka fram það sjónarmið sem ég reifaði hér í blaðinu þegar kapp- ræðan um að refsa Rússum fyrir Afganistan með því að hundsa ó- lympíuleikana í Moskvu stóð sem hæst: Það getur vel verið siðferði- Iega rétt að mótmæla Rússum með þeim hætti, en það er rangt ef menn eru ekki reiðubúnir til að mótmæla með svipuðum hætti á íþróttasviði ef aðrir eiga í hlut. Glötuð tækifæri íslendingar hafa látið mörg tæki- færi sér úr greipum ganga til að sýna „óbrenglað siðferðisþrek" einmitt með því móti að slíta stjórnmálasambandi eða við- skiptumviðríkisemfara með ófriði og manndrápum. Við reyndum ekki að refsa Ítalíu Mussolinis fyrir eiturgashernað gegn Eþíópum, við vorum svo kurteisir við Hitlers- Þýskaland, að við vísuðum frá okk- ur þýskum gyðingum eins og við gátum. Við sögðum ekkert við Frakka, sem felldu 700 þúsund manns í Alsír í nýlendustríði (vitn- að eftir minni), né heldur létum við minnstu snurðu hlaupa á þráðinn í sambúð við Bandaríkin þegar þau jusu eitri og napalmi yfir sveitir Víetnams. Ogsvo mætti lengi telja. Vfð gerðum góða viðskiptasamn- inga við Rússa einmitt dagana sem ráðist var inn í Tékkóslóvakíu og engum hefur víst dottið í hug að nefna stjórnmálasambandsslit út af Afganistan. Við höfum slitið stjórnmálasambandi við Breta, vegna þess að við áttum sjálfir í þorskastríði við þá. Ef við nú Ef nú íslendingar eftir langa mæðu tækju við sér og segðu upp stjórnmálasambandi við ísrael, þá er ég ansi hræddur um að það yrði ekki rakið til þess að loksins hefðu þeir eignast „óbrenglaða siðferðis- kennd“. Miklu líklegar, að þeir hefðu smitast af þeim gyðinga- fjandskap sem leynist í kristinni menningu og reyndar miklu víðar, og hefur skotið upp kollinum hér að undanförnu með endurupp- vakningu miðaldahugmynda um sögulega samsekt gyðinga („þeir krossfestu Krist“), eða þeim sí- gildu fordómum semeinblínaá það að margir fjármálamenn eru gyð- ingar - kom þetta í lesendabréfi hér í Þjóðviljanum. (Þeir sem einblína á gyðinglega bankastjóra vilja helst ekki muna eftir því að gyðingar hafa líka „komið sér vel fyrir“ eins og það heitir í vísindum, listum og flokkum sósíalista og kommún- ista). Þó er það ekki víst að slík sérafstaða til ísrael stafi af sí- gildu gyðingahatri, meðvituðu og ómeðvituðu. Eins gæti verið um þann siðferðilega refskap að ræða og virðingu fyrir valdinu einu, sem til dæmis lét Sovétríkin slíta stjórn- málasambandi við ísraela eftir að þeir höfðu tekið Sínaiskagann af bandamönnum Sovétmanna þá- verandi, Egyptum, um svipað leyti og þess v.ar vandlega gætt að ekki félli skuggi á sambúð Moskvu við Bándaríkin, sem voru að sprengja sundur og saman helstu borgir ann- ars vinaríkis Sovétmanna, Norður- Víetnams. ÁB. Trotskistar reknir úr Verkamarinaflokkniirn Um það bil þrír fjórðu fulltrúa á ársfundi Verkamannaflokksins breska hafa stutt tillögur Michaels Foots, formanns flokksins, um að reka úr flokknum „öfgamenn til vinstri“, og er þá átt við trotskista fyrst og fremst. Tony Benn, helsti formaður vinstrisinna í flokknum var meðal þeirra sem börðust hart gegn brott- rekstraráformunum, sem hann hefur í umræðum fyrir landsfund- inn líkt við „galdraofsóknir". Foot og fleiri oddvitar flokksins hafa lengi haft áhyggjur af rót- tækum samtökum sem nefnast Militant Tendency og eru kennd við trotskisma. Er róttæklingum gefið að sök að þeir geri rólegri mönnum illa vært í flokknum og leggi íhaldinu góð vopn í hendur, þegar það vill benda á að Foot sé óhæfur til þess að stjórna og halda uppi röð og reglu í eigin flokki - hvað þá í landinu. Þá halda fjand- menn trotskista því fram, að Milit- ant Tendency reki starfsemi sína með leyndogdyljiþaðfyrir flokks- forystunni hvað samtökin séu að gaufa. Michael Foot sér á eftir ysta vinstr- inu og stendur sjálfur mjög veikt að vígi. Því hafði reyndar verið spáð fvrir landsfundinn að Foot mundi hafa sitt fram, því verkalýðssamtökin, sem eru flest heldur tortryggin í garð ysta vinstris, fara með flest þeirra 7,1 miljónar atkvæða sem greidd eru á landsfundum Verka- mannaflokksins í Blackpool. 20% fylgi Ekki er enn vitað hve grátt þetta stríð leikur Verkamannaflokkin. Hann hefur þegar séð á eftir hægri- armi flokksins eins og hann var inn í nýja Sósíaldemókrataflokkinn, sem hefur stofnað miðjubandalag með frjálslyndum. Átökin milli þeirra miðju- og hægrimanna sem eftir eru og stuðningsmanna Tony Benns hafa samt haldið áfram að gera Verkamannaflokknum erfitt fyrir. Svo mikið er víst, að Foot floksformaður hefur mjög hrapað í áliti og er talað um að 60% stuðn- ingsmanna Verkamannaflokksins vilji helst skipta um foringja. Samkvæmt síðustu skoðanakönn- unum stendur íhaldsflokurinn nú allvel að vígi meðal kjósenda,nýt- ur stuðnings um 44% þeirra. Verkamannaflokkurinn hefur um 29% atkvæða og Miðjusambandið 26%. Allar breytingar á þessum hlutföllum geta hinsvegar orðið mjög afdrifaríkar fyrir stöðuna á þingi í hinu breska kerfi einmenn- ingskjördæma. Til að mynda er tal- ið, að ef Verkamannaflokknum tekst að lyfta sér úr þeirri lægð sém hann nú er í, þá gæti hann hugsan- lega unnið meirihluta á þingi út á aðeins 37% atkvæða. áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.