Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. september 1982 Lyktir millisvæöamótsins í Moskvu: Kasparov og Beljavskí komust áfram l" u o o r a H. Kasparov Beljavskí Engin óvænt úrslit urðu á milli- svæðamótinu í Moskvu. Það sést þegar lokaniðurstaðan er skoðuð á töflu. Tveir stigahæstu skák- mennirnir Kasparov og Beljavskí urðu efstir og komust áfram, og þeir tveir sem næstir komu á Elo- listanum skiptu með sér 3. sæt- inu. Svona geta stigin verið dutt- lungafull. A fyrsta millisvæða- mótinu í Las Palmas var Ungverj- inn Ribli efstur, en það vakti at- hygli að neðsti maður mótsins Walter Browne var til muna hærri en hann á stigum fyrir mótið. Frábær endasprettur Kaspar- ovs skóp eftirminnilegan sigur. Hann tefldi eins og hann á að sér í síðustu umferðum og fjórir uiðu- sigrarnir í röð. Kasparov stað- festi það álit sem hann hefur skapað sér undanfarið, og nú þegar eru menn farnir að spá honum sigri í Askorendakeppn- inni. 2. sætið koni verðskuldað í hlut Alexanders Beljavskí. Hann barðist eins og Ijón allt mótið út í gegn og athyglisverður er árang- ur hans gegn efstu mönnum. Hann tapaði þrem skákum sem flestum þætti helsti mikið í svo stuttri keppni, en jafntefli urðu fá og sigrarnir sjö. Tal og Anderson komust ekki áfram þrátt fyrir prýðilega frammistöðu. Tal byrjaði vel og virtist á tímabili eiga aíla mögu- leikaáað komast áfram. Tapið fyrir Beljavskí virtist hafa slæm áhrif á hann, og fimm síöustu skákum hans lauk með jafntefli. Anderson tefldi af öryggi, en skorti sennilega metnað í þessa hörðu baráttu. Um önnur úrslit vísast til með- fylgjandi töflu. Sigurskákir Kasp- arovs fljúga um heiminn við mikl- ar vinsæidir. Hér birtast tvær þeirra tefldar í 11. og 12. umferð mótsins: Hvítt: Van der Wiel Svart: Harry Kasparov Drottningarpeðsleikur 1. d4 Rfó 2. Bg5 (Þessi leikur hlýtur að gleðja Be- nóný Benediktsson sem beitt hef- ur honum með góðum árangri. Kannist menn ekki við neinar heimildir þess efnis skal bent á skákina Benóný - Friðrik, Reykjavíkurskákmót 1970) 2. ... Re4 (Skarpasti leikurinn. Aðrir möguleikar eru 2. - d5 og 2. - c5. Karpov hefur leikið 2. - e6.) 3. Bf4 (Benóný lék jafnan 3. Be3, en fór svo yfirleitt með biskupinn til f4 seinna, svo þessi leikur hlýtur að vera nákvæmari) 3. .. c5 4. d5 Db6 5. Bcl!? (Gagnmerkur leikur. Mun eðli- legra var 5. Dcl, en e.t.v. hefur Van der Wiel óttast framhaldið 5. - g5!? 6. Bg3 Bg7 7. c3 Dh6!) 5. ... e6 6. O Dxa5+! (•Byrjunarleikirnir eru harla sjaldséðir. Hugmyndin með textaleiknum mun vera sú að hindra för c-peðsins til c4. Með því gefst svörtum gott tóm til að ráðast að miðborði svarts) Helgi Ólafsson skrifar um skák 7. c3 Rf6 8. e4 d6 (En ekki 8. - exd5 9. e5! o.s.frv.) 9. Ra3 exd5 11. Rc4 Dd8 10. exd5 Be7 12. Re3 0-0 (Svartur má svo sannarlega vel við una. Eftir aðeins 12 leiki hef- ur hann náð frumkvæðinu. En að skákin taki aðeins 10 leiki til við- bótar eiga menn bágt með að trúa) 13. Re2 llc8 14. g4? (Hroðalegur leikur. Hvítur hygg- ur á landvinninga á kóngsvæng, en leikurinn hefur þveröfug á- hrif. E.t.v. var betra að leika 14. Kf2 ásamt, - g3 og - Bg2.) 14. ... Rfd7! (Rýmir fyrir biskupnum á e7). 15. Rg3 Bg5 17. Bb5 16. Kf2 Rc5 (Ekki er þetta glæsileg endurbót á taflmennsku hvíts. Leikurinn verður til þess að svartur kemur enn einum manninum í spilið og nær þess utan að tengja saman hrókana) 17. ... Bd7 19. Ref5 c4! 18. Bxd7 Rbxd7 (Ljótt er það. Svartur ryðst nú inn eftir d3 - reitnum. Svarta staðan er þegar unnin.) 20. Rh5 (Betra var 20. Kg2, þó ekki sé staðan gæfuleg eftir 20. - Bxcl 21. Hxcl Rc5 o.s.frv.) 20. ... R3+ 22. Hxcl g6! 21. Kg2 Bxcl - Hvítur gafst upp eftir þenna einfalda leik. Honum gast ekki að stöðunni sem kemur upp eftir 23. Rh6+ Kf8 24. Rg3 Dg5! o.s.frv. Rúmeninn Florin Gheorghiu hlýtur að vera afar óhress með frammistöðu sína í þessu móti. Hann hlaut aðeins 5 vinninga af 13 mögulegum og varð ekki einu sinni jafntefliskóngur sem var til- gangur hans og markmið með þátttöku í mótinu. Gheorghiu er einn höfunda reglunnar um það að þrjú jafntefli séu betri en tveir sigrar og eitt tap. í næstsíðustu umferð fékk hann skelfilega út- reið Kasparov. Það má benda á að Kasparov vann skákina í upp- áhaldsafbrigði Gheorghiu á hvítt. Hvítt: Harry Kasparov Svart: Florin Gheorghiu Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 3. RD b6 2. c4 e6 4. a3 (Petrosjan-afbrigðið sem hrein- lega tröllríður byrjanafræðinni. Kasparov hefur unnið eitthvað í kringum 20 skákir á þessu af- brigði á síðustu þrem árum). 4. ... Bb7 6. cxd5 Rxd5 5. Rc3 d5 7. Dc2 - (Kasparov hefur ávallt leikið 7. e3, en það segja mér greindir menn að þessi leikur sé ekki síðri. Hann er uppfinning sænska skák- mannsins Harry Schússlers). 7- • •• c5 9. bxc3 Be7 8. e4 Rxc3 (9. - Rc6 er e.t.v. nákvæmara. A þessu stigi gat Gheorghiu ekki séð fyrir hversvegna. E.t.v. hefur hann enn verið í öngum sínum yfir 7. leik Kasparovs. Hann er nefninlega einn þeirra sem hrein- lega fer á taugum, leiki andstæð- ingurinn óvæntan leik). 10. Bb5+! Bc6 (10. - Rc6 er nú afleitur leikur. Eftir 11. Da4! Hc8 12. Dxa7! tap- ar svartur minnst peði). 11. Bd3 Rd7 12. 0-0 h6? (Upphafið af erfiðleikum svarts. Hann varð að leika 12. - 0-0, því 13. d5 gefur hvítum ekkert í aðra hönd eftir 13. - exd5 14. exd5 Bxd5 15. Bxh7+ Kh8 o.s.frv.) 13. Hdl! Dc7 (Nú strandar 13. - 0-0 á 14. d5!) 14. d5! (Á’ann!) 14. ... exd5 16. Bb5 a6 15. exd5 Bxd5 ( L6. - Bc6 var annar möguleiki, en ekki er staðan fögur eftir 17. Bf4! Db7 18. Bxc6 Dxc6 19. Hel o.s.frv. Samt var þetta skárra en 16. - a6.) 17. Bf4 (Auðvitað ekki 17. Bxd7 - Dxd7 18. Be4! o.s.frv.) 17. ... Dxí4 (Þvingað) 18. Bxd7+ Kxd7 23. Hxf7+ Kb8 19. Hxd5+ Kc7 24. Hc6 Hd8 20. Hel Bd6 25. c4 Dc6 21. Hf5 Dc4 26. Re5 Dc8 22. He4 Db5 27. Dbl! - og hér var Gheorghiu búinn að fá nóg, stöðvaði klukkuna og gafst upp. Lokastaðan verð- skuldar stöðumynd. Alyktun Umferðarráðs vegna akstursíþróttanna Vegna aukins umfangs aksturs- íþrótta hér á landi, hefur Umfcrð- arráð sent frá sér ályktun varðandi íþróttir þessar. Ályktun þessi átti að birtast með opnugrein í föstu- dagsblaðinu síðasta, en varð að falla niður vegna plássleysis. Birtist hún hér með: „Umferðarráð telur nauðsynlegt að um akstursíþróttir, þ.á.m. rall- keppni, gildi strangar reglur, er framfylgt sé vel og vandlega af hálfu allra hlutaðeigandi, þátttak- enda, þeirra, sem fyrir keppni standa, og yfirvalda. Við fram- kvæmd alla skuli þess jafnan gætt að öryggi þátttakenda, áhorfenda og annarra sé eigi stefnt í hættu. Umferðarráð telur að fyllsta aðgát skuli höfð við veitingu heim- ilda til aksturskeppni á vegum. Tel- ur Umferðarráð að eigi skuli veita undanþágu frá reglum um hám- arkshraða, nema viðeigandi örygg- isráðstafanir séu jafnframt gerðar, þ.á.m. um lokun vega fyrir annarri umferð, enda sé þess þá gætt að slík lokun valdi eigi öðrum vegfarend- um verulegum óþægindum. Umferðarráð telur það megin- hlutverk sitt að vinna að góðum akstursháttum, virðingu fyrir um- ferðarreglum og auknu umferðarr- öryggi. Umferðarráð leggur því ríka áherslu á, að þessi sjónarmið séu jafnan höfð að leiðarljósi við framkvæmd akstursíþrótta og alla umfjöllun um þær." Nýr samlags- stjóri hjá Mjókursam- lagi KEA Vernharður Sveinsson, sem um margra ára skeið hefur gegnt stöðu samlagsstjóra við Mjólkursamlag KEA á Akureyri, mun láta af störf- um 1. okt. n.k. Staðan var auglýst laus til umsóknar í síðasta mánuði, og bárust nokkrar umsóknir. Á fundi stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga þann 15. sept. sl. var samþykkt að ráða Þórarin E. Sveinsson framleiðslustjóra í stöðu samlagsstjóra við Mjólkursam- lagið frá 1. okt. að telja. Er sú ráðning í samræmi við tillögu Mjólkursamlagsráðs frá 14. sept. Þórarinn E. Sveinsson lauk kandidatsprófi í mjólkurverkfræði frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1977. Hann var síðan að störfum í Noregi þar til hann tók við starfi framleiðslustjóra hjá Mjókursamlagi KEA í byrjun árs 1979. Var því ekki leitað langt yfir skammt. - Þórarinn er þrítugur að aldri, fæddur í Reykjavík. Kvæntur er hann Ingunni Einarsdóttur og eiga þau tvo syni. - mhg. Hlynur blað samvinnu- starfsmanna Þriðja tbl. Hlyns, blaðs sam- vinnustarfsmanna, hcfur borist okkur í hendur. Er þá fyrst frá því að segja, að nýr ritstjóri, Guð- mundur R. Jóhannsson, hefur tekið við ritstjórn blaðsins. Víkjum þá að cfninu og er stiklað á stóru: Þröstur Karlsson ritar um „af- mælisárið og umhverfið". Ritstjór- inn rabbar við Guðbjart Vilhelms- son verslunarstjóra í Miðvangi, (Kf. Hafnfirðinga). Rebekka Þrá- insdóttir ritar um samvinnu- hreyfinguna og konur og lýkur grein sinni með þessum orðum: „Kvenréttindadaginn, 19. júní, fóru fram kosningar á aðalfundi Sambandsins. Kosnir voru þrír í stjórn og þrír í varastjórn, allt karl- ar. Kosið varítryggingaráð'Sam- vinnutrygginga, 17 manns, allt karlarog Menningarsjóð, 5 karlar. Framkvæmdastjórar Sambandsins eru 14, allt karlar. Hvað skyldi þurfa margar tröppur niður til að finna konu?" Sagt er frá ferð Samvinnuskóla- nema til Hawaii. Greint er, í máli og myndum, frá stigagöngum í nokkrum byggingum samvinnu- manna í Reykjavík. með hliðsjón af möguleikum fatlaðra til aðkom- ast þar um. Þá er kvæðiskorn um uxa eftir Þorgrím Starra, en það var flutt á 100 ára afmælishátíð K.Þ. 20. febr. sl. „Eflum íslenskt", þáttur um iðnað, þar sem hvatt er til þess að styðja innlenda framle- iðslu. Sagt er frá slitum Samvinnu- skólans í Bifröst. „Öldungadeild á döfinni" nefnist viðtal við Svavar Lárusson yfirkennara, en þar er rætt um að „koma á áfanganámi með öldrunarsniði við framhalds- deild Samvinnuskólans í Reykja- vík". Minnst er þess að Hörður Helgason hefur nú kennt við Sam- vinnuskólann í aldarfjórðung. „Allir eru þeir starfsmenn" nefnist viðtal við Pétur Kristjónsson, formann KPA. Þá eru í ritinu ýmsar fréttir af starfsemi sam- vinnumanna og myndir í tugatali. - mhg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.