Þjóðviljinn - 29.09.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Qupperneq 15
’ l I < 1 1 . - . •,I '■ ■. Miðvikudagur 29. september 1982 ÞJÓÐVÍLJINN _ stÐA 15 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn 8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: geir M. Jónsson talar. 9.00 Fréttir. As- 9.05 Morgunstund barnanna: ævintýri H.C. Andersens „Penninn og blekbytt- an”, „Prinsessan á bauninni” og „Flibb- inn” Þýðandi: Steingrímur Thorsteins- son. Eyvindur Erlendsson les. 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Sjávarútvegur og siglingar Umsjón: Guðmundur Hallvarðsson. 10.45 Morguntónleikar Placido Domingo syngur vinsæl lög með Sinfóníuhljóm- sveitinni í Lundúnum; Karl-Heinz Loges og Marcel Peter stj. 11.15 Snerting Páttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Helgasona. 11.30 Létt tóniist Björgvin Halldórsson, Pálmi Gunnarsson, Skafti Ólafsson, Ellý Vilhjálms og fl. syngja og leika. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Miðvikudagssyrpa - Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 15.10 „Kæri herra Guð, þetta er Anna” eftir Fynn Sverrir Páll Erlendsson les þýðingu sína (13). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Litli barnatíminn Stjórnandi: Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Olga Guðmunds- dóttir les sögurnar: „á brúðusjúkrahús- inu” eftir Vilberg Júlíusson og „Brúðu- dansinn” eftir Davíð Áskelsson. Sjónvarp kl. 20.35: Ivan grirnim í meðförurh Bolsoj-ballettflokkSins Bolsoj -ballettinn Frægasti ballettflokkur heims er án efa Bolsojballett- flokkurinn sovéski, sem starfar við Stóra leikhúsið í Mos- kvu. Hinir heimsþekktu dansarar ballettflokksins hafa komið mikið við sögu heimsfréttanna hin síðari ár. Á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20.35 er mynd um ballett- flokkinn. Þýðandi er Hallveig Thorlacius. 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 íslensk tónlist Mark Reedman, Sig- urður I. Snorrason og Gísli Magnússon leika „Áfanga”, tríó fyrir fiðlu, klarin- ettu og píanó eftir Leif Þórarinsson. 17.15 Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger- ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómas- dóttir. 18.00 A kantinum Birna G. Bjarnleifsdótt- ir stjórnar umferðarþætti. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á vettvangi 20.00 „Kabardin”, strengjakvartett op. 92 eftir Vladimir Sommer Smetana- kvartettinn leikur. 20.25 Þankar um Hekluelda 1980 og þjóð- sönginn María Eiríksdóttir flytur. 20.40 Félagsmál og vinna Umsjónarmað- ur: Skúli Thoroddsen. 21.00 Frá tónlistarhátíðinni í Schwetzingen i apríl s.l. Ulrika Anima Mathé og Ger- ard Wyss leika á fiðlu og píanó. a. „La Fontaine d’ Arethuse” op. 30. nr. 1 eftir /Karol Szymanovsky. b. fimm fiðlulög jop. 35 eftir Sergei Prokofjeff. c. „Tzig- jane”, konsertrapsódía eftir Maurice Ravel. 21.30 Útvarpssagan: „Næturglit” eftir Francis Scott Fitzgerald Atli Magnússon les þýðingu sína (27). 22.35 Iþróttaþáttur Hermanns Gunnars- sonar. 23.oo Þriðji heimurinn. Cathy hin lævísa. Persónuleiki hennar er túlkaður á snilldarlcgan hátt af Jane Seymor. Sjónvarp kl. 21.10 Austan Eden: Sögulok í kvöld Þriðji og síðasti þátturinn í framhaldsmyndaflokknum Austan Eden verður á dagskrá sjónvarpsins I kvöld og hefst kl. 21.10. Þátturinn er æði langur og lýkur ekki lokið fyrr en undir miðnætti eða kl. 23.30. Það er Nóbelskáldið John Steinbeck scm samdi söguna Austan Eden, en þekktasta bók hans, Þrúgur reiðinnar, hefur verið þýdd á íslensku, svo og Babbitt og Ægisgata. Þegar síðasta þætti lauk varþarkomið sögu að Adam hrökklast úr hóruhúsi konu sinnar Cathy, kalinn á hjarta og illa beygður. Hann hefur öðlast þá vitneskju að hann sé alls ekki faðir þeirra Calebs og Arons, heldur þvert á móti bróðir hans sem hin lævísa Chathy tældi til sín á brúð- kaupsnóttunni þegar brúð- guminn steinsvaf. Síðasti þátturinn hefst löngu eftir atburðina í hóru- húsinu, og eru þeir bræður Caleb og Aron komnir á legg. Adam hefur brugðið búi og leggur þess í stað út á hála braut viðskiptalífsins. Hann hefur gert ráðstafanir til að koma fóstursonum sínum til mennta. Þegar fram líða stundir fer annan bróðurinn Caleb að gruna ýmislegt varð- andi þá sögu að móðir sín sé látin. Sögusagnir sem berast honum til eyrna renna stoðum undir þann grun hans, að hún sé á lífi, og fer hann á stúfana. Að sögn Kristmanns Eiðs- sonar þýðanda þáttanna fjall- ar síðasti þátturinn að miklu leyti til um það sem á daga Calebs drífur. Útvarp kl. 16.20 Litli barna- tíminn Litli barnatíminn er á dag- skrá útvarpsins kl. 16.20 í dag. Stjórnandi barnatímans er Sigrún Björg Ingþórsdóttir. Þátturinn er stuttur, aðeins um 20 mínútur að lengd, en rúmar þó all-fjölbreytilegt efni. Máþar nefnalesturOlgu Guðmundsdóttur á sögunni, A brúðusjúkrahúsinu eftir Vilberg Júlíusson og söguna Brúðudansinn eftir Davíð Áskelsson, en Olga les þá sögu einnig. Litli barnatíminn er alltaf á dagskrá útvarpsins á miðvikudögum. frá lesendum RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Bolsojballettinn Sovésk mynd um hinnheimsfræga listdansflokk við Stóra leikhúsið í Moskvu. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 21.10 Austan Eden Þriðji hluti. Sögulok. Leikstjóri Harvey Hart. Aðalhlutverk: Timothy Bottoms, Jane Seymour, Kar- en Allen, Sam Bottoms og Hart Bochn- er. í öðrum hluta sagði frá því að Adam og Kata reistu bú í Salínasdal í Kaliforn- íu. Kata ól tvíbura en hljópst síðan að heiman og leitaði athvarfs í gleðihúsi í bænum Monterey. Eftir sat Adam með sárt ennað og synina, Caleb og Aron, en í þriðja hluta er saga þeirra rakin. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.30 Dagskrárlok. Fjöldamorðin í Beirút: Bera ekki NATO-ríkin ábyrgðina? Ásmundur Guðmundsson hringdi: „í sambandi við afstöðu ís- lenskra stjórnmálamanna til fjöldamorðanna í Beirút langar mig að spyrja hvort NATO Nató-ríkin öll eins og þau leggja sig beri ekki fulla og óskorðaða ábyrgð á ódæð- unum? Það virðist í þessu hörmungarmáli eins og oft áður, að sagan endurtekur sig í sífellu: þeir sannkristnu ljúga, drepa og svíkja - allt í nafni Drottins! Og hvar eru Sameinuðu þjóðirnar núna? Hvers vegna var ekki hægt að koma í veg fyrir slátrunina á saklausu fólíci? Eða höfðu sannkristnu lýðræðisríkin ef til vill engan áhuga á að koma í veg fyrir ódæðin? Mig hefði langað að vita hvert þessir piltar lenda sem á þessu bera ábyrgð. Verður ekki erfitt fyrir þá að múta Pétri þegar þar að kemur?" Eldjárn eða Eldjárns Gömul kona á Húsavík hringdi: „Ekki get ég orða bundist vegna þess sem ég kalla illa meðferð á nafni okkar ástsæla fyrrverandi forseta, Kristjáns Eldjárn. Ég hlustaði á ræð- urnar við útför hans og þar var margsinnis staglast á beygingu orðsins Eldjárn og haft í eignarfalli: Eldjárns Þetta finnst mér ósmekklegt, eða væri hægt að segja á þessa leið: Þjóðin öðlaðist góðar gjafir frá Kristjáni Eldjárni!? Eg heldekki, enefvið beygj- um orðið í einu falli, eins og 1 gert var við útförina, þá er eins gott að gera það í öll- uui föllum. Ég tek það fram, að ég er enginn málfræðingur: hér eru einungis á ferðinni þankar gamallar konu. En að beygja orðið Eldjárn í föllum finnst mér ósmekklegt málsmeð- ferð. Hvort ég hef rétt fyrir mér í því verða aðrir að segja til um.‘‘

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.