Þjóðviljinn - 06.10.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Page 1
Bandaríkin flytja út vopn fyrir 30 miljarða dollara á þessu ári.Meiraen helmingurinn fer til þróunarlandanna. Við viljum að öll kjarnorkuvopn verði eyðilögð, segir í ávarpi sem 27 íslenskar konur hafa sent frá sér. október 1982 miðvikudagur 225. tölublað 47. árgangur Finnst þér gaman í kvöld, Snorra Brynjólfsdóttir? ráðlcggja Flugleiðir sænskum karlmönnumað spyrjaí upphafi kynna á börunum í Reykjavík. Verðtrygging lána veldur samdrætti í íbúðabyggingum Fleiri Norski verka- mannaflokkurinn: Gegnfjár- veitingu til NATO- eldflauga Stjórn Norska verkamann- aflokksins ákvað á fundi sín- um á laugardag að flokkurinn skyldi greiða atkvæði gegn fjárveitingu til eldflaugaáætl- unar NATO í Evrópu þegar málið verður lagt fyrir norska stórþingið síðar í mánuð- inum. Þetta er í fyrsta skiptið sem Norski verkamannaflokkur- inn hefur tekið afstöðu gegn NATO í mikilvægu máli, en andstaða gegn eldflaugaáætl- uninni hefur verið mikil innan verkalýðshreyfingarinnar í Noregi. Sjá 16 íbúðir byggðar í ár en í ívrra Fjölþættar aðgerðir á félagslegum grundvelli, fleira þarf að koma til Hér á landi hefur verið sam- dráttur í íbúðabyggingum frá árinu 1979 er tekin var upp sú stefna að allar fjárskuldbind- ingar skyldu bera fulla verð- tryggingu. Samdrátturinn er því ættaður frá þeirri verð- tryggingarstefnu sem rekin hef- ur verið. Alþýðubandalagið hefur ifyrir' forgöngu félagsmálaráðherra stað- ið fyrir því að verkamannabústað- akerfið hefur verið eflt, og nú eru í byggingu yfir 500 íbúðir í því kerfi. Þá eru lán húsnæðismála- stjórnar víðtækari en áður var; lán til orkusparandi aðgerða, sérstök lán til fólks með sérþarfir og nú fá stórar fjölskyldur hærri lán en litlar. Til slíkra aðgerða má rekja þá staðreynd, að heldur er að draga úr samdrættinum frá 1979. Þannig er talið að í ár séu byggðar 9% fleiri íbúðir í almenna lánakerfinu en í fyrra. Margsinnis hefur verið lagt til af talsmönnum Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn og á alþingi að bankar og lífeyrissjóðir komi til liðs við aðgerðir til að auðvelda séstaklega ungu fólk'i að komast í öruggt húsnæði, m.a. með langtíma- lánum. - ó.g. Neytendamánuður Sérstakur „neytendamánuður“ vcrðurfrá 15. janúar til 15. febrúar næstkomandi samkvæmt ákvörðun formannaráðstcfnu Neytenda- samtakanna sem haldin var úm síð- ustu helgi í Borgarnesi. Á ráðstefnunni var fjallað um starfsemi Neytendasamtakanna, vísitölukerfið, matvælaeftirlit, verðlagningu og framboð. Jóhann- es Gunnarsson forntaður Neytendasamtaka Reykjavíkur sagði í gær að ráðstefnan hefði tek- ist hið besta og ætlunin væri að kynna Neytendasamtökin rækilega og gera átak í fræðslumálum þeirra í neytendamánuðinum. -þs. Fær Stálfélagið lóð í Reykjavík? Stálfélagið sem fengið hafði 5 hektara lands við Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar hefur nú horfið frá áformum um að reisa stálbræðslu sína þar. Hefur félagið óskað eftir lóð í Reykavík. Þar sem félagið þarf góðan að- gang að höfn og aðstöðu til þess að rífa stálskip eru ekki ýkja rnargir staðir sem koma til greina í borgar- landinu. Hafa augu manna beinst að svæði áustan Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi, en umsókn félagsins er nú til athugunar hjá borgaryfirvöldunt. Jóhann Jakobsson, formaður Stálfélagsins sagðist í samtali við Þjóðviljann vera bjartsýnn á að fé- lagið rnyndi hefja starfsemi sína af fullum krafti um áramótin ef stað- setningarmál leystust. Félagið hyggst endurvinna 15-18 þúsund tonn af brotajárni og brotastáli á ári hverju og metta þannig 13 þús- und tonna innanlandsmarkað fyrir steypustyrktarjárn. Árni Reynis- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Náttúruverndarráðs, sem í sumar ferðaðist um landið á vegum félagsins, telur að utan Reykjanes- svæðisins séu 2ja- 3ja ára birgðir af járni sem verksmiðjan gæti nýtt ef góð samvinna tekst með sveitar- stjórnum og félaginu. Sjá 8 Stálfélagið hefur dregið að sér stóran haug brotajárns á lóðina við Straumsvík. Ljósm.-eik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.