Þjóðviljinn - 06.10.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐÁ 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Fjármál KSI í brennidepli: Megum ekki lengur treysta einvörðungu á landsleiki „Fjáröflun fyrir Spánar- ferðina síðar í þessum mánu ð* i er í fullum gangi en ekkert áþreifanlegt er enn komið fram, nema það að KSÍ gefur út blað á næstunni sem verð- ur væntanlega komið á mark- að í kringum ársþingið í byrj- un desember. Þetta verður að hafast, hvað sem öðru líð- ur, því við yrðum dæmdir í sektir og útilokaðir frá keppni í náinni framtíð ef við yrðum að draga okkur út úr Evrópukeppni landsliða“, sagði Friðjón Friðjónsson, gjaldkeri KSÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Eins og fram hefur komið, er fjárhagsstaða Knattspyrnusam- bands fslands gífurlega slæm í kjölfar dræmrar aðsóknar á lands- leikina í byrjun síðasta mánaðar. A-landsliðið og landsliðið undir 21 árs eiga að leika á Spáni þann 26. október og ferðin þangað verður afar kostnaðarsöm, ekki síst þar sem liðin leika á sama tíma, sitt í hvorum landshlutanum. En er ekki kominn tími til að stokka upp í fjáröflunarmálum KSÍ? Hingað til hefur fjárhagur sambandsins byggst á tekjum af landsleikjum hér heima og er gæf- an oft ansi fallvölt í þeim efnum, happdrætti hve margir atvinnu- ntanna okkar geta kornið, slæm veðrátta og fleiri atriði hafa mikil áhrif á aðsóknina . Friðjón var inntur eftir hvort einhverjar nýjar hugmyndir í fjáröflun hefðu komið fram og kvað hann svo vera en sagði allt á könnunarstigi. Það sýndi sig best í haust að það gengur ekki lengur að treysta al- gerlega á landsleikina. Einhverjir varnaglar verða að vera fyrir hendi, ef og þegar þeir bregðast. Friðjón taldi að með slíku áfram- haldi yrði að skera niður samskipti við erlendar þjóðir á knattspyrnu- sviðinu og þá bitnaði það fyrst á yngri landsliðunum. Slíkt rpá ekki ske. Það yrði stórt skref afturábak sem seint yrði bætt til fulls. Þeir yngri munu jú landið erfa og sú reynsla sem hlýst af drengja- og unglingalandsleikjum verður ekki metin til fjár. Knattspyrnuforystan verður að stórauka áhersluna á fjármálin í náinni framtíð ef ekki á illa að fara. Pat Jennings Jennings aftur í landslið! Blakið er að byrja Reykjavíkurmótið í blaki hefst í kvöld í íþróttahúsi Hagaskóla og eru þrír leikir á dagskrá. Kl. 18.30 leika Þróttur og Breiðablik í kvennaflokki, kl. 20 Þróttur og Víkingur í karlaflokki og að lok- um, kl. 21.30, Fram og ÍSjeinnig í meistaraflokki karla. Sigurvegararnir í tvíliðaleikjum: Kristín Magnúsdóttir, Kristín Krist- jánsdóttir, Sigfús Ægir Árnason og Víðir Bragason. TBR-fóUdð var slgur- sælt á Atla-mótinu Badmintonfélag Akraness hélt um síðustu helgi annað minningamót- ið um Atla Þór Helgason sem lést af slysförum haustið 1980. Mót þetta heitir Atla-mótið. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi gaf veglega farandgripi til að keppa um og á mótið að fara fram á hverju ári. Broddi Kristjáns,son, TBR, sigraði í einliðaleika karla, Kristín Magnúsdóttir, TBR, í einliðaleik kvenna, Víðir Bragason, ÍA, og Sigfús Ægir Árnason, TBR, í tvíliðaleik karla, Kristín Magnúsdóttir og Kristín Kristjánsdóttir, TBR, t' tvíliðaleik kvenna og þau Kristín M. og Broddi í tvenndarleik. Pat Jennings, hinn 36 ára gamli markvörður hjá Arsenal sent ekki hefur leikiö deildaleik í tíu mánuði, hefur á ný verið valinn í landslið Norður-íra, fyrir landsleik gegn Austurríkismönnum í Vín eftir viku í Evrópukeppni landsliða. Jennings á að baki 95 landsleiki fyrir Norður-írland og á því enn ntöguleika á þeim hundraðasta. Þá var Ian Stewart hjá OPR, sent ekki er fastamaður í.liði sínu, og hefur aðeins leikið 13 deildaleiki á ferli sínum, einnig valinn í lands- liðshópinn. - VS Robson vill sjá þá ungu í landsleik Bobby Robson, landsliðseinvaldur Englendinga í knattspyrnu, kom enn á óvart þegar hann valdi landsliðshópinn fyrir vináttuleik gegn Vestur- Þjóðverjum á Wembley næsta miðvikudag. í honum eru fjórir leikmenn sem eru á þessu keppnistímabili að leika i fyrsta skipti í 1. deild, þeir John Barnes og Luther Blissett frá Watford, Mark Chambcrlain frá Stoke og Gaiw Mabbutt frá Tottenham. „Eg reikna með að láta einn eða tvo þeirra leika gegn V.Þjóðverjum”, sagði Robson í gær. „Einn í viðbót gæti orðið nteðal varamanna og kornið inná. Ég vil sjá hvort þeir hafa hæfileika og „karakter" til að leika nteð enska landsliðinu og eina leiðin til að komast að því er að láta þá spila. Ég hef sérstaklega mikla trú á Chamberlain, hann er fljótur og leikinn og mikið efni. Þetta verður erfiður leikur og niikil barátta en ég hef enga löngun til að tapa, jafnvel þó hér sé um hið geysisterka lið V.Þjóðverja að ræða”, sagði Robson. íslenskir knattspyrnuáhugamenn hafa þegar fengið að sjá alla þessa leikmenn á skjánum í ensku knattspyrnunni í haust, hinn eldfljóta Chamberlain síðasta laugardag, og það verður fróðlegt að fylgjast með gengi þeirra og enska landsliðsins næsta ntiðvikudag. - VS HM 1986 í Kanada? Kanadamenn hafa boðist til að halda heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu árið 1986. Þeir höfðu sótt unt HM 1994 en segjast reiðubúnír að halda hana.næst éf Kólombíumenn guggnaeins og flest bendir til. Endan- legt svar frá Kólombíu áað hafa borist innán tveggja mánaða en hingað til hefur þótt líklegast að Brasilíumenn tækju við keppninni í stað þeirra. - VS Tólf þjóðir berjast um HM-titil í blaki Það verður að feta inná nýjar brautir og tryggja að jafn ógnvæn- leg staða á bankabók KSÍ komi aldrei upp aftur. Knattspyrnan er og verður óhemju vinsæl íþrótt og íslenskir knattspyrnuáhugamenn myndu seint fyrirgefa þeim for- ystumönnum sem bæru ábyrgð á hnignun hennar með slælegri frant- mistöðu í fjárhagsmálum. Heimsmeistarakeppnin í blaki stendur nú yfir í Argentínu og er fyrsta hluta hennar lokið. Tólf þjóðir eru eftir í keppninni, Sovétríkin, Kana og Pólland, sem þykja sigurstranglegastar, Argentína, Brasilía, Júgóslavía, Japan, Kúba, Á.Þýskaland, Kanada, Búlgaría og Tékkóslóvakía. - vs Skyldi Labbi fara sjáifur inná næst? Slakan varnarleik, góða markvörslu, ilmnitíu og þrjú mörk, svipuð að fjölda og áhorfendurnir, en ekkert fleira markvert buðu neðstu lið 1. deildar karla í handkattleik, Frain og ÍR, upp á í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Framarar voru afgerandi betri aðilinn, enda sigruðu þeir með níu marka mun, 31:22, og fengu þar með sín fyrstu stig í deildinni í vetur. Jafnt framan af en síðan seig Fram frantúr og var yfir, 15:10, í leikhléi. nn" Jokst smám saman í síðari hálfleik, var mestur tíu mörk 29:19 og 30:20 og í lokin níu mörk eins og áður sagði. Markverðirnir, Ragnar Kristinsson hjá Fram og Guðjón Hauksson hjá IR> Yoru bestu menn liða sinna og vörðu oft mjög vel þrátt fyrir slakar varnir. Hannes Leifsson sem skoraði 8, mörk og Dagur Jónasson með 7 voru mest áberandi af útispilurum Fram ásamt Hermanni Björnssyni Guðjón Marteinsson skoraði 8 mörk fyrir ÍR og Þórarinn Tyrfingsson 7 en sa stðarnefndi sótti sig mjög í síðari háifleik. Aðeins tveir skiptimenn voru a bekknum hjá IR og enginn varamarkvörður, svo við megum sjálfsagt buast við því innan tíðar að sjá Gunnlaug „Labba” Hjálmarsson, þjálfara IR og fyrrum landsliðsmann, skipta sjálfum sér inná. ■ VS Sigurður Jónsson leikur með unglingalandsliðinu gegn írum í dag. Piltarnir leika við ✓ Ira í dag íslcnska unglingalandsliðið í knattspyrnu, skipað leik- mönnum 16 - 18 ára, mætir írskum jafnöldrum sínum í Evr- ópukeppni unglingalandsliða á Valbjarnarvelli í Laugardal í dag og hefst leikurinn kl. 17. Þetta er fyrri leikur liðanna, en sá síðari fer fram í Dublin 10. nóveinber. Þjálfari piltanna, Haukur Hafsteinsson, sem gerði lið Víðis úr Garði að íslandsmeist- urum í 3. deild á nýloknu keppnistímabili, valdi eftirtalda leikmenn fyrir þennan leik: Markveröir: Birkir Kristinsson, ÍBV Friðrik Friðriksson, Fram Aðrir leikmenn: Engilbert Johannesson, ÍA Guðni Bergsson, Val Halldór Áskelsson, Þór Ak Hlynur Stefánsson, ÍBV Ingvar Guðmundsson, Val Jón Sveinsson, Fram Magnús Magnússon, Breiðabliki Ölafur Þórðarson, ÍA Pétur Arnþórsson, Þrótti R. Sigurður Jónsson, ÍA Snævar Hreinsson, Val Stefán Pétursson KR Steindór Elísson, Breiðablíki Steingrimur Birgisson, KA Örn Valdimarsson, Fylki. Tveir leikmanna liðsins, Sig- urður Jónsson og Snævar Hreinsson, koma beint úr •drengjalandsliðinu 14 - 16 ára en þeir eru ennþá 3. flokks- menn. Sigurður hefur reyndar verið fastamaður í liði bikar- meistara ÍA í meistaraflokki mest allt sumar og er mikið efni eins og oft hefur komið fram í fjölmiðlunt. Tíu af sextán leik- mönnum íra koma frá enskum liðum og það má því reikna með sterku liði þaðan. -VS Sandgerði og Reykjavík í 6. leikviku-Getrauna komu fram 2 seðlar með 12 réttum leikjum og var vinningur fyrir hvora röð kr. 100.950.00, en nreð 11 rétta leiki voru 26 raðir og vinningur fyrir hverja kr 3.328.00. Báðir seðlarnir með 12 réttum voru einfaldir 10 raða seðlar og var annar ffá.Sand gerði en hinn frá Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.