Þjóðviljinn - 06.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 6. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Leikfélag Reykjavíkur: SKILNAÐUR eftir Kjartan Ragnarsson Lýsing: Daníel Williamsson Tónlist: Áskell Másson Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson. Sambúð vel stæðra hjóna á miðjum aldri Kristínar og Áma virðist takk bærileg. Líklega betri en gengur og gerist. En hann til- kynnir allt í einu að hann sé far- inn til annarrar og vilji skilnað. Sú yfirlýsing er í ætt við skiln- aðarfrétt í næsta húsi:enginn hef- ur iykil að öllum forsendum hennar og samúðin (ef nokkur er) snýst á sveif með þeim sem er yfirgefinn. Hér er það konan. Samúðin er líka vís þeim sem menn þekkja betur. Og hér er það líka konan. Nálœgðin Sem fyrr er það styrkur Kjart- ans Ragnarssonar að hann hefur næm eyru og augu á hversdags leikanum og kann að smíða trú- verðugar persónur sem negla þekkjanlegan vanda niður mjög nálægt áhorfandanum. Nálægðin er reyndar leiðarljós leikstjórnar- stefnu Kjartans sjálfs í þessari sýningu og ræður umbúnaði hennar. Eins og margoft er tekið fram í fréttum er leikið á miðju gólfi í Iðnó og áhorfendur allt um kring. Og þessi aðferð verður hreint ekki tilgerðarleg eða hlað- in óþarfa áreynslu. Hún þj ónar í raun og veru þessu markmiði: að gefa áhorfandanum engin grið. Leikmynd og búningar Stein- þórs Sigurðssonar í útsmognum og lithreinum einfaldleik sínum stuðla líka vel og rækilega að því, að áhorfandinn gefst fljótlega upp við að hugsa sér þetta verk uppi á sviði. Ein allsherjarmubla í miðjum sal:l borð og rúm og vinnustaður og skemmtistaður. Hin sýnilega umgjörð í lágmarki -en meir treyst á hina heyranlegu og hreyfanlegu, á tónlist Áskels Mássonar og hljóðblöndun þeirra Sigurðar Rúnars, á hvíslið sem dregur saman undirtektir samfélagsins við tíðindin á svið inu. Petta er allt saman vel gert og fagmannlega. Þó eru grímurn- ar sem allir leikarar nema Guð- rún Ásmundsdóttir (Kristín) eru látnir setja upp, sumpart til að fara með slúður og almannaróm, stundum til að lýsa sálarkreppu' aðalpbrsónunnar, ekki ótvíræð blessun. Kannski það hefði mátt koma því til skila sem í þessum atriðum felst með „hljóðblönd- un” einni saman? Arni Bergmann skrifar um teildiús Hjón Trúverðugar persónur var áðan sagt, nálægur vandi, sem áhorfandinn mun kannast við. Áminningin um nálægan veru- leika er sterkust í persónu Krist ínar. Mörgu er vel til skila hald- ið um undrun hennar og örviln- an, ráðleysi og reiði - og mætti svo áfram telja upp viðbrögð þess, sem skyndilega hefur misst fast land undan fótum og þarf á því að halda að koma sér upp nýju sjálfstrausti, innra sjálf- stæði. Guðrún Ásmundsdóttir ræður yfir ríkidómi blæbrigða sem gerir sögu Kristínar eftir- minnilega. Ekki tekst henni vel að koma því til skila, að í ástlitl- um smáheimi þessa leiks er það Kristín sem helst átti einhvern hlýjuforða, sem hefði mátt koma að haldi listinni að elska, þeirri vanræktu list. Höfundurinn er rniklu naumari við eiginmanninn Árna, sem Jón Hjartarson leikur. I þeirri per- sónu er hann lfka farinn að stefna sjálfum sennileikanum í voða - og vísast þar um til þess, að sá fráskildi hælist nokkuð um við Kristínu af nýja sambandinu. Ef áhorfandinn á að trúa þessu, þá verður Árni að vera heimskari eða grimmari en hann annars er. Svo mikið er víst, að þeir þættir eru ekki áberandi í túlkun Jóns Hjartarsonar - þar er Árni einna Það er kalt helst nokkuð góður strákur, það er hans vandræðaskapur sem kemst best til skila og við trúum því vel, sem hann segir, að hann sé ekki maður til að standa í tvö- földu lífi., Kannski ekki „ein- földu” heldur. Pað er svo sérkennileg missmíð á þessu leikriti, að í raun og veru er mjög lítið unnið úr sambandi þeirra hjóna. Við höfum þegar í fyrstu senunum langflestar upp- lýsingar sem um þau er að hafa. Við sjáum og skiljum, sem fyrr segir, viðbrögð Kristínar við brottför Árna og svo ýmsum ótíð- indum er á hana sækja síðan. En við vitum ekki meir um það, Önnur hjón Ég er farinn (Jón Hjartarson og Guðrún Ásmundsdóttir). hvers vegna hann fer eða hvers vegna hann vill koma aftur undir lokin en hóflega forvitnir kunn- ingjar þeirra út í bæ gætu varla vitað það. Þess í stað færist mikill þungi yfir á önnur hjón - Baddý, sem gerir hreint hjá Kristínu, og mann hennar Odd, sem mis- þyrmir konu sinni þegar hann er fullur. Valgerður Dan leikur Baddý og miðlar vel óttanum sem er orðinn annað eðli þessarar konu (og betur en reiði hennar). Aðal- steinn Bergdal var vissulega sá fantur serri trúandi er til hinna verstu verka, hann var líka sá ruddi sem á stutt í allar kúnstir sjálfstæðisréttlætingar alkólist- ans (maður er svo svakalega stressaður í mikilli vinnú osfrv.). Og vitanlega getur sagan af þessu hjónabandi, sem getur ekki einu sinni endað í skilnaði, vegna þess að Baddý á sér hvergi athvarf - vitanlega á sú saga rétt á sér í leiknum. En um samband þess- ara tveggja persóna verður sagt það sama og um Kristínu og Árna: það er svotil allt komið til áhorfandans strax sama dag og Baddý kemur fyrst á heimili Kristínar. Síðan er ekki annað en bíða eftir að ósköpin dynji yfir. Og þegar það gerist, með nauðgun- artilraun og hnífsstungu, þá verð- ur það atriði svo fyrirferðar- mikið að áhorfandinn fer að hall ast að því að Oddur fanturinn sé orðinn tákn og ímynd um stöðu kvenna í þjóðfélaginu og þarmeð skepnuskap karla. Innbrot hans á heimili Kristínar og herfilegt framhald þess er afleiðing af því, að hún hafði leyft sér að sýna Baddý, systur í nauð, góðvild og samstöðu. En það má ekki held- ur. Kristínu er refsað fyrir þetta. Öll sund lokuð. Og í heldur snubbóttu uppgjöri við Árna, sem nú er aftur einn og vill koma heim er það Oddur þessi - sem fýrir hálfgerða tilviljun flæktist inn í líf hennar - sem ræður mestu um þau kaldranalegu svör, að best sé að vera einn og varla ann- að fyrir karla gerandi en mæta í jarðarförina þeirra. ^Nú er það alls ekki víst, að þetta sé ætlunin. En hlutur Odds, áherslan á ofbeldið grímulausa, er svo sterk, að óneitanlega fara svona túlkunarhneigðir af stað. Að minnsta kosti eru þessir þætt- ir svo sterkir, að nú hefur gleymst, að skilnaður þeirra Kristínar og Árna var annars eð- lis en nauðungarsambúð Baddýar og Odds. Allt ótryggt En það eru fleiri persónur í leiknum, rétt er það. Sólborg, vinnufélagi Kristínar, hefur leyst sín karlamál (hún er fráskilin) með því að taka saman við konu. Soffíu Jakobsdóttur tekst mæta- vel að koma því áleiðis, að það öryggi sem þessi reynda kona hefur smíðað sér stendur ekki traustum fótum. Sigrún Edda Björnsdóttir leikur svo Sif, dóttur Kristínar og Árna - sannari reyndar í umkomuleysi stúlkunn ar og bón um liðveislu en í full háværri heift hennar. Þessar per- sónur og hlutskipti þeirra eru til- brigði við sama þema. Ástkona Sólborgar yfirgefur hana, sambúð dótturinnar við einhvern Bjössa úti í bæ fer út um þúfur Allir standa einir eftir. Og þótt Kristín segi sem svo að það sé kannski best og að minnsta kosti sé maður þá sjálfstæður, þá veit hver maður sem heyrir Guðrúnu Ásmundsdóttur fara með þau orð, að ekki er mikil huggun í því sjálfstæði sem hefur vísað öllum frá sér vegna þess að allt er ó- tryggt. Það gæti vel hugsast, að Kjartan Ragnarsson vilji með afdrifum sexmenninganna allra láta menn gruna að öll séu það með einhverjum hætti sek. Eða að minnsta kosti hafi þau misst sjónir af því sem gæti gefið von um að menn slampist gegnum lífið án þess að slökkva á sálartýr- unum hver hjá öðrum. Má vera Það getur líka verið, að það þurfi oftúlkunaráráttu til að lesa slíkt út úr leikritinu, hver veit? ÁB. Könnun á fjárhags- stöðu bænda Það er ljóst, að fjárhagur ýmissa bænda, einkum hinna yngri, er mjög erfiður um þessar mundir og kemur þar margt til. Allar stéttir þurfa endurnýjunar við og illa horfir þá fyrir landbúnaðinum ef þeir ungu menn, ýmsir hverjir, sem byrjað hafa búskap hin síðustu ár, sligast undan skuldabagganum og verða að gefast upp. Þessi mál komu að sjálfsögðu til umræðu á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, sem samþykkti tvær ályktanir, sem að þeim lúta: Fundurinn..„lýsir áhyggjum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu margra bænda, einkum hinna yngri. Orsakir þessarar þróunar eru einkum vafasöm ákvæði skatta- laga, háir vextir, verðtrygging lána, tekjurýrnun vegna söluerfið- leika og rýrnun á tekjum bænda vegna verðbólgu og veðurfars. Varar fundurinn við afleiðingum þess ef vaxtarbroddur stéttarinnar neyðist til að gefast upp af þessum sökum. Fundurinn beinir því til landbún- aðarráðherra að hann skipi þriggja manna nefnd nú þegar, sem hafi það verkefni, að kanna fjárhags- stöðu þeirra bænda, sem eru í sér- stökum greiðsluörðugleikum og leiti leiða og leggi fram tillögur til lausnar í þeim efnum. Nefndin kanni m.a. hvaðþurfi til að lengja lánstíma verðtryggðra lána verulega frá því, sem nú er og hvort til greina komi eftirgjöf á hluta skulda þeirra bænda, sem verst eru settir". Ennfremur: Fundurinn.. „vill enn á ný vekja athygli á því, að núgildandi skatta- lög eru mjög í óhag þeim bændum, sem nýlega hafa byrjað búskap og staðið í framkvæmdum og þar af leiðandi stofnað til mikilla skulda. Fundurinn felur stjórn Stéttar- sambandsins að vinna að því að fá skattalögunum breytt á þann veg, að niður verði felldar þær greinar slaganna, sem leiða nú til óréttlátr- ar skattálagningar svo sem á tekju- færslu vegna skulda.” - mhg Yfirburða sfgurMH Skákkeppni fram- haldsskóla á Norðurlöndum Skáksveit Menntaskólans við Hamrahlíð vann glæsilegan sigur í skákkeppni framhaldsskóla á Norðurlöndum sem frám fór um helgina í Holsterbro á Jótiandi. Sveit MH hlaut I6V2 vinning af 20 mögulegum og varð 5 vinningum fyrir ofan næstu sveit. Skáksveit Dana hlaut 11'/2 vinn- ing, Svíar urðu í 3. sæti með 11 vinninga. Finnar í 4. sæti með 8 vinninga, Norðmenn voru með 7'/2VÍnning en B-sveit Ðana 'rak lestina, hlaut SV2 vinning. Skáksveit MH var með „lands- liðsmenn“ á fyrstu tveim borðun- um. Jóhann Hjartarson hlaut 4'h vinning af 5 mögulegum á 1. borði, 'Róbert Harðarson hlaut 3 vinninga af 5 mögulegum á 2. borði, Hrafn Loftsson hlaut 3V2 vinning af 4 á 3. borði, Lárus Jóhannsson hlaut 4 vinninga af 4 mögulegum á 4. borði og varamaður sveitarinnar kom tvívegis irmá og hlaut P/T Vinning. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.