Þjóðviljinn - 06.10.1982, Side 3

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Side 3
Miðvikudagur 6. októbér 1982 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 3 Svana Baldursdóttir, Snorra Brynjólfsdóttir och Freyja Höskuldsdóttir undrar nár du kommer till Reykjavik? Vill du ráka ut för en riktigt glad. överraskning? Det fmns en nöjesstad som du sakert aldrig har prövaL Reykja- vik pá Island. Du ár dár pá dryga tre timrnar med Icelandair. Pá kvállskvisten váxer Reykja- vik till efi riktig storstad. Flotta restauranger. mysiga barer och glada dansstallen ligger sida vid sida. ' Dct ár just nu som högsá- songen startar för nattlivet i den hár stan. Ta en minisemester över en weekend i Reykjavik. Det ár en upplevelse som du alltid kom- mer att minnas! Pássá pá, för nu böijar det roliga i Reykjavik! Vi har gjort i ordning en liten rese- och nöjesguide át dig. IXi fár den gratis om du gár till din resebyrá eller ringer oss. Specialpris! Minisemestcr inki. förstaklasshotell: Frán Stockholm 1.995:-. Frán Göteborg 1.860:-. Frán Köpenhamn 1.875:-. □ Ja tack, sánd mig I en nöjesguide. Namn_______________ Adress_____ Postadress _ ICELANDAIR Dct Islándska Flyfibolanc't Humlcgárdsgatan 6.114 46 Stockholm, 08-24 9930 Auglýsingaherferð Flugleiða á Norðurlöndum er geysilega viðamikili. Svana Baldursdóttir, Snorra Brynj- ólfsdóttir og Freyja Höskuldsdóttir spyrja hvenær þú komir til Reykjavíkur; ein auglýsinganna sem birst hafa í sænsku blöðunum. Reykjavík auglýst sem ný Bangkok? Hið fírugasta hopp og hí í Reykjavík — Glefsur úr aug- lýsingabæklingi Flugleiða Talsvert fjaðrafok hefur orð- ið út af kynningarbæklingi þeim sem Flugleiðir hafa gefið út í Svíþjóð til að auglýsa helg- arferðir til íslands. Sænsk blaðakona vakti athygli á bæk- lingi þessum, en hún fór fyrir stuttu í helgarferð til Reykja- víkur og skrifaði um það sem fyrir augu bar í eitt út- breiddasta blað Svíþjóðar, Ex- pressen. „Ósmekklegt að selja grunlausar íslenskar konur sænskum körlum eins og Reykjavík sé ný Bangkok”, segir hún meðal annars. Sæmundur Guðvinsson blaða- fulltrúi Fluglciða sagði í samtali við Þjóðviljann í gær, að hann sæi ekk- ert athugavert við bæklinginn, og reyndar mættu Svíar líta í eigin barm í þessum efnum þar sem ekki væri heiglum hent að fara á nætur- klúbba í Svíþjóð; þar væri enginn friður fyrir sænsku kvenfólki sem væri á mála hjá viðkomandi veitingahúsi og hefði það hlutverk með höndum að fá karlmenn ekki einasta til fylgilags við sig, heldur einnig til að þjóra sem mest. Hans Indriðason hjá Flugleiðum lætur hafa eftir sér í DV í gær að sænska blaðakonan rangfæri mikið í grein sinni og í bæklingnum sé aðeins verið að benda á hið fjöl- breytta skemmtanalíf í Reykjavík. Þjóðviljinn hefur þennan marg- umtalaða bækling undir höndum og birtir myndglefsur úr honum. - hól Fyrsta ising vetrarins í gœr: Áfallalítið í umferðinni Vetur konungur hélt innreið sína í untferðina hér á höfuðborgar- svæðinu í gærmorgun. ísing var á götum og rúður hrímaðar á bílum. Þrátt fyrir þessa fyrstu viðvörun vctrarins gekk umferðin greiðlega og áfallalítið fram eftir morgni. Á miðjum degi í gær höiðu hins vegar orðið 8 árekstrar. Samkvæmt upplýsingum slysa- rannsóknadeildar var morgunninn rólegur. Svo virðist sem menn gæti betur að sér fyrsta kastið þegar vetrar, en reynslan er því miður sú, að þar vill sækja í sama farið. Oskar Olason yfirlögregluþjónn sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að eftir 15. október væri heimilt að setja nagladekk og keðjur á bíla, en fyrr ef veðrátta krefðist þess. Hann sagði mikilvægt að menn gerðu sér grein fyrir því, að nú færu í hönd erfiðustu mánuðir ársins hvað öll akstursskilyrði varðar. Staða bókasafna N.k. fimmtudagskvöld, 7. októ- ber, heldur Kristian Lindbo- Larsen, bókafulltrúi Danmcrkur, fyrirlestur um þjóðfélags- og stjórnmálalega stöðu bókasafna. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 102 í Lögbcrgi og hefst kl. 20.30. Hann er öllum opinn. Kristian Lindbo-Larsen mun í fyrirlestri sínum m.a.fjalla um gildi bókasafnsins í lýðræðisþjóðfélagi, útlán á nýjum miðlunargögnum, svo sem myndböndum og samstarf safna. Hann mun einnig svara fyrirspurnum fundargesta. Kristian Lindbo-Larsen, sem tók við embætti bókafulltrúa 1976, á m.a. sæti í stjórnum Þjónustu- miðstöðvar bókasafna í Dan- mörku, Danska bókasafnaráðsins og Bókasafnasambandi Danmerk- ur. Hann situr í endurskoðunar- nefnd um bókasafnslög, Danska fjölmiðlaráðinu ogfulltrúaráði Det Danske Selskab. Hann kemur hingað á vegum bókafulltrúa ríkis- ins og lektora í bókasafnsfræði við Háskóla fslands. QP m Aöalfundur Handprjónasambands íslands verður haldinn laugardaginn 16. október 1982 kl. 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning stjórnar. Önnur mál. Mætið vel og sýnið félagsskírteini við inn- ganginn. Nánari upplýsingar í fundarboði og í verslun- inni Skólavörðustíg 19. Stjórnin. BREYTING Á LAUSASKULDUM ÚTGERÐARFYRIRTÆKJA Vegna fyrirhugaörar breytingar á hluta af vanskilum og lausaskuldum útgeröar í lán til lengri tíma skulu fyrirtæki og einstaklingar, sem útgerö stunda og óska aðstoðar meö ofangreindum hætti senda hagdeild viöskiptabanka síns eöa sparisjóði sínum umsókn um skuldbreytingu studda eftirtöldum gögnum: 1. Lista yfir alla skuldunauta og lánadrottna pr. 30. sept. 1982. 2. Efnahags- og rekstrarreikningi fyrir árið 1981 ásamt sundurliðuðum lista yfir alla skuldu- nauta og lánadrottna í árslok 1981. 3. Staðfestingu á vátryggingarverði fiskiskipa. 4. Nýju veðbókarvottorði fyrir eignir i rekstri, og yfirliti um eftirstöðvar áhvílandi veðskulda. Umsóknir berist viðkomandi stofnun hið fyrsta og eigi siðar en 31. október n.k. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til meðferðar. Reykjavík, 1. október 1982 ífð V SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.