Þjóðviljinn - 06.10.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJQÐVILJINN ■ Miðvikudagur 6. október 1982 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Elður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhíldur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Helgi Ólafsson, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Glslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Glsli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Útvarps- œvintýri Útvarpslaganefnd hefur skilað áliti eins og fjölmiðlar hafa tíundað. Það hefur líka komið fram, að þótt nefnd- armenn hafi áhuga á því, að meiri fjölbreytni verði möguleg en sú sem Ríkisútvarp hefur risið undir, þá eru þeir hreint ekki sammála um það, hvernig að breyting- um skuli staðið. Eins og vænta mátti er ágreiningurinn ekki síst um peninga: meirihluti útvarpslaganefndar gerir ráð fyrir því, að nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar verði reknar • fyrir auglýsingatekjur. Aðrir gera fyrirvara um verslun- arauglýsingar eða eru beinlínis andvígir því að þessi nýbreytni verði tekin upp - vegna þess að með því móti verði Ríkisútvarpið af tekjum sem erfitt muni reynast að bæta því. í umræðu þeirri, sem hingað til hefur farið fram um þessi mál, hefur reyndar verið helst til lítið um að menn reyndu að gera sér og öðrum grein fyrir því, til hvers menn vildu breyta þeirri einokun á rekstri hljóðvarps og sjónvarps sem Ríkisútvarpið hefur haft. Eru þó vissulega margar fróðlegar og jákvæðar hliðar á því máli: hvernig gefa mætti til að mynda almannasam- tökum, landshlutum, bæjarfélögum og þar fram eftir götum, aukna möguleika til að sinna sínum sérstöku þörfum, veita ýmislega þá þjónustu sem ekki rúmast' innan þess ramma sem fyrir er. Og það er líka ljóst að íslendingar verða að vera við því búnir að mæta með skynsamlegri stefnu þeim öru tæknilegu breytingum sem verða á sjónvarpsmálum vegna tilkomu fjarskipta- hnatta. En sem fyrr segir: þessi umræða er öll í fátæklegra lagi. Miklu heldur hafa þeir aðilar sem hæst hafa haft um frjálsan útvarpsrekstur róið að því, að efnt sé til auglýsingaútvarps, að einkaaðilum takist að ná undir sig hlúta þess auglýsingamarkaðar sem Ríkisútvarpið hefur hingað til setið að. Öll svör þessara manna um dagskrá, um það til hvers ætti að nota það tjáningar- frelsi sem haft er á lofti, eru ósköp loftkennd, huldu- hrútsleg. E*að er ljóst, að ef leyft verður að reka slíkar auglýs- ingastöðvar, þá bitnar það á fjárhag Ríkisútvarpsins. Auglýsingamarkaður er ekki belgur sem stækkar við að fleiri blása í hann. Pessum tekjumissi, segja ýmsir aðstandendur breyttra útvarpslaga, á svo að mæta með því, að almenningur á að greiða hærra verð fyrir þá þjóriustu sem Ríkisútvarpið eitt getur veitt, því menn virðast ekki ætlast til þess að rieinar kvaðir verði af því teknar, öðru nær. Ef þróunin verður þessi, er hér kom- ið enn eitt dæmi um það sem einu sinni var kallað sósíalismi apdskotans: Stór hluti af ábata af útvarps- rekstri er tekinn af opinberu fyrirtæki og færður til einkaaðila sem þjóna undir öfluga auglýsendur. En þar eftir vaxandi kostnaður af þeim útvarpsrekstri sem ekk- ert þjóðfélag getur verið án er þjóðnýttur. Gjafir eru yður gefnar.... - áb. klippt FyrrVerandi heilbrigðismálaráðherra og fyrrverandi fjármálaráð- herra verða fyrir barðinu á ofstæki Morgunblaðsins. Með offorsi og blindri heift. Allt frá því núverandi ríkis- stjórn var mynduð hefur Morg- unblaðið ráðist með sérstöku of- forsi gegn Svavari Gestssyni for- manni Alþýðubandalagsins. Gildir einu hvort um er að ræða húsnæðismál, embættaveitingar, herstöðvarmálið, fyrirkomulag í rekstri félagslegra stofnana eða eitthvað annað sem heyrir undir ráðuneyti Svavars; ævinlega skal Morgunblaðið ráðast af blindri heift gegn félagsmálaráðherra. Árásir Morgunblaðsins eru að sjálfsögðu Svavari Gestssyni til mikils sóma, en engu að síður er athyglisvert hvernig árásirnar á Alþýðubandalagið hitta fyrir málefni sem Sjálfstæðismenn sjálfir hafa borið fyrir brjósti. Til er kínverskur málsháttur þar sem segir „Ég skamma munkinn en meina sköllótta manninn". . Eiga Matthías- arnir að fjúka? Nýjasta árásarefni Morgun- blaðsins er það fyrirkomulag að setja fjárframlög ríkisins til nokk- urra stofnana beint inn á fjárlög í stað fjármögnunar með dag- gjöldum. Hér er um að ræða til- lögu sem alþingi á eftir að taka afstöðu til. Á sínum tíma beitti Matthías Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, sér fyrir því að ríkisspítalarnir yrðu fluttir yfir á bein fjárlög í staÓ daggjaldanna áður, enda samdóma álit flestra sem til þekkja að fráleitt sé að miða rekstur heilbrigðisstofnana við daggjöldin. Ákvörðun Matthjasar Bjarna- sonar reyndist vel og hefur ekki verið hróflað við henni. Nafni hans Á. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, beitti sér einn- ig fyrir þessari stefnu, sem og nánasti samstarfsmaður hans Sig- urður Pórðarson, sem hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Pá má geta þess að Sigurgeir Sig- urðsson bæjarstjóri á Seltjarnar-, ,nesi beitir sér mjög ákveðið fyrir því að ríkið yfirtaki heilbrigðis- stofnanir af sveitarfélögum, en hann hefur haldið þessum sjón- armiðum á lofti í nefnd sem fjall- ar um verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Því mætti álykta sem svo, að Mogginn væri um leið að berja á nokkrum sköllótt- um íhaldsmönnum sem eru blað- inu ekki lengur þóknanlegir. Dapurlega hliðin En því miður er alvarlegri og dapurlegri hlið á þessu máli. Með skrifum si'num um stofnanir fyrir þroskahefta er Morgunblaðið að sá tortryggni og skapa óróa um- hverfis viðkvæm heimili sem þurfa á allt öðru að halda. Svavar Gestsson hefur látið það koma fram að hann hefur engan áhuga á því að leggja þess- ar stofnanir undir ríkið og hann hefur lagt áherslu á að félaga- samtök einstaklinga, til dæmis foreldrasamtök, þurfa að eflast og afskipti opinberra aðila megá síst af öllu verða til þess að draga úr frumkvæði félagasamtaka og einstaklinga. Meðal annars hafa þessi viðhorf Svavars komið ýtar- lega fram í þingræðum. En Morg- unblaðinu þóknast ekki að vita af því; það kýs að ráðast að þessum stofnunum fyrir þroskahefta til þess eins að koma höggi á félags- málaráðherra. Það lætur lönd og leið við- kvæmar tilfinningar aðstand- enda, það neitar að h'ta á rekstr- arhagkvæmni og sparnað í opin- berri stjórnsýslu, gerir einnig lítið úr verki og viðhorfum fjölmargra flokksmanna Sjálfstæðis- flokksins - og verður sjálfu sér og sínum nánustu aðstandendum til skammar. Á því eru skýringar hins pólitíska ofstækis sem allir landsmenn þekkja til áratuga. Hins spyrja aftur margir nú hvernig á því standi að sjálfur borgarlæknir l^ýs að skríða ofan í drafið með svartasta afturhalds- blaði Norðurálfu. Engar skýring- ar liggja fyrir í þeim efnum. - óg. og sPcorið Forstjóri íslands Hljóðlátur athafnamaður varð sjötugurumdaginn. Afþvítilefni skrifuðu margir núverandi og fyrrverandi forstjórar afmælis- greinaríMoggannsinn. Athafna- semi þessa sjötuga kappa er með slíkum fádæmum að honum var líkt við Thor Jensen og kappa hans í viðskiptalífinu. Meðal þess sem maðurinn hef- ur gert er eftirfarandi: „Hann var framkvæmdastjóri útflutningsdeildar Garðars Gísla- sonar hf. frá 1940, Kjötverðlags- nefndar 1942-45 og Búnaðarráðs og verðlagsnefndar landbúnaðar- afurða 1945-47. f stjórn Vinnuveitendasambands íslands 1952-79. í stjórn Bændahallar- innar frá 1964 og þar af formaður í nokkur ár. Hann er stjórnar- formaður eftirtalinna félaga: ísals hf., Háskólasjóðs hf., Eimskipafélags íslands hf., Skip- afél. Bifrastar, íslenskra Kaup- skipa hf., Borgarvirkis hf. og Byggingamiðstöðvarinnar sf. Hann hefur auk þess ýmist ver- ið í eða er í stjórnum þessara fé- laga: Garðar Gíslason, hf., Steypustöðin hf. 1947-73, ís- lenskir Aðalverktakar sf., Áburðarverksmiðja ríkisins 1960-78, Olíufélagið Skeljungur hf., Flugleiðir hf., Flugfélag ís- lands hf., og Loftleiðir hf.“ Krossarnir Því fer fjarri að upptalningin á störfum mannsins sé tæmd Kemur fram í afmælisgreinum um manninn að hann hefur hlotið eftirfarandi krossa fyrir störf sín; riddarakross Fálkaorðunnar 1962, stórriddarakross 1970 og stjörnu stórriddara 1980. Að öðru leyti er maðurinn arkitekt að mennt og hefur sem slíkur gert uppdrætti að fjölmörgum verslunarhöllum og kirkjubygg- ingum. Og kaup- skerðingin í vönduðum afmælisgreinum um þennan merkismann kemur ekki fram hvað hann hefur borið úr býtum fyrir hin miklu störf sín. Ekki heldur hvaða búsifjum hann verður fyrir 1. desember næstkomandi er vísitöluskerðing á laun kemur til framkvæmda. Meðal málefnalegra afmælis- greina um þennan forstjóra fs- lands er ein eftir Ragnar S. Hall- dórssonar forstjóra ÍSALS. Sú verður plássins vegna að bíða skæranna enn um stund. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.