Þjóðviljinn - 06.10.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1982, Síða 6
6 StÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 6. október 1982 Vopnaútflutningur Bandaríkjanna 1982 30 miliarðar dollara Reagan hefur hins vegar gefið grænt ljós fyrir sölu á F-16 til æ fleiri landa, en það er orrustuvél af fullkomnustu gerð. Sainkvæmt upplýsingum frá bandarísku upplýsingamiðstöðinni um varnarmál mun vopnaútflutningur Bandaríkjanna á þessu ári nema um 30 miljörðum dollara, og fer meirihluti þessara vopna til þróunarlandanna (á árunum 1977-80 var það60.8%). Engu að síður eru Bandaríkin í öðru sæti meðal vopnaútflytjenda í heiminum: samkvæmt niðurstöðum friðarrannsókn- arstofnunarinnar í Stokkhólmi var útflutningur Sovétríkjanna meiri að magni til á árunum 1979-81. Er Reagan kómst til valda í Was- hington varð breyting á stefnu Baridaríkjanna í vopnasölumálum. Vopnasalarnir þurftu ekki lengur að geta sýnt fram á að stjórnvöld í móttökulandinu virtu mannrétt- indi. í apríl 1981 var sendiráðum Bandaríkjanna um allan heim sent skeyti, þar sem tekið var fram að „vopnasala væri jákvæður, og stöð- ugt mikilvægari þáttur í stefnu- mótun okkar í öryggismálum f Yfir helmingur vopnanna fer til þróunar- ríkjanna Viðmiðunartala 1962=100 700 600 Magn r 500 vopnaútflutnings J 400 y f 300 Magn 200 heimsviðskipta 100 1962 1965 1970 1975 1980 Samanburður á magni heimsviðskipta og vopnaútflutnings til þróunarríkjanna frá 1962. Hlutfall vopnaútflutningsins hcfur stóraukist á síðasta áratug. (Heimild Sipri, 1982) heiminum og lykilatriði í utanríkis- stefnu okkar”. Skeytið, sem kom frá utanríkisráðuneytinu, hafði einnig að geyma leiðbeiningar til sendiráðanna um hvcrnig þau ættu að aðstoða vopnasalana í starfi, m.a. með loforðum um fjárhags- aðstoð, lánafyrirgreiðslu o.s.frv. Vangoldnar vopnaskuldir Árangurinn varð stóraukin sala á bandarískum vopnum í heimin- um. Einn böggull fylgdi þó skamm- Hús- byggjendur Þeim húsbyggjendum, sem þurfa á raf- magnsheimtaug aö halda í hús sín í haust eöa vetur, er vinsamlegast bent á aö leggja inn umsókn um hana sem allra fyrst, til þess aö unnt sé aö leggja heimtaugina áöur en frost er komið í jörðu. Gætið þess aö jarðvegur sé kominn í sem næst rétta hæö, þar sem heimtaug verður lögð, og að uppgröftur úr húsgrunni, bygg- ingarefni eöa annaö hindri ekki lagningu hennar. Heimtaugar verða ekki lagSar, ef frost er komið í jöröu, nema gegn greiðslu þess aukakostnaöar, sem af því hlýst. Nánari upplýsingar eru gefnar á heimtauga- afgreiðslu Rafmagnsveitunnar, Hafnarhús- inu, 4. hæö. Sími Rafmagnsveitunnar er 18222. 3 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR rifi í þessum viðskiptum: tala þeirra landa, er ekki stóðu í skilum með greiðslur jókst á síðasta ári úr tveim í þrettán, án þess þó að mót- tökulöndum hafi fjölgað verulega. Bandaríska alríkisendurskoðun- in hefur varað við þeirri þróun, sem þarna hefur orðið, en sam- kvæmt henni skulda þróunarríkin nú bandaríska varnarmálaráðu- neytinu 18 miljarða dollara fyrir vopn, og hefur hækkað um 6 milj- arða á tveim árum. Óttast ríkisend- urskoðunin að sú hernaðaraðstoð, sem Bandaríkin veita þessum ríkj- um, muni í framtíðinni ekki nægja til annars. en að greiða gamlar skuldir. Fjármálamenn hafa látið í ljós þá skoðun að ríki eins og ísrael og Ég- yptaland muni ekki geta greitt þær miljarðaskuldir sem þau standa í við Bandaríkin vegna vopnakaupa. Sama á við um ríki eins og Perú, Líberíu, Tyrkland, Zaire og Arg- entínu. Þá segir tímaritið News- week, að meiriháttar deilur hafi einnig risið á milli Sovétríkjanna og Líbýu vegna skulda fyrir vopn, en Gaddaffi hefur neitað að greiða reikningana á meðan sala á olíu fer minnkandi og verðið lækkandi. Prátt fyrir þetta áformar Pen- tagon að stórauka vopnaútflutn- inginn: „Hernaðaraðstoðin er lyk- ill varnarmálaráðuneytisins að framkvæmd svæðisbundinnar ör- yggisstefnu”, segir í 5 ára áætlun ráðuneytisins. Draga mætti í efa þá fullyrðingu, að bandarísk vopn séu trygging fyrir framkvæmd bandarískrar stefnu í öryggis- og hermálum eins og dæmin sanna m.a. frá íran, Arg- entínu og nú síðast ísrael. í mörg- um tilfellum má færa rök fyrir því að aukin vopnasala stórveldanna til ríkja þriðja heimsins verði ekki til þess að treysta stjórn þeirra á þróun mála, heldur sé hún frekar tilefni til nýrrar ófriðárhættu, þar sem stórveldin geta eins átt von á því að eiga í höggi við eigin vopn. Engu að síður er ekki að sjá neitt lát á vopnaframleiðslunni, og bandarískir vopnaframleiðendur hafa aldrei lifað eins blómlega tíma og nú, hvorki í stríði né friði: bandaríkjastjórn hefur ákveðið að fjárfesta í vopnum fyrir þá stjarn- fræðilegu upphæð 1500 miljarðar dollara fram til ársins 1986, Jafnvel Pentagon hefur látið uppi efa- semdir um að vopnaiðnaðurinn sé í stakk búinn til að framleiða vopn fyrir allt þetta fé, en samfara þessu er vopnasölunum gefinn laus taumur. Þannig hefur t.d. Bowen McLaughlin New York fyrirtækið nýlega fengið tilboð um viðskipti við Indland upp á einn miljarð doll- ara. Fyrir þá upphæð vilja Indverj- ar kaupa 400 flugskeyti sem geta borið eiturefni og kjarnorku- sprengjur af minnstu gerð. Flug- skeyti þessi eru nú í framleiðslu og meðal þeirra sem bíða eftir af- greiðslu er bandaríski herinn. Á valdatíma Carters var tekin upp sú stefna, að framleiða lélegri vopn til sölu eflendis, þannig að öryggishagsmunum Bandaríkj- F-5G, „Tígrishákarlinn”, orrustuvél sem Carter lét Northrop verksmiðjurnar framleiða fyrir þróunarlöndin. anna væri ekki ógnað. Þannig er t.d. nýjasta framleiðsla Northorp- verksmiðjanna orrustuvél af gerð- inni F-5G ófullkomnari og jafn- framt ódýrari en F-16 vélarnar, sem Bandaríkjaher notar. Hin breytta stéfna Reagans hefur hins vegar haft í för með sér að F-16 vélar eru seldar til æ fleiri landa. Þegar fyrsta eintak F-5G vélarinn- ar var nýlega sýnt í Los Angeles hafði ekki ein einasta pöntun bor- ist, þannig að verksmiðjurnar verða að bíða með fjöldafram- leiðslu vélarinnar enn um sinn. 115 dollarar á hvert mannsbarn Útgjöld til liernaðar í heiminum árið 1981 eru talin hafa numið 520 miljörðum dollara, og er það um 6% af heilarframleiðslunni á því ári segir í Thorson-skýrslunni sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu út á þessu ári. Þessi upphæð samsvarar um það 115 dollurum á hvert mannsbarn á jörðinni. „Hálft pró- sent af hernaðarútgjöldum í heiminum mundi nægja til þess að greiða fyrir þau landbúnaðartæki, sem þarf til að auka landbúnaðar- framleiðsluna þar sem hungur og vannæring ríkir þannig að þau lönd verði sjálfbjarga fyrir árið 1990”, sagði Willy Brandt í skýrslu sinni um samskipti iðnríkja og þróunar- ríkja. Hergagnaframleiðslan og vígbúnaðarkapphlaupið eru vissu- lega eins og vítisvélar er vinna mark- visst gegn allri mannlegri skyn- semi að tortímingu. Hver er sá mannlegur máttur er þar fær rönd við reist? Laus staða ritara Sjávarútvegsráöuneytið óskar eftir aö ráöa ritara til starfa hálfan daginn. Góö vélritunarkunnátta, íslensku- og ensku- kunnátta nauösynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráöuneytinu aö Lindar- götu 9, fyrir 15. október n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 1. október 1982.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.