Þjóðviljinn - 15.10.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Page 1
Föstudagur 15. október 1982 ÞJóÐVILJINN — SÍÐA 9 Leiklist Myndlist Tónlist Kvikmyndir Skemmtanir Félagslif o.fl. Leikfélag Reykjavíkur: Þrjár sýningar á Skilnaði Guðrún Ásmundsdóttir í hlutverki hinnar fráskildu í „Skilnaði“. í kvöld (föstudagskvöld), annað kvöld og á sunnudagskvöldið verð- ur hið nýja leikrit Kjartans Ragn- arssonar SKILNAÐUR sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Uppselt hefur verið á allar helgarsýningarn- ar. Verkið hefur vakið athygli fyrir nýstárleika í sviðsetningu og vegna efnisins, sem allir kannast við í ein- hverri mynd. Pað eru Guðrún Ás- mundsdóttir og Jón Hjartarson sem leika hjónin sem skilja í verk- inu. Kjartan leikstýrir sjálfur en leikmynd er eftir Steinþór Sigurðs- son. Annað kvöld (laugardagskvöld) verður þriðja sýningin í Austurbæ- jarbíói á HASSINU HENNAR MÖMMU eftir Dario Fo, sem sýnt hefur verið þar tvívegis fyrir troð- fullu húsi við fádæma góðar undir- tektir. Úr sýningu LA á Atómstöðinni. Atómstöðin i kvöld Atómstöðin verður sýnd í kvöld hjá Leikfélagi Akureyrar og síðan á sunnudagskvöld. Báðar sýning- arnar hefjast kl. 8.30. Hér er um að ræða nýja leikgerð á Atómstöð- inni, sem Bríet Héðinsdóttir hefur gert og er hún jafnframt leikstjóri. Leikmynd gerir Sigurjón Jóhanns- son. Aðalhlutverkið, Uglu, leikur Guðbjörg Thoroddsen. Akur- eyringar og nærsveitamenn ættu að drífa sig strax í leikhúsið, þar sem ekki er víst að sýningin verði lengi á fjölum Samkomuhússins sökum annarra anna starfsfólksins. MÍR sýnir„Rauða torgið” „Rauða torgið“ nefnist sovésk kvikmynd sem sýnd verður í MÍR salnum á sunnudaginn kl. 16.00. Leikstjóri er Vassilí Ordinskí, en myndin er í tveimur hlutum. Söguþráðurinn er sóttur í at- burði borgarastríðsins eftir bylting- una 1917. í kvikmyndinni er brugð- ið upp svipmyndum af mönnum sem voru mjög ólíkir að eðlisfari, en áttu það sameiginlegt að vera þátttakendur í stofnun og mótun hins nýja ríkis. Enskir skýringar- textar eru með myndinni, og er að- gangur öllum heimill. „Hinir lostafullu’ í Fjalakettinum í Fjalakettinum verður um helg- ina sýnd myndin „Hinir losta- fullu“, en mynd þessi er gerð árið 1952 í Bandaríkjunum. Leikstjóri er Nicolas Ray, en hann er ný- látinn. Aðalhlutverk leika Robert Mitchum og Susan Hayword. Myndin er sýnd kl. 3, 5 og 7 á laugardagíTjarnarbíói og á sunnu- dag kl. 5, 7 og 9. Garðaleikhúsið safnar fyrir skuldum „Hugmyndin er að reyna að safna peningum til að losna við skuldabaggann frá því í fyrra. Síðan getum við byrjað aftur að starfa“, sagði Þórir Steingríms- son hjá Garðaleikhúsinu, sem í kvöld heldur miðnæturskemmt- un í Háskólabíói. Garðaleikhúsið hefur ekki fengið neina fjárveitingu í ár frá ríkinu, en er með miklar skuldir sem þarf að greiða upp til að hægt sé að halda starfseminni áfram. Á þessari skemmtun, sem kall- ast „Miðnæturhátíð í léttum dúr" og hefst kl. 23.30 koma fram margir af þekktustu skemmti- kröftum og listamönnum þjóðar- Þórir Steingrímsson, leikari. innar. Má þar nefna óperusöngv- arann Kristján Jóhannsson, þau Randver Þorláksson, Eddu Björgvinsdóttur, Sigurð Sigur- jónsson, „Nýja kompaníið“, Erl- ing Gíslason og Brynju Bene- Þjóðleikhúsið: Garðaleikarar leggja á ráðin um vetrarstarfsemina. „Miðnæturhátíð í léttum dúr” Amadeus í 35. skipti í kvöld Verðlaunaleikritið Amadeus verður sýnt í 35. skipti í Þjóð- leikhúsinu í kvöld. Þetta leikrit hefur farið sigurför um allan heim og hefur þessi sýning Þjóðleikhúss- ins hlotiÓ mjög góða dóma. Leik- stjóri er Helgi Skúlason, en leikrit- ið er sem kunnugt er eftir Bretann Peter Shaffer. Garðveislan er svo á laugardags- og sunnudagskvöld, en þegar hafa yfir 3.000 manns séð þessa um- deildu sýningu. Leikritið er eftir Guðmund Steinsson, en leikstjóri er María Kristjánsdóttir. Fyrir börnin er svo Gosi á sunnu- daginn kl. 14 og um kvöldið verður Tvfleikur eftir Tom Kempinski í kjallaranum. Leikendur eru aðeins tveir, þau Þórunn Magnea Magn- úsdóttir og Gunnar Eyjólfsson, en leikstjóri er Jill Brooke Árnason. Sigurður Sigurjónsson f hlutverki Mozarts í Amadeusi. diktsdóttur, Sigrúnu Eðvalds- dóttur fiðluleikara úr Garðabæ, Pál Heiðar Jónsson, „Stúdíó Sól- ey“, og auk þess koma fram nokkrir meðlimir Garðaleikhúss- ins. - En hvað ætla Garðaleikarar að sýna í vetur, ef þeim tekst að borga skuldirnar? Þórir svarar: „Við höfum mik- inn áhuga á að endurvekja reví- una. Við höfum verið að skoða húsnæði að undanförnu og verð- um líklega annað hvort í Hafnar- bíói eða í Gamla bíói. Revían er mjög skemmtilegt leikhúsform, sem á sér langa og merka sögu. Það er löngu tímabært að koma upp á nýju revíuleikhúsi í Reykjavík." MiÓasala að Miðnæturhátíð- inni er í Háskólabíói.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.