Þjóðviljinn - 19.10.1982, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. október 1982
uoavium
Málgagn sósíalisma, verkalýös
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: iÁlfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, LúövíkGeirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlóöversson.
íþróttafréttaritari: Víöir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri
Thorssonv
Auglýsingar: Ásiaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guörún Gúðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Saeunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Æsifréttir
og veruleiki
• Þeir sem stiinda þá iðju að framleiða í fjölmiðlum æsi-
fréttir fyrir almenning, þurfa aldrei að spyrja, hvort einhver
fótur sé fyrir „fréttinni” eða hún ineð öllu tiíhæfulaus.
• Eðli æsifréttamennskunnar er ekki það, að miðla réttum
upplýsingum, eftir því sem þekking manna leyfir, og ekki
heldur það að leggja einhverjum málstað lið með vilhöllum
fréttaburði. - Eðli æsifréttamennskunnar er það eitt, að búa
til „frétt” sem hægt sé að selja, og til þess þarf hin heimatil-
búna „frétt” helst af öllu að koma á óvart og vekja einhvern
skammvinnan æsing, bara þann eina dag, sem „fréttin”, og
blaðið sem hún birtist í, er til sölu.
• Skítt með sannleikann, skítt með staðreyndirnar. Slíkir
smámunir koma höfundum æsifréttanna ekkert við.
• Á þetta er minnt hér að gefnu tilefni. í Dagblaðinu og Vísi
birtist í gær fimmdálka fyrirsögn yfir forsíðuna þvera: „Al-
þýðubandalagið í samvinnu með stjórnarandstöðunni”. Að
vísu fylgdi spurningarmerki þessari miklu „frétt”, en hver
tekur eftir einu litlu spurningarmerki, þegar höfundar æsi-
fréttanna sprengja reykbombur sínar?
• Síðdegisblaðið hefur það þarna eftir einhverjum Alþýðu-
flokksmanni, - auðvitað ónafngreindum - að nú um helgina
„hefði verið efst á baugi umræða um möguleika á samvinnu
Sjálfstæðismanna, Alþýðuflokksmanna og Alþýðubanda-
lagsmanna”.
• Með öðrum orðum: Geir Hallgrímsson reynir nú að stela
„kommunum” frá Gunnari Thoroddsen, því auðvitað eiga
þeir Gunnar og Geir, Steingrímur Hermannsson og Kjartan
Jóhannsson það eitt sameiginlegt, að allir vilja þeir ganga
með Alþýðubandalaginu, eins og meyjarnar með Ingólfi
forðum!
• Svona skemmtilegir verða nú hlutirnir í heimi æsifrétt-
anna. Hitt þarf auðvitað ekki að taka fram, að frásögn
síðdegisblaðsins er bara sölufrétt, en annars með öllu mark-
laus, þótt við vitum að vísu ekki hvað ónafngreinda vanmet-
akrata kann að dreyma.
• Alþýðubandalagið lagði sem kunnugt er til, að hið allra
fyrsta yrði látið á það reyna, hvort bráðabirgðalög ríkis-
stjórnarinnar um efnahagsráðstafanir fengjust samþykkt á
alþingi eða ekki. Það var einnig tillaga flokksins, að reyndist
óbilgirni stjórnarandstæðinga slík, að allt lenti í sjálfheldu og
pólitísku þrátefli á Alþingi, - þá ætti að rjúfa þing og leggja
þannig málin í dóm þjóðarinnar.
• Til hvers? - kunna menn að spyrja. Og svarið er skýrt: Til
þess að tryggja núverandi ríkisstjórn aukinn þingstyrk, svo
hún gæti haldið áfram sínum störfum, einnig að kosningum
loknum.
• Tillaga Alþýðubandalagsins miðaði ekki að því, að slíta
núverandi ríkisstjórn, heldur var ætlunin þvert á móti að
styrkja stjórnina með málskoti til þjóðarinnar, ef ekki rakn-
aði úr þráteflinu á annan hátt.
• Auðvitað fylgir áhætta öllum kosningunum, svo sem sj áif-
sagt er, en þá áhættu verða menn að taka, ef ekkií haust þá
innan árs. Og dómi þjóðarinnar verða allir að hlíta.
• ölium er nú kunnugt, að samstarfsaðilar Alþýðubanda-
lagsins í ríkisstjórn vildu ekki setja stjórnarandstæðinga á
neitt meiriháttar próf nú alveg á næstunni heldur reyna að
„kæla þá niður” á lengri tíma í von um að samkomulag gæti
tekist síðar um afgreiðslu brýnustu mála á Alþingi. Enginn„
veit hvernig til tekst í þeim efnum.
• Alþýðubandalagið vildi knýja fram úrslit á fyrstu vikum
þingsins, en fáist það ekki, þá verður að reyna á málin með
öðrum hætti og taka til þess eitthvað lengri tíma Sjálfsagt er
að ræða við stjórnarandstöðuna, en hvar eru t.d. hennar
breytingartillögur við bráðabirgðalög þau, sem mest hafa
verið til umræðu? - Það er ekki nóg að vera bara á móti. Og
árangurslaust málþóf vikum og mánuðum saman er ekki
góður kostur, síst eins og nú háttar til í okkar efnahags-
málum.
- k.
Þeir eru
hrœddir
Þegar bráðabirgðalögin komu
fram í sumar hrópuðu talsmenn
stjórnarandstöðunnar á torgum
og í blöðum að nú skyldi þing
þegar kallað saman og greidd at-
kvæði um lög þessi. Rétt er að
rifja upp þetta hugarfar frá því í
sumar vegna þess að nú er komið
annað hljóð í strokkinn.
Loksins þegar þing var kallað
saman, hafa talsmenn stjórnar-
andstöðunnar talað af mikilli
hógværð um bráðabirgðalögin,
með því hugarfari að ekkert liggi
nú á, það sé forsætisráðherra að
ákvarða hvenær lögin verði lögð
fram og svona fram eftir götum.
Þeir sem hrópuðu á atkvæða-
greiðsiu í sumar, þeir Kjartan Jó-
hannsson og Geir Hallgrímsson,
vilja ekkert síður en standa
frammi fyrir alþjóð með þá afstö-
ðu sem þeir hafa til bráðabirgða-
laganna. Það er því ágætis hug-
mynd hjá Steingrími Hermanns
syni að láta þá standa andspænis
þjóðinni í beinni útsendingu
sjónvarps og útvarps í atkvæða-
greiðslu um bráðbirgðalögin.
Þrátt fyrir klisjukenndar full-
yrðingar um annað taka þessir
menn nefnilega mark á skoðana-
könnunum síðdegisblaðsins.
Niðurstaða þeirra er ótvírætt sú
að bráðabirgðalögin njóti meiri-
hlutafylgis meðal þjóðarinnar
sem og ríkisstjórnin. Allt bendir
til þess, að sá meirihluti sé mun
meiri en endurspeglast í þing-
mannafjölda í neðri deild. I ljósi
þessara niðurstaðna er hógværð
stjórnarandstöðunnar skiljanleg
- en miðað við gauraganginn í
sumar er hún með öllu óskiljan-
leg.
klippt
Svardagar
Haukdals
og Hallgríms-
sonar
Eftir að þeir sóru eiðana í tún-
inu í Varðarferðinni í sumar, þeir
snillingar Geir Hallgrímsson og
Eggert Haukdal, hélt stjórnar-
andstaðan að hún hefði himin
höndum tekið. Styrmir Gunnars-
son setti styrjaldarfyrirsagnir á
fréttir og viðtöl við Haukdal
vegna meintra sinnaskipta hans.
Eitthvað kom bréf við sögu en
það sögulega dókument hefur
ekki birst ennþá. En óneitanlega
væri forvitnilegt að vita, hvort
það bréf hafi verið skrifað í
Njálustíl. Varðarferðarinnar í
sumar verður piinnst einnig
vegna annars en svardaganna í
túninu, því það var einmitt í þess-
ari ferð sem Geir Hallgrímsson
lét í ljósi niðurstöður af áratuga
rannsóknum sínum á stríði og fri-
ði: Nató væri öflugasta friðar-
hreyfingin.
Breiðfylking
Eggerts
Haukdals hf.
Það gengur fjöllunum hærra,
að vegur Eggerts Haukdals hafi
vaxið með meintum sinna-
skiptum í sumar. Honum sé nú
þingsætið gulltryggt í næstu kosn-
ingum, sem hann náði með þraut-
um í síðustu. Sagt er að hið póli-
tíska nef Geirs Hallgrímssonar
hafi ráðið svo í liðsinni Eggerts,
að fólk flykktist í humátt á eftjr
honum til fylgis við Sjálfstæðis-
flokkinn Geirsarm. Síð
degisblaðið hefur húmor til að
svara slíkum væntingum úr her-
búðum Sjálfstæðisflokksins með
þessum orðum í leiðara á föstu-
daginn: „Skoðanakönnunin gef-
ur ekki til kynna að margir hafi
fetað í fótspor Eggerts Haukdal,
þegar hann hætti stuðningi við
stjórnina".
Þó Haukdal hafi dottið kylli-
flatur út úr fjárveitinganefnd eins
og reyndar Sjálfstæðisflokkurinn
ætlaðist alltaf til, þó hann teldi
Eggert trú um annað, þá eru enn
nokkrar vegtyllur eftir sem hann
er ekki líklegur til að sleppa í
bráðina. Ennþá er hann til dæmis
stjórnarformaður Framkvæmda-
stofnunar, en um hann í því emb-
ætti sagði Vilmundur í þingræðu
á síðasta þingi að hann væri gang-
andi siðgæðisvottorð Fram-
kvæmdastofnunar. Nú hefur
heyrst að innan Sjálfstæðis-
flokksins sé búið að stofna nýtt
hlutafélag um vinsældir, völd og
áhrif Eggerts Haukdals. Það
heitir Breiðfylking Eggerts
Haukdals. Heimili og varnarþing
í Framkvæmdastofnun. Innan
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
ku einnig vera búið að stofna
aðdáendaklúbb Haukdals sem
hafi fengið því áorkað að Halldór
Blöndal og Sverrir Hermannsson
verði settir í læri til Eggerts til
þingskörungs. Fyrstu vikurnar
kennir Eggert þeim að halda ræð-
ur. En það sæmir ekki ábyrgum
pólitískum fjölmiðli að fara með
fleiri rykti úr herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins.
-og
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 16. OKTÓBER 1982
17
Fulltníaráð sjilfseienurstofnunur SL Jósefsspitaln, Landnkoti. lalið fra
vinstri: Jóhannes Nordal, aöalbankastjóri Seölabankans, Katrín Hjaltested,
Unnur Ágústsdóttir, formaöur Bandalags kvenna, Ingibjörg Magnúsdóttir,
deildarstjóri, Valur Valsson, bankastjóri, Erlendur Einarsson, forstjóri,
Bjarni Jónsson, dr.med., Höskuldur Olafsson, bankastjóri, Otarr Möller,
forstjóri, Ólafur örn Arnarson, ynrlæknir, Logi Guðbrandhson, fram-
kvæmdastjóri, Jón Ingimarsson, ráöuneytisstjóri, Siguröur Helgason, for-
stjori, t.unnar Friðnksson, forstjóri, Systir Hildegard, (.unnar J. Kriöriks-
son, forstjóri, Guörún Marteinsson, hjúkrunarforstjóri og Gunnar Már
Haukssan, skrifstofustjóri. I»au tvö síöasttöldu eiga ekki sæti í ráðinu cn
sitja fundi þess. Á myndina vantar þau Björn Önundarson, tryggingayfir-
lækni, Geirþrúði llildi Bernhöft, cllimálafulltrúa, Hallgrím Sigurösson, for-
stjóra, Jón Kjartansson, forstjóra, og Olaf Jóhannesson, utanríkisráðherra.
Sterkur þrýsti-
hópur
Landakotsspítalinn var áttræð-
ur um helgina og margir urðu til
að óska honum til hamingju með
afmælið. í Morgunblaðinu var
rætt við Loga Guðbrandsson
framkvæmdastjóra og einnig í
sjónvarpinu. Sagt er frá fulltrúa -
ráði spítalans, sem samanstendur
af forstjórum stærstu fyrirtækja í
landinu, bankastjórum, ráðu-
neytisforkólfum og öðru mektar-
fólki. Hins vegar er enginn Sókn-
arstarfsmaður í þessu fulltrúa-
ráðiþó svo margir starfsmenn
vinni hjá Landakoti við misjafn-
an kost eins og fram kom í viðtali.
við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur
formann Sóknar hér í blaðinu
fyrir nokkru.
Tengslin við um-
heiminn
„Fulltrúaráðið er yfirstjórn
okkar“, segja yfirmenn spítalans
og segja það jafnframt hafa tví-
þættu hlutverki að gegna:
„Ráðið kemur reglulega sam-
an til að ræða málefni spítalans og
taka ákvarðanir í stefnuatriðum,
og þá ekki síður í sambandi við
reikninga og áætlanir. Það þarf
að samþykkja aður en eitthvað er
gert. Hinn þátturinn er sá að
skapa nánari tengingu við um-
heiminn“.
Það má því ljóst vera, að urrt-
heimur þessi spannar ekki aðrar
víddir en þær sem áðurnefndir
mektarmenn í fulltrúaráðinu
þekkja. Reynsluheimur Sóknar-
starfsmannsins er máske dálítið
annar. a„