Þjóðviljinn - 19.10.1982, Page 5
Þriðjudagur 19. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Jussa einkason-
urinn
leikinn af Kristján
Franklíni Magnús
og Teovo, sem
er gestkomandi
á Prestssetrinu,
ímynd glaðværðar
og lítillar
hófsemdar,
leikinn af
Eyþóri Árnasyni
armaður leikstjóra er Hclga
Hjörvar.
Prestsfólkið er fyrsta verkefni
Nemandaleikhússins á þessu
starfsári, en sá háttur er hafður á í
starfsemi skólans að 4ða árs nem-
endur sýna opinberlega nokkrum
sinnum áður en þeir útskrifast.
Með hlutverk fara Edda
Heiðrún Backman, Eyþór Árna-
son, Helgi Björnsson, María Sig-
urðardóttir, Kristján Franklín
Magnús, Sigurjóna Sverrisdóttir
og Vilborg Halldórsdóttir.
Nemendaleikhús boðaði til
blaðamannafundar í gær vegna
sýningarinnar á Prestfólkinu og
þar kom m.a. fram að efni þess
fjallar um valdbeitingu fjölskyldu
fyrirkomulagsins, þvingun kyn-
hlutverksins og eyðileggingar-
mátt hefðbundins lífsforms.
Leikritið gerist á prestssetri fyrir
Nemendaleikhúsið frumsýnir:
Prests
fólkið
Síðasta árs nemendur Nemenda-
leikhússins taka til sýningar
næstkomandi föstudag þann 22.
október leikritið Prestsfólkið eftir
finnsku leikkfnuna Minnu Canth.
Sýningin verður í Lindarbæ og er
áætlað að sýningarnar verði alls
þrjár. Laugardaginn 23. október
verður 2. sýning á dagskrá og á
sunnudag verða tvær sýningar.
Til þess að setja upp verkið hefur
Nemendaleikhúsið fengið til liðs
við sig finnska leikstjórann Ritva
Siikala. Úlfur Hjörvar hefur gert
þýðingu úr sænsku, leikmynd er
eftir Pekka Ojamaa, David Walt-
ers sér um lýsinguna, en aðstoð-
Marta, fulltrúi
verkalýösins leikin af
Eddu HeiArúnu
Backman
Leikstjóri
verksins,
Ritva Siikala, á að
baki
langan starfs-
aldur
í leikhúsum Finn-
lands.
Hún var um tíma
skólastjóri yfir
deild
leikstjórnar- og
dramaturgiu -
menntunar
viA finnska
leiklistarhá-
Ljósm.: - gel
u.þ.b. 100 árum, fjallar um móð-
ðurina sem sameinar fjölskyld-
una, Hönnu elstu dótturina sem
hefur meðtekið boðskap kristins-
dómsins á hinu eina sanna hátt,
Maju ofdekrað barnið á heimil-
inu, Mörtu fulltrúa verkalýðsins.
Þungamiðjan er eiginmaðurinn,
faðirinn. Leikurinn snýst að
miklu leyti um samskipti hans við
aðra fjölskyldumeðlimi.
Pétur Einarsson skólastjóri
Leiklistarskólans sagði í stuttu
spjalli við Þjóðviljann að Nem-
endaleikhúsið gerði sér far um að
tengja vinnuna innan dyra við
leikhúsið eins og það kæmi fyrir í
dag. Hann sagði um sýningu
leikhússins að leikhúsgestir yrðu
að hafa vaðið fyrir neðan sig þeg-
ar þeir sækja þetta leikrit, því
leikhúsinu væri lokað um leið og
sýning hefst. - hól
Fasteigna- og veröbrófasala, leigumiðlun atvinnuhúsnæðis, fjárvarzla, þjóðhagfræði-, rekstrar- og tölvuráðgjöf.
Höfum
opnað
nýtt fyrirtæki;
^vKaupþing hf.
’ l/q„nl.lnn U« klAn.mt.
44
Kaupþing hf. er þjónustufyrirtæki á víö-
tæku sviöi ráðgjafar og eignamiðlunar.
Kaupþing hf. er til húsa á 3. hæð í Húsi
verzlunarinnar, Kringlumýri, Reykjavík.
Sími 86988.
Kaupþing hf. annast sölu fasteigna og
leigumiðlun atvinnuhúsnæðis.
Kaupþing hf. annast verðbréfasölu og
fjárvörzlu.
Kaupþing hf. veitir þjóðhagfræði-, rekstr-
ar- og tölvuráðgjöf.
Víðtæk þekking - vönduð þjónusta
Kaupþing hf.
Húsi verzlunarinnar, 3. hæö, sími 86988.
Stofnendur:
Ari Arnalds, verkfræöingur,
Baldur Guðlaugsson, lögmaður,
Friðrik Marteinsson, kerfisfræðingur,
Gunnar Guðmundsson, lögmaður,
Pétur H. Blöndal,
tryggingastærðfræðingur,
Ragnar Árnason, hagfræðingur
Sigurður B. Stefánsson,
hagfræðingur,
Þorsteinn Haraldsson,
löggiltur endurskoðandi.
Starfsmenn:
Ingimundur Einarsson, lögfr.
framkvæmdastjóri,
Kristín L. Steinsen,
viðskiptafræðingur,
Vilborg Lofts, viðskiptafræðingur,
Jakob R. Guðmundsson,
sölumaður, fasteigna,
Gíslína Ágústsdóttir, ritari.
Fyrirtækið hefur samið við fjölmarga
sérfræðinga um úrlausn einstakra
verkefna á sviði hagfræði og tölvuráð-
gjafar.