Þjóðviljinn - 19.10.1982, Page 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. október 1982'
Við viljum lágspennustefnu
í kiamorkuvígbúnaðarmálum
Gro Harlcm Brundtland: það má ekki hrekja menn til að hafna Nató vegna
óbilgirni í kjarnorkumálum.
Gro Harlem Brundtland,
formaður
Verkamannaflokksins
norska.telurþað veigamikið
framlag smáþjóðatil
jákvæðrarþróunarí
afvopnunarmálum, að unnið
sé aðviðurkenningu
Norðurlandasem
kjarnorkuvopnalauss
svaéðis. Hún telur það og
eðlilegt framhald af varfærni
norskra sósíaldemókrata í
afvopnunarmálum, að þeir
hafa ákveðið að beita sér
gegn því að á norskfjárlög
verði sett fjárveiting til
framkvæmdavið
uppsetningu nýrra
kjarnorkueldflaugakerfa í
Evrópu, en fyrir þá afstöðu
hefurflokkurhennarverið
gagnrýndurharðlega, bæði
af norsku hægristjórninni og
af Bandaríkjamönnum.
Gro Harlem Brundtland flutti
erindi um frið og afvopnun á ráð
stefnu Alþýðuflokkskvenna á
laugardaginn og átti síðan viðtal
við blaðamenn.
Gro Harlem Brundtland komst
svo að orði um stuðning Verka-
mannaflokksins við hugmyndir um
kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum, að flokkurinn vildi
að sönnu Noreg áfram í Nató sem
„áreiðanlegt” aðildarríki, en það
þýddi ekki að menn ættu að halda
segir Gro
Harlem
Brundtland
formaður
V erkamanna
flokksins
norska
að sér höndum í vígbúnaðarmál-
um. Flokkurinn hefði alltaf hafnað
kjarnorkuvopnum á norsku landi
og fyrrnefndar hugmyndir miðuðu
að því að „draga úr kjarnorkuvíg-
búnaði innan þess öryggispólitíska
ramma sem Noregur er í sem aðili
að Nató”. En þetta þýddi líka, að
hugmyndir norskra og norrænna
sósíaldemókrata fælu ekki í sér ein-
hliða afvopnun heldur væru þær
tengdar jákvæðri þróun í afvopn-
unarmálum í Evrópu yfir höfuð.
Ýmislegt óljóst
Gro Harlem játaði, að margt
væri mjög almennt orðað í þessum ■
efnum hjá sínum flokksbræðrum,
en þeir væru þó á skárri braut en'
hægrimenn sem helst vildu jarða
með öllu hugmyndir um svæði án
kjarnorkuvopna. Takmarkið væri
eitthvað á þessa leið:
Að draga úr kjarnorkuógnun við
Norðurlönd - og þá einnig ísland
og Finnland. Að stuðla að þess
háttar eftirliti með herstyrk sem
gæti fækkað kjarnorkuvopnum í
Evrópu og dregið úr því hlutverki
sem þau gegna í varnarmálum. Og
svo að þróa áfram og efla stöðu
hins norræna svæðis sem svæðis án
kj arnorkuvopna.
Gro Harlem taldi ekki mögulegt
að setja í þessu samhengi fram
beinar kröfur um að svæði utan
Norðurlanda væru tekin með í
samkomulag um þessa stöðu
Norðurlanda - en um leið yrði að
tengja slíkt kjarnorkuvopnalaust
svæði fækkun kjarnorkuvopna sem
gæti ógnað skotmörkum á Norður-
löndum. Að því er best verður séð
þýðir þetta að ekki sé ætlast til að
Sovétmenn hreinsi allar eldflaugar
t.d. af Kolaskaga, en fækki þeim.
Eldflauga-
málið______________________
Á blaðamannafundinum var all-
mikið rætt um þær deilur sem risið
hafa í Noregi út af fyrrnefndri af-
stöðu Verkamannaflokksins
norska til fjárveitingar til að reisa
skotpalla fyrir nýjar atómeld -
flaugar Nató sunnar í álfunni. Gro
Harlem Brundtland mæltist á þá
leið, að í Noregi væru fleiri menn
fylgjandi aðild að Nató en oftast
áður, en um leið væru margir mjög
hræddir við kjarnorkuvopn. Það
væri mikilvægt að finna lágspenn-.
ustefnu í kjarnorkumálum til að
neyða menn ekki til að gera þessi
mál upp við sig á þann veg, að þeir
höfnuðu Nató vegna þess að það
væri reynt að þvinga þá til að sætta
sig við harðari kjarnorkuvopnast-
efnu en þeir gætu gleypt.
Flokksformaðurinn neitaði því,
að norskir sósíaldemókratar hefðu
horfið frá ákvörðunum Nató um
nýjar eldflaugar 1979. En þeir
hefðu alltaf viljað leggja áherslu á
þá hlið ákvarðananna sem lúta að
nauðsyn þess að semja við Sovét-
menn um frystingu kjarnorkuvíg-
búnaðar eða fækkun slíkra vopna.
Og meðan lönd, sem ætlað var að
taka við nýjum eldflaugum, eins og
Holland og Belgía hefðu ekki enn
tekið endanlegar pólitískar á-
kvarðanir í málinu vildu norskir
kratar fyrir sitt leyti ekki vera að
ýta á eftir þeim með því að sam-
þykkja fyrrgreindar fjárveitingar.
Palmenefndin
og Reagan
Að öðru leyti ræddi Gro Harlem
um nauðsyn þess að rjúfa vítahring
vígbúnaðarkapphlaupsins, viður-
kenna að ekki væri hægt að vinna
atómstríð og ekki heyja „takmark-
að” atómstríð og að stefna sam-
eiginlegs öryggis yrði að leysa af
hólmi kenninguna um jafnvægi ótt-
ans við gagnkvæma tortímingu.
Hún hélt fram niðurstöðum um
þessi mál frá nefnd þeirri alþjóð-
legri sem kennd er við Olof Palme
- m.a. gegn sjónarmiðum þeim
sem hafa heyrst frá Reagan for-
seta, og stjórn hans. Allt var það
varfærnislega orðað, en um leið
lögð áhersla á að Reagan hefði nú
dempað kraftatal sitt og afstaða
Demókrataflokksins í Bandaríkj-
unum og hreyfing um að „frysta”
kjarnorkuvopnaforðann þar í landi
væru dæmi um að ná mætti raun-
hæfum árangri í friðarmálum.
Norsk pólitík
Á blaðamannafundinum var og
vikið að norskum innanlandsmál-
um. Gro Harlem gagnrýndi fjárlög
Hægriflokksins, sem gera ráð fyrir
lækkun skatta (i einstaklinga og
fyrirtæki um ca. 2 miljarði norskra
króna (meðan útgjöld fyrir ýmis-
Iega þjónustu hækka). Hún kvað
Hægriflokkinn á braut sem hefði
þegar leitt til þess að atvinnuleysi í
Noregi hefði aukist um 50% á
stuttum valdatíma hans. Verka-
mannaflokkurinn myndi bera fram
gagnfjárlög þar sem gert væri ráð
fyrir ráðstöfunum til að skapa 10-
15 þúsund ný atvinnutækifæri.
Flokksformaðurinn sagði, að
Verkamannaflokkinum norska
hefði vegnað vel í skoðanakönnun-
um að undanförnu, hefði um 40%
fylgi. Það gæti, ef eftir gengi, nægt
til að hann stjórnaði einn eftir
næstu kosningar (en norsk kosn-
ingalög vinna með stærri flokkum
en gegn þeim smærri). Hún var
spurð um ráðstefnu sem haldin var
í Osló fyrir skemmstu til að halda
upp á það, að tíu ár eru liðin frá því
Norðmenn höfnuðu aðild að Efna-
hagsbandalaginu í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þar höfðu sig einkum í
frammi þeir vinstrisinnar (Sósíal-
íski vinstriflokkurinn og fleiri) sem
hafa áhuga á þeim kosti, sem víða
er farið að kalla „Evrópuleið þrjú”
og á að þýða vinstristefnu sem
hvorki er kommúnísk né sósía) -
demókratísk í hefðbundnum skiln-
ingi. Gro Harlem kvaðst álíta að
hér væri of óljóst talað, og ekki
glöggt hvað við væri átt, en hún
teldi flokk sinn eins og hann væri
fullfæran um að leggja skerf til
þeirra stefnumála, að vinna gegn
afleiðingum af tvískiptingu álfunn-
ar í hernaðarblakkir.
Mælingamaður
óskast
Mælingastofa Málarafélags Reykjavíkur
óskar aö ráöa mælingamann.
Æskilegt aö viðkomandi geti hafiö störf 1.
desember 1982.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu Málarafé-
lags Reykjavíkur aö Lágmúla 5, 4.hæð eigi
síöar en 26. október 1982.
Stjórn mælingastofu
Málarafélags Reykjavíkur
Flotsteypa - Flot 78
Þykkleiki steinsteypu er mældur eftir því
hversu margra cm sérstök keila úr blautri
steypu sígur þegar mótið er fjarlægt. Því
hærra sem sigmálið er því þynnri er steypan.
Venjuleg steypa er tregfljótandi með sigmáli
5-10 cm. Fljótandi steypa er með sigmáli 10
- 15 cm, léttfljótandi er með sigmáli 15-20
cm, þunnfljótandi með meira en 20 cm sig-
mál. Steypan verður því þynnri sem meira
vatni er bætt í hana. Of mikið vatn í steypu
hefur skaðleg áhrif. Aldrei skyldi setja meira
vatn í steypu en minnst verður komist af með.
Flotefnum er bætt í steypuna til að þynna
hana, án þess að það skaði hana eins og
óhófleg vatnsíblöndun gerir. Gera má venju-
lega tregfljótandi teypu fljótandi, léttfljótandi
eða þunnfljótandi með flotefnum.
Flotefnum er bætt út í steypuna á byggingar-
stað. Áhrif þess vara u.þ.b. 1/2 klst.
Flotefni eru einkum notuð þar sem erfitt er að
koma steypu í mót og þar sem steyptir fletir
skulu hafa slétta áferð t.d. þegar ekki er múr-
húðað.
Notkun flotefna fer nú vaxandi við alla al-
menna steypugerð, þar sem léttfljótandi
steinsteypa með sigmál 15 - 20 cm er auð-
veldari og þægilegri í niðurlögn en tregfljót-
andi. Kostnaðarauki flotefnis, algengt um
10% af verði steypu, vinnst oftast strax upp
aftur vegna aukins vinnuhraða og minni
hættu á áferðargöllum. Ekki er æskilegt að
gera veikari steypu en S-250 léttfljótandi
með flotefnum.
Eftir ítrekaðar samanburðarrannsóknir mæl-
um við með flotefninu Flot 78 frá Woermann í
steypuna.
Vandið til allrar meðferðar steinsteypu.
Munið að steinsteypan er burðarás mann-
virkisins.
Stt^pusttfdin Itf
ÁB.