Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. október 1982 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 5 Ólafur Ragnar Grímsson: Á fundum með Páfi og Steingrími Léttlyndur blaðamaður á Tímanum skrifar frétt í blaðið í dag, miðvikudag, með fyrirsögn- inni: „Ólafur Ragnar í einkaviðræð um við stjórnarandstöðuna." Síð- an er því lýst á dramatískan hátt að þessi voðalegi Ólafur Ragnar, sem „er til alls vís“ eins og segir í frétt- inni, hafi setið á alls konar umræðu fundum : með stjórnarandstöð- unni! Blessaður blaðamaðurinn mátti hins vegar ekki vera að því að spyrja mig, svo mikið var írafárið. Það var leitt, því þá hefði ég getað sagt henni að merkasti fundurinn sem ég sat í gær var viðræðufundur formanna Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins og formanna þingflokka þessara flokka, - og hann var meira að segja haldinn á skrifstofu Steingríms! Og fyrst Tíminn hefur svona gaman af því að segja frá viðræðu- fundum þingmanna, þá er sjálfsagt að geta þess, að á þessum fundi okkar fjórmenninganna - Stein- gríms, Páls, Svavars og Ólafs Ragnars - var ákveðið að Steingrímur og Svavar ræddu við Gunnar Thoroddsen næsta dag og skýrðu forsætisráðherra frá sam- eiginlegri ósk Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins um að nú þegar yrði gengið til raunveru- legra samninga við stjórnarand- stöðuna um hvenær kosningar færu fram. Við venjulegar aðstæður hefði ég ekki skýrt frá þessum fundi með Páli og Steingrími, en vegna frétt- arinnar í Tímanum er slíkt nauð- synlegt. Þess má geta að við Páll Péturs- son áttum langan fund í gær með formönnum þingflokka stjórnar- andstöðunnar. Fréttin í Tímanum hefði því frekar átt að heita „Páll og Ólafur Ragnar í viðræðum við stjórnarandstöðuna.“ Eða hvers á sómamaðurinn Páll á Höllustöðum að gjalda, að Tíminn vill fela hlut hans í viðræðunum? Ég gæti frætt Tímann um fleiri fundi með Framsókn síðustu dag- ana. Þar ríkti góður samstarfsandi, enda eðlilegt að Framsóknarþing- menn séu hrifnir af viðræðum við stjórnarandstöðuna því það var sjálfur formaður Framsóknar- flokksins sem í síðustu viku var upphafsmaður að viðræðum við stjórnarandstöðuna um kosningar innan sex mánaða. Og hvar birtist þessi tilkynning um nauðsyn við- ræðna við stjórnarandstöðuna? Jú, á forsíðu Tímans!! „Vinnuvaka” kvenfélaganna Þess var að vænta að kvenfélögin tækju til höndum á ári aldraðra, og nú hafa þau og sambönd þeirra um land allt ákveðið að gangast fyrir „vinnuvöku“ dagana 22.-24. okt. n.k., í tiiefni af ári aldraðra. Að sögn Þórunnar Eiríksdóttur á Kaðalstöðum er hugmyndin að konur komi þá saman, vítt og breitt um landið og vinni að gerð ýmiss konar muna, sem síðan verða seld- ir og ágóðanum varið með ein- hverjum hætti í þágu aldraðra. Er konunum alveg í sjálfsvald sett hverskonar muni þær gera. Umrædd helgi varð fyrir valinu vegna þess að 24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna og jafnframt kvennafrídagur á sínum tíma. Þórunn Eiríksdóttir lét þess get- ið, að ekki væri víst að konur gætu1 allsstaðar hist um þessa helgi vegna margháttaðra anna á þessum árs- tíma, einkum í sveitum, en það yrði þá bara seinna. -mhg Þessi grein var send Tímanum til birtingar í gær. Hún er birt í Þjóðvilj- anum lesendum til fróðleiks um viðræður á Alþingi þessa dagana. sjónarhom Stundum er barátta gegn kjarnorku- veri á oddinum, stundum friðar- mál og sambúð þjóða, nú er lyft merki gegn kvennakúgun, þá er liðssafnaður fyrir lausn húsnæðis- mála, alltaf er barist fyrir mannréttindum Mótmælendur nýja stíls og sósíalistar gamla stíls Á síðustu 10-15 árum hefir víða komið -upp mikil ótrú á þeirri þjóðfélagsgerð sem nú einkennir þróuð iðnaðarlönd. Upp hafa sprottið hreyfingar mótmælenda sem vefengja gildi þriggja höfuð- stoða þjóðfélagsins: vefengja iðnaðinn, markaðinn og verka- skiptinguna. Hlýðum á, hvað þessir nýju mótmælendur hafa að segja um þjóðfélag okkar og lifn- aðarhætti. Gegn iðnaði, markaði og verkskiptingu Iðnaðurinn ræðst gegn nátt- úrunni og hennar eðlilega sam- hengi segja mótmælendurnir, iðnaðurinn rányrkir jörðina og auðlindir hennar, spillir vatni og lofti með úrgangsefnum. Mark- aðurinn segja mótmælendur enn fremur, markaðurinn matar okk- ur á ónáttúrlegu fóðri, andlegu sem veraldlegu, heldur að okkur dýrum vörum í stað þess að við björgum okkur sjálf með hand- lagni og verksviti. Verið er að gera líf okkar nær meiningar- laust, þar sem við höfum ekki lengur tilefni til að yrkja garðinn okkar í eiginlegum og óeiginleg- um skilningi. Um verkskiptinguna, segja mótmælendur, að hún geri okkur einhæf og heimsk. Verkskipting- in setji okkur inn í afmörkuð hólf í þjóðfélaginu þar sem við höfum ekki eðlilegt tækifæri til að um- gangast allar tegundir fólks. Þetta valdi okkur sálarkreppu og geri raunar öll samskiptaform þjóðfélagsins brengluð og sjúk. Gegn hagfræði og verkfræði Vandi nútíma þjóðfélags er eðlileg afleiðing af iðnaðarstefn- unni, ráðgjöf hagfræðinganna og tækniskipulagi verkfræðinganna, gætu mótmælendur hins nýja stíls sagt. Hagfræðingunum er um- hugað um að draga sem mest úr kostnaði, þar á meðal að spara lifandi vinnu og gera úrræðasemi óþarfa í daglegum störfum. Vinn- an er vélræn, en ekkert kaup get- ur goldið fólki tjón af völdum streitu. Verkfræðingarnir eru alltaf að auka framleiðsluna með rányrkju efnislegra kosta, bæði úr auðlindum jarðar og mannfé- lags. Um vellíðan og mannlegar þarfir er ekki hirt, enda tilviljun ef framboð á markaðsvörum eyk- ur hamingju fólks. Uppreisn gegn værukærð Nú eru þessi viðhorf mótmæl- enda ekki að öllu leyti mín við- horf, og þess vegna er hætt við því að ég lýsi þeim ekki réttilega eða á sanngjarnan hátt. Mótmæl- endur þessir eru öðruvísi að hugs- unarhætti en málsvarar hefð- bundinna stjórnmálaskoðana. Af þessu er dregið auðkenni þeirra á ýmsum tungum, þegar þeir eru kallaðir hinir „alternatívu", það er að segja þeir sem fara „hina. leiðina", þeir sem eru „öðruvísi". Okkur kann að virðast margt í máli mótmælenda óraunhæft, þeir horfi til framtíðarinnar og gylli hana en viðurkenni ekki hvað vélin léttir mönnum stritið. Mörgum þykir mótmælendur vera bölsýnir úr hófi. En þeir eru þó ekki værukærir í bölsýni sinni heldur uppreisnargjarnir, og það er góðs viti. Fjölþátta hreyfing Mótmælendur eru ekki einlitur hópur með eitt einangrað mark- mið. Hér er um fjölþátta hreyf ingu að ræða sem kemur fram í mismunandi gervi og með nokk- uð ólík yfirlýst markmið hverju sinni. Því fer fjarri að umhverfis- vernd í merkingu mengunar- varna sé eina baráttumálið eða það sem umfram allt sameinar. Stundum er barátta gegn kjarn- orkuveri á oddinum, stundum friðarmál og sambúð þjóða, nú er lyft merki gegn kvennakúgun, þá er liðssafnaður fyrir lausn hús- næðismála, alltaf er barist fyrir mannréttindum. Leiðirnar ekki greiðar Dálítið er það misjafnt eftir löndum, hvað mótmælendur hins nýja stíls hafa átt greiða leið inn í stjórnmálalífið. Með málflutn- ingi sínum vega þeir ekki aðeins til hægri heldur einnig til vinstri, - að svo miklu leyti sem vinstri flokkar hafa bundið trúss sitt við sívaxandi framleiðslu, en svo er í rauninni um alla kreddubundna flokka hvort sem þeir kallast sósí- aldemókratar eða kommúnistar. Þess vegna hefir það gerst í' Þýskalandi, að allmikill straumur liggur frá jafnaðarmönnum yfir til Græningja og annarra mót- mælenda, en aftur á móti virðist sósíalistum í Frakklandi hafa tek- ist að gera stefnu sína að verulegu leyti aðgengilega fyrir mótmæl- endur þar í landi. Ungt, ábyrgt og menntað Samkvæmt erlendri athugun er ungt fólk uppistaðan í hreyfingu mótmælenda, fólk með meira en meðal skólagöngu að baki, starfs vettvangur þess oft velferðar- og félagsmálastofnanir. Þetta fólk þekkir vel vandamál afskiptra hópa, og það er sér meðvitandi um ábyrgð sína gagnvart öðrum þjóðfélagsþegnum. Hér er fólk sem vill mikið á sig leggja til að rækja skyldur sínar við samfé- lagið, og það er meira en hægt er að segja um það lið sem situr í fundarsölum hefðbundinna stjórnmálaflokka. Mótmælendur þeir sem ég nú hefi rætt um, þessir sem eru „öðruvísi“, eru auðvitað til hér á Hjalti Kristgeirsson skrifar landi einsog í öðrum vestrænum löndum. Við þekkjum öll ungt fólk með þessa lífsaðstöðu, og það fer varla hjá því að við berum meiri virðingu fyrir því heldur en hinum sem láta berast fyrir straumi vörudýrkunar og fjöl- miðlunar. Grænfriðungar fengu ekki stuðning En sjáum við íslenska mótmæl endur einungis sem einstaklinga? Eru þeir hvergi sýnilegir sem mannsafnaður, hópur, lið? Getur ekki jafnvel verið að þeir séu í einu eða öðru formi farnir að knýja á dyr lýðhreyfinga, félaga- samtaka, stjórnmálaflokka. Náttúruverndarmenn, um- hverfismálaáhugafólk? Lítið held ég fari fyrir liðssafnaði þeirra, að minnsta kosti varð ekki nokkur einasti maður til að slást í för með Grænfriðungum um árið og slást við íslenska hvalfangara, og verð- ur það að teljast furðulegt og hryggilegt sinnuleysi. Bókstafstrúar- liðið ekki mótmælendur Ekki get ég talið bókstafstrúar- hópana (FBK, KSML, KÍ, EIK osfrv.) til „vinstri“ við Alþýðu- bandalagið til mótmælenda, þar eð þeir vefengdu í rauninni ekki þróunarmynstur þjóðfélagsins, heldur voru þeir bara að gagn- rýna flokkapólitík á forsendum flokkapólitíkur. Úr því að svo er, geta Samtök herstöðvaandstæð- inga ekki heldur talist til mótmæl enda, þar eð þau samtök eru/ voru aðeins samstarfsvettvangur bókstafstrúarhópanna með hinu vonda Alþýðubandalagi. Á hinn bóginn gætu stefnumið sam- takanna (SHA) varðandi and- stöðu við erlendar herstöðvar og kjarnavopn sem best verði bar- attumál mótmælendahópa, og kann því svo að vera, að þarna geti átt sér stað myndbreyting, ef mótmælendur kæra sig um að ný- ta vettvanginn. Franska leið fremur en þýska Hvað um Rauðsokkahreyf- ingu? Hún er að minni hyggju tegundarhrein mótmæla- hreyfing, sem nú ntá að vísu muna fífil sinn fegri. Hver er þá nýjasti liðssafnaður sömu teg- undar, ef ekki kvennaframboð nyrðra og syðra? Ósk mín íslenskum mótmæl- endum til handa er sú, að þeim auðnist að fara „frönsku“ leiðina en þurfi ekki að brjótast hina „þýsku“ leið Græningja. Til þess þurfa ekki aðeins mótmælendur að vera opnir gagnvart sósíalist- um, heldur einnig sósíalistar gagnvart mótmælendum. Það er trúa mín að í sambúð, sem vita- skuld yrði ekki árekstralaus, mundu hvorir tveggja, mótmæl- endur nýja stíls og sósíalistar gamla stfls, eiga mikið að vinna. Já, heilt ríki að vinna. Hjalti Kristgeirsson. (Grein þessi er unnin upp úr erindi „um daginn og veginn“ sem flutt var í útvarpið í fyrra mánuði. - HjK) Hjalta Kristgeirsson ætti að vera óþarft að kynna lesendum Þjóðviljans. Hann var starfsmaður Þjóðviljans og hefur skrifað mikið í blaðið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.