Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. október 1982 Evren hershöfðingi forseti Tyrklands: „við verðum að fórna frelsinu...” Starfsmenn og félagar verkalýðssamtakanna Disk fyrir rétti í Tyrklandi. Krafist hefur verið dauðadóms yfir á annað hundrað félaga í samtökunum. Tyrkland undlr jámhæl „Við verðum að fórna nokkrum grundvallarréttindum okkar og taka á okkur nokkra frelsisskerðingu til þess að varðveita öryggi og reglu meðal þjóðarinnar”, sagði Evren hershöfðingi og forseti Tyrklands í ágúst s.l. er hann kynnti hið nýja stjórnarskrárfrumvarp, sem leggja á fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 7. nóvember næstkomandi. Valdaglaður forseti Vart mun orðum aukið að hið nýja stjórnarskrárfrumvarp boði nokkra frelsisskerðingu fyrir tyrk- nesku þjóðina. Meðal annars ger- ir hún ráð fyrir að Evren muni áfram sitja á forsetastóli næstu 7 árin með stóraukin völd. Sam- kvæmt frumvarpinu á forseti að vera utanþingsmaður, sem kosinn er til 7 ára í senn. Hann hefur vald til að stjórna með tilskipunum ef um neyðarástand er að ræða. For- seti skipar einnig forsætisráðherra og getur einnig sett hann af án tillits til vilja þingsins. Evren getur því hæglega skipað einhvem kollega sinna úrhernum f forsætisráðherra- embættið. Hafi ríkisstjórn verið felld á þingi getur forsetinn leyst upp þingið innan mánaðar, hafi ný ríkisstjórn ekki verið mynduð. Foretinn skipar stjórnarskrár- dóma og dómara hæstarétar, seðla- bankastjóra og útvarps- og sjón- varpsráð. Þá skipar hann alla há- skólarektora og einnig meðlimi „Akademíu tvrkneskrar tungu”. Hann verðuryfirmaðuröryggisráðs ríkisins og samkvæmt stjórnarskrá Jper honum að hafa eftirlit með starfi verkalýðsfélaga og skipa op-1 inberan gerðardóm, sem reyndaú hefur verið við lýði síðan herinn1 tók völdin 12. september 1980, en gerðardómur þessi hefur úrslita- vald um laun, virmutíma og annað', er varðar vinnumálalöggjög og fé-: lagsleg réttindi. Ekki er hægt að: áfrýja úrskurði gerðardóms þessa,> en hann úrskurðaði launahækkanir 1979 og 1980, langt undir verð-: bólgu, sem þá var 60% og síðan- 110. Verkalýðsfélög ófrjáls Verkföll eru nú bönnuð í Tyrk- landi, en samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá skulu þau leyfð - að undanteknum pólitískum verkföll- um og samúðarverkföllum. Hafi , verkfall staðið lengur en 60 daga kemur til kasta gerðardómsins að skera úr um deilumál. Sjálfkrafa aðild og greiðsla fé- lagsgjalda til verkalýðsfélaga verð- ur afnumin, og hafa fyrrverandi starfsmenn verkalýðsfélagsins Disk, sem nú er bannað, lýst því yfir, að við núverandi efnahagsað- stæður þýði aðeins þetta ákvæði dauðadóm yfir frjálsum verkalýðs- félögum í landinu. Hin nýja stjórnarskrá kveður einnig á um að verkalýðsfélög „megi ekki vinna að neinum pólit- ískum markmiðum eða stunda neins konar stjórnmálastarfsemi, og að þau megi ekki á neinn hátt veita stjórnmálaflokkum stuðn- ing”. Sama gildir um öll önnur félög og stofnanir. „Frelsi til að stofna félög er takmarkað við fiðrilda- og frímerkjasafnarafélög” er haft eftir vinstri-sinnuðum stj órnarandstæðingi. Prentfrelsi afnumið Þá eru ákvæði, sem segja að Nýja stjórnarskrárfrumvarpið sem lagt verður undlr þjóðar atkvæðagreiðslu 7. nóvember gerír ráð fyrir afnámi mannréttinda og löggildingu valdstjórnarinnar Vatn! blandað í bensín Búnaðurinn. Mark-II Mark-II er afar einfaldur búnaður og samanstendur af: fláti, sem rúmar ca. 1,5 ltr. af vökva. Sérsniðinni þéttingu, sem rennt er undir blöndunginn og hert niður með festiboltum hans. Út úr þétt- ingunni kemur rör og tengist það ílátinu með gúmmíslöngu. Að lokum kemur svo það sem mestu máli skiptir, Econo Mix, en það er sérstök efnablanda sem hellt er í ílátið og blönduð til helminga með vatni. Formúlan Efnablandan - Econo Mix - saman- stendur af: Acetoni, methanoli og bindiefnum, sem fyrirbyggja of hraða uppgufun. Þessi skammtur er blanda- ður að tveim hlutum með vatni og fást þannig ca. 1,3 ltr. af vökva. Hvernig vinnur Mark-II? Jafnframt því að vélin sogar til sín bensínúða frá blöndungnum, þá sogar hún um leið til sín mettaða gufu blönd- unar í ílátinu, sem blandast bensín- úðanum í sogtrekt blöndungsins. Ái- hrifin eru: Fullkomnari og aflmeiri sprenging, sem greinilega finnst t.d. í löngum þungum brekkum. Acetonið í blöndunni klýfur bensínúð ann í enn smærri einingar og gerir hann þannig brennanlegri. Methanolið hefur sömu áhrif og blý þ.e.a.s. það hækkar octantölu bensíns- ins. Fyrirbrigði, sem ökumenn notfæra sér í formúlukappakstri. Sá skammtur methanols, sem er í blöndunni, sam- svarar 6 octana hækkun, en þannig bætt lætur nærri, að octantala bensínsins samsvari þeirri tölu sem nauðsynleg er öllum háþrýstum vélum (Premium/ Super). Áhrifin koma strax fram á bíi- um sem hættir til að „glamra" á kveikjunni því „kveikjuglamrið“ hverf- ur. Hérlendis skila háþrýstar vélar eigendum sínum ekki fullri vélaorku, auk þess sem besíneyðslan er óeðlilega há, því þær eru gerðar fyrir bensín með hærra octanhlutfall. 1 slíkum tilfellum er Mark-II veruleg bót. Vélar með lægra þjöppuhlutfalli njóta ekki síður góðs af, því þar er hægt að flýta kveikjutímanum, sem gefur vélinni mun meiri snerpu. Vatnið mýkir sprenginguna og hefur þannig bein áhrif á vélaraflið. Menn, vanir vélum, munu kannast við það fyrirbrigði að vél vinnur betur í röku lofti en þurru. Vatnið er auk þess vel til þess fallið að hreinsa sót í sprengirúmi vélarinnar og því er það staðreynd, aði vélar, sem aka með Mark-II ganga hreinni, kæla sig betur og endast lengur. Jafnvel kertin endast 2-3 sinn- um lengur, þar sem ekki nær að setjast á þau sót, og í ábendingum framleiðenda er sérstaklega bent á, að með notkun Mark-II sé gangsetning auðveldari. En- slíkt er auðskilið ef vélin er laus við sót og ekki hvað síst ef kertin eru það. f auglýsingu, sem birst hefur í dag- blöðunum núna undanfarið, eru bíl- eigendur hvattir til þess að blanda bens- ínið með vatni í því skyni að spara elds- neytið. Útaf fyrir sig er auðvelt að skilja, að hægt sé að drýgja bensínið með því að blanda það með vatni en þegar jafnframt er fullyrt að þannig muni vélin vinna betur þá er málið orð- ið nógu forvitnilegt til þess að kanna það nánar. Er hægt að blanda vatni í bensín? Auðvitað gengur ekki að hella vatni í „blaðaútgáfa sé frjáls”, en blöð megi þó ekki innihalda „ótímabær- ar” fréttir. Hægt er að gera prentað eða óprentað ritmál upptækt án dóms og loka útgáfufyrirtækjum um lengri eða skemmri tíma. í hinni nýju stjómarskrá segir einnig, að „sérhver eigi rétt til lífs”, en hins vegar segir á öðrum stað að lögreglunni sé heimilað að skjóta á fólk ef berja þurfi niður uppþot, hindra flótta eða framkvæmda handtöku. Samkvæmt stjórnarskrárfrum- varpinu á að leyfa stofnun stjórn- málaflokka (sem nú eru bannaðir), með þeirri undantekningu þó, að flokkar sem berjast fyrir kommún- isma, fasima, klerkaveldi eða hvers konar harðstjórn samkvæmt stefn- uskrá eru ólöglegir. Glundroða- kenningin Herforingjastjórnin hefur ávallt lagt áherslu á að glundroðinn fyrir valdránið 1980 hafi stafað af því að stjórnarskráin frá 1961 hafi verið of frjálslynd. Evrin hefur ítrekað sagt, að hin nýja stjórnarskrá megi ekki leiða til sama ástands og ríkti þá. „Við Tyrkir þurfum ekki að taka alla hluti frá Evrópu eins og skraddarasaumaða fyrir okkur”, sagði hann og bætti við: „Sumir halda því fram, að verði þessi stjórnarskrá sett í gildi muni lög- reglan berja á dyr manna og gera húsrannsóknir. Ef fólkið væri hins vegar spurt, mundi svarið hljóða: Gerir ekkert til, lögreglan er betri en stjórnleysingjarnir.” bensíntankinn. Hins vegar er það al- þekkt fyrirbrigði, að bensínvélar vinna betur í röku lofti en þurru. í heimsstyrj- öldinni síðari voru Spitfire flugvélarnar útbúnar þannig, að þær úðuðu vatni inn í soggreinina þegar pína þurfti mestu hugsanlega orku út úr vélinni. Stærri flugvélar síðari tíma hafa svipaðan bún- að, sem gripið er til í flugtaki, ef vélin er ■mjög lestuð og lítill vindur og/eða brautin stutt. í því tilfelli, er einnig not- að aceton og methanol. Á bílum með forþjöppu (Turbo) er stundum sjálf- virkur búnaður sem úðar vatni inn í soggreinina við mikið álag. Pað fer því ekki á milli mála að hægt er að hafa veruleg áhrif á sprengikraft vélarinnar með því að úða vatni inn á vélina. Enn betri árangur næst ef einnig er notað methanol og aceton. En það er með þau efni Iíkt og með vatnið, það gengur ekki að hella þeim í bensíntankinn. Hvernig er reynslan? Erlend fagtímarit, sem íslenskir bfla- áhugamenn sækja gjarnan fróðleik í, fara mjög jákvæðum orðum um Mark- II. Má þar nefna blöð eins og Motor Trend, Wheels Afield, Rv World, Ro- ad Test, Hot Rod og Custom Van. Það er sérlega athyglisvert, að í Japan höfðu selst yfir 2 milljónir af Mark-II í árslok 1978 og skyldu menn nú ekki ætla, að japanskir bílar væru eigendum Örvœnting Þótt málfrelsi sé nú af skornum skammti í Tyrklandi, þá hafa nokkrir látið í ljós álit sitt á nýja st j ónrarskrárfrumvarpinu: - Með frumvarðinu er frelsi af- numið og valdstjórnin lögleidd, sagði Atila Sav, forseti lögmanna- félags Tyrklands. - Frumvarpið boðar myrka tíma fyrir dagblaðaútgáfu, sagði forseti Félags nútímablaðamanna í Ank- ara, Ahmet Abakai. - Það geturengin verkalýðs- hreyfing Iifað við þessa stjórnar- skrá, sagði Sevket Yilmaz, formað- ur þeirra gulu verkalýðssamtaka, sem Evrin lét stofna eftir að hann hafði bannað frjálsa verkalýðs- hreyfingu í landinu. Og er þá langt gengið, ef slíkir menn örvænta, mætti halda. Tyrkland og Pólland Það er ljóst að það er víðar en í Póllandi, sem verkalýðsfélög berj- ast fyrir lífi sínu. Nú sitja hundruð verkalýðsleiðtoga og starfsmanna verkalýðssambandsins Disk í Tyrk- landi fyrir rétti, ákærðir fyrir undir- róðiursstarfsemi, og hefur dauða- dóms verið krafist yfir á annað hundrað starfsmanna félagsins. Það vekur athygli, þegar haft er í huga að Tyrkland er bæði meðlim- ur í NATO og aðili að Evrópurá- ðinu að þessi mál skuli ekki fara hærra í fréttum á meðan athygli er réttilega vakin á réttindaskerðing- unni í Póllandi, svo að ekki fer fram hjá neinum. Eða nær réttind- akrafan um lýðræði ekki jafnt til allra? - ólg/Spiegel áhyggjuefni hvað bensíneyðslu snerti. Ummæli amerískra bíleigenda koma heim og saman við hérlenda reynslu. Það sýnir sig að bensíneyðslan lækkar um 1,5-2 lítra á hundraðið og reyndar meira í sumum tilfellum. Skammtur af Econo Mix kostar 70 krónur miðað við verð í október 82 og endist ca. 5000 km svo það er auðvelt að reikna út hvað búnaðurinn er fljótur að borga sig, því eftir ísetningu er hann viðhaldsfrír að öðru leyti. Eina vandamálið í þessu sambandi er, að ekki eru til sérsniðnar blöndungs-þéttingar í allar gerðir véla og á það einkum við um franska, þýska og ítalska bíla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.