Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.10.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. október 1982 Hverjir ætla norður? Fyrirhugaö er aö efna til hópferðar frá Reykjavík til Akureyrar á ráö- stefnu ABA 30.-31. október. Þeir Alþýöubandalagsntenn á Reykjavíkur- svæöinu sem hyggjast taka þátt í ráðstefnunni á Akureyri eru beönir aö hafasamband viö skrifstofu ABRsem allrafyrst. síminn er 17500,-ABR. Alþýðubandalagið I Garðabæ - Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Garðabæ verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30 í Flataskóla. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf, 2) kosning fulltrúa á flokks- ráðsfund, 3) kosning fulltrúa í kjördæmisráð, 4) önnur mál. Alþingis- mennirnir Geir Gunnarsson og Ólafur Ragnar Grímsson koma á fundinn og ræða stjórnmálaviðhorfið. f Gönguferð um Búrfellsgjá Göngustjóri Kristján Bersi Ólafsson Alþýðubandalagið í Hafnarfirði efnir til gönguferðar um Búrfellsgjá, laugardaginn 23. október. Safnast verður saman kl. 13.00 að Strandgötu 41 (Skálanum.) Þaðan verður ekið í rútu upp í Heiðmörk, og síðan gengið eftir Búrfellsgjá að eldstöðvunum við Búrfell. Þar verður snætt nesti; síðan verður gengið að Kaldárseli og hópurinn sóttur þangað. Hafnfirðingar, fjölmennið. Munið að koma vel skóuð í hentugum göng- uklæðnaði, með nesti og söngbók MFA. Þátttaka tilkynnist í síma 51734 (Hallgrímur) 52941 (Dröfn) og 53172 (Bergþór). - Þátttökugjald 50-100 kr. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Hafnarfírði ALÞÝÐU BANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akureyri - Ráðstefna um flokkana og jafnréttismál Alþýðubandalagið á Akureyri efnir til ráðstefnu laugardaginn og sunn- udaginn 30. og 31. október. Dagskrá: 1. Avarp: Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. 2. Stjórnmálaflokkarnir, staða þeirra og starfshættir. Framsaga: Soffía Guðmundsdóttir. 3. Afstaða Alþýðubandalagsins til kvennahreyfinga og annarra félags- legra hreyfinga. Framsaga: Helgi Guðmundsson. 4. Jafnréttisbarátta, kvennahreyfing - markmið og leiðir. Framsaga: Sig- ríður Stefánsdóttir. Ráðstefnan hefst kl. 13.30 á beðnir að tilkynna það sem fyrst á laugardag og Iýkur síðdegis á sunn- flokksskrifstofuna í Reykjavík, udag. Á laugardagskvöldið verður sim' 91-17500. Nánari upplýsingar efnt til kvöldvöku. eru veittar í síma 96-24270. Þeir félagar sem hyggja á þátt- Stjórn Alþýðubandalagsins á Ak- töku í ráðstefnunni eru vinsamlega ureyri Alþýðubandalagið Akranesi, bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 25. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: Greint frá störfum atvinnumálanefndar og skólanefndar grunnskólans og fjölbrautarskólans. - Stjórnin. Fræðslu um sveitar- stjómar- mál Ákveðið hefur verið að halda námskeið um sveitarstjórnarmál- efni og starfshætti sveitarfélaga dagana 4.-6. nóv. n.k. Er nám- skeiðið haldið á vegum Fjórðungs- sambands Norðlendinga og í nánu samstarfi við Samband ísl. sveitar-, félaga og verður á Hótel Húsavík., Þetta verður fyrsta námskeið sinnar tegundar á íslandi. Reynt verður að veita upplýsingar og fræð-| slu um undirbúning og meðferð mála í sveitarstjórnum, afgreiðslu þeirra og aðra tengda málsmeð- ferð. Frætt verður um gerð fjár- i hagsáætlana sveitarfélaga um upp-, byggingu fjármálakerfis þeirra og reikningsskil, m.a. með tilliti til tölvumeðferðar. Verulegum tíma verður varið til að kynna þátttak- endum skipulag sveitarstjórnar- kerfisins og þau helstu lagaatriði, sem í daglegri önn tengjast starfi sveitarstjórna og framkvæmda- stjórn sveitarfélaga. Á þriðja degi námskeiðsins verður leiðbeint um hagnýt vinnu- brögð í sveitarstjórnum, s.s. fund- arsköp, undirbúning sveitarstjórn- arfunda og afgreiðslu mála frá sveitarstjórn. Gert er ráð fyrir að ráðstefnunni ljúki síðari hluta laugardags 6. nóv. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða: Björn Friðfinnsson, for- maður Samb. ísl. sveitarfélaga, Magnús E. Guðjónsson, framkvstj., Birgir Blöndal, aðal- bókari, Garðar Sigurgeirsson, hag- fræðingur hjá Samb. fsl. sveitarfé- laga, Snorri Björn Sigurðsson, bæjarritari á Sauðárkróki, Sigurð- ur Gizurarson, sýslumaður, Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri, Lárus Ægir Guðmundsson, sveitarstjóri og Ingimar Brynjólfsson, oddviti. Þátttökugjald er ekkert og dval- arkostnaður mjög lágur vegna hag- kvæmra samninga. Þátttaka til- kynnist Fjórðungssambandi Norð- lendinga, Akureyri. - mhg Nýr sendi- herra Fínnlands Nýskipaður sendiherra Finn- lands hr. Martin Isaksson afhenti forseta íslands trúnaðarbréf sitt nýlega að Bessastöðum að við- stöddum Ólafi Jóhannessyni utan- ríkisráðherra. Síðdegis þáði sendiherrann boð forseta að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Sendiherra Finnlands hefur aðsetur I Reykjavík. Landsráðstefna ungra sósíalista Landsráðstefna ungra sósíalista verður haldin 23.-24. okt. n.k. í Iðnaðar- mannahúsinu við Hallveigarstíg. Á dagskrá ráðstefnunnar verður m.a. rætt um: ♦ E*KX SVOt** • 1) Nýskipan æslulýðsstarfs sósíalista. 2) Ungt fólk og verkalýðshreyfingin. 3) Kosin verður ný Æskulýðsnefnd og gerð starfsáætlun fyrir næsta ár. Ráðstefnan hefst, laugardagsmorguninn 23. kl. 9.30 og verður á dag- skránni þann dag: skýrsla fráfarandi nefndar, starfsáætlun, kynning um- ræðuefna og hugmynda um nýtt skipulag. Starfshópar munu starfa og um kvöldið verður kvöldvaka. Á sunnudag 24. verður framsaga Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ, kl. 13.00. Á eftir verða almennar umræður. Afgreiðsla mála og ráðstefnuslit áætluð kl. 19.00. Allir ungir sósíalistar eru kvattir til að sækja ráðstefnuna. Ráðstefnan verður auglýst nánar síðar í vikunni. - ÆNAB. Auglýsingasíminn er 8-13-33 Maður óskast Maöur vanur traktorsgröfu óskast tii starfa hjá Kópavogsbæ. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 41570 milli kl. 11 og 12. SÖLUSKATTUR Viöurlög falla á söluskatt fyrir september mánuð 1982, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25 þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðið 20%, en síðan eru viður- lögin 4% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. nóvember. Fjármálaráðuneytið, 19. okt. 1982. Laus staða Staða viktarmanns við Landshöfn Keflavíkur-Njarðvíkur er laus til umsóknar. Ráðningartímabil eitt ár. Laun skv. samningi starfsmanna ríkisins 7. launafl. Umsóknir sendist hafnarstjóra fyrir 3.nóv. 1982. Hafnarstjóri Forstöðumann vantar laafjðrður frá og með 1. des. 1982 á leikskólann við Bakkaveg, Hnífsdal, ísafirði. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 9. nóv. 1982. Umsóknum skal skilað til félagsmálafulltrúans á ísafirði. Nánari upplýsingar veitir félagsmálafulltrú- inn á ísafirði, Austurvegi 2, 400 ísafirði, sími 94-3722. Auglýsing frá fjárveitinganefnd, Alþingis: Beiðnum um viðtöl við fjárveitinganefnd Al- þingis, vegna afgreiðslu fjárlaga 1983 þarf að koma á framfæri við starfsmann nefndar- innar, Þorstein Steinsson í síma 1 15 60 eftir hádegi, eða skriflega eigi síðar en 8. nóvem- ber n.k. Skrifleg erindi um fjárveitingabeiðnir á fjár- lögum 1983, þurfa að berast skrifstofu Al- þingis fyrir 8. nóvember n.k. ella er óvíst að hægt verði að sinna þeim. Skafti Magnússon frá Sauöárkróki, Hlégerði 29, Kópavogi, verður jarðsetturfrá Fossvogskirkju, föstudaginn 22. október, kl. 13.30. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Indíana Albertsdóttir, Sveinn Skaftason, Kristín Skaftadóttir, Svanhildur Skaftadóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.