Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.10.1982, Qupperneq 1
DJOÐVIUINN Iðnaðarráðherra flutti ýtarlega greinargerð um Alusuisse á Alþingi í gær. Sjá 7. 29 október 1982 föstudagur 244. tölublað 47. árgangur / A sex árum nam dulinn hagnaður hærri upphæð en öllum greiðslum álversins fyrir orkukaup þann tíma Traust lögfræðiálit sannar rétt okkar til skattlagningar aftur í tímann, segir Hjörleifur Guttormsson ALUSUISSE stakk 536 miliónuiii undan skatti Það eru 536 miljónir króna, sem Alusuisse hefur stungið hér undan skatti á árunum 1975-1981 sam- kvæmt lokaniðurstöðum endurskoðunarfyrirtækisins Coopers & Lybrand í London. Þarna er um að ræða dulinn hagnað af rekstri álversins hér í Straumsvík, sem fenginn er með því að falsa verð á aðföngum til verksmiðjunnar, bæði súráli og rafskautum, og einnig koma við sögu brot á heimildum er verða afskriftir. - Þessar upplýsingar komu fram Alþingi í gær, en iðnaðarráðuneyt- í ræðu Hjörleifs Guttormssonar á ið fékk lokaniðurstöður endur- skoðendanna í hendur fyrr í þess- um mánuði. 32,9 miljónir dollarar Sá duldi hagnaður, sem Alu- suisse stakk undan á árunum 1975 til 1980 nam 32,9 miljónum doll- ara, en á sama árabili greiddi Alu- suisse fyrir öll sín orkukaup hér- lendis lægri upphæð, það er 32,2 miljónir dollara. Lokaskýrsla hins virta endur- skoðunarfyrirtækis staðfestir í öll- um höfuðatriðum þær ásakanir á hendur Alusuisse, sem hér hafa verið bornar fram um falskt yfir- verð á súráli og rafskautum, en málið varð fyrst ljóst fyrir tæplega tveimur árum, þegar upp komst um „hækkun í hafi”, það er fölsun á verði súráls frá Ástralíu, sem hing- að hefur verið flutt. Sex ár aftur í tímann í rækilegri skýrslu, sem iðnaðarráðherra flutti á Alþingi i gær, kom m.a. fram, að samkvæmt álitsgerð tveggja úr hópi okkar fær- ustu lögfræðinga, þeirra Benedikts Sigurjónssonar og Ragnars Aðal- steinssonar, - þá geta íslensk stjórnvöld lagt skatt á þann hagn- að, sem undan var skotið, - sex ár aftur í tímann. k. Þjóöar- átak Á morgun, laugardaginn 30. október 1982, gengst Landsráð gegn krabbameini fyrir fjársöfnun um land allt. Sjálfboðaliðar munu heimsækja hvert heimili í landinu og taka við frjálsum framlögum. Við undirrituð viljum hvetja landsmenn til öflugrar liðveislu í þjóðarátaki gegn þessum sjúkdómi. Þeim fjár- munum sem safnast í þjóðar- átakinu á morgun verður var- ið til víðtækari rannsókna og aukins leitar- og varnarstarfs gegn krabbameini á vegum Krabbameinsfélags íslands. Það þjóðarátak, sem hér um ræðir kallar á samstöðu ís- lendinga. Svörum því kalli. Jji<jzd**/JÍÓnn^éhoyri4l(Ai / Við íslendingar höfum nú eignast tvær meiriháttar hljómsveitir, Sinfóníuhljómsveit Islands og Islensku hljómsveitina. Orkufyrirtæki hins opinbcra fara nú fram á miklar verðhækkanir Allharður árekstur varð um fjögurieytið í gær á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsvegar. Sjúkra- bifrcið með lækni innanborðs kom strax á vettvang, en til allr- ar hamingju urðu engin slys á fólki, þrátt fyrir að bílarnir séu stórskemmdir. Jón Gíslason hjá Slysarann- sóknardeild lögreglunnar sagði í samtali í gær, að menn væru mög ánægðir með þá nýbreytni að læknar fylgdu nýju sjúkra- bifreiðinni yfir háannatímann í umferðinni. Þetta væri til mik- illa bóta og öryggis fyrir alla aðila. -Ig./Mynd -eik. Tillögur um húsnæðismál kynntar: „Samtengjum húsnæðlslánakerfið” „Aðalatriði þessara tillagna eru að ætlunin er að tengja saman húsnæðislánakerfíð, bankana og lífeyrissjóðina, þannig að hús- byggjendur og þeir sem kaupa íbúðir, geti á einum stað fcngið nauðsynlcga þjónustu, þ.e. lán og aðra pappíra sem þarf í þessu skyni“, sagði Svavar Gestsson fé- lagsmálaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær í tiiefni þess að fram voru lagðar tillögur starfs- hóps um húsnæðismál. „Svona samtengingarkerfi hefur sagði Svavar Gestsson verið við lýði í grannlöndum okkar um árabil og gefist vel og því tel ég að unnt eigi að vera að koma því einnig á hérlendis", sagði Svavar ennfremur. Svavar sagði að þessar tillögur hefðu verið lagðar fyrir ríkissjórn í gærmorgun og að þær verði lagðar fram í frumvarpsformi fyrir Alþingi í vetur. „Hér er um að ræða fjölþættar tillögur sem snerta fjölmarga aðila en eftir viðtöl sem ég hef átt við bankastjóra Seðlabankans svo og aðra ráðherra þá er ljóst að þessar hugmyndir eiga góðum skilningi að mæta og þess að vænta að þær nái fram að ganga í meginatriðum", sagði Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra að lokum. _ v> ~Sjá 20 Kosningarnar á Spáni: Stórsigur sósíalista Skömmu fyrir miðnætti í gær lýsti Sósíalistafíokkurinn á Spáni yfir stórsigri í þingkosningunum en þá var útlit fyrir að hann fengi hreinan meirihluta eða 194 þing- menn af 350 og um 46% atkvæða. Hafa þeir þannig unnið um 80 þing- sæti frá síðustu kosningum. Mikill mannfjöldi fagnaði fyrir utan aðsetursstað hins fertuga Felipe Gonzales, sem verður næsti forsætisráðherra Spánar. Segja má að miklar andstæður verði í spænska þinginu Cortes þvi að langstærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn verður hið hægri sinn- aða „Bandalag alþýðunnar" undir forystu fyrrum Frankóráðherra, Manuel Fraga. Það mun fá um 97 þingsæti og 25% atkvæða. Aðrir flokkar þurrkast nær út. Miðflokka sambandið, sem hefur verið við stjórnvölinn, fær aðeins um 13 þingsæti, kommúnistar 6 og Mið- demókratar undir forystu Suarez 2. - GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.