Þjóðviljinn - 29.10.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 29.10.1982, Side 5
Föstudagur 29. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Þátttaka kvenna í atvinnulífínu utan heimilis hefur sáralítið breytt þátt- töku karla í sambúð í heimilisstörfum. Jafnréttiskönnunin staðfestir: Tvöfalt vinnuálag kvenna Reykvískir karlar í sambúð vinna að meðaltali 6,2 stundir á viku að heimilisstörfum á meðan konur þeirra í fullu starfí vinna að meðaltali 23,5 stundir, konur í hálfu starfí 32,9 stundir og þær sem eru alfarið heima vinna að meðal- tali 51,4 stundir. Þetta kemur fram í Jafnréttiskönnun í Reykjavík 1980-81, sem Kristinn Karlsson hefur unnið í samvinnu við Þor- björn Broddason. Það eru svarendur sjálfir sem metið hafa vinnutíma sinn og sam- kvæmt könnuninni skiptist saman- lagður vinnutími í atvinnulífi og á heimili á milli kynja sem hér segir: Samanlagður vinnutími karlar% konur% 40 klst eða minna 6,1 12,9 41-50 klst. 16,5 11,6 51-60 klst. 24,9 23,7 61 klst eða meira 24,3 30.0 ósvarað 28,2 21 8 í könnuninni kemur einnig fram. að þátttaka kvenna í atvinnulífinu utan heimilis virðist sáralítið hafa breytt þátttöku karla í sambúð í heimilisstörfum. Meðalvinnutími karla á heimili þar sem sambýlis- konan er heimavinnandi er 5,0 klst. á viku, en þar sem hún vinnur fulla vinnu utan heimilis leggur karimaðurinn á sig 2,3 klst. til við- bótar á heimilinu á móti 40 klst. eða meira sem konan vinnur utan heimilis. Þessar hrikalegu niðurstöður virðast sýna að jafnréttið á niilli kynjanna eigi mun Iengra í land en almennt er álitið, a.m.k. meðal karla. Samkvæmt könnuninni álíta 31% karla að jafnrétti ríki á milli kynjanna, 6,4% eru á báðum átt- um en 57,4% telja að jafnrétti ríki ekki í raun. Samsvarandi tölur fyrir konur eru að 13,3% telja að jafn- rétti ríki, 3,6% eru á báðum áttum en 74,4% telja að jafnrétti ríki ekki í raun. -ólg- í Þjóðviljanum fyrir u.þ.b. hálfum mánuði skrifar ungur rit- höfundur og bókmenntafræðing- ur Kristján Jóh. Jónsson grein, þar sem hann rekur frá sínu sjón- arhorni eymd íslenskrar vinstri hreyfingar og þeirrar kynslóðar sem stundum er kennd við árið 1968. Þar sem ég hef hugsað mér að gera nokkrar athugasemdir við hans málflutning, tel ég nauðsyn- legt að taka saman helstu fors- endur hans og niðurstöður. Hann lýsir hinum vinstri veru- leika svo: Rauðsokkahreyfingin dauð, Fylkingin við slæma heilsu, Þjóðviljinn hræddur við róttæk umræðuefni, Alþýðubandalagið og prestarnir jarða herstöðvabar- áttuna, vinstri konur „nugga sér utan í hægri menn“ í „undar- legum" friðarhópi, - en íhaldið dafni sem aldrei fyrr. Orsakaskýringa sýnist mér hann leita í danskri skáldsögu, sem lýsir að mati Kristjáns að- stæðum hliðstæðum okkar. í sög- unni um Hans danska (sem til- heyrir áðurnefndri ’68 kynslóð), breytir efnahagskreppan barátt- uglaðri og bjartsýnni kynslóð hans í vonda einangrunarsinna, sem eyði orku sinni í að „veitast ...hver að öðrum". Hans danski ákveður gagngert „endurmat á sögu“ sinni og „stöðu“, og hið sama telur Krist- ján að rétt sé að gera hér. íslensk vinstri hreyfing hafi festst í „þægi- legu fari“ aðferða, sem réttar hafi verið á sjöunda áratugnum, en nú séu breyttir tímar. Þessa niður- stöðu telur hann nægja „að styðja með einu dæmi“. Því dæmi, að nokkrar vinstri konur (þ.á. m. höfundur þessarar greinar) hafa leyft sér að stofna til umræðna um vígbúnaðarkapp- idaupogstríðsrekstur við konur, :.em sumar hafa önnur sjónarmið varðandi eignarhald á fram- leiðslutækjum en við sósíalistar. Konur allra flokka Þetla eru konur úr öllum stjórnmálaflokkum, verkalýðs- hreyfingu og almennum kvenna- félögum, sem hafa tekið sig saman og reynt að hrinda af stað í öllum kvenfélögum og -sam- tökum umræðu um afvopnunar og friðarmál. Um innihald og afleiðingar þessarar umræðu er ekki hægt að vita fyrirfram. Og að sjálfsögðu munu vinstrisinnaðar konur í landinu leggja sitt af mörkum til hennar. Ég fyrir mitt leyti hef þá trú á málstað okkar sósíalista í þessu efni, að ég er þess fullviss, að ef fólk í landinu fæst til að ræða þessi mál fordómalaust og afla sér hlutlægra upplýsinga, þá muni okkur bætast bandamenn. Bandamenn í þeirri baráttu sem snýr að okkur íslendingum, þ.e. að losa okkur úr vígbúnaðarneti Nató og Bandríkjanna og lýsa ís- land og íslenskra fiskveiðilög- sögu kjarnorkuvopnalaus svæði. Þjáningar fengnar að láni Andstætt því sem hinn ungi rit- höfundur heldur fram, er þetta tilraun til að prófa okkar málstað, okkar hugmyndir meðal venju- legs fólks. Þarna er reynt að fara úr því „þægilega fari“ sjöunda áratugarins, þarsem sjálfumglöð ’68 kynslóðin sat oní kjöllurum við Laugaveg, talaði við sjálfa sig, drakk rauðvín og hlustaði á Bob Dylan, milli þess sem hún gekk um götur og torg mótmæl- andi á grundvelli þess sem Wolf Biermann kallar svo hnyttilega „Leiden aus zweiter Hand“ (eða þjáningar fengnar að láni) í stað þess að taka þátt í pólitískri bar- áttu eigin samfélags. ’68 kynslóðin kaus sér sjálf pólitíska einangrun og getur ekki kennt kreppunni um eins og Kristján lætur að liggja (enda hæpið að tala um efnahags- kreppu hér á íslandi, ekki ennþá að minnsta kosti). Mjög fáir (og þ.a.l. áhrifalitlir) gengu til liðs við félagshreyfingu íslensks alþýðufólks, verkalýðs- hreyfingu, Alþýðuflokk eða Al- þýðubandalag. Það hefði getað spillt hreinleika hugans. Þeir voru miklu fleiri sem forðuðust alla, sem ekki aðhylltust tiltekna kreddu. Stofnuðu ótal fámenna áhugamannahópa (eins og þann sem hinn ungi rithöfundur til- heyrði til skamms tíma), sem voru og eru úr öllum tengslum við þá alþýðu sem þeir þó þykjast vera að berjast fyrir. „Endurmat á stöðu íslenskrar vinstri- hreyfingar“ mun seint skila sér í þjóðfélagsbreytingum til hagsbótafyrir alþýðu manna, ef ekki fylgir einarðleg þátttaka í pólitískri baráttu dagsins. Raunasaga róttæks menntamanns Jaf nréttiskönnun:______ Reykvískir karlar þvo ekki fötin sín Fataþvottur er enn nær eingöngu kvennastarf - Verkaskipting karla og kvenna á heimili er arfur frá bændasam- félaginu - sagði Þorbjörn Brodda- son á blaðamannafundi í gær, þar sem niðurstöður á Jafn- réttiskönnun hans og Kristins Karlssonar voru kynntar. I könnuninni kemur fram að verkaskipting eykst með aldri en er jafnari á milli kynja hjá yngri kynslóðinni. Ef vægi algengustu heimilisstarfa er dregið saman í eina vísitölu kemur í Ijós að verka- skipting er nokkuð jöfn á 24,5% heimila á aldrinum 20-34 ára en á um 12% heimila í eldri aldursflokknum. Um 40% karla á aldrinum 50-60 ára tekur nær aldrei þátt í algengustu heimilisstörfum samkvæmt könnuninni. Þorbjörn Broddason vildi í þessu sambandi benda á að athyglisvert væri, hversu lítið karlar sinntu hefðbundnu kvennastarfi eins og fataþvotti. - Fataþvottur hefur um aldir ver- ið hefðbundið starf kvenna og ver- ið með erfiðari heimilisverkum hvað líkamlega áreynslu snertir. Fataþvottur í dag krefst bæði lík- amlegs erfiðis og tæknilegrar ná- kvæmni, -sagði Þorbjörn, en báðir þessir eiginleikar, líkamsburðir og tækniþekking, hafa frekar verið eignaðir körlum. Fataþvottur er það starf, sem ekki er bundið við ákveðinn tíma sólarhringsins og ætti því af þeini ástæðum að vera fært útivinnandi mönnum einnig. í ljósi þessa er það mjög athyglisvert að samkvæmt könnuninni eru hús- mæður einar um fataþvottinn á 78,2% reykvískra heimila og sinna þessu verki frekar en karlar á 15,2% heimila. Benti Þorbjörn á að þessi greini- lega verkaskipting yrði ekki skýrð með eðlisiægum eða líffræðilegum rökum, heldur væri hér um sögu- lega arfleifð að ræða frá bænda- samfélaginu þar sem hefðin væri eðlilegri verkaskiptingu yfir- sterkari. - ólg. Við aðra en rétt- trúaða klíkubræður Það er því ekki að undra að hinum hreinhuga rithöfundi of- bjóði að við skulum reyna að koma málstað okkar á framfæri við aðra en rétttrúaða klíku- bræðurmeðviðeigandi háskóla- próf. Skului i vera að „nugga" okkur „utar. í hægri menn“, svo notað sé smekklegt orðalag hans. Mér sýnist því að hann, sem í grein sinni gagnrýnii réttilega einangrun og innbyrðis baráttu vinstri sinna, sé um leið sjálfur að ráðast að þeim sem reyna að rjúfa þessa einangrun og vinna málstað okkar fylgi meðal almennings. Hvað vill Kristján gera? Og hvað vill svo Kristján gera? Eftir lýsingu hans og hinnar dönsku bókar á raunalegu von- leysi einangrunarinnar, sem ein- kenndist m.a. afþrotlausri nafla- skoðun í sellum og leshringjum, þá kemur ekki lítið á óvart, að rithöfundurinn og bókmennta- fræðingurinn skuli leggja til enn eina reisuna í gegnum naflann. Nú eigum við að vera „ágeng við sjálf okkur“ og spyrja „áleitnari spurninga en nokkru sinni fyrr“. Þetta á að gera jaínvel þótt þessir einangrunarsinnar hafi aldrei spurt á þann eina hátt, sem er sósíalistum sæmandi, með því að láta reyna á hugmyndir okkar í daglegu starfi meðal venjulegs fólks, en ekki bara í sjálfum- glöðum leshringjum eilífðarstúd- entanna. Barátta dagsins „Endurmat á stöðu íslenskrar vinstrihreyfingar" mun seint skila sér í þjóðfélagsbreytingum til hagsbóta fyrir alþýðu manna, ef ekki fylgir einarðleg þátttaka í pólitískri baráttu dagsins. í henni prófum við gildi okkar hugmynda og komum þeim í verk. Er það ósk mín til hins róttæka menntamanns að hann megi ti- leinka sér þann lærdóm í stað þess að saka okkur sent þetta reynum um „uppgjöf og íhalds- þjónkun“. Reykjavík 27. okt. Margrét Björnsdóttir. Margrét S. Björnsdóttir er kenn- ari við framhaldsskóla í Reykja- vík. Hún er þjóðfélagsfræðingur að mennt frá Vestur-Þýskalandi. Hún hefur hefur tekið virkan þátt í pólitísku starfí.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.