Þjóðviljinn - 29.10.1982, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. október 1982 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 7
Lokaniðurstöður endurskoðunar Coopers & Lybrand:
536 miljónir kr. í falinn
hagnað hjá álverinu
Við eigum að nota rétt okkar til skattlagningar
sex ár aftur í tímann, segir Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur flutti ræðu sína við
umræðu um þingsályktunartillögu
nokkurra stjórnarandstöðuþing-
manna Sjálfstæðisflokksins, en
efni þeirrar tillögu er að Alþingi
kjósi nýja nefnd til að ræða við
Alusuisse.
í ræðu sinni sagði Hjörleifur
Þetta eru var-
færnar loka-
' hiðurstöður
Endurskoðun vegna yfirverðs á
aðföngum til álversins á árabilinu
1975 -1979 er nú að fullu lokið, svo
og endurskoðun ársreikninga ísal
1980 og 1981 að mati álviðræðu-
nefndar og iðnaðarráðuneytisins.
Endurskoðunarfyrirtækið Coopers
& Lybrand skilaði eftir mikið starf
fyrirvaralausum niðurstöðum um
þessi efni til ráðuneytisins með
skýrslum sem dagsettar eru þann 7.
október sl. og hafa þær verið af-
hentar forráðamönnum Alusuisse
og ísal sem lokaniðurstöður þess-
ara yfirgripsmiklu rannsókna og
endurskoðunar af hálfu Coopers &
Lybrand.
Rétt er að vekja sérstaka athygli
á, að rannsóknir og endurskoðun
þessa virta alþjóðlega fyrirtækis
Coopers & Lybrand eru allt annars
eðlis og unnar með öðrum hætti en
álitsgjörðir annarra sérfræðinga á
vegum iðnaðarráðuneytisins, svo
ekki sé minnst á þá aðila sem Alu-
suisse hefur kvatt til á sínum veg-
um. Coopers & Lybrand hafa vegið
og metið sjónarmið beggja aðila og
ekki síður hlustað á framburð Alu-
suisse og tekið mið af honum en
þeim álitsgerðum sem ráðuneytið
hefur aflað af honum en þeim álits-
gerðum sem ráðuneytið hefur aflað
og eru traustar að okkar dómi.
Coopers & Lybrand eru að okkar
mati afar varfærnir í sínum niður-
stöðum, enda fylgir með af þeirra
hálfu að þeir séu reiðubúnir að
standa við þær fyrir hvaða dómi
sem er.
En hverjar eru þá þessar niður-
stöður Coopers & Lybrand og ann-
arra sérfræðinga, sem lagt hafa mat
á yfirverð Alusuisse gagnvart ísal.
Ég tel skylt að greina frá því á þess-
um vettvangi, fyrst þessi mái eru
hér komin til umræðu, enda varða
þau efni þessarar þingsályktunar-
tillögu, þ.e. skoðanaágreining
Alusuisse og íslenska ríkisins.
Vantalinn hagnaður
536 milljónir
króna
Að mati Coopers & Lybrand er
yfirvcrð á aðföngum ísal á tímabil-
inu 1975-1981 samtals um 31.5
milljónir bandaríkjadala eða um
470 milljónir íslenskra króna á nú-
verandi gengi. Par af er yfirverð á
súráli 17 milljónir 605 þús. dollarar
og á rafskautum 13 milljónir 834
þús. dollarar, eða í heild 31 milljón
439 þúsund dollarar.
Við endurskoðun á ársreikning-
um fyrir árin 1980 og 1981 voru
reikningar ísal ennfremur leiðrétt-
ir vegna afskrifta um samtals 4.4
milljónir bandaríkjadala eða um 66
milljónir íslcnskra króna.
Samtals hefur hagnaður ísal að
mati Coopers & Lyband því verið
um 35.8 milljónum bandaríkjadala
Hið virta endurskoðunarfyrirtæki Coopers & Lybrand í London
hefur skilað endanlegum og fyrirvaralausum niðurstöðum af rann-
sóknum sínum á yfirverði á aðföngum frá Alusuisse til dótturfyrir-
tækis auðhringsins hér á árunum 1975 - 1981.
Sá hagnaður, sem Alusuisse hafði með þessum þætti stungið
undan skatti í rekstrinum hér reyndist vera 31,5 miljónir banda-
ríkjadala og ennfremur 4,4 miljónir bandaríkjadala með fölsuðum
afskriftum.
Samtals eru þetta 536 miljónir króna í vantalinn hagnað á sjö
árum, og sé litið á sex ára tímabil frá 1975 og 1980 þá kemur í ljós
að hinn faldi hagnaður á þeim árum neniur hærri upphæð en
heildargreiðslur Alusuisse fyrir öll orkukaup hér á sama tíma.
Fyrir orkuna voru greiddar 32,2 miljónir dollara, en vantalinn
hagnaður þessi sex ár nam 32,9 milj. dollara.
Þessar upplýsingar komu fram í ítarlegri ræðu Hjörleifs Gutt-
ormssonar, iðnaðarráðherra á Alþingi í gær.
Benedikt Sigurjónsson.
Ragnar Aðalsteinsson.
Samkvæmt lögfræðiáliti þcirra Bcncdikts Sigurjónssonar fyrrverandi
hæstaréttardóinara og Ragnars Aðalsteinssonar, hæstaréttarlögmanns,
geta íslensk stjórnvöld endurákvarðað framleiðslugjald (skattgreiðslur)
álversins sex ár aftur í tímann, og þannig skattlagt verulcgan hluta hins
falda hagnaðar.
meiri en bókhaldið hefur gefið til
kynna, sem jafngildir á gengi 15.
október sl. 536 milljónum íslenskra
króna.
Ef sex ára tímabilið 1975-1980 er
skoðað sérstaklega kemur í ljós, að
vantalinn hagnaður á því tímabili
nemur því sem næst sömu upphæð
og allar raforkugreiðslur Isal til
Landsvirkjunar á sama tímabili.
rétt okkar vegna yfirverðs á hrá-
efnum á árunum 1975 til 1979, þar
eð ekki fór fram sérstök endur-
skoðun ársreikninga með alþjóð-
legri endurskoðun, svo sem heimilt
er samkvæmt aðalsamningi og
framkvæmd var fyrir næstu tvö ár á
eftir, þ.e. 1980 og 1981. Nú liggja
hins vegar fyrir traust lögfræðiálit,
sem taka af tvímæli um, að endur-
1975 tíl 1980 nam hlnn faldi hagn-
aður hærri upphæð en svaraði
öllum greiðslum álversins
fyrir orkukaup þau ár
eða 32.2 milljónir bandaríkjadala (
raforkugreiðslur á móti 32.9 ntill-
jónum dala í vantalinn hagnað.
Með öðrum orðum: íslenska álfé-
lagið h.f. hefði getað greitt helm-
ingi hærra raforkuverð án þcss að
sú hækkun hefði þurft að hafa áhrif
á bókhaldslega afkomu fyrirtæk-
isins.
Getum lagt skattinn á frá
1976 - Traust lögfræði-
álit liggur fyrir
Nokkur óvissa hefur verið tal-
in ríkja um, hvort við gætum sótt
ákvarða megi framleiðslugjald á ís-
lenska álfélagið h.f. samkvæmt al-
mennum grundvallarreglum ís-
lenskra skattalaga, enda sýni
stjórnvöld fram á, að þau gögn sem
ísal lagði fram og upphaflega var
byggt á, hafi ekki verið í samræmi
við ákvæði aðalsamnings, þar á
meðal um að við útreikning nettó-
hagnaðar skuli beitt hlutlægum
mælikvarða á viðskiptaháttum
milli óskyldra aðila að því er varðar
verð á t.d. aðföngum og afurðum.
Eðlilegt virðist að beita almennri
takmörkun varðandi liðinn tíma,
þ.e. að cndurákvörðun nái til
skatts vegna tekna síðustu sex ára-
sem næst eru á undan því ári, þegar
endurákvörðun fer fram. Þannig
mundi samkvæmt þessu vera heim-
ilt að endurákvarða framleiðslu-
gjald vegna ársins 1976 og síðari
ára, enda fari endurákvörðun
skattanna fram á þessu ári.
Það álit sem hér er vitnað til er
samið af Bcnedikt Sigurjónssyni
fyrrverandi hæstaréttardómara og
Ragnari Aðalsteinssyni hæstarétt-
arlögmanni fyrir álviðræðunefnd.
Eigum nú að
nota þetta skatt-
lagningarvald
Ég er þeirrar skoðunar að nú
þegar lokaniðurstöður um mat á
yfirverði á aðföngum til ísal á þessu
tímabili liggur fyrir og það lög-
fræðilega mat sem ég vitnaði hér
til, að Ijúka cigi þessu máli af hálfu
íslenskra stjórnvalda með því að
réttur aðili endurákvarði fyrirtæk-
inu framleiðslugjald frá og með ár-
inu 1976 að tclja. Þessi rnál eru nú
til athugunar hjá álviðræðunefnd
og þess er að vænta að hún skili
fljótlega um þau umsögn til ráðu-
neytisins, en að mati nefndarinnar
er rannsókn vegna yfirverðs á að-
föngum á þessu tímabili nú lokið.
Aðrir sérfræðingar
telja yfírverð á
rafskautum mun hærra
Ég gat þess að niðurstöður
Coopers & Lybrand þættu afar var-
færnar, og víst er um það að iðnað-
arráðuneytið hcfur undir höndum
gild sérfræðiálit um langtum hærra
yfirverð, bæði á súráli og rafskaut-
um cn Coopcrs & Lybrand hafa
viljað taka til grcina. Alveg sér-
staklega á þetta við um yfirverð á
rafskautum, sem að mati fjögurra
óháðra sérfræðinga er talið vera
yfir tvöfalt hærra en Coopers &
Lybrand hafa ákvarðað í sinni
endurskoðun. í stað um 10 milljón
dollara á árunum 1975-79 eru
þannig aðrir, eins og hið reynda
verkfræði- og ráðgjafafyrirtæki
M+F Engineering í Sviss, sem
reiknar yfirverðið á rafskautum á
um 26 milljónir dala.
Fari svo sem ég tel líklegt, að við
endurmat framleiðslugjaldsins
verði hinar varfærnu niðurstöður
Coopers & Lybrand lagðar til
grundvallar, á sama hátt og við
endurskoðun ársreikninga ísal
1980, verður samt um verulegar
upphæðir í viðbótarskatti í formi
hækkaðs framleiðslugjalds að
ræða.
Þýðir 65% hækkun
skattgreiðslna, þ.e.
90 milljónir + vexti
Samkvæmt lauslegu mati gætu
þær upphæðir numið um 6 milljón-
um dollara eða nálægt 90 milljón-
um íslenskra króna fyrir árin 1976-
1980. Eru þá ekki meðtaldir vextir
eða bætur vegna vangoldinna
skatta liðinna ára. Til samanburð-
ar má geta þess, að framleiðslu-
gjaldstekjur á öllu þessu tímabili
námu um 9 milljónum dollara,
þannig að hér er samkvæmt ofan-
sögðu um hvorki meira né minna
Hjörleifur Guttormsson flytur
ræðu sína á Alþingi í gær.
en 65% hækkun á framleiðslu-
gjaldinu að ræða.
Alusuisse hefur nú um tvcnnt að
velja et'tir að rannsóknum og
endurskoðun vegna þessa tímabils
er lokið. Að sætta sig við hinar vel
grunduðu niðurstöður islenskra
stjórnvalda cða fara í málsókn af
sinni hálfu fyrir íslenskum eða er-
lendum dómstóli. Tækju íslensk
stjórnvöld á annað borð ákvörðun
um að mæta fyrir slíkum dómstóli,
munu ekki hinar varfærnu niður-
stöður Coopers & Lybrand verða
lagðar til grundvallar heldur ítr-
ustu kröfur af okkar hálfu, og þar
er af ýmsu að taka, ekki aðeins
varðandi yfirverð á aðföngum,
heldur einnig varðandi aðra kost-
naðarþætti, svo sem afskriftir o.fl.,
svo og verðlagningu á hrááli á síð-
ustu árum. Þótt litið sé á yfirverð
rafskautanna einvörðungu myndi
það samkvæmt hækkuðu mati
nægja til að nær tvöfalda vangoldið
framleiðslugjald.
Öll rök mæia með
þreföldun orkuverðs
„Síðar í ræðu sinni fjallaði Hjör-
leifur urn kröfur íslenskra stjórn-
valda á hendur Alusuisse unt stór-
hækkað raforkuverö. Hann rakti
helstu niðurstöður starfshóps með
færustu séfræðingum frá iðnaðar-
ráðuneyti, Orkustofnun, Lands-
virkjun og Rafmagnsvcitum ríkis-
ins, en í sameiginlegum niðurstöð-
um þeirra segir m.a.:
Að öllu samanlögðu telur starfs-
hópurinn að gjörbreyttar forsend-
ur frá því að raforkusamningurinn
var gerður 1966 og eftir endur-
skoðun hans 1975 réttlæti kröfur
um að raforkuverðið til Isal hækki í
15-20 mill/kWh miðað við verðlag
1982“. og „Starfshópurinn telur
jafnframt að orkuverðið þurfi að
vera að fullu verðtryggt á samn-
ingstímanum og kæmi til greina að
miða verðtrygginguna að hálfu við
verðþróun á áli og að hálfu við
gjaldskrá Landsvirkjunar."
Um samkeppnisstöðu íslands í
álframleiðslu er niðurstaða þeirra
þessi:
„Samkeppnisstaða Islands í ál-
framleiðslu er góð með hliðsjón af
legu landsins og mörkuðum austan
hafs og vestan. Telja má að sam-
keppnisfært raforkuverð til ál-
iðnaðar hér á landi sé um 20 mill/
kWh.“
Þá hefur þessi athugun að geyma'
heildarúttekt á álsamningnum með
tilliti til raforkuverðs og yfirlit um
orkusölu og verðþróun hjá álver-
um um nær allan heim. Þar keniur
m.a. fram, að vegið meðalverð til
álvera í Vestur-Evrópu er nú 20.3
mill og er verðið til fsal 6.5 mill þar
lang lægst. í Bandaríkjunum er
meðalraforkuverð til áliðnaðar
hærra eða 22 rnill og til álvera í
heiminum 22.3 mill og er áætlað að
Sjá 16