Þjóðviljinn - 29.10.1982, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. október 1982
Grundarfjörður. í baksýn er Kirkjufellið, sem fáir hafa haft jafn oft undir fótum og Bæring.
Hleypur eins og geit á Kirkjufellið
Rætt við Bæring Cecilsson,
kvikmyndatökumann
„Maðurnokkurúr
Vestmannaeyjum líkti mérvið
steingeit", sagði Bæring
Cecilsson sem rekur
bifreiðarverkstæði í
Grundarfirði, en eröllu þekktari
meðal landsmannafyrir
Ijósmyndir og kvikmyndatöku
sínafyrirsjónvarpið. En Bæring
var líkt við steingeit af því hann
leikur sér að því að hlaupa upp
og niður Kirkjufellið sem er 464
metra hátt fjall og horfir
tignarlega yfir byggðina í
Grundarfirði.
— Einhvern tíma fyrir 1950 var
ég búinn að fara 200 sinnum upp á
Kírkjufelliö en þá hætti ég að telia.
Bæring Cecilsson.
En þetta er áreiðanlega íslands-
metið í Kirkjufellsferðum. Ég átti
heima á Búðum við rætur Kirkju-
fells og byrjaði verulega snemma að
stika nokkuð létt uppá fjallið.
Kindurnar sóttu uppá fjallið enda
iðjagrænt og safaríkt gras einsog
eyjabeit uppá fjallinu. Nú seinni
árin hef ég farið með ferðamenn
þangað uppeftir og mér til skemmt-
unar. Það er verulega fallegt útsýni
frá Kirkjufelli. Það veit enginn
hversu skemmtilegt það er að fara
upp í fjöllin nema þeir sem reynt
hafa.
— Já ég mynda alltaf eitthvað í
hverri viku. Ég byrjaði að ljós-
mynda uppúr 1940 og á gott safn af
eldri myndum. Svo byrjaði ég að
kvikmynda árið 1956 á 8 mm filmu.
Árið 1966 byrjaði ég að kvikmynda
fyrir sjónvarpið og var fyrsta frétta-
myndin mín sýnd fyrstu vikuna sem
sjónvarpið sendi út. Fyrstu lit-
myndina tók ég 1966 í Vatnsfirði.
Ég hef reglulega gaman af því að
kvikmynda.
Og þar með kvöddum við þenn-
an konung myndarinnar á Snæ-
fellsnesi. — óg
Innrétti
V: si ' íl 4 *•,
I r ?! 5 í' I 1 ; í % 4, r i f -
•:
. ■*
Betur gert við heildsala en
smáiðnrekendur í lánakeriinu
Ingi Hans: Smáiðnaður gæti
haldið fólki frá því að flytja suður
um leið og hann er gjaldeyr-
issparandi. - Ljósm. gel.
Rætt við Inga Hans Jónsson
— IngiHansJónssonrekur
trésmíðaverkstæði á
Grundarfirði. Fyrirtækið
framleiðir innréttingar og bar
Ingi Hans sig iila undan
samkeppninni við útlendar
innréttingar.
— Pað er helvíti hart að verða
undir í samkeppni við verri vöru.
Þannig háttar til, að innréttingar
sem koma frá útlöndum eru
auglýstar oft á mjög hæpnum verð-
forsendum. Til dæmis er getið
um ákveðið verð miðað við
Reykjavík, en þegar viðkomandi
hefur glapist til að kaupa innrétt-
ingarnar vestur á Grundarfjörð
kemur í ljós að flutningskostnað-
ur og uppsetningarkostnaður er
það mikili að innlenda fram-
leiðslan væri máske ekkert dýr-
ari. Þess utan má geta þess, að
þessi framleiðsla er oft greidd
niður í heimalandinu og stendur
þannig mun betur að vígi í sam-
keppni hér á landi, þar sem fyrir-
greiðsla við smáiðnað er í lág-
marki. Ég get ekki fundið annað
en að lánstraustið í bönkunum sé
aðallega hjá heildsölum. Og við
sem stöndum í þessum smáiðnaði
eigum ekki kost á nema svo óhag-
stæðum lánum, að enginn fyrir-
tækisrekstur getur staðið undir
afborgunum og vöxtum.
Þetta er verulegt umhugsunar-
efni einnig í ljósi þess, að smá-
iðnaður er bæði gjaldeyrisspar-
andi og stofnkostnaður á bakvið
hvert atvinnutækifæri er margfalt
minni en í stóriðju. Þess vegna er
mér einnig óskiljanlegt að ekki
skuli meira vera gert til stuðnings
þessum smáiðnaði, sem er auk
þess nauðsynlegur í litlum bæjar-
félögum einsog þessurn.
Fjölbreytni í atvinnulífinu er
nauðsynleg með smáiðnaði eins-
og þessum. Sjávarútvegur og
fiskiðnaður eru lífæð og brunnur í
bæjarfélaginu hérna einsog í öðr-
um sjávarplássum, en það geta
ekki allir alltaf stundað sjóinn.
Þegar fólk fullorðnast og vill fara
að komast í land og minnka við
sig vinnuna verður eitthvað ann-
að að koma til. Annars fer fólkið
einfaldlega suður, þar sem mögu-
leikar eru fleiri á hentugri
atvinnu.
Þetta er ein ástæða þess að ég
fór út í þennan atvinnurekstur
fyrir þremur árum. En nú er varla
annað að gera en hætta urn ára-
mótin. því reksturinn er kominn
á það stig, að annað hvort verður
að stækka þetta og fá nýtt hús-
næði eða loka. Ég get ekki
vegna lánafyrirgreiðslukerfisins
og slæmrar samkeppnisað-
stöðu stækkað við fyrirtækið svo
það er ekki um annað að ræða en
loka. — óg