Þjóðviljinn - 29.10.1982, Síða 9
Föstudagur 29. október 1982 ÞJÓÐVILJJNN — SÍÐA 13
mgh ræðir
við fjóra
meðlimi
Islensku
hljóm-
sveitarinnar
„Ljúfur ómur
loftió fyllir“ hjá
Guómundi Emilssyni
stjórnanda íslensku
hljómsveitarinnar.
Mynd: — gel.
Göngum brosandi og
vonglöð tU verks”
Við íslendingar höfum nú
eignasttværmeiri háttar
hljómsveitir. Kannski er það
heimsmet, miðaðvið
höfðatöluna margfrægu. Ef svo
er, þá er það heimsmet góðrar
ættarog lofsvert, en það er
meira en sagt verður um þau
sum hver. •
Sinfóníuhljómsveit íslands hefur
starfað árum saman og kynnt ís-
lendingum fjölmörg öndvegisverk
tónbókmennta heimsins. Svo mun
ennþá verða. fslenska hljómsveitin
er hins vegar ný af nálinni. Heyrst
hefur á sumurn að stofnun hennaT
sé furðu djarft tiltæki. En hvað
segja meðlimir hljómsveitarinnar
um það og þetta „fyrirtæki" yfir-
leitt? Fjórir þeirra litu hér inn á
blaðið nú í vikunni og við gátum
ekki á okkur setið með að taka þá
tali. Og til þess að byrja nú á rétt-
um enda skulum við hefja þetta
skraf með því að kynna lítillega
viðmælendur okkar.
Helga Oddrún Guðmundsdóttir
er Reykvíkingur. Hún leikur á lág-
fiðlu. Byrjaði nám í Barnamúsík-
skólanum en er nú við nám í Tón-
listarskólanum. Helga sagðist
hyggja á framhaldsnám í lágfiðlu-
leik er hún hefði útskrifast úr Tón-
listarskólanum. Við spurðum
Helgu hvernig henni litist á at-
vinnuhorfur, er hún hefði lokið
námi. Hún sagði, að um þær væri
allt í þoku, „ég reyni bara að hugsa
ekkert um það, það verður að
ráðast." Helga hefur m.a. komið
fram á skólatónleikum og með
Pólyfónkórnum.
Kolbeinn Bjarnason leikur á
flautu. Hann stundaði nám í Tón-
listarskólanum ög síðan hjá Manú-
elu Wiesler í tvö ár. Að því búnu
hvarf hann til Basel í Sviss og lærði
þar hjá japönskum flautuleikara.
„Það er víst ekki hægt að neita því,
að flautan er farin að nægja mér
nokkurn veginn til framfæris,"
sagði Kolbeinn.
Þorkell Jóelsson er ættaður úr
umhverfi Innansveitarkróniku.
Hann leikur á horn, nánar tiltekið
skógarhorn, eins og hann vildi
nefna það, og er fallegt nafn. Eins
og þau Helga og Kolbeinn stundaði
hann nám við Tónlistarskólann í
Reykjavík, en var síðan fjögur ár
við nám í London og kom þaðan í
haust. Fór þá að leika í Sinfóníu-
hljómsveit íslands og leikur nú í
báðum hljómsveitunum.
Páll Einarsson leikur á knéfiðlu
(selló). Páll lærði upphaflega hjá
Einari Vigfússyni sellóleikara.
Blaðamanni skildist á Páli að hann
vildi ekki telja sig neinn atvinnu-
mann á tónlistarsviðinu. Ég hef
alltaf stundað músik með öðru
námi, einnig á meðan ég var í Há-
skólanum, sagði hann, en Páll
kennir þar nú, þó ekki á knéfiðlu;
sú námsgrein hefur enn ekki verið
tekin upp við þá ágætu stofnun.
Og þar með látum við lokið þess-
ari kynningu á viðmælendum okk-
ar þótt stutt sé hún og snubbótt.
- Hvert á hugmyndin að stofnun
þessarar hljómsveitar rætur sínar
að rekja?
- Segja má, að nokkuð sé síðan
þessi hugmynd fór að gerjast, þótt
því fari raunar fjarri, að meðgöng-
utíminn hafi orðið óeðlilega
langur. Sunrir vilja kannski fremur
segja að „barnið" hafi fæðst fyrir
tímann. En hugmyndin varð að
veruleika þegar Guðmundur
Emilsson, stjórnandi hljómsveitar-
innar, kom til landsins. Hann hóf
fljótlega að kanna möguleika á
stofnun og rekstri hljómsveitarinn-
ar, en að baki honum stóðu nokkrir
áhugamenn um tónlist, sem þó eru
ekki hljóðfæraleikarar. Fyrsta
skrefið var svo að kanna það, hvað
hægt væri að fá af hljóðfæraleikur-
um og var auglýst eftir þeim. Um-
sækjendur gengu síðan undir hæfn-
ispróf.
- Og framboðið hefur reynst nóg?
- í heild, já. En það þarf að sjálf-
sögðu að vera samræmi í hljóðfær-
askipaninni, þar má hvorki vera of
né van. Af leikurum á sum
hljóðfæri fékkst rneira en nóg, en
skortur var á öðrum. Úr því tókst
þó að bæta. Við fengum t.d. 10
meðlimi Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands til liðs við okkur og leika þeir
með báðum hljómsveitunum. Sú
liðveisla er mikils virði eins og á
stendur. Þeir taka þó ekki neitt frá
neinum því þeir hætta að leika með
okkur jafnskjótt að aðrir hæfir fást
í þeirra stað.
- Hvað eru margir hljóðfæraleik-
arar í hljómsveitinni?
- Við erum 45 og telst þá hljóm-
sveitin fullskipuð. Hins vegar er
tala hljóðfæraleikaranna hverju
sinni breytileg eftir því hverskonar
verk er flutt. Þeir geta fariö allt
niður í einn, þó að þá sé kannski
ekki hægt að tala unr hljómsveit.
Yfirleitt eru meðiimir hljóm-
sveitarinnar ungt fólk, sumt korn-
ungt. Aldurinn er þetta frá 30 og'
niður í 15 ár. Og margt af þessu
unga fólki er enn við nám í Tónlist-
arskólanum.
- Hvenær byrjuðið þið æfingar?
- Við byrjuðum aö æfa þann 8.
okt. s.l. og síðan höfum við æft
reglulega einu sinni í viku.
Aðstöðu til æfinga höfum við feng-
ið í kirkju Óháða safnaðarins. Lok-
aæfing fyrir opinbera tónleika
verður hins vegar í Ganrla bíó.
- Hvenær er ætlunin að halda
fyrstu opinberu tónleikana?
- Þeir eru fyrirhugaðir í Gamla
bíói n.k. laugardagskvöld og síðan
er ætlunin að halda opinbera tón-
leika síðasta laugardag í hverjunr
mánuði í vetur. llafa átta tónleikar
þannig verið ákveðnir. Næsta
laugardag eftir opinbera tónleika á
svo að fara fram upptaka á þeim
verkum íslenskum, sem hljóm-
sveitin flytur hverju sinni, en á öll-
um tónleikunum verða flutt ein-
hver íslensk verk. Með því viljunr
við hvetja til og efla ísienskar tón-
srníðar. Að loktium hverjum tón-
leikum er meiningin að líta inn í
Arnarhól og er vonast til að þeir,
sem á hafa hlýtt, komi og spjalli við
tónlistarfólkið um tónleikana og
annað það, sem á góma kann að
bera. Mætti það leiða til þess að
koma á nánara sambandi og
auknum kynnum milli tónlistar-
flytjenda og áheyrenda, báðum til
ávinnings.
- Eftir hvaða tónskáld flytjiö þið
verk á þessum fyrstu tónleikum?
- Þau er eftir Gluck, Pál S. Páls-
son, Mozart og Beethoven. Það má
kannski segja, að tónleikarnir séu
tileinkaðir Austurríki á þeim tíma,
sem þar voru höfuðstöðvar tónlist-
ar í heiminum.
- Og þið seljið áskriftarmiða að
tónleikunum?
- Já, við seljum áskriftarmiða
hvort heldur menn vilja á helming
fyrirhugaðra tónleika í vetur eða
alla. Auk þess er svo það, sem við
getum kallað styrktarmannaá-
skriftir.
- Nú njótiö þið einskis styrks frá
hinu opinbera. Óttist þið ekki að
fjárhagserfiðleikar veröi ykkur
fjötur úm fót?
- Nei, viö höfum ekki hugsað
okkur að leita eftir opinberum
styrk. Þar fyrir munum viö auðvit-
að ekki slá hendinni á móti honum
ef hann skyldi bjóðast fyrr eða
seinna. En við munum reyna að
standa á eigin fótum og þær ágætu
undirtektir, sem við höfum fengið,
auka bjartsýni okkar á að þaö muni
takast.
- Þið hafiö ákveðiö að halda 8
opinbera tónleika í Reykjavík í
vetur. Eru nokkur áform uppi um
að fara víðar?
- Við sjáum nú hvað setur með
það. Vissulega hefur verið um það
rætt, aö fara í tónleikaferðalag út
um land og raunar einnig út fyrir
pollinn. En þaö er nú ekki beint á
dagskrá, svona til að byrja með.
- Óttist þið ekki samkeppnina við
Sinfóníuhljómsveit Islands?
- Nei, þaö gerum við ekki og til
þess ber margt. í fyrsla lagi veröum
við trúlega á nokkuö öörum leiðum
í okkar tónlistarflutningi. Viö
munum leitast við að flytja þaö,
sem kannski má kalla blandaða
tónlist, æðri og alvarlegri verk að
sjálfsögðu, en einnig léttari tónlist,
tónlist við leiksýningar,
leikbrúðusýningar, ballett o.s.frv.
Viö munum leitast við að hafa
verkefnavalið sem fjölbreyttast
þannig að viö náum til áhugasviða
sem flestra. Og ef á þarf að halda,
er hægt aö slá hljómsveitunum
saman í eina. Við eigum mjög mik-
ið af áhugasömu og efnilegu ungu
tónlistarfólki. Það er þýðingar-
mikið fyrir þroska þess og framtíð
aö því geíist tækifæri til þess aö
taka þátt í tónlistarflutningi og
stofnun þessarar hljómsveitar
eykur mjög á þá möguleika. Þetta
skiptir megin máli.
Um fjárhagslegan ávinning af
þessu starfi fyrir meðlimi hljóm-
sveitarinnar er auðvitað ekki að
ræða svo neinu verulegu nemi
a.m.k., enda ekki tilgangurinn. Má
sjálfsagt kallast gott ef að í hlut
hvers og eins kemur svo sem nemur
einunr fjórða af árslaunum og þó
ekki háum. Ogmargiraðstandcnd-
ur þessara samtaka hafa unnið
mjög mikið fyrir þau, alveg launa-
laust. Stjórnin er t.d. búin að halda
yfir 40 fundi og ekki séð eyri fyrir.
En við höfum trú á „fyrirtækinu"
og göngum brosandi og vongóð til
verks.
Svo getur blaðamaður þá bætt
því við, að er spurt var um það á
fundi með stjórn Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands á dögunum hver
væri afstaða hennar til hinnar nýju
hljónrsveitar þá var svarið: Allt,
sem miðar að eflingu tónlistar og
aukinnar kynningar á henni, er af
hinu góða.
-mhg
Helga Oddrún
Guömundsdótt ir,
lágliðluleikari.
Kolbeinn
Bjarnason,
flautuleikari
og sonurhans,
Jóhann Bjarni,
semþegar er
farinn aö fást
við flauturnar.
Þorkell
Jóelsson
leikur á
skógarhorn.
Páll
Einarsson,
sellóleikari
og
jaröeölis-
fræöingur
hljómsveitar-
innar.
Myndir: -eik.