Þjóðviljinn - 29.10.1982, Side 11

Þjóðviljinn - 29.10.1982, Side 11
Föstudagur 29. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 karla 1 handknattleik: Umsjón: Víðir Sigurðsson Nú er lokið átta umferðum af fjórtán f fyrri hluta 1. deildar karla í handknattleik. Eftirmikla leikjaskorpu undanfarið verður mánaðarhlé en þráðurinn tekinn upp að nýju í lok nóvember. Línurnar eru nokkuð farnar að skýrast og við skulum líta á stöðuna eins og hún verður næsta mánuðinn: FH.........8 KR.........8 Víkingur...8 Stjarnan...8 Þróttur....8 Valur......8 Fram.......8 ÍR.........8 217-173 12 195-151 12 159-153 11 163-160 10 159-159 154-160 175-191 8 136-211 8 6 5 0 Tólf leikmenn hafa skorað 30 mörk eða fleiri í 1. deildinni til þessa. Þeir eru: Eyjólfur Bragason, Stj. Kristján Arason, FH Anders Dahl, KR Alfreð Gíslason, KR..... Páll Ólafsson, Þrótti Þorgils Ó. Mathiesen, FH HansGuðmundss., FH . Björn Björnsson, ÍR.. Egill Jóhanness., Fram Konráð Jónsson, Þrótti Þorbergur Aðalst., Vík Theodór Guðf innss., Val.. Þrjú lið, FH, KR, og Víkingur. eru áberandi bestu lið deildarinn- ar, þó svo þau hafi ekki sýnt neina afgerandi yfirburði. Sérstaklega hafa meistarar Víkings valdið von- brigðum með misjöfnum leikjum en með þá miklu breidd sem þeir ráða yfir verða þeir erfiðir viður- eignar í 4-liða úrslitunum síðar í vetur. FH og KR hafa verið jafn- betri en Víkingarnir það sem af er og gera má ráð fyrir að þessi þrjú komist í úrslitakeppnina án telj- andi erfiðleika. Það borgar sig þó ekki að full- yrða neítt í þeim efnum. Þróttur og nýliðar Stjörnunnar hafa sýnt að þau geta sigrað hvaða lið sem er á góðurn degi, Þróttarar með tveimur sigrum á FH og Stjarnan með hinurn glæsilega vinningi sín- um á Víkingi fyrr í vikunni. Líklegt er að þessi tvö félög berjist um fjórða sætið og annað þeirra verði að sætta sig við að fara í fallbarátt- una að fjórtán umferðum loknum. Valur er það lið sem mest hefur dalað. Eftir að hafa sigrað í þremur fyrstu leikjunum hafa fimm töp fylgt í kjölfarið og eins og það leikur í dag fer það ekki í 4-liða úrslitin. Margt getur þó átt eftir að breytast en eins og er grúfir fall- hætta yfir liðinu og þar gætu Fram- arar reynst erfiðir andstæðingar. Þeir hafa farið vaxandi í síðustu leikjunt eftir slaka byrjun, hafa ágætan mannskap og þar með burði til að halda sæti sínu í 1. deild. Þá er ótalið lið IR. Fá orð um það; eftir hinn gífurlega manna- missi sent nýliðarnir urðu fyrir í sumar kemur ekkert annað en fal! í 2. deild til greina og dvölin neðan 1. deildar gæti orðið löng í þetta skiptið. - VS Línur farnar að skýrast — en samt... og Is sigruðu Þróttur Reykjavík varð sigurveg ari í afmælismóti Blaksambands íslands sem fram fór um síðustu helgi. í úrslitaleik sigraði Þróttur ÍS 3-2 (15-13, 11-15, 15-6, 10-15, 15-10). 2. deildarlið Fram kom á óvart og sigraði Víking í úrslitaleik um þriðja sætið. ÍS vann Þrótt 3-2 í úrslitaleik í kvennaflokki. Þar enduðu hrinurn- ar 3-15, 16-14, 15-0, 7-15 og 15-5. Þróttur sigraði síðan í þriðja flokki karla. Blakað um helgina íslandsmótið í blaki hefst um helgina og verður leikið á fullu í Hagaskólanum bæði laugardag og sunnudag. Á laugardag leika ÍS og Breiðablik í 1. deild kvenna kl. 14, ÍS og UMSE í 1. deild karla kl. 15.15 ogHKog Breiðablik í 2. deild karla kl. 16.30. Þrír leikir vcrða á sunnudag, Þróttur og Víkingur í 1. deild kvenna kl. 13.30, Þróttur og UMSE í 1. deild karla kl. 14.45 og Fram og Samhygð í 2. deild karla kl. 16. Ársþing hjá BSI Ársþing Badmintonsambands ís- lands verður haldið í Snorrabæ við Snorrabraut laugardaginn 30. október og hefst kl. 10 f.h. Á dag- skrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Liam Brady Liam Brady og Trevor Francis eru tveir bestu erlendu leikmenn- irnir í ítölsku 1. deildinni í knatt- spyrnu að mati þarlends dagblaðs sem birtir reglulega einkunnargjöf fyrir frammistöðu í leikjum. Þeir voru jafnir og efstir fyrir skömmu og þá leit taflan þannig út en heimamenn eru ekki hafðir inni í dæminu. 1-2. Brady, Sampdoria.........7:18 1-2. Francis, Sampdoria.......7:18 í gærkvöldi léku ÍR-ingar við Njarðvíkinga í Njarðvík og töpuðu í nokkuð fjörugum leik. Leikurinn endaði 106-84. Hreinn Þorkelsson skoraði fyrstu körfu leiksins og ÍR-ingar náðu þriggja stiga forystu -6-9 og síðan 8-11 en þá skildu leiðir. Njarðvíkingar, drifnir áfram af stórleik Ingimars Jónssonar, breyttu stöðunni í 23-13. ÍR-ingar minnkuðu muninn í 5 stig en nær komust þeir ekki. Staðan í hálfleik var 51-41. í síðari hálfleik héldu Njarð- Brady og Francis bestir 3-6. Edinho, Udinese...............7:00 3-6. Hernandez.Torino..............7:00 3-6. Muller, InterMilano...........7:00 3-6. Pasarella, Fiorentina.........7:00 7-8. Bertoni.Fiorentina............6:75 7-8. Platini, Juventus.............6:75 9-11. Diaz, Napoli.................6:62 9-11. Krol, Napoli.................6:62 9-11. VanDeKorput, Torino..........6:62 12. Peters, Genoa.............6:50 13. Barbadillo, Avellino......6:37 14. Prohaska, AS Roma.........6:31 15. Berggreen, Pisa...........6:25 16. Boniek, Juventus..........6:12 17. Dirceu, Verona............6:06 víkingar því forskoti sem þeir höfðu náð. Minnstur var munurinn 8 stig, 64-56 eftir 6 mínútur, en mestur 27 stig 103-76 rétt fyrir leikslok. ÍR-ingar lentu í nokkrum villuvandræðum og misstu Jón Jör. út af þegar 14 mínútur voru eftir og Hjört þegar 9 mínútur voru eftir. Leikurinn var oft á tíðum nokk- uð skemmtilegur en ekki sérlega vel leikinn. Það var helst að heima- menn sýndu af sér skemmtileg til- þrif og var það ángjulegast að sjá til þeirra sem lítið hafa fengið að spreyta sig til þessa. Lið Njarðvík- Trevor Francis Alls leika 25 erlendir leikmenn í 1. deildinni og það vekur athygli að leikmenn eins og Boniek og Platini skuli ekki vera ofar en raun ber vitni. Annars getur það átt eftir að breytast þegar þeir hafa aðlagast ítalskri knattspyrnu. Einsogsjá má er rnikið af heimsfrægum köppunt nteö ítölsku liðunum enda er að- sókn áð knattspyrnuleikjum óvíða meiri. - VS ÍR inga var nokkuð jafnt og Valur 1. stigahæstur að vanda með 31 stig. Ingimar skoraði 19 stig, öll í fyrri hálfleik. Alex Gilbert 15 stig, öll skoruð undir lok leiksins, þá skoraði Árni 10, Albert 8 og Eyj- ólfur 5. Hjá ÍR var Hreinn rnjög sterkur í byrjun en virtist skorta úthald, en það hafði Kristinn Jör. og skoraði hann 32 stig, Hreinn 23, Hjörtur 8 og Kolbeinn 7. Dómararnir, Gunnar og Sigurð- ur Valgeirssynir voru hvorki sann- færandi né samkvæmir sjálfum sér í dómum. gsm Norðmenn sterkir Norðmenn hafa sýnt og sannað að sigrar þeirra á Júgóslövum og Hollendinguni voru engin tilviljun. í fyrrakvöld mættu þeir Búlgörum ■ Sofia í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu og gerðu þar jafntefli, 2-2. Hallvar Thoresen og Arne- Larsen Öklund skoruðu mörk Norðmanna. Hverjir tapa í kvöld? Iþróttahúsið í Kcflavík verður væntanlega troðfullt í kvöld þegar ÍBK og Valur leika þar í úrvals- deildinni í körfuknattleik. Þessi fé- lög eru jöfn og efst í deildinni, hafa hvort um sig 6 stig úr þrcmur leikjum, og nú er komið að því að annað þcirra tapi sínum fyrsta leik. Ekki er hægt að búast við jafn- mörguni áhorfendum í Ilagaskól- anum á sunnudagskvöldið en þar leika neðstu liðin, ÍR og Frani, kl. 19. Hvorugt hcfur hlotið stig til þessa í deildinni. Tvö lönd með HM? Sú hugmynd hefur komið frá for- manni kanadíska knattspyrnusam- bandsins að Kanada og Bandaríkin haldi heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu sameiginlega árið 1986. Kólombía mun hafa endan- lega ákveðið að hætta við að sjá um keppnina en á eftir að tilkynna það til alþjóða knattspyrnusambands- ins. Fjórar þjóðir koma til greina með að taka við, Brasilía, Kanada, Mexíkó og Bandaríkin. Úrvalsdeildin í körfubolta: Enn eitt tap hjá — Stórleikur Ingimars Jónssonar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.