Þjóðviljinn - 29.10.1982, Blaðsíða 1
Fostudagur 29. október 1982 þjóÐVILJINN — SÍÐA 9
Leiklist
Myndlist
Tónlist
Svona leit Anna Frank út í raun og
veru.
Saga Önnu
Frank mjög
átakanleg
segir 14 ára
skólastúlka, sem
leikur titilhlutverkið
í „Dagbók Önnu
Frank”
„Það er skrýtið að leika persónu
sem maður veit að var til. Eg las
bókina „Hetja til hinstu stundar“
þar sem fjallað er um afdrif þessa
fólks og það hafði mjög mikil áhrif
á mig. Saga Önnu Frank og örlög
hennar hafa haft miki) áhrif á mig.
Þau eru svo átakanleg“ sagði Guð-
rún Ingibjörg Kristmannsdóttir 14
ára nemi í Gagnfræðaskóla Selfoss.
Hún er nú að æfa titilhlutverkið í
„Dagbók Önnu Frank“, sem frum-
sýnt verður hjá Leikfélagi Selfoss á
sunnudaginn. Þetta er annað sinn
sem Guðrún leikur, en hún tók þátt
í sýningu leikfélagsins á „Fjölskyld-
unni“ í fyrra. Við spurðum hana
hvort hún væri nokkuð að hugsa
um að leggja lciklistina fyrir sig.
„Það gæti alveg hugsast. Ég held
að ég gæti vel hugsað mér það. Mér
hefur fundist æðislega gaman að
leika Önnu Frank“, sagði hún.
„Og hvernig gengur að sam-
ræma æfingarnar skólanum?“
„Það er mesta furða. Maður er
auðvitað dálítið syfjaður á morgn-
ana, en kennararnir sýna mér
skilning og stundum slepp ég við
leikfimina á morgnana. Það er
verst hvað maður er stressaður
þegar maður leggst á koddann á
kvöldin", sagði Guðrún.
Leikið er í Selfossbíói, en leik-
stjóri er Stefán Baldursson.
Kvikmyndir
Skemmtanir
Félagslíf o.fl.
Dagsbrún gengst fyrir dagskrá
til heiðurs Tryggva Emilssyni áttræðum
„Þessi dagskrá hefur vcrið vali í dagskrá þá sem flutt
lengi í undurbúningi. Það verður til heiðurs Tryggva Emils-
reyndist rnjög erfitt að takmarka syni áttræðum í Iðnó á morgun.
valið, þegar leitað var að verka- Verkamannafélagið Dagsbrún
fólki í íslcnskum bókmenntum. gengst fyrir dagskránni og verður
Það var ekki erlitt að finna annars vegar fjallað um Tryggva
bækur, þar sem fjallað var um sjálfan og stöðu hans í ísienskum
stéttaandstæður og átök, en verra bókmenntum og hins vegar um
var að vinna fólk að vinnu. Ég verkafólk í bókmenntum. Þá
held að það sé óhætt að segja að flytur Eðvarð Sigurðsson ávarp
það efni sem við höfum valið sé trá Dagsbrún og Tyggvi les úr
fjölbreytt en dagskráin byggist á verkum sínum.
upplcstri, leikatriðum og söng,“ Meðal þeirra höfunda sem les-
sagði Silja Aðalsteindóttir, sem ið verður eftir eru Halldór
hcfur haft veg og vanda af efnis- Laxness og Dagur Sigurðarson,
Tryggvi Emilsson
leiklesið verður úr verkum Sig-
urðar A. Magnússonar, (Undir
Kalstjörnu) og Ólat's liauks
Símonarsonar (Galeiðan) og
sungið við texta Péturs Pálssonar,
Böðvars Guðmundssonar og
Halldórs Laxness.
Dagskráin hefst kl. 2 og er
Dagsbrúnarmönnum og öllum
velunnurum Tryggva Emilssonar
boðið til þessara dagskrár meðan
húsrúm leyfir. Silja verður kynn-
ir, en lesarar, söpgvarar og
leikarar eru: Guðmundur Ólafs-
son, Kristín Ólafsdóttir, Olga
Guðrún Árnadóttir og Þorleifur
Hauksson, en undirleikari er
Guðmundur Hallvarösson. ÞS
,yildum
geta málað
hér”
segja sænsku málararnir Cullberg
og Tillberg sem sýna i Norræna húsinu
„Við hittumst fyrir löngu síðan.
Bakgrunnur okkar er mjög ólíkur
og myndir okkar sömuleiðis. Þess
vegna er gott fyrir okkur að sýna
saman,” sögðu þeir Erland Cull-
berg og Peter Tilíberg, sem nú sýna
myndir sínar í Norræna húsinu. Og
vissulega eru myndir þeirra ólíkar,
þótt ekki væri nema vegna þess að
annar málar eingöngu í svart/hvítu,
(kolteikningar) og hinn í iniklum
litum. Þeir eru báðir Svíar og hefur
sýning þeirra gert víðreist um Sví-
þjóð, en Norðurlandaferðalag
hennar hefst hér á íslandi.
„Við fengum styrk úr norræna
menningarsjóðnum til að koma
með sýninguna til íslands. Við
erum hér í fyrsta sinn og blóðlangar
til að mála hérna, en við stoppum
of stutt í þetta sinn”, sagði Peter.
Við spurðum þá hvort norrænir
málarar ættu eitthvað sameiginlegt
sem skildi þá frá t.d. málurum frá
öðrum Evrópulöndum.
„Já, en það er erfitt að greina
hvað það er. Ég held að myndir
þeirra búi oft yfir einhverjum sam-
eiginlegum trega,” sagði Erland.
Sýning þeirra félaganna nefnist
einu orði „Snjógöngur” og eru á
henni olíumálverk og kolteikning-
ar. Hún verður opin til 7. nóvem-
ber og fer þá til Noregs.
þs
Peter Tillberg við eitt verka sinna.
Erlan Cullberg við eitt verka sinna. Ljósm. - eik.
„Hjálparkokkamir”
„Þetta er elskulegt og notalegt
leikrit. Vonandi verður það til að
gera fólki létt í skapi í skammdeg-
inu”, sagði Sveinn Éinarsson Þjóð-
leikhússtjóri, um nýjan amerískan
gamanleik eftir George Furth,
„Hjálparkokkarnir” sem frum-
sýndur verður í Þjóðleikhúsinu í
kvöld.
Helgi Skúlason er leikstjóri, en
fimm leikendur eru í sýningunni og
fara þeir allir með stór hlutverk.
Helgi sagði í samtali að í þetta
sinn væri ekki verið að bjarga
heiminum, en þó væri leikritið alls
ekki út í bláinn. „Það er langt síðan
við höfum sýnt verk af þessu tagi.
Það er vel skrifað og skemmtilegt”,
sagði Helgi.
Hjálparkokkarnir er hreinn
gamanleikur sem gerist í glæsihúsi
einu á Malibu-ströndinni í Kali-
forníu. Ein persónan, Ellen, hefur
alveg óvænt tekið sig til og skrifað
bók sem er í þann veginn að koma á
markað. Af því tilefni býður hún
fjórum vinum sínum heim í glæsi-
húsið. Vinirnir mæta en úr þessari
heimsókn verður ekkert þægilegt
matarboð. Bókin sér fyrir því.
Upphafsorð hennar eru þessi:
„Mamma sagði mér alltaf að halda
mig að þeim sem væru ofan á í líf-
inu, en hefði ég gert það hefði ég
aldrei hitt þessa fjóra vini mína.”
Vinirnir eru ekki fræga fólkið,
þeir eru fólkið í skugganum af
fræga fólkinu.
Mikið er lagt upp úr búningum í
sýningunni og var Helga Björnsson
tískuhönnuður í París fengin til að
sjá um þá hlið mála. Leikmyndin er
eftir Baltasar.
Gamanleikur
frumsýndur
í Þjóöleikhúsinu
Með hlutverkin í „Hjálparkokk-
unurn,, fara þau: Edda Þórarins-
dóttir, Helga Guðmundsdóttir og
Róbert Arnfinnsson.
Höfundurinn George Furth er
kunnur leikrita- og söngleikjahöf-
undur og hefur átt mörg vinsæl
verk á Broadway. „Hjálparkokk-
arnir” var frumsýnt þar s.l. vor og
naut mikilla vinsælda, og er ísland
líklega fyrsti staðurinn þar sem það
er sýnt utan Bandaríkjanna. Þýð-
andi er Óskar Ingimarsson. -Ig.