Þjóðviljinn - 29.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1982, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 29. október 1982 Föstudagur 29. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 um helgina 11 Fimm af „Norðan"-mönnum á Kjarvalsstöðum. „Norðan 7 á Kjarvalsstöðum Það er ekki.á hverjum degi að menn norður í landi heiðra okkur sunnanmenn með stórum mynd- listarsýningum. Það er því mikill fengur í sýningu þeirri sem 7 Akur- eyringar halda um þessar mundir á Kjarvalsstöðum og kalla „Norðan 7". Reyndar er það hvimleitt að ekki skuli vera meiri hreyfing á sýning- um landshorna í millum, þegar enginn tálmi er á samgöngum og miðlun menningar ætti að ganga jafnt snuðrulaust og dreifing ann- arra afurða. Við megum varast að hólfa landið um of í lokuð menn- ingarsvæði, því bæði er að íslend- ingar eru fáir og litlir fjármunir til skiptanna, þegar listir eru annars vegar. Hitt verður að forðast að slíkur sameiginlegur pottur komi einu héraði til góða á kostnað ann- arra, eins og reyndin hefur alltaf verið allt oft lengi. Þeir Aðalsteinn Vestmann, Ein- ar Helgason, Guð'mundur Ar- mann, Helgi Vilberg, Kristinn G. Jóhannsson, Óli G. Jóhannsson og Örn Ingieruólíkir listamennogþví vantar ekki breidd í úrtakið. í heild sýna þeir að norðlensk list er marg- breytileg, inntak jafnt sem útlit. Þeir Einar og Aðalsteinn sýna báðir málverk og vatnslitamyndir. Málverk Einars eru margslungin og litsterk og gætir nokkurra áhrifa frá Erró í þeim. Verk Aðalsteins eru mun tempraðri og byggir hann fantasíu-kennd málverk sín á brún- leitum jarðlitum. Vatnslitamyndir beggja taka málverkunum fram og eru þær mjög frábrugðnar olíu- og akrýlverkunum. Þetta eru landslags- og stemmningamyndir, eðlilegar og leikandi unnar. Helgi Vilberg fæst einnig við fantasíur í málverkum sínum. Þótt hann ráði yfir ágætri tækni eru myndir.hans of veikbyggðar og auglýsingakenndar í ætt við umslög utan um dægurlagahljómplötur. Krítar- og dúkskurðarmyndir Kristins G. eru persónulegar og sannar og bera vott um mikla svart- listarhæfileika. Málverkin eru síðri en þó er í þeim leit og tilraunir sem vænlegar eru til árangurs. Guðmundur Ármann sýnir einn- ig mikil tilþrif sem teiknari 6. til- brigði við þjóðsögu „Og hana móð- ur að finna", er með því besta á myndinni. Oli G. Jóhannsson sýnir yfir 20 akrýlmyndir. Þær eru raunsæjar og stemmningafullar. Flestar eru myndirnar frá höfninni, af bátum, tækjum og tólum sem þar er að finna. I þeim er mikil rökkur- stemmning og hefur Óli fundið sér látlausan en fágaðan stíl, fullan af innileik og hlýju. Örn Ingi er greinilega metn- aðarfyllstur þeirra félaga. Hann sýnir risastórt verk í fjórum hlutum, „Martröð staðarvals- nefndar", sem of langt mál væri að fara ofan í sauman á. Annars höfð- uðu verk á borð við „Tvíeggjun" og „Spegiun" mest til mín í einföldum en fagmannlegum gerðum sínum. Hér er reyndar fagmennskan í fýrirrúmi og er það m.a. styrkur Arnar. Annars duga fátækleg orð skammt til að lýsa sýningu 7- menninganna, hana þarf fólk að sjá með eigin augum. Yfirlitssýning Jóns Þorleifssonar Skip og fjöll rétt fyrir afstrakttíð Fjöll okkar frægust, bryggjur og bátar og síidarplön - allt túlkað í þeim anda sem upp kemur á leiðinni frá eftirlíkingunni, en áður en afstraktið byrjar. Þetta blasir við gesti á stórri sýningu á verkum Jóns Þorleifssonar sem hefur verið opnuð í Listasafni íslands. í sýningarskrá segir Selma Jóns- dóttir m.a.: „Oft túlkaði hann í verkum sínum með innilegum næmleika hlýju landsins og mjúka liti, þetta fíngerða og hverfula líf náttúrunnar þegar landið lifnar á vori. Þó má ekki gleyma verkum hans, liisterkum og fastbyggðum, úr þorpum og bæjum - með íbúun- umýmistaðhvíldeðastörfum. Það er reisn yfir fólkinu, birta og ró..." Jón Þorleifsson var Hornfirðing- ur, fæddur 1891 og lést 1961. Hann Iærði í Kaupmannahöfn og París og Frá Siglufirði (Málverk frá 1950). var alkominn heim 1927. Hann var myndlistargagnrýnir Morgun- blaðsins lengi vel, og atkvæða-' maður var hann í félagsmálum myndlistarmanna. Meðal annars var hann aðalhvatamaður að bygg- ingu Listamannaskálans og for- stjóri hans um árabil. -áb. leiklist Töfraflautan í gærkvöldi var frumsýnd í Is- lensku óperunni hin fræga ópera Mozarts, „Töfraflautan". Hljóm- sveitarstjóri er Gilbert Levine og leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búninga gera þau Jón Þórisson og Dóra Einarsdóttir. Sýningar verða nú um helgina, í kvöld kl. 20.00 og á sama tíma á sunnudag. Þá verða tvær sýningar á Litla sótaranum á laugardag, kl. 14.00 og 17.00. Skólasýningar hafa verið að undanförnu á þessari vinsælu barnaóperu í samráði við tón- menntakennara grunnskólanna. Leikfélag Reykjavíkur Fjögur leikrit um helgina í kvöld, föstudag, er leikrit Kjartans Ragnarssonar JÓI sýnt í 98. skipti hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og er uppselt á þá sýningu. Sömuleiðis er uppselt á Skilnað eftir Kjartan á laugardagskvöldið, en þetta nýja verk hans hefur vakið verðskuldaða athygli, ekki síst vegna nýstárlegrar sviðsetningar. Á laugardagskvöldið er miðnæt- ursýning í Austurbæjarbíói á Hass- inu hennar mömmu eftir Dario Fo en undanfarnar helgar hefur selst upp á þá sýningu á svipstundu og fólki því ráðlagt að draga ekki að fá sér miða. Á sunnudagskvöld er 5. sýning á írlandskortinu, nýjasta verkefni Leikfélagsins, en það er nýtt írskt leikrit um samskipti írsks sveita- fólks og breskra hermanna á síð- ustu öld. Aðeins tvær sýningar eftir á Gosa „Hjálparkokkarnir" verða frumsýndir í Þjóðleikhúsinu í kvöld, en önnur sýning á þessum gamanleik er á sunnudag. „Garðveislan" er á laugardags- kvöldið, en mikil aðsókn hefur ver- ið að þessari umdeildu sýningu. Þá er 45. sýning á „Gosa" á sunnudag, og um kvöldið er „Tvíleikur" í kjallaranum. Aðeins tvær sýningar eru eftir á „Gosa", sem Brynja Benediktsdóttir skrifaði eftir sögu Collodis, en Gosa sjálfan leikur Árni Blandon. „Tvíleikurinn" hef- ur vakið mikla athygli, og verður næsta sýning eftir sunnudagssýn- inguna á þriðjudagskvöldið. Leikfélag Akureyrar: Mikil aðsókn að „Atóm- stöðinni" Aðsókn að sýningu Leikfélags Akureyrar á Atómstöðinni hefur verið mjög góð og nú um helgina verða þrjár sýningar, - í kvöld, laugardagskvöld og sunnudags- kvöld. Gert_er ráð fyrir að farið verði með þessa sýningu til Reykjavíkur og hún sýnd þar, en hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og leikhúsgesta. Leikstjóri og höfund- ur leikgerðarinnar er Bríet Héðins- dóttir, en leikmynd gerir Sigurjón Jóhannesson. „Prestsfólkið" „Prestsfólkið" verður sýnt í Lindarbæ í kvöld kl. 20.30, en það er Nemendaleikhúsið sem stendur að þessari sýningu. leikstjórinn og leikmyndateiknarinn eru finnskir, Ritva Siikala og Pekka Ojamaa. Sýningin hefur hlotið mjög góða dóma gagnrýnenda. Ingunn Jensdóttir leikur Skáld-Rósu, en hún er reynd leikkona og býr nú á Hornafirði. Halldór Tjörvi sem Natan. Leikfélag Hornafjarðar sýnir SKÁLD-RÓSU Leikfélag Hornafjarðar er um þessar mundir 20 ára og sýnir í tilefni af afmælinu Skáld-Rósu, eftir Birgi Sigurðsson. Frumsýningin var í gærkvöldi, en leikstjóri að þessari sýningu er Jón Sigurbjörnsson. Hann setti verkið einnig upp í frumuppfærslunni í Iðnó. Ingunn Jensdóttir leikur Skáld-Rósu, en Haukur Þorvaldsson og Halldór Tjörvi Einarsson leika þá Ólaf ogNatan. Þess má geta að tveir afkomendur Rósu leika í verkinu, en leikarar eru alls 19 talsins. A Iþýðuleikhúsið: Súrmjólk á sunnudag Undanfarið hefur Alþýðuleik- húsið sýnt barnaleikritið Súrmjólk með sultu í grunnskólum á höfuð- borgarsvæðinu. - Leikritið segir frá „venjulegri fjölskyldu" í eldhúsinu sínu einn sunnudagsmorgun og sýnir að jafn- vel í eldhúsinu geta leynst ævintýri, enda er undirtitill verksins „ævin- týri í alvöru". Nú gefst kostur á að sjá Súrmjólk með sultu í Hafnarbí- ói á sunnudaginn kl. 15 og verður það 53. sýning. í Hafnarbíói eru einnig hafnar sýningar á unglingaleikritinu Ban- anar, og næstu sýningar verða á þriðjudag og miðvikudag kl. 20.30 MÍR-salurinn: Mál dýranna Kvikmyndasýning verður að venju í MIR-salnum, Lindargötu 48 n.k. sunnudag, 30. október, kl. 16. Sýnd verður sovéska kvikmynd- in „Mál dýranna", þar sem greint er frá rannsóknum á tjáskiptum dýra og ýmiss konar merkjamáli sem þau nota í samskiptum sínum. Er þetta mjög fróðleg mynd, enda hlaut hún verðlaun og margvíslega viðurkenningu þegar hún fyrst var sýnd fyrir 10-15 árum. tónlist Baroktónlist í Háteigskirkju í kvöld verða haldnir tónleikar í Háteigskirkju. Hubert Seelow kon- tratenór, Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Bryndís Gylfadóttir sellóleikari og Orthulf Prunner organisti Háteigs- kirkju munu flytja kirkjutónlist frá barokktímanum. Á efnisskrá eru orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, kantatan „O Spiritus Angelici" eftir Gio- vanni Battista Brevi og aríur úr ór- atóríum eftir Georg Friedrich Hándel. Tónleikar þessir hefjast klukkan 20.30. Penelope Roskell meö pianótónieika að Kjarvalsstööum Píanóleikarinn Penelope Roskell heldur tónleika í kvöld á Kjarvals- stöðum og hefjast þeir kl. 20.30. Þá heldur hún tónleika í Borg- arnesi (hótelinu) ásunnudaginn kl. 15:30. Á efnisskránni eru verk eftir Berg, Beethoven, Mozart og Stravinsky. Tónlistarfélagið: Píanótónleikar í dag, laugardag, verða píanó- tónleikar á vegum Tónlistar- félagsins í Austurbæjarbíói. Þeir hefjast kl. 14.30, en einleikari er Eugene List. Meðleikendur eru Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari og Strengjasveit Tónlistarskólans. Stjórnandi er Mark Reedman. Á efnisskránni eru verk eftir Brahms og Mendelssohn. Stúden takjallarinn: ,Upp og ofan' UPP OG OFAN, félagsskapur án markmiðs, heldur hátíð, sem öllum er frjálst að sækja, í Félagsstofnun Stúdenta í kvöld og laugardags- kvöld. í kvöld koma eftirtaldar hljóm- sveitirfram: Vébandið, Allsherjar- frík, Q4U og Tappi Tíkarrass. Laugardaginn 30. okt, koma hins vegar eftirtaldar hljómsveitir og listamenn fram: Magnús í Hvalnum, Þór Eldon, Þorri, Trúðurinn, Steinar Express og Vonbrigði. Egó í lands- reisu Hljómsveitin Egó hefur nú lagt land undir fót til kynningar vænt- anlegri hljómplötu sinni, en einnig munu þeir í ferðinni leika lög af fyrstu plötu sinni, Breyttum tím- um, og lög af sólóplötum Bubba Morthens, ísbjarnarblús og Plág- unni. Auk Bubba eru nú í Egói Magnús Stefánsson, Rúnar Erl- ingsson (og eru hér þá saman komnir 3/5 Utangarðsmanna sá- lugu) og Bergþór Morthens. I kvöld leikur Egó á Seyðisfirði, á morgun (laugardag) á Norðfirði, á sunnudag á Reyðarfirði, mánu- daginn 30. okt. á Laugum, 31. okt. á Húsavík, 1. nóv. á Stóru- Tjörnum í Ljósavatnsskarði,og 2. nóv. í Menntaskólanum á Akur- eyri, 4 nóv. í Dynheimum. Stúdentakjallarinn: Djass á sunnu- dagskvöld Djass verður í Stúdentakjallar- anum á sunnudagskvöldið og hefj- asttónleikarnirkl. 9. Þeirsemspila eru Tómas Einarsson, Friðrik Karlsson, Gunnlaugur Briem og Sigurður Flosason. ýmislegt Fyrstu Wjómleikarnir Annað kvöld laugardagskvöld kl. 21.00, heldur íslenska hljómsveitin, undir stjórn Guðmundar Emilssonar, sína fyrstu tónleika og verða þeir í Gamla bíói. Verk þau, sem hljómsveitin flytur að þessu sinni, eru eftir Gluck, Pál S. Pálsson, Mozart og Beethoven. Einleikari verður Gísli Magnússon, píanóleikari og flytur hann, ásamt hljómsveitinni, konsert eftir Mozart, Yfirskrift tónleikanna er: „Austurríki - höfuðból tónlistarinnar". Listmunahúsið: „Rokk í Frakklandi" Menningardeild franska sendir- áðsins mun standa fyrir sýningu, dagana 30. okt. til 14.nóv. nk. í Listmunahúsinu, sem nefnist „Rokk í Frakklandi", þar sem kynnt verður rokktónlist í Frakk- landi síðustu 25 árin. Sýningin samanstendur af 24 myndspjöldum og fylgir þeim texti, sem hér fylgir með í íslenskri þýð- ingu. Þá hefur verið tekin saman 3ja stunda tónlistardagskrá á segul- bandi, sérstaklega fyrir þessa sýn- ingu. Þar heyrist í öllum helstu stjörnum -franskrar rokktónlistar frá því uppúr 1960. Einnig mun gefa að líta á sýning- unni úrval kvikmynda á mynd- böndum, sem franska sjónvarpið hefur gert um franska rokksöngv- ara og hljómsveitir. Kynning á Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag laugardag, þann 30. októ- ber, gangast nemendur og kennar- ar Menntaskólans við Hamrahlíð fyrir almennri kynningu á starfsemi skólans. Kynnt verður áfangakerfi skólans og ennfremur verður gest- um gefinn kostur á að skoða náms- efni og kynna sér námstilhögun í hverri grein fyrir sig. Nemendur munu gangast fyrir kynningu á fjöl- breyttu félagslífi, og þá mun kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngja. Skáksveit skólans, margfaldir Norðurlandameistarar framhalds- skóla, býður gestum að taka þátt í fjöltefli. - Boðið verður upp á kaffi og bakkelsi, og barnagæsla verður á staðnum. Dagskráin hefst kl. 14:00. Kaffi hjá Kvennadeild Slysavarnarfélagsins Kvennadeild Slysavarnafélags- ins býður öllum félagskonum 65 ára og eldri til kaffidrykkju á morg- un, laugardag, kl. 15:00 í húsi Slys- avarnafélagsins við Grandagarð. myndlist Guðjón og Guðrún opna sýningu í Nýlistasafninu Guðjón Ketilsson og Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir opna í dag, föstudag sýningu í Nýlistasafninu, og verður hún opin frá kl. 16.00-22.00 alla daga vikunnar til 6. nóvember. Svava Sigríður í Galleri Lækjartorg Svava Sigríður Gestsdóttir opn- artorg, og verður hún opin daglega ar á morgun, laugardag, frá 14.00 - 21.00 til 7. nóvember. myndlistarsýningu í Gallerí Lækj- Myndlistarsýning í Heilsuhælinu f Heilsuhæli Náttúrulækninga- félagsins í Hveragerði stendur nú yfir sýning á verkum Gríms Mar- inós Steindórssonar. Hann sýnir bæði málverk og höggmyndir en opið er alla daga frá 14.00-18.00. rara JstlL ótel Loftleiðir sími 22322 BLÓMASALUR: Opiö alla daga vikunnar frá kl. 12-14.30 og kl. 19-23.30 VINLANDSBAR: Opið alla daga vikunnar frá kl. 19-23.30 nema um helgar, en þá er opið til kl. 01. Opið í hádeginu kl. 12- 13.30 á laugardögum og sunn- udögum. VEITINGABÚÐIN: Opið alla daga vikunnar kl. 05-20. Mótel Borg sími 11440 FÖSTUDAGUR Opiö frá kl. 22 - 03 Diskótekiö Dísa LAUGARDAGUR Opið frá kl. 22 - 03 Diskótekiö Dísa SUNNUDAGUR Opið frá kl. 21 - 01. Nú dansar fólk gömlu dans- ana. Hljómsveit Jóns Sig- urðssonar og félaga leikur af alkunnu fjöri. Mótel Saga sími 20221 FÖSTUDAGUR Átthagasalur: Opiö frá kl. 20.30 - 03. Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar. LAUGARDAGUR Súlnasalur: Matur frá kl. 19. Hljómsveitin Geimsteinn leikur fyrir dansi til kl. 03. SUNNUDAGUR Einkasamkvæmi. Grillið Opið öll kvöld frá kl. 19. Mótel Esja Skálafell sími 82200 FÖSTUDAGUR Skálafell: Opið frá kl. 19. Haukur Mortens og félagar. Dansað til kl. 01. LAUGARDAGUR Skálafell: Opið frá kl. 19. Dansað til kl. 01. SUNNUDAGUR Skálafell: Opið frá kl. 19. Dansað til kl. 01. Esjuberg Allar helgar: Okkar góm- sætu fjölskyldumáltíðir og fríir hamborgarar fyrir börn- in. Og munið kaffihlaðborðið alla sunnudaga. Maustið sími 17759 Opið allan daginn alla daga. Revlon sýnir nýjustu haust- tískuna í make-up og Model- samtökin sýna pelsa frá Eggert feldskera og Tísku- versluninni Sér á laugar- dagseftirmiðdag. Kaffi og sérbakaðar kökur á boðstólum. Fjölskylduhátíð á sunn- udag. í baðstofunni eru leiktæki, vídeótæki með teiknimynd- um, blöð o.fl. fyrir börnin. Þar fá þau pylsur, hamborg- ara, gos o.fl. og fóstran okk- ar hún Ásta Hallgrímsdóttir gætir þeirra á meðan full- orðna fólkið gæðir sér á góðmetinu í aðalsalnum. Borðapantanir í síma 17759. Ærtún sími 85090 FÖSTUDAGUR: Gömlu dansarnir. Opið frá kl. 21-02 Hljómsveitin Urekar og söngkonan Maddý Jóhanns li lúbburinn sími 35355 FOSTUDAGUR: Opiö frá kl. 22.30-03 Hljóm- sveitin Moby Dick og diskótek. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22.30-03 Hljóm- sveitin Moby Dick og diskótek. læsibær sími 86220 FÖSTUDAGUR: Opið frá kl. 22-03 Hliómsveitin Mars og diskótek. LAUGARDAGUR: Opið frá kl. 22-03 Hljómsveitin Mars og diskótek. SUNNUDAGUR: Opið frá kl. 21-01 Hljómsveitin Márs. 1® órscafé sími 23333 Föstudagur og Laugar- dagur Opnað fyrir matargesti kl. 20.00. Dansað til kl. 03. Skemmtikvöld. Dansbandið leikur fyrir dansi á efri hæð en Diskó- tekið í fullum gangi á neðri hæðinni. SUNNUDAGUR Þórskabarett.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.