Þjóðviljinn - 23.11.1982, Blaðsíða 3
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. nóvember 1982
Þriðjudagur 23. nóvember 1982 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
iþrótlir
Umsjón:
Viöir Sigurðsson
Umsjón:
Viðir Sigurðsson
Atli og Arnór í
sviðsljósinu
Atli Eðvaldsson lék mjög vel þeg-
ar lið hans, Fortuna Diisseldorf,
sigraði Karlsruhe 4-3 í vestur-
þýsku „Bundesligunni“ í knatt-
spyrnu. Atli skoraði fyrsta mark
leiksins og átti skalla í stöng að
auki. Dusseldorf er nú komið úr
fallsæti, hefur 10 stig og fjögur lið
fyrir neðan sig.
í Belgíu var Arnór Guðjohnsen í
miklum ham þegar Lokeren sigraði
Beveren 2-1. Öðrum „ísiendinga-
liðum“ gekk illa nema Waterschei,
sem án Lárusar Guðmundssonar, í
leikbanni, vann Tongeren 2-1 á úti-
veili. CS Brúgge tapaði 4-0 fyrir
Standard Liege.
Danir voru bestir
Danska badmintonfólkið, Mort-
en Frost og Nettie Nielsen, hirtu
Norðurlandameistaratitlana í ein-
liðaleikjum karla og kvenna í ba-
dminton en Norðurlandamótið fór
fram í Kaupmannahöfn um helg-
ina. Frost og Sten Fladberg sigruðu
í tvíliðaleik karla, Nielsen og Dorte
Kjær í tvíliðaleik kvenna.
Broddi Kristjánsson var eini ís-
lenski keppandinn sem komst í 2.
umferð en hann sigraði Thomas
Westerholm frá Finnlandi. Broddi
tapaði síðan fyrir Jens Peter Nier-
hoff frá Danmörku í 2. umferð en
Nierhoff tapaði fyrir Frost í úr-
slitaleiknum.
Víðir Bragason tapaði fyrir Ulf
Johansson frá Svíþjóð, Kristín
Magnúsdóttir fyrir Lenu Staxler
frá Svíþjóð og Kristín Kristjáns-
dóttir fyrir Annettu Börjesson í
einliðaleiknum. Víðir og Broddi
voru slegnir út af Dönunum Helle-
die og Skovgaard í tvíliðaleik karla
og Kristínarnar tvær af Piu Nilsen
og Kirsten Larsen frá Danmörku.
Broddi og Kristín Magnúsdóttir
töpuðu síðan fyrir Jesper Knudsen
og Dorte Kjær, og Víðir og Kristín
Krjstjánsdóttir fyrir Sten Fladberg
og Piu Nilsen í tvenndarleik.- VS
Fyrstu stig
ÍS-stúlkna
ÍS hlaut sín fyrstu stig í l.deild
kvenna í körfuknattleik í fyrra-
kvöld er liðið sigraði Hauka 59-48 í
Hafnarfirði. Kolbrún Leifsdóttir,
þjálfari Hauka, var stigahæst hjá
IS með 17 stig en Margrét Eiríks-
dóttir skoraði 16. Sóley Indriða-
dóttir 19 og Svana Guðlaugsdóttir
14 skoruðu mest fyrir Hauka.
IR vann Njarðvík suðurfrá á
laugardag 58-26 og hefur dofnað
yfir Njarðvíkurstúlkunum eftir að
bandaríska driffjöðrin, Mary Jo
Pisko, hætti að leika með liðinu.
Guðrún Gunnarsdóttir 17 og Sóley
Oddsdóttir 10 skoruðu mest fyrir
ÍR en Katrín Eiríksdóttir 7, Ásdís
Hlöðversdóttir og Hulda Lárus-
dóttir 6 fyrir Njarðvík.
Staðan í 1. deild kvenna:
KR...........4 4 0 281-144 8
ÍR...........4 3 1 185-163 6
Njarðvík.....4 2 2 150-221 4
ÍS...........4 1 3 181-204 2
Haukar.......4 0 4 154-219 0
vs
Skytturnar skárri en
samt tap öðru sinni
Síðari landsleikur íslendinga
og Vestur-þjóðverja í
handknattleik í fyrrakvöld
var heldur síðri hjá íslenska
liðinuen leikurinná
föstudagskvöldið. Jafnræði
var þó með liðunum fram í
síðari hálfleik, staðan var 12-
2 þegar 10 mínútur voru
liðnar af honum, en þá
skoruðu V.Þjóðverjar þrjú
mörk í röð á einni og hálfri
mínútu og sá kafli réð í raun
úrslitum leiksins.
V.Þjóðverjarsigruðu21-9
eftir að hafa náð f jögurra
marka forskoti í seinni hluta
síðari hálfleiks.
Það virtist þó full ástæða tfl
bjartsýni lengi vel. ísland komst í
4-2 og 5-3 og til viðbótar varnar-
leiknum góða frá fyrri leiknum
sáust nú mjög góð tilþrif í sókninni.
Þar vó þungt að Kristján Arason
virtist nú vera búinn að stilla „kan-
ónuna“ en einhverjar miðunar-
truflanir voru í henni á föstudags-
kvöldið. V.Þjóðverjum tókstþó að
komast yfir, 5-6 og 6-7 en Island
svaraði, 8-7 og 9-8. Tvö síðustu
mörk fyrri hálfleiks voru síðan „in
Deutschland gemacht" og staðan
því 9-10, V.Þjóðverjum í hag, í
leikhléi.
Eftir aðeins 5 mínútur af síðari
hálfleik missti íslenska liðið Pál
Ólafsson útaf fyrir fullt og allt
vegna þriggja brottrekstra og við
það beið sóknarleikurinn nokkra
hnekki. Rétt á eftir komu mörkin
þrjú hjá V.Þjóðverjum sem gerðu
útslagið og eftir það munaði
tveimur til fjórum mörkum.
V.Þjóðverjar komust í 20-16 og
21—17 en tvö síðustu mörkin
skoruðu þeir Sigurður Sveinsson
og Bjarni Guðmundsson, félagarn-
ir hjá v-þýska liðinu Nettelstedt.
Eitt atriði öðru fremur í leik ís-
lenska liðsins brást algerlega: mark-
varslan. Einar Þorvarðarson og
Kristján Sigmundsson vörðu fimm
skot í fyrri hálfleik en aðeins eitt,
endurtekið eitt, skot í öllum síðari
hálfleiknum. Að vísu virtist skiln-
ingur manna á milli í vörninni
minnka þegar á leið en það er ekki
nógu haldbær afsökun.
Sóknarleikurinn var mun betri
en í fyrri leiknum. Skytturnar voru
ekki eins ragar, aðeins tvö mörk
voru skoruð með langskotum á
föstudag en nú voru þau sex. Krist-
ján fjögur, Sigurður Sveinsson og
Alfreð Gíslason eitt hvor. Kristján
var besti maður liðsins ásamt
Bjarna Guðmundssyni. Alfreð
sótti sig þegar á leið, Páll Ólafsson
gerði laglega hluti en varð einnig
sekur um slæmar villur. Magnús
Teitsson komst bærilega frá sínum
fyrsta landsleik og Steindór Gunn-
arsson lék betur en nokkurn tíma
með Val í vetur. Sigurður Sveins-
son hafði sig ekki mikið í frammi og
Þorbergi Aðalsteinssyni voru afar
mislagðar hendur. Ólafur Jónsson
sýndi ekkert né heldur Guðmund-
ur Guðmundsson. Kristján var
markahæstur með 7/3 mörk, Bjarni
skoraði 4, Alfreð 2, Sigurður Sv. 2,
Magnús, Páll, Steindór og Þor-
bergur eitt hver.
Hjá V.Þjóðverjum voru Wegen-
er og Fey bestir. Wegener skoraði
6 mörk, Fey og Gnau 4 hvor. En
það verður að segjast eins og er:
við fáum sennilega aldrei annað
eins tækifæri til að leggja heims-
meistarana fyrrverandi að velli.
Hér heima gegn liði sem vantar
þrjá af sínum bestu mönnum
hefðum við átt að geta náð hag-
stæðari úrslitum.
Sænsku dómaranir dæmdu báða
leikina ágætlega þegar á heildina er
litið. Ekki auðdæmdir leikir og
menn ekki alltaf sammála þeim
svartklæddu en þeir höfðu góða
stjórn á gangi mála. Og þá er að
bíða eftir leikjunum tveimur við
Frakka á miðvikudag og fimmtu-
dag. -VS
Klaus Völler, markvörð-
ur V.Þjóðverja, sýnir
gífurlega loftfimleika í
baráttu við Þorberg
Aðalsteinsson, Ólaf
Jónsson og Kristján Ar-
ason. Völler sýndi oft
stórkostleg tilþrif og
það var mikill munur á
markvörslu íslendinga
og Vestur-Þjóðverja í
leikjunum tveimur.- gel
Miley byrjaði
betur enPétur
og ÍBK vann
Ir-ingar, með Pétur Guðmundsson í
sínum hópi í fyrsta skipti, náðu ekki að
næla sér í sín fyrstu stig í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik á föstudagskvöldið. Þeir
Góður varnarleikur var
ekki nóg á V Þjóðverj
Góður varnarleikur af beggja
hálfu einkenndi fyrri landsleik Is-
lands og Vestur-Þýskalands í hand-
knattleik sem fram fór í Laugar-
dalshöllinni á föstudagskvöldið.
Leikurinn var jafn og spennandi
allan tímann, aldrei skildu meira en
tvö mörk liðin að, en Vestur-
Þjóðverjum tókst að tryggja sér
tveggja marka sigur undir lokin,
17-15.
Liðin voru yfir til skiptis í fyrri
hálfleik en að honum loknum var
ísland yfir, 8-7. ísland komst síðan
í 11-9 en misnotaði vítakast í þeirri
stöðu og það varð afdrifaríkt.
V.Þjóðverjar skoruðu næstu þrjú
mrökin og voru yfir, 15-13 þegar
tvær og hálf mínúta voru til leiks-
loka. Þá 15-14 og 16-14 en Kristján
Arason skoraði úr vítakasti 23 sek.
fyrir leikslok, 16-15. V.Þjóðverj-
um tókst að halda knettinum þar til
2. sek. voru eftir en þá skoraði
Schuzl 17. markið og sigur þeirra
var í höfn.
Sjaldan hefur íslenskt landslið í
seinni tíð sýnt jafn góðan varnar-
leik. Þar var hver öðrum betri. I
sókninni voru mönnum hins vegar
afar mislagðar hendur og skytturn-
ar áttu erfitt uppdráttar gegn hinni
sterku vörn V.Þjóðverja. Bjarni
Guðmundsson var besti maður
liðsins og þá var Þorbergur Aðal-
steinsson góður framan af. Þor-
bergur skoraði 4 mörk, Kristján
Arason 4/4, Bjarni 3, Guðmundur
Guðmundsson 2, Ólafur Jónsson
og Sigurður Sveinsson eitt hvor.
Krokowski 4/2, Fey 3, Schuzl 3
og Wegener 3 voru atkvæðamestir í
þýska liðinu sem sýndi slakan
sóknarleik, enda vantaði þrjá af
aðalmönnunum, Wunderlich,
Brand og Freisler. -VS
Hummel og HSI
HSI hefur gert samning við
íþróttavörufyrirtækið Hummcl
um að öll íslensku landsliðin í
handknattleik, fimm talsins,
leiki I vörum frá fyrirtækinu
næstu þrjú árin. Umboðsaðili
Hummel hér á landi er Ólafur
H. Jónsson HF, en Ólafur sá
hinn sami er fyrrverandi fyrir-
liði íslenska landsliðsins og á að
baki flesta landsleiki íslenskra
handknattleikmanna. Andvirði
þeirrar vöru sem HSÍ fær á
hverju ári er um kr. 140,000,
miðað við útsöluverð, og því um
stóran samning að ræða.
léku þá í Keflavík en heimamenn voru
einnig með nýjan leikmann, Brad Miley,
og sigruðu 73-67 eftir að hafa haft 14
stiga forystu í leikhléi. 44-30.
Keflavík komst fljótlega í 17-18, en ÍR
minnkaði muninn í 21-18. Síðan 30-26 en
þá skoraði Axel Nikulásson 8 stig í röð
fyrir ÍBK og heimamenn því með góða
foiystu í hálfleik.
IR lagaði stöðuna í byrjun síðari hálf-
leiks en þá kom góður kafli Keflvíkinga
sem náðu góðu forskoti, 54-38. ÍR náði
sínu besta og staðan var allt í einu 59-55
en þá gerðu Þorsteinn Bjarnason og
Brad Miley út um leikinn með 10 stigum í
röð. ÍR átti ekki möguleika eftir það en
rétti sinn hlut nokkuð undir lokin.
Það var fátt sem gladdi augað i þessum
leik. Hann var ekki vel leikinn og mis-
tökin mörg. Eina glætan var hjá Þor-
steini Bjarnasyni sem átti stórleik, sinn
besta í langan tíma. Hjá ÍBK átti Axel
góðan kafla í fyrri hálfleik og þá er Björn
Víkingur alltaf traustur. Brad Miley er
ekki alveg kominn í takt við félaga sína
og var ekki áberandi í sókninni. I vörn-
inni var hann aftur á móti mjög sterkur
og hélt Pétri Guðmundssyni vel í
skefjum og gaf honum ekkert pláss til að
athafna sig. Athyglisvert er að Keflvík-
ingar notuðu aðeins 6 menn í leiknum en
ÍR-ingar 9.
Hjá ÍR vantar ýmislegt. Oft á tíðum er
Kristinn Jörundsson meira en hálft liðið
og er það ekki nógu gott. Pétri gekk illa
að ná sér á strik og skoraði aðeins 4 stig í
fyrri hálfleik. f þeim síðari skaut hann
meira en hittnin var léleg hjá honum.
Það er augljóst að mikið vantar á sam-
æfingu liðsins með Pétur innanborðs því
margar sendingar fóru forgörðum í sókn-
inni og oft sent beint á mótherja eins og
menn væru ósammála um uppbyggingu
sóknarinnar.
Stig ÍBK: Þorsteinn 26, Axel 21, Jón
Kr. Gíslason 13, Brad Miley 10 og Björn
Víkingur 3.
Stig ÍR: Kristinn 20, Pétur 19, Hreinn
Þorkelsson 14, Jón Jörundsson, Gylfi
Þorkelsson og Kolbeinn Kristinsson 4
hver og Ragnar Torfason 2.
Gunnar B. Guðqiundsson og Björn
Ólafsson áttu ágætan dag í dómgæslunni.
- Rsm
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
Karfa - tvö stig! Valur Ingimundarson,
Njarðvíkingur, horfir á eftir knettinum
í körfu Valsmanna og andstæðingar
hans, Leifur Gústafsson og Tim Dwyer,
fá ekkert að gert. Mynd: - gel
Framtak Rikka dugði
ekki gegn Njarðvík
íslandsmeistarar Njarðvíkur í körfuknattleik hleyptu mikilli spennu í
úrvalsdeiidina þegar þeir sigruðu Valsmenn í hörkuspennandi leik, 88-87,
á sunnudagskvöldið í Hagaskóla. Þar með tókst þeim að hefna fyrir tapið í
Njarðvík fyrr í vetur og Valsmenn hafa nú tapað tveimur leikjum eins og
Keflavík. Njarðvík og KR hafa tapað þreniur en Fram fjórum og öll þessi
fimm lið virðast geta komið til greina í baráttunni um meistaratitilinn.
Fjörug og spennandi keppni virðist því vera í uppsiglingu.
Það var greinilegt strax í upphafi
að það átti ekkert að gefa eftir,
Bæði lið börðust af mikilli grimmd
og kom það heldur niður á gæðum
leiksins en inná milli sáust þó afar
laglegir hlutir. Bill Kottermann,
nýi Kaninn hjá Njarðvík, sýndi góð
tilþrif og gæti reynst liðinu drjúgur
í vetur. Njarðvík hafði undirtökin
lengst af í fyrri hálfleik en Vals-
menn voru ávallt rétt á eftir og
náðu að jafna á lokasekúndum hál-
fleiksins, 39-39.
Sama jafnræðið hélst framan af
síðari hálfleik en Valsmenn urðu
fljótlega fyrir áföllum. Torfi Magn-
ússon, sem var kominn með þrjár
villur fyrir leikhlé, fékk á sig tvær í
sömu andránni á upphafsmínútun-
um og var þar með úr leik. Ekki
leið á löngu þar til Tim Dwyer fór
sömu leið, rekinn út úr húsinu og
fær líklega leikbann, og útlitið var
ekki bjart hjá Hlíðarendaliðinu.
Njarðvík komst sjö stigum yfir,
65-58, og síðan munaði tíu stigum,
76-66. En þá kom í ljós að Valur
átti hauk í horni þar sem Ríkharður
Hrafnkelsson var. I síðari hálf-
leiknum virtist sama hvaðan hann
skaut. alltaf rataði knötturinn of-
aní körfuna hjá Njarðvík. Hann
skoraði 12 stig í röð meðan lítið
gekk hjá Suðurnesjamönnum og
allt í einu munaði aðeins einu stigi,
78-77. Njarðvík komst framúr á ný
og var yfir, 88-83, þegar hálf mín-
úta var eftir. Ríkharður og Leifur
Gústafsson minnkuðu muninn í 88-
87 og þegar 8 sek. voru eftir misstu
Njarðvíkingar knöttinn klaufa-
lega. Valsmenn brunuðu upp en
eftir skot Tómasar Holton utanaf
kanti dansaði knötturinn á körfu-
Staðan:
Staðan í úrvalsdcildinni í körf-
uknattleik að loknum leikjum helg-
arinnar:
Valur................7 5 2 634-559 10
Keflavík.............7 5 2 596-578 10
NJarðvík.............7 4 3 614-602 8
KR...................7 4 3 609-621 8
Fram.................7 3 4 636-625 6
ÍR...................7 0 7 511-615 0
hringnum þegar flautað var til
leiksloka.
Kaninn Kottermann gerði öðr-
um fremur útslagið hjá Njarðvík
ásamt Val Ingimundarsyni. Kott-
ermann er ekki aðeins iðinn við að
skora sjálfur, heldur á hann góðar
, sendingar og eigingirni virðist ekki
þjaka hann eins og suma landa
hans. Júlíus Valgeirsson átti ágæt-
an leik og Ástþór Ingason gerði
laglega hluti. Kottermann skoraði
34 stig, Valur 20, Júlíus 11, Árni
Lárusson 8, Gunnar Þorvarðarson
6, Ástþór 5 og Ingimar Jónsson 4.
Einstaklingsframtak Ríkharðs
Hrafnkelssonar í síðari hálf-
leiknum, þá skoraði hann 25 stig,
var næstum því búið að færa Vals-
mönnum sigur. Hann var óst-
öðvandi en aðra félaga hans virtist
skorta nokkuð baráttugleði eftir
hlé. Tómas Holton lék vel en aðrir
voru með daufara móti. Dwyer
skoraði grimmt í fyrri hálfleik, öll
sín stig þá, en það var virkilega
slæmt fyrir Val að missa hann og
Torfa útaf svo snemma. Ríkharður
skoraði 29 stig, Dwyer 14, Jón
Steingrímsson 10, Tómas 9, Krist-
ján Ágústsson, Leifur Gústafsson
og Torfi 6 hver, Sigurður Hjörleifs-
son 4 og Hafsteinn Hafsteinsson
þrjú. Dómarar voru Jón Otti
Ólafsson og Sigurður Valur Hall-
dórsson. _ vs